Glímir við lúxusvandamál

Aron Daníel Arnalds er 23 ára uppalinn Mosfellingur sem alla tíð hefur haft mikinn áhuga á tónlist. Hann æfði á trommur í nokkur ár og nú síðustu 2-3 ár hefur hann gefið sér meiri tíma og kraft í að semja texta og lög. „Ég finn að ég er tilbúinn með mitt sound,“ segir Aron en […]

Birgir útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar

Birg­ir D. Sveins­son fyrrverandi skólastjóri Varmárskóla og stofnandi skólahljómsveitar Mosfellsbæjar var útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn þann 17. júní. „Ég er snortinn og þakklátur,“ sagði Birgir við afhendinguna en hann er heiðraður fyrir hans mikla framlag til tónlistar- og menningarlífs sem og uppeldismála í Mosfellsbæ. Birgir D. Sveinsson er fæddur 5. apríl 1939 í […]

Styrkir úr Klörusjóði afhentir

Mið­viku­dag­inn 12. júní voru af­hent­ir styrk­ir úr Klöru­sjóði en markmið sjóðs­ins er að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ. Í sjóð­inn geta sótt kenn­ar­ar, kenn­ara­hóp­ar, að­r­ir fag­að­il­ar sem starfa við skóla/frístund í Mos­fells­bæ, einn skóli eða fleiri skól­ar/fag­að­il­ar í sam­ein­ingu sem og fræðslu- og frí­stunda­svið í sam­starfi við skóla. Veitt­ir […]

Náttúruíþróttabærinn

Mosfellsbær er hugsanlega það bæjarfélag á Íslandi sem er best fallið til þess að verða paradís þeirra fjölmörgu sem stunda náttúruíþróttir af einhverju tagi. Ég sé fyrir mér fjallahjólastíga í fellunum okkar fjölmörgu, miskrefjandi stíga þannig að allir geti fengið áskoranir við hæfi, reynsluboltar sem byrjendur. Stígarnir myndu tengjast þannig að hægt væri að fara […]

Svartmálmshátíð haldin í Hlégarði

Svartmálmshátíðin Ascension MMXXIV verður haldið í fjórða sinn dagana 3.-6. júlí í Hlégarði, en var áður haldin undir formerkjum Oration Festival frá 2016-2018. Hátíðin leggur ríka áherslu á íslenskan jafnt og erlendan svartmálm en ekki síður fjölbreytta og tilraunakennda tónlist. Fram munu koma 30 hljómsveitir frá 13 löndum og meðal íslenskra hljómsveita verða Kælan Mikla […]

Ég fæ að kafa ofan í ýmsa heima

Vivian Ólafsdóttir útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan þá starfað sem leikkona. Hér á landi er hún hvað þekktust sem Stefanía í Leynilöggunni og svo lék hún hugrökku Kristínu í Napoleonsskjölunum en Vivian var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir bæði þessi hlutverk. Þessa dagana er hún að leika í bíómynd og fram undan […]

Barnadjass í Mosó í annað sinn

Dagana 20.-23. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í annað sinn. Flytjendurnir eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá Mosfellsbæ, Ísafirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Börnin eiga þó rætur að rekja mun víðar, svo sem til Svíþjóðar, Kína, Póllands, Palestínu, Hollands, Nígeríu og víðar. Haldnir verða fernir tónleikar: Opnunartónleikar 20. júní kl. 19:00 […]

Mosfellsbær úthlutar 50 lóðum við Úugötu

Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða við Úugötu í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóð­ir þar sem gert er ráð fyr­ir 30 ein­býl­is­hús­um, átta par­hús­um (16 íbúð­ir) og einu fjög­urra ein­inga rað­húsi. Úugata er í skjól­sæl­um suð­ur­hlíð­um Helga­fells og er eitt glæsi­leg­asta bygg­ing­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Lóð­irn­ar sitja hátt í land­inu og það­an er mik­ið út­sýni. Í […]