Vildi leggja mitt af mörkum
Hilda Allansdóttir er mikil útivistarkona og eina markmiðið sem hún setur sér er að stunda útiveru á hverjum degi. Hilda sem starfar sem hárgreiðslukona er dugleg að deila með fylgjendum sínum því sem hún er að bralla. „Ég talaði um það á story hjá mér þann 1. janúar að ég ætlaði að stunda útiveru á […]
Það þurfa allir að kunna að bregðast við
Fyrirtækið Þitt öryggi hefur verið starfandi frá árinu 2020. Eigandi þess og framkvæmdastjóri Magnús Ingi Ingvarsson og starfsfólk hans sérhæfa sig í uppsetningu á öryggisferlum, kennslu í líkamlegum inngripum og bjóða upp á sjálfsvarnarnámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er að veita almenningi þekkingu og færni til að takast á við krefjandi aðstæður sem kunna […]
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar
Starf Rótarýklúbbs Mosfellssveitar hefur verið einstaklega fjölbreytt og áhugavert í haust. Fyrsti fundur starfsársins var haldinn í Rótarýlundinum við Skarhólabraut þar sem Rótarýklúbburinn hóf skógrækt 1991 og nú er lundurinn orðinn útivistarpardís sem er opin öllum. Marteinn Magnússon rótarýfélagi var heiðraður með Paul Harris orðu fyrir störf sín fyrir klúbbinn og Rótarý. Orðan er veitt […]
Krakka Mosó verkefnin komin í notkun
Um miðjan október lauk vinnu við að setja upp þau leiktæki sem krakkar í Mosfellsbæ völdu í lýðræðisverkefninu Krakka Mosó. Nokkrir hressir krakkar tóku sig til í byrjun vikunnar og tóku tækin formlega í notkun en tækin ættu ekki að hafa farið fram hjá krökkum í bænum sem hafa nýtt sér hlýindin í október til […]
Sundabraut aftur á kortið
Haldinn var kynningarfundur Vegagerðarinnar í síðustu viku þar sem kynntar voru niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar. Markmið Sundabrautarverkefnisins er að stytta vegalengdir og bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Það á einnig að létta umferðarþunga á núverandi leiðum, tengja Vestur- og Norðurland betur við höfuðborgarsvæðið og greiða fyrir umferð flutningabíla. „Nauðsynlegt að af þessari […]
Fjárfest í framtíðinni?
Ég skrapp upp á Akranes á laugardaginn. Afturelding hefði getað bjargað sér frá falli úr Bestu deildinni þann dag en fótboltaguðirnir voru ekki með okkur í liði og fall í næstefstu deild er staðreynd. Það þarf yfirleitt nokkrar tilraunir til að komast á toppinn. Víkingur, Breiðablik og Stjarnan hafa ekki alltaf verið á toppnum. Staða […]
Nei, ráðherra! í Bæjarleikhúsinu
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir gamanleikritið Nei, ráðherra! eftir Ray Cooney þann 10. október í Bæjarleikhúsinu. Leikstjórar eru Aron Martin Ásgerðarson og Elísabet Skagfjörð. Verkið gerist á Hótel Borg og er týpískur hurðafarsi sem byggir á misskilningi. Ráðherra Samfylkingarinnar, Örvar Gauti Scheving, finnur lík inni á herbergi sínu á Hótel Borg þar sem hann ætlaði að eyða […]

























Málar steina á fellin
Það er óhætt að segja að Mosfellsbær sé umkringdur dásamlegri náttúruparadís, fellin okkar og fjöllin, fossarnir og heiðarnar. Mosfellingar eru duglegir að nýta þessa auðlind hvort sem er gangandi, hlaupandi, hjólandi eða ríðandi út. Farsælt samstarf hefur verið á milli Mosfellsbæjar og Skátafélagsins Mosverja undanfarin ár um að auðvelda Mosfellingum að nýta sér útivistarsvæði í […]