Entries by mosfellingur

Mosfellsbær og heimsfaraldurinn – endurreisnin er hafin

Hjá Mosfellsbæ starfa um 800 manns og rúmlega 12.000 íbúar njóta daglega þjónustu frá meðal annars skólum, íþróttamiðstöðvum og þjónustustöð sem sér um að halda umhverfi bæjarins aðlaðandi og öruggu. Áhrif heimsfaraldurs COVID-19 snerta okkur öll og nú er langþráð endurreisn hafin. Mosfellingur tók því hús á Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra til að fara yfir stöðuna […]

Kraftur hugans

Ég er farinn að nota hugarþjálfun í meira mæli en áður. Hugurinn ber mann hálfa leið. Hugarþjálfun er aldrei mikilvægari en á tímum þegar óvissa ríkir. Óvissan getur dregið úr manni kraft og orku, ef maður leyfir henni að taka völdin. Hér er raunverulegt dæmi. Við erum að fara saman hópur til Austurríkis í september […]

Þakkir til skólafólks í Mosfellsbæ

Mikið hefur gengið á í samfélagi okkar síðustu mánuði og má segja að allt hafi breyst á einni nóttu. Bregðast þurfti hratt og vel við kröfum Almannavarna og tókst skólafólki í Mosfellsbæ að stokka upp í skólastarfinu á met tíma. Unnið var dag og nótt við að undirbúa breytta kennslu og jafnframt tryggja öryggi nemenda […]

Furðulegir tímar

Við lifum svo sannarlega furðulega tíma. Ástandið er erfitt, þungt og tekur á okkur öll. Hið opinbera hefur nú hlutverk sem aldrei fyrr að milda höggið og tryggja velferð allra. Því er mikilvægt og gott að ríkissjóður og sveitarsjóður hafi verið vel reknir. Við höfum borgað okkar skatta og skyldur og kjörnir fulltrúar og starfsmenn […]

Fornleifar og elstu húsin í Mosfellsbæ

Innan Mosfellsbæjar eru einungis tvennar fornleifar sem eru á skrá yfir friðaðar fornminjar. Fyrir áratugum voru þær teknar á skrá og þar við situr. Þær eru annars vegar gamlar fjárborgir sitt hvoru megin við þjóðveginn uppúr Mosfellsdal, um einn kílómetra austan við Gljúfrastein. Þá eru fornminjar lengst og vestast í Mosfellsbæ á utanverðu Blikastaðanesi sem […]

Vorið kemur, heimur hlýnar

Þvílík forréttindi eru að búa í nánd við náttúru, í bæjarfélagi sem umkringt er fallegum gönguleiðum hvort sem er við sjávarsíðu, í skóglendi eða upp á fjalli. Fuglasöngur og hófadynur fylla loftið í kvöldkyrrðinni. Ríkidæmi sem ekki er sjálfgefið og ber að varðveita. Passa þarf upp á að stækkandi bær glati ekki sérstöðu sinni sem […]

Séra Bjarni á Mosfelli – Aldarminning

Þann 19. maí verður öld liðin frá fæðingu föður míns, séra Bjarna Sigurðssonar frá Mosfelli sem var sóknarprestur Mosfellinga í 22 ár. Hann setti sterkan svip á mannlíf sveitarinnar í sinni embættistíð og hyggst ég minnast hans í fáum orðum. Menntavegurinn Bjarni var Árnesingur að ætt, foreldrar hans voru bændur en móðir hans lést úr […]

Stöndum saman og styðjum hvert annað!

Kveðja frá Lágafellskirkju Sjaldan eða kannski aldrei höfum við glaðst eins yfir komu sumarsins eins og þetta árið. Enda hafa síðustu vikur og mánuðir verið fordæmalausir tímar vegna lítillar veiru sem hefur ógnað ekki bara okkur hér á landi heldur allri heimsbyggðinni. Við höfum fundið fyrir henni á margvíslegan hátt vegna þeirra takmarkana sem settar […]

Mosfellingur í sóttfrí

Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að standa af okkur ástandið sem nú geisar og sitja hjá eina umferð að minnsta kosti. Því kemur ekki blað út í byrjun apríl… heldur með hækkandi sól. Allt atvinnulíf er í hægangi, engir viðburðir vegna samkomubanns, óvissutímar og lítið almennt að frétta úr bæjarlífinu og auglýsa. Eins og […]

Ný umhverfisstefna innleidd – stefna fyrir alla bæjarbúa

Mosfellsbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið sem setur sér ítarlega umhverfisstefnu með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið með vinnunni er að setja fram stefnu um hvernig Mosfellsbær geti þróast á sjálfbæran og framsækinn hátt á næstu árum í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Mosfellsbær lengi framarlega í umhverfismálum Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti árið 2001 fyrstu […]

Ég nýt þess að skapa

Jón Þórður Jónsson tæknifræðingur býr til fallega og nytsamlega hluti úr trjám í bílskúrnum hjá sér. Það kennir ýmissa grasa í Smiðju Jóns Þórðar í Byggðarholtinu en þar má finna ýmsa fallega hluti unna úr tré. Jón sem er afar handlaginn nýtur þess að skapa en efniviðinn sækir hann að mestu leyti í sinn eigin […]

Ráðin nýr lögmaður Mosfellsbæjar

Þóra M. Hjaltested hefur verið ráðin sem lögmaður Mosfellsbæjar. Þóra lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1999 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2003. Þóra hefur frá árinu 2012 starfað sem sérfræðingur í lögfræðiráðgjöf Arion banka. Áður starfaði Þóra sem skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og var þar staðgengill ráðuneytisstjóra. Þóra kemur til starfa þann […]

Sérfræðiþekking á sviði velferðartækni

Hjúki er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á skolsetum og öðrum hjálpartækjum innan sem utan heilbrigðisgeirans. Fyrirtækið var stofnað árið 2018 af Hannesi Þór Sigurðssyni, Einari Vigni Sigurðssyni og Kristjáni Zophoníassyni, með það að leiðarljósi að veita persónulega ráðgjöf og sérfræðiþekkingu á sviði velferðartækni. Lausnir í velferðartækni „Við flytjum meðal […]

Styrkur í sóttkví

Ég er ekki í sóttkví og býst ekkert sérstaklega við því að þurfa fara í sóttkví, er ekki búinn að vera á einu af skilgreindu svæðunum. En kannski kemur að því að ég smitist og þurfi að fara í sóttkví. Ef svo, þá mun ég taka því af sömu yfirvegun og ég reikna að langflestir […]

Rússneska keisaradæmið í Mosfellsbæ

Ánægjulegt er að líta til baka og sjá hvað hefur áunnist síðustu misserin. Það sem einna mest hefur komið á óvart er hve fundir bæjarstjórnar eru líflegir og sérstaklega þegar slökkt er á myndavélinni og forseti bæjarstjórnar tilkynnir fundarmönnum að skollið sé á fundarhlé. Vinarþel og varfærni í orðfari fara þá oft veg allrar veraldar […]