Mosfellskirkju lokað vegna rakaskemmda og myglu

Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur tekið ákvörðun um að loka Mosfellskirkju tímabundið. Ástæðan er sú að rakaskemmdir og mygla fannst þegar verkfræðistofan Efla var fengin til að kanna ástand kirkjunnar. „Nefndin bað um úttekt á ástandi kirkjunnar, kirkjan er komin til ára sinna og ljóst er að hún þarfnast mikils viðhalds,“ segir Ólína Kristín Margeirsdóttir formaður sóknarnefndar […]

Tónlist gefur manni svo mikið

Hulda Jónasdóttir hlaut tónlistarlegt uppeldi frá blautu barnsbeini og hefur tónlistin fylgt henni æ síðan. Á heimili hennar var mikið hlustað á blús, djass og klassíska tónlist og gömlu góðu íslensku lögin voru einnig í hávegum höfð. Árið 2016 skellti Hulda sér í nám í viðburðastjórnun og stofnaði sitt eigið fyrirtæki í kjölfarið, Gná tónleikar. […]

Ásgeir Jónsson nýr formaður Aftureldingar

Á aukafundi aðalstjórnar Aftureldingar þann 2. maí var Ásgeir Jónsson kjörinn nýr formaður félagsins. Þá voru þau Níels Reynisson og Hildur Bæringsdóttir einnig kjörin í stjórn. Ásgeir leysir Birnu Kristínu Jónsdóttur af hólmi sem hefur gengt formennsku síðustu sex ár og Níels og Hildur koma inn í stað Sigurðar Rúnars Magnússonar og Reynis Inga Árnasonar. […]

Styrktarmótið Palla Open haldið í fjórða sinn

Fjórða árið í röð hafa Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Palli Líndal ákveðið að taka höndum saman og halda Palla Open styrktarmótið í golfi. Í ár verður mótið haldið til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal. Verkefnið hófst með Palla Open á síðasta ári þar sem átti að nota styrktarfé, sem var yfir þrjár milljónir, til að útbúa 20 […]

Bærinn fyllist af blökurum

Mosöld 2024 er Öldungamót Blaksambands Íslands og líklega stærsta mót fyrir fullorðna ár hvert á Íslandi. Mosöld fer fram í Mosfellsbæ og hefst í dag 9. maí og stendur til 11. maí. Blakdeild Aftureldingar hefur veg og vanda af mótinu og eru yfir 150 lið skráð en til að vera gjaldgengur þá þarf að vera […]

Íþróttir og áfengi

Ég hitti góðan félaga á körfuboltaleik um síðustu helgi. Sömu helgi og það voru hópslagsmál í stúkunni eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í úrslitakeppni karla. Félaginn hefur áhyggjur af því hvað það er orðið vinsælt og sjálfsagt að selja bjór á leikjum á Íslandi. Í öllum hópíþróttunum, körfubolta, handbolta og fótbolta. Ég deili þessum áhyggjum […]

Júlíus nýr formaður Hollvinasamtakanna

Nýlega fór fram aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar. Fundurinn heppnaðist mjög vel og var góður hugur í fundarmönnum. Tilgangur samtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar. Júlíus Þór Jónsson var kjörinn nýr formaður en fráfarandi formaður, Bryndís Haraldsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram. Haukur Fossberg Leósson var útnefndur heiðursvinur á […]

Ég hef svo gaman af þessu öllu

Grínistann og skemmtikraftinn Jóhann Alfreð Kristinsson þarf vart að kynna enda löngu orðinn landsþekktur fyrir sín störf. Hann hefur starfað með uppistandshópnum Mið-Ísland um áratugaskeið, komið að dagskrárgerð, handritaskrifum og leiklist en undanfarin ár hefur hann starfað á Rás 2 auk þess að sinna dómarahlutverki í Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna. Jóhann hefur einnig verið að […]