Entries by mosfellingur

Rótarý styrkir reiðnámskeið fyrir fatlaða

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar styrkti á dögunum reiðnámskeið fyrir fatlaða sem hestamannafélagið Hörður býður upp á. Styrkur frá Rótarýklúbbi Mosfellssveitar fyrir járningar á skólahrossin nam 180 þúsund krónum og styrkur frá Verkefnasjóði Rótarý á Íslandi fyrir fóðri nam 180 þúsund krónum. Fræðslunefnd fatlaðra í Hestamannafélaginu Herði hefur séð um rekstur á reiðskóla fyrir fatlaða og fólk með […]

N1 opnar rafhleðslustöð í Háholti

N1 hefur opnað 50 kW hraðhleðslustöð við þjónustustöð sína í Háholti í Mosfellsbæ. Hægt er að greiða fyrir rafmagnið með N1 korti og lyklum, auk annarra hefðbundinna greiðslumáta. Ekkert mínútugjald er greitt fyrir hleðsluna, aðeins fast gjald og er verðið 45 kr á kW. Stöðin kemur í staðinn fyrir hraðhleðslustöð frá ON. Kolefnissporin minnka „N1 […]

Þorrablóti Aftureldingar aflýst

Formlega hefur verið ákveðið að hætta við Þorrablót Aftureldingar sem halda átti þann 23. janúar 2021 vegna samkomutakmarkana. Eftir miklar vangaveltur um útfærslur, m.a. rafrænt blót, var hins vegar ákveðið að stefna á risadansleik á vormánuðum svo framarlega sem aðstæður í samfélginu bjóði upp á það. „Við fórum yfir stöðuna nú í byrjun desember þar […]

Rapparinn ferrARI með sína fyrstu plötu

Ari Jakobsson, 16 ára drengur úr Mosfellsbæ, var að gefa út á Spotify sína fyrstu plötu. Platan nefnist ÖRVÆNTING og inniheldur sjö lög. Ari sem kallar sig ferrARI býr til alla tónlistina og textana sjálfur auk þess að taka upp og hljóðblanda plötuna. „Þetta er hipp hopp, rapp plata, sem ég er rosalega ánægður með. […]

Kyndill opnar netsölu á flugeldum

Björgunarsveitin Kyndill hefur haft í nógu að snúast á liðnu ári. Strax í janúar geisaði vonskuveður um landið allt og bárust sveitinni 20 útköll vegna þess, bæði óveðursaðstoð og lokanir á heiðum. Einnig var mannskapur sendur vestur á Flateyri þar sem snjóflóð féll í byggð. Í maí varð bruni í fjarskiptaherbergi í húsnæði Kyndils. Staðbundinn […]

Stærsta verkefnið mitt hingað til

Anna Guðrún Auðunsdóttir viðskiptafræðingur á fjármálasviði Landspítalans greindist með krabbamein í maga árið 2019. Líf Önnu Guðrúnar Auðunsdóttur tók sannarlega óvænta stefnu vorið 2019 er hún fékk þau tíðindi að hún hefði greinst með krabbamein í maga. Fjórum mánuðum síðar fór Anna í átta klukkustunda aðgerð þar sem magi hennar var fjarlægður og nýrri leið […]

Súkkulaðibombur Sólu Ragnars

Sólveig Ragnarsdóttir hefur lengi haft mikla ástríðu fyrir bakstri og kökuskreytingum. Hún hefur um árabil gert mikil listaverk í alls kyns kökubakstri, bæði fyrir sjálfa sig og vini og vandamenn. „Þegar fyrsta Covid-bylgjan skall á og starfshlutfallið minnkaði hjá mér þá lét ég loks verða að því að búa til Instagram-síðuna Sóla Ragnars Cakes þar […]

Halla Karen hlýtur Gulrótina 2020

Í vikunni var lýðheilsuviðurkenningin Mosfellsbæjar, Gulrótin afhent í fjórða skipti. Að þessu sinni kom hún í hlut Höllu Karenar Kristjánsdóttur. Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Það var Ólöf Kristín Sívertsen verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ sem færði […]

Gleðileg jól!

Einn Árið 2020 er senn á enda en það hefur einkennst af óvissu og stakkaskiptum í hefðbundnu lífi okkar flestra. Faraldur geisar um lönd og álfur sem á sér engin fordæmi á síðari tímum, í sérhverri viku, nánast á hverjum degi, hefur ný sviðsmynd blasað við okkur. Íslenskt samfélag hefur borið gæfu til að sýna […]

Tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg

Eins og eflaust margir vegfarendur hafa tekið eftir hefur síðustu daga staðið yfir tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg, annars vegar frá Þverholti og hins vegar frá Reykjavegi. Vinir Mosfellsbæjar lögðu fram tillögu í skipulagsnefnd á sínum tíma að aðreinar inn á Vesturlandsveg yrðu tvöfaldaðar samhliða breikkun vegarins frá Skarhólabraut að Langatanga. Tillagan var samþykkt og […]

Á tímum Covid-19

Á þönum? Nei, ekki beint. Þess í stað höfum við átt góðan tíma á tímum COVID-19 með börnum okkar og öðrum fjölskyldumeðlimum, átt yndislegar stundir. Nú þegar við horfum fram á að bóluefni verði vonandi komið fljótlega á árinu 2021, er mikilvægt að gleyma því ekki að við áttum dýrmætan tíma með börnum okkar og […]

Út með þig!

Ég er búinn að velta því fyrir mér síðustu daga hvað ég myndi ráðlegga fólki að gera til að halda haus og heilsu í covid, ef ég mætti bara nefna eitthvað eitt. Samvera, upphífingar, lestur, tónlistarhlustun og fleira komu upp í hugann. En ég fann svarið þegar ég í síðustu viku labbaði út á pósthús. […]

Það bera sig allir vel

Vá, þvílíkt ár þetta 2020 sem við tókum svo vel á móti. Þetta átti að vera árið og það sannarlega varð það, bara svolítið öðruvísi en við ætluðum. En 2020 fer klárlega í minningabókina yfir furðulegasta árið. Árið sem allir tóku upp kínverska siði, hættu að heilsast með handabandi og grímur urðu töff. Í upphafi […]

Nýr leikskóli byggður í Helgafellshverfi

Mosfellsbær er fjölskylduvænn bær Næsta haust verða seinni tveir áfangar Helgafellsskóla teknir í notkun og verður þá skólinn orðinn heildstæður leik– og grunnskóli. Mikil fjölgun íbúa í Mosfellsbæ síðustu ár kallar svo á áframhaldandi uppbyggingu skólamannvirkja. Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja byggingu á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi og hefur bæjarráð falið umhverfis- og […]

Hin góða frétt!

Jólasálmur desember 2020 Enn og aftur heyrist Heims um ból, í helgri stund um jól þá lægst er sól. Um atburð þann sem þykir bera af, þá Guð oss mönnum syndir fyrirgaf. Með nýja von í hjarta heimur lifir, hin góða frétt var mannkyni til bóta. Í sínu Orði vakir Guð oss yfir, öll við […]