Gott að grípa tækifærin þegar þau gefast

Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi Podium veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf sem miðar að því að styrkja stjórnendur fyrirtækja í mótun, stefnu og innleiðingu með sérstakri áherslu á sjálfbærni, markaðs- og samskiptamál. Eva hefur umfangsmikla reynslu úr íslensku atvinnulífi, hún sat í framkvæmdastjórn Mílu til fjölda ára og gegndi stöðu forstöðumanns samskipta hjá Símanum. Hún hefur […]

„Örlögin í okkar höndum,“ segir Maggi

Næstkomandi sunnudag verður nákvæmlega eitt ár liðið síðan Afturelding komst upp í Bestu deild karla í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni eftir sigur í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Sumarið í Bestu deildinni hefur verið skemmtilegt og það hefur verið gaman að sjá frábæran stuðning frá Mosfellingum á heimaleikjum á Malbikstöðinni að Varmá. Öflugir sigrar á […]

Hvetur hjartahlýja Mosfellinga til að grafa dýpra

„Ég vil hvetja öll þau sem er annt um konurnar í lífi sínu til að grafa dýpra,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á vinnuvélum, um uppboð á bleikri gröfu sem hann stendur fyrir nú í september til styrktar Bleiku slaufunni. Bleika grafan er af gerðinni HT-10 en […]

Íbúar ánægðir með Í túninu heima 2025

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, fór fram dagana 28. til 31. ágúst í frábæru veðri. Hátíðin fagnaði 20 ára afmæli sínu í ár og voru um hundrað viðburðir á dagskrá. Á hátíðinni var að finna hefðbundna dagskrárliði, svo sem brekkusöng í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýningu á Tungubökkum, götugrill og stórtónleika en þeir voru fluttir fram […]

Leikskólinn Hlíð 40 ára

Ungbarnaleikskólinn Hlíð fagnaði 40 ára afmæli mánudaginn 22. september. Leikskólinn hóf starfsemi sína árið 1985 en varð alfarið ungbarnaleikskóli fyrir börn á aldrinum 1–3 ára frá og með haustinu 2020. Byggt var við skólann árið 2000 og fór leikskólinn þá úr 430 fermetrum upp í 800 fermetra eins og hann er í dag. Skólastjóri er […]

Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025

Á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima var tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt farsælan og fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi. Ferill Hafdísar hófst þegar hún var 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs […]

Pizzabær?

Það er rafíþróttakvöld í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (FMOS) í kvöld, fimmtudaginn 25. september. Við, samfélagið, erum að koma á fót rafíþróttastarfi í bænum. FMOS mun bjóða upp á æfingaaðstöðu, Mosfellsbær fjármagnar kaup á búnaði og Rafíþróttadeild Mosfellsbæjar (RafMos) mun halda utan um starfið sjálft. RafMos tekur fagnandi á móti öllum sem vilja taka þátt í […]

Hef alltaf sett mér háleit markmið

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ein fremsta knattspyrnukona okkar Íslendinga í dag. Hún steig sín fyrstu skref á ferlinum hjá Þrótti en færði sig svo yfir til Aftureldingar sjö ára gömul. Hún var einungis 16 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik með íslenska landsliðinu, þá nýútskrifuð úr grunnskóla. Í dag er hún aðalmarkvörður liðsins. Cecilía […]