Söfnuðu fyrir fjórum útivistarhjólastólum

Reykjadalur fékk á dögunum afhenta fjóra nýja útivistarhjólastóla sem safnað var fyrir á góðgerðargolfmótinu Palla Open sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Palli Líndal stóðu fyrir. Mótið gekk vonum framan og var eitt það fjölmennasta sem haldið var á suðvesturhorninu í sumar. Alls söfnuðust 2,5 milljónir króna í tengslum við mótið sem hefur verið varið í kaup […]

Vil láta gott af mér leiða

Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og verkefnastjóri nýtur þess að kenna og skapa. Uppáhaldsstaður Evu Rúnar Þorgeirsdóttur á hennar yngri árum var skólabókasafnið í Langholtsskóla. Þar gat hún gleymt sér í ró og næði í ævintýraveröld bókanna. Draumur hennar um að skrifa kviknaði þegar hún var átta ára, hún byrjaði á því að skrifa dagbækur og […]

Súpuveisla Friðriks V til styrktar Mosverja

Matreiðslumeistarinn Friðrik V galdraði fram kraftmikla kjötsúpu í Álafosskvosinni á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Ákveðið var að styrkja Mosverja til kaups á nýju eldhúsi í skátaheimilið í Álafosskvosinni. Hugmyndin kom upp hjá Friðriki V og hjónunum Jóni Júlíusi og Ástu í Álafosskvosinni. „Við höfum verið viðloðandi fiskidaginn mikla frá upphafi en hann hefur nú fallið […]

Heilsuhátíðin Heimsljós haldin um helgina

Heilsuhátíðin Heimsljós verður haldin í Lágafellsskóla um helgina.Hátíðin hefst á heilunarguðþjónustu föstudaginn 16. september kl. 20 í Lágafellskirkju sem sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn leiðir.Heimsljós eru góðgerðarsamtök og þeir sem standa að hátíðinni eru í sjálfboðastarfi og allir þeir sem leggja fram fræðslu eða meðferðir eru að gefa vinnu sína. „Allt þetta fólk á þakkir skyldar […]

Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2022

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar var útnefndur við hátíðlega athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Hrafnhildur Gísladóttir formaður nefndarinnar þeim Agnesi Wild, Sigrúnu og Evu Björgu verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni. Áhersla á tengingu við MosfellsbæLeik­hóp­inn Miðnætti stofn­uðu þær Agnes Wild […]

Nýr samgöngustígur vígður

Nýr og glæsi­leg­ur sam­göngu­stíg­ur í Mos­fells­bæ var vígð­ur form­lega í vikunni fyrir bæjarhátíðina að við­stöddu fjöl­menni. Hóp­ur barna úr Krika­skóla kom sér­stak­lega til að hjóla á nýja stígn­um.Sam­göngu­stíg­ur­inn er sam­starfs­verk­efni Mos­fells­bæj­ar og Vega­gerð­ar­inn­ar og eitt af fyrstu stíga­verk­efn­um sem heyra und­ir Sam­göngusátt­mál­ann.Sam­göngu­stíg­ur­inn ligg­ur í gegn­um Æv­in­týra­garð­inn frá íþrótta­svæð­inu við Varmá og að Leir­vogstungu. Um er […]

Móðir allra íþrótta

Spakir menn hafa haldið því fram að körfubolti sé móðir allra íþrótta. Ég veit ekki alveg með það, en hugsanlega er eitthvað til í þeirri fullyrðingu. Yngsti sonur minn er byrjaður að æfa körfubolta hjá Aftureldingu og það er ljóst að það er mikill uppgangur í körfunni í Mos. Á æfingar í hans flokki hafa […]

Sigurbjörg opnar í Þverholti 5

Nýverið opnaði í Þverholti 5 verslunin Sigurbjörg, þar er að finna mikið úrval af gæðagarni og öðrum hannyrðavörum. „Ég er gift 4 barna móðir, viðskiptafræðingur og sjúkraliði, með brennandi áhuga á hannyrðum sem á aldrei of mikið af garni,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir eigandi verslunarinnar. „Ég flutti í Mosfellsbæinn þegar ég áttaði mig á því að […]