Héraðsskjalasafnið fagnar 20 ára afmæli

Blásið var til afmælisfagnaðar Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar í Kjarna hinn 22. október. Þess var minnst að Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar var stofnað hinn 24. október 2001 þegar Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður kom og veitti heimild til stofnunar þess. Áður hafði Sögufélag Kjalarnesþings hvatt bæjarstjórn Mosfellsbæjar til að koma á legg héraðsskjalasafni. Af þessu tilefni voru fluttar ræður og saga […]

KALEO styður við stelpurnar

Mosfellska hljómsveitin KALEO hefur komist að samkomulagi við Aftureldingu um að styðja myndarlega við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Áður hefur hljómsveitin stutt við strákana með sögulegum samningi og nú bætist í hópinn. Gengið var frá samningi á fjölmennu styrktarkvöldi á dögunum sem fram fór í Félagsgarði í Kjós. Meðlimir KALEO voru þar heiðursgestir en hljómsveitin […]

Börn vilja reglur og mörk

Það er óhætt að segja að Gróa Karlsdóttir þekki ungviðið í Mosfellsbænum betur en margur annar enda hefur hún starfað lengi sem skólaliði eða í 25 ár.Gróa aðstoðar nemendur í leik og starfi og leiðbeinir þeim í umgengni og samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsmenn skólans. Hún segir starfið fjölbreytt og gefandi og það […]

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi 2022

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 ber merki aukinna efnahagslegra umsvifa eftir það högg sem heimsfaraldur kórónuveirunnar er og þeirrar viðspyrnu sem Mosfellsbær hefur náð, segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Á næsta ári verður unnið að hönnun og framkvæmd nýs leikskóla í Helgafellshverfi, byggingu nýs íþróttahúss í Helgafellsskóla og nýrrar þjónustubyggingar við íþróttamiðstöðina að Varmá.Þá verður […]

Ljós í nýjum jólagarði tendruð

„Jólaskreyttur garður á Hlégarðstúni þar sem fólk gerir sér ferð til að heimsækja staðinn og eiga góðar stundir.“ Þannig hljómaði ein af þeim hugmyndum sem kosnar voru til framkvæmdar í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó á árinu 2021. Frábær hugmynd sem vekur hlýjuJólagarðurinn var formlega opnaður þegar Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og börn í 4. bekk í Varmárskóla […]

Jana gefur kost á sér í 2. sæti

Jana Katrín Knútsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem fer fram 5. febrúar nk. Jana er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jana hefur starfað innan heilbrigðis­kerfisins í um 13 ár og þar af 8 ár á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Í […]

Rúnar Bragi sækist eftir 3. sæti

Rúnar Bragi Guðlaugsson bæjarfulltrúi óskar eftir áframhaldandi stuðningi á lista Sjálfstæðismanna í prófkjöri sem fer fram 5. febrúar 2022 fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Hef ég mikinn áhuga og metnað á að starfa áfram að sveitarstjórnar­málum og fylgja eftir þeim fjöl­mörgu góðu málum sem hafa áunnist á þessu kjörtímabili. Ég tel að kraftar mínir og reynsla geti […]

Súrefni

Ég var úti í morgun með æfingahópnum. Við tökum daginn snemma tvisvar í viku og æfum úti, sama hvernig viðrar. Mér líður vel þegar ég æfi, bæði sjálfur og með öðrum og hvort sem ég er inni eða úti. Þessi tilfinning að hreyfa sig, liðka og styrkja er svo öflug, bæði fyrir líkama og sál. […]