Forn klukkuómur frá 9. öld í Mosfellsdalnum

Björn Pétursson

Ævaforn kirkjuklukka í Mosfellskirkju frá frumkristni á Íslandi.

Mosfellsdalurinn hefur verið sögusvið merkra atburða sem tengjast kristninni, allt frá kristnitökunni á Íslandi er Grímur Svertingjason lögsögumaður að Mosfelli er skírður, þegar kristnin var lögtekin á Alþingi, en hann var giftur Þórdísi Þórólfsdóttir bróður- og stjúpdóttur Egils Skallagrímssonar, lét Grímur fljótlega reisa kirkju að Hrísbrú um 1001-1002, en sú kirkja er síðan ofan tekin að Hrísbrú, er Grímur hafði látið gera og kirkja reist að Mosfelli, lætur Þórdís þá flytja Egil Skallagrímsson til kirkju að Mosfelli.

Hundrað og tuttugu árum fyrr verður atburður, sem átti eftir að tengja sögu kirkjunnar á Mosfelli við landnámsmanninn Örlyg Hrappsson, sem nemur land í landnámi Helga Bjólu Ketilssonar frænda síns, sem gefur honum land milli Mógilsár og Ósvifslækjar á Kjalarnesi um 880, reisir hann þar kirkju kennda við Esjuberg, hefst þá sagan sem tengir kirkjuna kennda við Esjuberg frá um 880 og kirkjuna á Mosfelli um 1523.

Landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson kemur til Ísland frá Iona á Suðureyjum við vesturströnd Skotlands, en áður ákveður hann þó að mennta sig í hinum virta klausturskóla Kólumba á Iona, ásamt Kolli fóstbróður sínum, en frá árinu 865 var klaustrið á Iona á suðureyjum við vesturströnd Skotlands, nefnilega undir stjórn ábóta sem hét Federach mac Cormaic, hann leggur honum til kirkjuviðinn til að reisa kirkjuna kennda við Esjuberg; gullpening, vígða mold til að leggja undir hornstafi kirkjunnar, plenarium (írska messubók) og járnklukku vígða, en járnklukkan góða, er sú sem vefur saman söguþráð kirkjunnar sem kennd er við Esjuberg og kirkjunnar á Mosfelli.

Járnklukkan vinstra megin við altarið í nýju Mosfellskirkjunni, vígð 4. apríl 1965.

Járnklukkan góða er sú sama sem Halldór Kiljan Laxness skrifar um í Innansveitarkroniku bls 179–180, er hann lýsir kirkjuklukkunni (járnklukkunni) sem kom úr Mosfellskirkju eldri (1852-1888) og segir m.a :
Ramböldin eru fest ofan í klukkuhöfuðið með digrum koparlykkjum og mynda sexálma krónu (6–skipta) er klukkan hrjúf áferðar; hvorki kólfur né króna steypt, aðeins óvandlega hamrað.
Skrautrendur tvær sem ganga kringum bumbuna (krónuna), uppi og niðri í meira lagi skakkar, gerðar í mótið fríhendis eftir auganu.
Fróðleg væri að vita hvar svona klukka hafi verið steypt síðan fyrir árið 1000, en að dómi fornleifafræðinga virðist hún vera frá níundu öld, var klukkan fest upp í kórnum vinstra megin við altarið í þessari nýju kirkju á Mosfelli vígð 4. apríl 1965.
„Það er einginn efi á því að þessi klukka geymir hljóm síðan úr fornöld.
Tónn hennar er mikill í sér, lángur og skær og dvín titrandi.
Presturinn sagðist ætla að hríngja henni sjálfur við barnaskírnir af því hljómurinn í henni væri svo fallegur meðan hann væri að deyja út.“

Ferðalag kirkjuklukkunnar (járnklukkunnar) úr kirkjunni kenndri við Esjuberg um 1269-1275, hefst þegar Árni Þorláksson Skálholtsbiskup (1269-1298) tekur kirkjuklukkuna (járnklukkuna) um 1269, er hafði verið spillt af ryði, lét búa og líma öll blöðin í kjölinn, en eftir viðgerðina í Skálholti um 1275 fer kirkjuklukkan (járnklukkan) að Hofi á Kjalarnesi í hálf kirkjuna og er hún þar til um 1523, þegar Ögmundur Pálsson verður Skálholtsbiskup (1521-1541), færist þá kirkjuklukkan (járnklukkan) frá hálf kirkjunni að Hofi á Kjalarnesi í Mosfellskirkju frá um 1523, en hverfur þá af sjónarsviðinu, og verður aftur sýnileg, þegar hún birtist í klukkuturninum á Mosfellskirkju eldri (1852–1888).

Kirkjuklukkan (járnklukkan) hverfur síðan aftur af sjónarsviðinu 1888, er saga hennar þekkt úr Innansveitarkroniku Halldórs Kiljan Laxness, þar til hún birtist síðan aftur í nývígðri Mosfellskirkju 4. apríl 1965, þar sem hún er fest upp vinstra megin við altarið, en þarna er hún með sinn fornaldarhljóm frá 9. öld, sem óskilgetið barn, sem bíður þess að uppruni hennar verði sannaður, og telst þá vera elsta kirkjuklukka Íslands um 1150 ára.

Björn Pétursson