MAIAA í Söngvakeppninni á laugardaginn

Mosfellingurinn MAIAA eða María Agnesardóttir tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins 2024 með laginu „Fljúga burt“ eða „Break Away“ á ensku. MAIAA keppir í seinni undankeppninni 24. febrúar sem fer fram í Fossaleyni í Grafarvogi. MAIAA ólst upp í Mosfellsbæ og rekur tónlistarrætur sínar þangað. MAIAA var í Lágafellsskóla og tók þátt í öllu sem tengdist […]

Moldin er undirstaða alls

Ólafur Gestur Arnalds prófessor hefur lengi fengist við rannsóknir á íslenskri náttúru og vernd hennar. Moldin fæðir og klæðir jarðarbúa og hún miðlar jafnframt ferskvatni um vistkerfi. Skilningur á náttúrunni og hvernig hún bregst við álagi vegna athafna mannsins á jörðinni krefst þekkingar á moldinni. Jarðvegur á Íslandi er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur, […]

Uppbygging í Mosfellsbæ

Á komandi árum er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis í Mosfellsbæ. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er lögð áhersla á að fjölga og auka fjölbreytni starfa í Mosfellsbæ í nýrri atvinnustefnu bæjarins. Í dag er bæjarfélagið stærsti atvinnurekandinn með um eitt þúsund starfsmenn. Næst á eftir koma Reykjalundur og Matfugl þar sem […]

Jóna Margrét keppir til úrslita í Idol

Mosfellingurinn Jóna Margrét Guðmundsdóttir keppir til úrslita í Idol stjörnuleit föstudagskvöldið 9. febrúar en sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2. Jóna Margrét er alin upp í Mosfellsbæ til 10 ára aldurs, en býr nú á Akranesi. Foreldrar hennar eru Mosfellingarnir Hjördís Kvaran Einarsdóttir og Guðmundur St. Valdimarsson. Jóna Margrét lauk stúdentsprófi […]

Stór meirihluti íbúa vill ekki þétta byggð á Blikastöðum

Hagsmunasamtök íbúa í Mosfellsbæ voru formlega stofnuð þann 9. janúar en tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir íbúa Mosfellsbæjar til að gæta hagsmuna íbúa gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og öðrum. „Við viljum hvetja íbúa til að taka virkan þátt í umræðunni um öll þau mál er varða hagsmuni íbúa Mosfellsbæjar,“ segir Berglind Þrastardóttir formaður samtakanna […]

Opna skyndibitastaðinn Dúos

Skyndibitastaðurinn Dúos hefur opnað við hlið Krónunnar í Háholtinu. Tvíburasystkinin Alexía Gerður og Sigdór Sölvi Valgeirsbörn reka staðinn sem opnaði þann 12. janúar. Systkinin eru alin upp á Kjalarnesi en búa nú í Mosó ásamt fjölskyldum sínum. Þau hafa mikla reynslu af lokum og hraðri afgreiðslu af Hlöllabátum þar sem þau hafa unnið í rúman […]

Þolinmæði og þrautseigja

Febrúar er hressandi mánuður. Það er svalt, það er stormasamt, það er allra veðra von. En febrúar er líka stysti mánuður ársins, líka þegar það er hlaupár eins og í ár. Ég er að verða mikill febrúarmaður. Hef gaman af því að vakna á morgnana og kíkja út um gluggann til að taka púlsinn á […]

Framleiðir sitt eigið fæðubótarefni

Mosfellingurinn Daníel Ingi Garðarsson er ungur athafnamaður sem hóf framleiðslu á fæðubótarefnum á síðasta ári. „Upphafið að þessu var að ég fór sjálfur í hormónamælingu og greinist með of lágt testósterón og vantaði góðan búster fyrir testó en fann engan hér á landi og ákvað að búa til minn eigin og svo þróaðist þetta út […]