Nýtt stemningslag að fæðast

Það er einhver undiralda í gangi í Mosfellsbænum núna. Við erum að spila í bestu deildum landsins nánast daglega og það er byrjað að vaxa hár á formanninn Geira Slæ,“ segir Steindi Jr. „Það er allt að sjóða upp úr af stemningu, svo við ákváðum að henda í nýtt lag, tileinkað Mosfellsbæ og Aftureldingu… og […]

Allir leggja sitt af mörkum

Snjallræði er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í Helgafellsskóla í fjögur ár. Þetta er hönnunarstund þar sem allir nemendur skólans, allt frá leikskólastigi upp á unglingastig, glíma við mánaðarlegar áskoranir. Markmið Snjallræðis er að efla nemendur í samvinnu, skapandi og gagnrýnni hugsun ásamt því að þjálfa og styrkja ímyndunaraflið. Hvatamaður að þessu þróunarstarfi er […]

Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna

Íþrótta- og tómstundanefnd veitti styrki til átta ungra og efnilegra ungmenna sem skara fram úr á sviði íþrótta og lista á fundi sínum þriðjudaginn 29. apríl. Styrkirnir eru ætlaðir þeim ungmennum sem, vegna mikillar þátttöku í æfingum, keppni eða annarri skipulagðri starfsemi, eiga erfitt með að sinna hefðbundinni sumarvinnu líkt og jafnaldrar þeirra. Markmiðið með […]

Börnin í Reykjadal fá flotta sumargjöf

Í Reykjadal hafa verið starfræktar sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í 62 ár. Sund og leikur hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi sumarbúðanna og sundlaugin er ómissandi hluti af upplifuninni. Mörg barnanna fara oft á dag í laugina og það er alltaf jafn gaman. Sundlaugin þarf verulega á viðgerð að halda og […]

Okkar Mosó verður Krakka Mosó

Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar hefur samþykkt að leggja áherslu á þátttöku barna í verkefninu Okkar Mosó árið 2025 og fær verkefnið því nafnið Krakka Mosó að þessu sinni. Framkvæmdin á verkefninu í ár verður í samvinnu við skóla Mosfellsbæjar og ungmennaráð. Krakka Mosó 2025 er lýðræðis- og samráðsverkefni krakka og Mosó um forgangsröðun og úthlutun […]

Af hverju er ekki allir í berfættaskóm?

Berfættaskór (barefoot shoes) leyfa fótunum að hreyfast á náttúrulegan hátt. Þeir eru með þunna og sveigjanlega sóla, breiðan tákassa og enga hælshækkun. Ég er búinn að ganga í svona skóm í næstum tuttugu ár. Fyrst átti ég eitt par sem ég notaði nokkrum sinnum í viku, síðan hætti ég smám saman að nota „hefðbundna“ skó […]

Mosfellsbær skilar 877 milljóna króna afgangi

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 var lagður fyrir fund bæjarráðs 3. apríl. Rekstrarniðurstaða A og B hluta Mosfellsbæjar er jákvæð um 877 milljónir. „Þessi niðurstaða endurspeglar traustan og ábyrgan rekstur, þrátt fyrir verðbólgu og hátt vaxtastig. Við höfum náð þessum árangri á sama tíma og við höfum ráðist í metnaðarfullar framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald,“ segir […]

Vinn að endurheimt líkamans

Halldóra Huld Ingvarsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Verkjalausnum, er mikil ævintýramanneskja. Hún hefur verið í hestamennsku frá unga aldri en eftir því sem hún varð eldri fór hún einnig að hafa áhuga á fjallgöngum, jöklagöngum, utanvegahlaupum og stangveiði. Draumur Halldóru er að heimsækja allar heimsálfurnar og upplifa mismunandi menningarheima en þau ævintýri þurfa að þola smá bið […]