Hundasnyrtistofan Dillirófa opnar í Kjarna

Í desember síðastliðnum opnaði í Kjarnanum hundasnyrtistofan Dillirófa. Það eru þær Anna Dís Arnarsdóttir og Valborg Óðinsdóttir sem eiga og reka stofuna. Þær eru báðar með áralanga reynslu og góða menntun sem hundasnyrtar. „Ég hef starfað sem hundsnyrtir síðan 2008, ég hef sótt ótal námskeið og fór svo til Ítalíu að læra og hef verið […]

Endurbætur á Hlégarði að hefjast

Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur á grundvelli heimildar bæjarráðs boðið út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurbóta á innra rými Hlégarðs. Verkefnið felur í sér heildstæða endurgerð fyrstu hæðar hússins. Hönnuðir skiptu framkvæmdum í fyrsta áfanga með eftirfarandi hætti: Uppbygging og endurnýjun stoðrýma svo sem salerna, bars og undirbúning burðavirks áður en gólf verða endurgerð á fyrstu hæð […]

Hljómsveitin Eilíf sjálfsfróun gefur út sína aðra plötu

Mosfellska hljómsveitin Eilíf sjálfsfróun gaf út aðra plötu sína þann 18. febrúar. Eilífa sjálfsfróun skipa þeir Halldór Ívar Stefánsson, Árni Haukur Árnason, Davíð Sindri Pétursson og Þorsteinn Jónsson en platan sem þeir tóku upp og unnu sjálfir frá grunni nefnist Með fullri uppreisn og inniheldur 10 lög. Stofnað sem grín Eilíf sjálfsfróun var stofnuð í […]

Fáum vonandi að njóta jöklanna sem lengst

Listakonan Steinunn Marteinsdóttir opnar um helgina sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í tengslum við 85 ára afmæli sitt. Sýningin nefnist JÖKULL -JÖKULL en Snæfellsjökull hefur lengi verið henni hugleikinn eða allt frá því hún fluttist að Hulduhólum árið 1969. Þar hefur hún búið og starfað síðan og sér jökulinn út um stofugluggann. Minna um fyrirhuguð veisluhöld […]

Fann farveg fyrir sköpunargleðina

Hanna Margrét Kristleifsdóttir skartgripahönnuður hannar sína eigin skartgripalínu, Bara Hanna. Það má sannarlega segja að áhugamál Hönnu Margrétar Kristleifsdóttur séu margvísleg en áhugi hennar á listsköpun er eitt af því sem stendur upp úr. Hún sinnir leiklist af kappi en árið 2007 kynntist hún skartgripagerð og fór í framhaldi í nám í almennri hönnun og […]

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Eins og undanfarin ár situr Mosfellsbær í efstu sætum könnunarinnar. Þegar spurt er um sveitarfélagið sem stað til þess að búa á og þjónustuna í heild er Mosfellsbær yfir landsmeðaltali í ellefu málaflokkum af þrettán, en rétt undir landsmeðaltali […]

Góðmennska og virðing

Yngsti sonur minn heldur með Manchester City. Einn af fáum sem ég þekki sem gerir það. Ýmsir hafa strítt honum á því: „Hva, þú velur þér bara besta liðið!“ Eins og allir þeir sem halda með Liverpool og Manchester United hafi ákveðið að styðja þau ágætu lið þegar allt var í ládeyðu hjá þeim … […]

Tvöföldunin tilbúin

Framkvæmdum við tvöföldun Vesturlandsvegar á kaflanum milli Skarhólabrautar og Langatanga lauk nú fyrir jól. Um er að mikilvæga framkvæmd fyrir Mosfellinga og landsmenn alla þar sem oft hafa myndast raðir í og úr bænum á annatímum. Hluti framkvæmdarinnar er jafnframt auknar hljóðvarnir í formi nýrra hljóðveggja, stærri hljóðmana og biðstöð strætisvagna norðan vegarins. Öflugri lýsing […]