Entries by mosfellingur

Stofna styrktarsjóð í nafni Kötlu Rúnar sem lést 2007

Mæðgurnar og Mosfellingarnir Kristjana Arnardóttir, Arna Hagalínsdóttir og Rúna Birna Hagalínsdóttir hafa stofnað styrktarsjóðinn Kraftur Kötlu. Markmið sjóðsins er að styðja við börn í þróunarlöndum til uppeldis og menntunar. „Hugmyndin að sjóðnum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar okkur mæðgum langaði til að hefja einhvers konar styrktarstarfsemi í nafni Kötlu Rúnar, dóttur Rúnu, sem lést í […]

Hver er Mosfellingur ársins 2019?

Val á Mosfellingi ársins 2019 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Þetta er í fimmtánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni […]

Samvinna

Ég er ekki pólitískur. Ég veit ekki hvort ég myndi passa inn í neinn flokk þar sem ég er annars vegar á þeirri skoðun að við sem einstaklingar berum mikla ábyrgð á okkur sjálfum og hins vegar á þeirri skoðun að við sem samfélag eigum að hlúa á þeim sem þurfa á því að halda. […]

Vegferð til vellíðunar

Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð er ekki úr vegi að staldra aðeins við, líta yfir árið og velta því fyrir sér hvernig það var og af hverju. Leið mér vel? Lagði ég rækt við sjálfa/-n mig og aðra? Var ég meðvituð/-aður um gerðir mínar og viðbrögð í hinu daglega […]

Hækkar sól um jól

Framundan eru tímamót: vetrarsólhvörf, jól og áramót á næsta leiti. Lífgjafi okkar allra hækkar á lofti, skammt undan lúrir janúar sem er nefndur eftir rómverska guðnum Janusi með andlitin tvö, annað sneri til fortíðar en hitt fram á veginn. Hér á eftir hyggjumst við undirrituð drepa stuttlega á það sem hefur verið ofarlega á baugi […]

Umferðarlög – breytingar um áramótin

Það hefur eflaust ekki farið framhjá Mosfellingum frekar en öðrum landsmönnum að eftir um 12 ára ferli þá munu ný umferðarlög taka gildi um áramótin. Margt nýtt er í lögunum sem vert er að taka eftir. Hér eru nokkur nýmæli. Snjalltæki Í lögunum eru ákvæði er varða snjalltæki og bann við notkun þeirra gert skýrt, […]

Jólakveðja frá Aftureldingu

Enn líður að jólum og komið að því að gera upp árið. Árið 2019 hefur verið lifandi og skemmtilegt hjá Aftureldingu, en það eru orð að sönnu að það er aldrei dauð stund í lífinu þegar kemur að því að hlúa að og halda utan um þetta flotta félag sem við erum. Stór skref hafa […]

Þurfum stundum að finna upp hjólið

Emil Pétursson húsasmíðameistari hefur fengist við að smíða leikmyndir fyrir sviðsverk og kvikmyndir í þrjá áratugi. Emil Pétursson og starfsfólk hans á Verkstæðinu ehf. sérhæfa sig í að hanna og smíða leikmyndir fyrir kvikmyndir, leikhús, auglýsingar, sjónvarpsþætti og söfn auk annarra viðburða. Þau taka einnig að sér að gera upp gömul hús, innrétta verslanir og […]

Veislubókin er þarfaþing veisluhaldarans

Mosfellingurinn Berglind Hreiðarsdóttir sem heldur úti vinsælu vefsíðunni Gotterí.is er að gefa út veglega veisluhandbók nú fyrir jólin. Berglind hefur tekið saman allt það helsta sem þarf að vita þegar haldnar eru veislur. „Þessi bók er ómissandi handbók fyrir alla þá sem eru að fara að halda veislur. Ég skipti bókinni niður í sex mismundandi […]

Gefa út fimm barnabækur fyrir jólin

Frænkurnar Ásrún Magnúsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir standa í ströngu um þessar mundir en þær skrifuðu báðar barnabækur fyrir þessi jól. Það er Bókabeitan sem gefur bækurnar út og þess má geta að þær eru allar Svansvottaðar. Frænkurnar, sem búsettar eru í Mosfellsbæ, hafa báðar gefið út barnabækur áður en segja það tilviljun að þær […]

Mosfellsbær eignast neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts

Fjárhagslega endurskipulagning Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) er nú í höfn. Bæjarráð Mosfellsbæjar fól bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að leiða viðræður við Landsbankann og aðra kröfuhafa og hafa nú náðst samningar sem tryggja hagsmuni þeirra sem iðka golfíþróttina í Mosfellsbæ. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að Landbankinn endurskipar lánasamsetningu GM, m.a. með því að setja stóran […]

„Alveg dásamlegar móttökur“

„Við áttum ekki von á því að fólk tæki þessu svona vel. Þetta eru alveg dásamlegar móttökur,“ segir Simmi Vill eftir að Barion opnaði um síðustu helgi. „Það kemur á óvart það þakklæti sem maður finnur hjá fólki. Það eru ýmis smáatriði sem við höfum þurft að fínpússa frá opnun en annars hefur allt gengið […]

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar veittar

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í Listasalnum á þriðjudaginn. Menningar- og nýsköpunarnefnd auglýsti eftir hugmynd, vöru eða þjónusta sem talist gæti nýlunda í samfélagi, innan fyrirtækis, vöruþróun eða framþróun á þjónustu eða starfsemi fyrirtækis eða stofnunar í Mosfellsbæ. Alls bárust þrjár gildar umsóknir og lagði menningar- og nýsköpunarnefnd til við bæjarstjórn að afhentar yrðu […]

Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir nú Fellið

Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun. Húsið er sérútbúið til knattspyrnuiðkunar með gervigrasi á gólfum. Þar eru einnig þrjár hlaupabrautir auk göngubrautar umhverfis völlinn. Efnt var til nafnasamkeppni fyrir nýja húsið og var hægt að senda inn tillögur á vefsíðu Mosfellsbæjar og skipuð var sérstök nafnanefnd Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Í nefndinni […]

Framlög til íþróttamannvirkja fordæmalaus

Framtíðarsýn okkar er sú að Mosfellsbær sé fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Traustur rekstur er lykill þess að að vöxtur sveitarfélagsins sé efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbær. Á undanförnum árum hefur bærinn okkar stækkað, eflst og dafnað. Það má segja að fordæmalaus […]