Meðferðarheimili fyrir ungmenni opnað á Farsældartúni

Á þriðjudag opnaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, meðferðarheimilið Blönduhlíð, sem staðsett er á Farsældartúni í Mosfellsbæ. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni á aldrinum 13–18 ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda og verður rekið af Barna- og fjölskyldustofu. Meðferðarheimilinu er ætlað að vera viðbót við greiningar- og meðferðardeild Stuðla. Með því að bæta við […]

Helgafellsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin

Helgafellsskóli hlaut á dögunum Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni. Verk­efn­ið er ný­sköp­un­ar­verk­efni sem ber heit­ið Snjall­ræði og nær frá leik­skóla­stigi upp á ung­lingast­ig. Markmið verk­efn­is­ins er að nem­end­ur þjálf­ist í skap­andi og gagn­rýn­inni hugs­un. Verk­efn­ið felst í hönn­un­arstund þar sem nem­end­ur takast á við raun­veru­leg sam­fé­lags­vanda­mál og nota til þess ferli hönn­un­ar og hönn­un­ar­hugs­un­ar sem […]

Fjölbreytileikinn

Ég og einn góður erum á þeirri gefandi vegferð að prófa allar íþróttir sem stundaðir eru skipulega í Mosfellsbæ. Við verðum í þessu eitthvað fram yfir áramót. Það eru nefnilega svo margar íþróttir sem hægt er að stunda í Mosó. Og það bætist í flóruna. Mér finnst þetta frábært. Sumir finna sig best í hópíþróttum, […]

Ráðist í endurbætur á Mosfellskirkju

Nú á haustmánuðum hefur verið lagt kapp á vinnu við nauðsynlegar framkvæmdir bæði við Mosfellskirkju og Lágafellskirkju. Mosfellskirkja hefur verið lokuð vegna mygluskemmda frá því í vor. Sóknarnefnd Lágafellssóknar tók þá ákvörðun á fundum sínum í haust að hefja endurbætur á Mosfellskirkju til að koma í veg fyrir frekari skemmdir sem og að opna kirkjuna […]

Hreppaskjöldurinn áfram í Miðdal

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós var haldin fimmtudaginn 10. október að Kiðafelli í Kjós. Að venju var góð mæting og frábær stemning. Eitthvað var verslað með líflömb enda þónokkur með verndandi arfgerð gegn riðu til sölu. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti […]

Að þjálfa er mín hugsjón

Sigrún Másdóttir hefur frá unga aldri haft gaman af íþróttum og þá sérstaklega hópíþróttum. Hún æfði flestar þær íþróttagreinar sem í boði voru en handboltinn hafði á endanum vinninginn. Sigrún var 16 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta handboltaleik með meistaraflokki og 51 árs þegar hún spilaði þann síðasta. Hún hefur einnig starfað sem handboltaþjálfari […]

Endurvekja Sönginn í Mosó í Hlégarði

Karlakórinn Stefnir hóf vetrarstarfið um miðjan september og eru í honum 40 starfandi félagar og nokkur nýliðun hefur verið eftir Covid-faraldurinn. Stjórnandi er Keith Reed sem upprunninn er í hinni stóru Ameríku en hefur starfað á Íslandi um allmörg ár, kvæntur íslenskri konu og á uppkomin börn. Meðal þeirra er sonur sem líka er söngfugl […]

„Ólýsanleg tilfinning“

Afturelding hafði betur gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjudeildar-umspils um sæti í Bestu deild karla 2025 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Aftureldingar sem karlalið félagsins kemst í efstu deild Íslandsmótsins. Eina mark leiksins kom á 78. mínútu og var það Sigurpáll Melberg Pálsson sem skoraði þegar hann fylgdi eftir skoti sem var […]