Magnús Már valinn Mosfellingur ársins
Mosfellingur ársins 2024 er Magnús Már Einarsson þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Maggi, eins og hann er alltaf kallaður, afrekaði það á síðasta tímabili að koma liði sínu í efstu deild. Þetta er í fysta skipti sem karlalið Aftureldingar spilar í deild þeirra bestu en síðasta haust átti knattspyrnudeildin 50 ára afmæli. „Ég er mjög […]
Tökum framtíðina í okkar hendur
Gleðilegt nýtt ár kæru Mosfellingar! Það er eitthvað heillandi við nýárssólina sem vermir okkur þessa fyrstu janúardaga og gefur fyrirheit um bjartari framtíð. Aðventan og jólin að baki með jólaskreytingum sem lýsa upp umhverfið í myrkasta skammdeginu. Desember er skemmtilegur tími í starfi bæjarstjóra, það er mikið um viðburði á vegum bæjarins, kirkjunnar, félagasamtaka og […]
100% samvera
Lífið er púsl. Vinna, skóli, verkefni, áhugamál, æfingar, fjölskylda, vinir, viðburðir og svo framvegis. Það getur verið snúið að láta plön ganga upp, ná því sem maður ætlaði að ná. Oftar en ekki kemur eitthvað upp á sem breytir plönum, eitthvað óvænt sem þarf að sinna eða tækla. Ég á stundum erfitt með þetta. Finnst […]
Fjórir Mosfellingar taka þátt í Team Rynkeby verkefninu
Team Rynkeby er góðgerðarverkefni sem hófst í Danmörku árið 2002 þegar nokkrir starfsmenn danska safaframleiðandans Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar. Fyrirtækið var aðalstyrktaraðili ferðarinnar, en einnig fengust styrkir frá öðrum fyrirtækjum. Það gekk mjög vel að safna styrkjum, það vel að það varð afgangur og var hann gefinn deild krabbameinssjúkra barna […]
Málefni barna eru mér hugleikin
Leikskólinn Reykjakot tók til starfa í febrúar 1994. Í skólanum eru fimm deildir er rúma 85 börn. Lögð er áhersla á málrækt, sköpun og leik barna. Útivera er mikilvægur þáttur í þroska hvers barns og nýtur leikskólinn góðs af ósnortinni og stórkostlegri náttúru Mosfellsbæjar. Þórunn Ósk tók við stöðu leikskólastjóra Reykjakots árið 2017. Málefni barna […]
Mosfellskt tónlistarfólk styður við mosfellska knattspyrnu
Það er frábært að sjá hversu skemmtilegt samstarf hefur myndast á milli mosfellskra tónlistarmanna og knattspyrnunnar hjá Aftureldingu. KALEO hefur verið framan á búningum meistarflokks karla síðastliðin þrjú ár en um var að ræða sögulegan samning sem hefur vakið heimsathygli frá upphafi. Þrír af meðlimum Kaleo spiluðu fótbolta með yngri flokkum Aftureldingar og þótti Jökull […]
Hver er Mosfellingur ársins 2024?
Val á Mosfellingi ársins 2024 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 20. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]
Þetta er ótrúlega gaman og gefandi
Þorrablót á uppruna sinn að rekja til 19. aldar, íslensk veisla með þjóðlegum mat, drykkjum og siðum. Mosfellingar láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum en þorrablót Aftureldingar er orðinn fastur liður hjá mörgum bæjarbúum í janúar. Óhætt er að segja að blótið sé einn stærsti viðburður sem fram fer innandyra í Mosfellsbæ ár […]