Entries by mosfellingur

Mælir ekki með sjúkrahúsvist í Króatíu

Andrea Kristín Gunnarsdóttir fór í örlagaríka hjólaferð ásamt vinkonum sínum þeim Helenu Byron og Hönnu Sigríði Stefánsdóttur til Króatíu í september síðastliðnum. Vinkonurnar flugu til Split og fóru þaðan í viku siglingu með lítilli snekkju sem sigldi á milli króatísku eyjanna þar sem þær hjóluðu um og nutu lífsins. „Við vorum þrjár íslenskar valkyrjur í […]

Krefjandi vinna en afar skemmtileg

Ingvar Hreinsson múrari og verkstjóri hjá Vegagerðinni sér um viðhald á ljósvitum um land allt. Fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður á Valahnúki á Reykjanesi árið 1878 en í dag eru þeir alls 104 að tölu og er þá ótalinn fjöldi innsiglinga-og hafnarvita í eigu og umsjá sveitarfélaga. Óhætt er að fullyrða að með […]

Vínbúðin stækkar í Kjarnanum

Vínbúðin opnaði nýja og endurbætta verslun í Kjarnanum þann 27. maí. „Við erum bara að færa okkur hinum megin við vegginn,“ segir Fríða Margrét Sigvaldadóttir verslunarstjóri búðarinnar. Verslunin er talsvert stærri en sú gamla, eða um 500 fermetrar. Um er að ræða stærri búð með stærri kæli og stórauknu vöruúrvali. „Þetta er um 200 fermetra […]

Uppbygging Blikastaðalands

Bæjarráð hefur tekið fyrir ósk Landeyjar um að hefja vinnu með Mosfellsbæ um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarstjóra var í kjölfarið falið að bjóða forsvarsmönnum Landeyjar á sameiginlegan fund bæjarstjórnar og skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð uppbyggingaráform á Blikastaðalandi yrðu kynnt nánar. Fyrstu hugmyndir kynntar Kynningarfundur fór fram í byrjun maí þar sem fulltrúar […]

Nýtt rekstrarfélag um Reykjalund

Heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember 2019 starfsstjórn yfir Reykjalundi til að stýra stofnuninni meðan unnið væri að endurskoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Nú hefur starfsstjórnin kynnt starfsfólki Reykjalundar framtíðarfyrirkomulag stjórnunar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. M.a var kynnt nýtt skipurit sem tók gildi 1. júní og var unnið í samráði við starfsfólk. Óhagnaðardrifið einkahlutafélag […]

Bjarnarganga á Stöðvarfirði

Við vorum á Kirkjubæjarklaustri um helgina, ég, frúin og sá yngsti ásamt góðum vinum okkar. Þetta var ótrúlega notaleg helgi. Góð samvera, leikir, spil, útivera og magnað umhverfi. Ég fór eftir helgina að pæla í því hvernig jákvæðar tengingar ég hefði við hina ýmsustu staði landsins. Rúllaði í gegnum þann leik með sjálfum mér að […]

Í sumarbyrjun

COVID-19, í senn áskoranir og tækifæri Öll þekkjum við glímuna við veiruna skæðu sem undanfarna rúma tvo mánuði hefur ekki aðeins breytt daglegu lífi okkar Mosfellinga heldur allra Íslendinga og íbúa heimsins. Ýmsar áskoranir hafa mætt starfsfólki í hinum ýmsu þjónustustörfum hjá Mosfellsbæ, skipuleggja hefur þurft breytt vinnubrögð, setja upp viðbragðsáætlanir, sóttvarnir og svo framvegis. […]

Félagsskapur er lýðheilsumál

Manneskjan er félagsvera. Fólki sem býr við langvarandi félagslega einangrun er hættara við ýmsum líkamlegum kvillum og verri heilsu en öðrum. Félagsskapur, má því segja, er því lýðheilsumál. Félagsleg einangrun á sér gjarnan erfiðan fylgifisk: Einmanaleikann. Nú á tímum COVID-19 eru margir að upplifa einangrun í fyrsta sinn og eiga erfitt með að takast á […]

„Það bera sig allir vel“

Þennan texta hafa landsmenn sungið með Helga Björnssyni tónlistamanni á hverju laugardagskvöldi meðan hinn alræmdi COVID-19 sjúkdómur hefur gengið yfir heimsbyggðina. Segja má að með þessum orðum hafi Helgi hitt naglann á höfuðið, við höfum almennt borið okkur vel. Ekki hefur þessi veira þó látið okkur Íslendinga ósnerta með andláti tíu einstaklinga sem smituðust af […]

Listasalurinn starfræktur í 15 ár

Listasalur Mosfellsbæjar er 15 ára í ár. Salurinn er inn af Bókasafni Mosfellsbæjar og opinn á afgreiðslutíma þess. Settar eru upp um tíu sýningar á ári og er umsjónarmaður Listasalarins Steinunn Lilja Emilsdóttir. Við spurðum hana nokkurra spurninga um starfsemi salarins. Hvernig sýningar er boðið upp á? Sýningar í Listasalnum eru mjög fjölbreyttar. Hér hafa […]

Tvöföldun Vesturlandsvegar mun ljúka í ár

Samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Langatanga í Mosfellsbæ hefur verið boðið út. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti samning milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um kostnaðarskiptingu og endanlega kostnaðaráætlun verksins. Miklar samgöngubætur Verkefnið felur í sér miklar samgöngubætur fyrir bæði íbúa Mosfellsbæjar og þá sem eru á norður eða vesturleið, með breikkun vegsvæða á […]

Gott að gefa sér góðan tíma

Ágústa Pálsdóttir eigandi gjafavöruverslunarinnar Evítu er hæstánægð með móttökur bæjarbúa. Það er ævintýri líkast að koma inn í gjafavöruverslunina Evítu í Háholti en þar má sjá fallegar og glitrandi vörur hvert sem auga er litið. Það þarf að gefa sér góðan tíma til að skoða úrvalið en allir ættu að geta fundið sér eitthvað við […]

Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2019

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var staðfestur á fundi bæjarstjórnar, miðvikudaginn 13. maí, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 416 milljónir sem er um 26 milljóna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifum […]

Myndó flytur í Þverholtið

Ljósmyndarinn Ólína Kristín Margeirsdóttir er að flytja í Þverholtið með fyrirtækið sitt Myndó ljósmyndastofa. Ólína útskrifaðist sem ljósmyndari 2008 og hefur rekið Myndó síðan 2009 að heimili sínu í Hrafnshöfðanum þar sem hún innréttaði bílskúrinn sem stúdíó og vinnustofu. „Stofan hefur gengið vel öll þessi ár í bílskúrnum en nú langaði mig að komast aðeins […]

Myndó flytur í Þverholtið

Ljósmyndarinn Ólína Kristín Margeirsdóttir er að flytja í Þverholtið með fyrirtækið sitt Myndó ljósmyndastofa. Ólína útskrifaðist sem ljósmyndari 2008 og hefur rekið Myndó síðan 2009 að heimili sínu í Hrafnshöfðanum þar sem hún innréttaði bílskúrinn sem stúdíó og vinnustofu. „Stofan hefur gengið vel öll þessi ár í bílskúrnum en nú langaði mig að komast aðeins […]