Ég fæ að kafa ofan í ýmsa heima

Vivian Ólafsdóttir útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan þá starfað sem leikkona. Hér á landi er hún hvað þekktust sem Stefanía í Leynilöggunni og svo lék hún hugrökku Kristínu í Napoleonsskjölunum en Vivian var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir bæði þessi hlutverk. Þessa dagana er hún að leika í bíómynd og fram undan […]

Barnadjass í Mosó í annað sinn

Dagana 20.-23. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í annað sinn. Flytjendurnir eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá Mosfellsbæ, Ísafirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Börnin eiga þó rætur að rekja mun víðar, svo sem til Svíþjóðar, Kína, Póllands, Palestínu, Hollands, Nígeríu og víðar. Haldnir verða fernir tónleikar: Opnunartónleikar 20. júní kl. 19:00 […]

Mosfellsbær úthlutar 50 lóðum við Úugötu

Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða við Úugötu í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóð­ir þar sem gert er ráð fyr­ir 30 ein­býl­is­hús­um, átta par­hús­um (16 íbúð­ir) og einu fjög­urra ein­inga rað­húsi. Úugata er í skjól­sæl­um suð­ur­hlíð­um Helga­fells og er eitt glæsi­leg­asta bygg­ing­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Lóð­irn­ar sitja hátt í land­inu og það­an er mik­ið út­sýni. Í […]

Sr. Guðrún Helga bætist í prestahópinn

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin prestur í Lágafellssókn í Mosfellsprestakalli. Prestarnir verða því þrír í stækkandi bæjarfélagi. Hún var vígð til prestþjónustu í Lágafellssókn annan í hvítasunnu frá Skálholtsdómkirkju. Sr. Guðlaug Helga ólst upp á Hvols­velli og er dóttir hjónanna Guð­rúnar Árnadóttur og Guðlaugs Friðþjófssonar. Hún er gift Einari Þór Hafberg sérfræðingi í […]

Stríð og friður

Við fengum heimsókn í vikunni. Yuri, Victoria og Margret, yngri dóttir þeirra, eru á landinu og kíktu til okkar. Þau eru frá Rússlandi. Ég kynntist Yuri fyrir mörgum árum þegar ég vann hjá Útflutningsráði Íslands og hann hjá sendiráði Íslands í Moskvu. Við unnum talsvert saman, ferðuðumst með íslensk fyrirtæki til staða sem ég hefði […]

Mosfellskirkju lokað vegna rakaskemmda og myglu

Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur tekið ákvörðun um að loka Mosfellskirkju tímabundið. Ástæðan er sú að rakaskemmdir og mygla fannst þegar verkfræðistofan Efla var fengin til að kanna ástand kirkjunnar. „Nefndin bað um úttekt á ástandi kirkjunnar, kirkjan er komin til ára sinna og ljóst er að hún þarfnast mikils viðhalds,“ segir Ólína Kristín Margeirsdóttir formaður sóknarnefndar […]

Tónlist gefur manni svo mikið

Hulda Jónasdóttir hlaut tónlistarlegt uppeldi frá blautu barnsbeini og hefur tónlistin fylgt henni æ síðan. Á heimili hennar var mikið hlustað á blús, djass og klassíska tónlist og gömlu góðu íslensku lögin voru einnig í hávegum höfð. Árið 2016 skellti Hulda sér í nám í viðburðastjórnun og stofnaði sitt eigið fyrirtæki í kjölfarið, Gná tónleikar. […]

Ásgeir Jónsson nýr formaður Aftureldingar

Á aukafundi aðalstjórnar Aftureldingar þann 2. maí var Ásgeir Jónsson kjörinn nýr formaður félagsins. Þá voru þau Níels Reynisson og Hildur Bæringsdóttir einnig kjörin í stjórn. Ásgeir leysir Birnu Kristínu Jónsdóttur af hólmi sem hefur gengt formennsku síðustu sex ár og Níels og Hildur koma inn í stað Sigurðar Rúnars Magnússonar og Reynis Inga Árnasonar. […]