Snyrtistofan BeautyStar opnar í Sunnukrika

Snyrtistofan BeautyStar opnaði með pomp og prakt á bæjarhátíðinni Í túninu heima en stofan er staðsett í Sunnukrika 3, fyrir aftan Apótekarann. Það er snyrtifræðingurinn Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir sem er eigandi stofunnar en þess má geta að Ágústa er að láta áratugagamlan draum rætast. „Ég hef starfað í faginu í rúm 20 ár og alltaf […]

Persónuupplýsingar í dreifingu

Kennarinn sem átti hlut að máli þegar persónuupplýsingar um nemendur Lágafellsskóla fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum er farinn í leyfi frá kennslu. Skólayfirvöld líta málið alvarlegum augum og það er til skoðunar hjá Persónuvernd. Upplýsingarnar komust í hendur nemanda þegar hann fékk lánaða stílabók til að skrifa í hjá kennara sínum. Í bókinni, sem kennarinn […]

Vellíðan á líkama og sál helst í hendur

Guðrún Ásta Húnfjörð heilsunuddari og snyrtifræðingur sá tækifæri til að breyta um stefnu í lífinu. Guðrún Ásta stofnaði Dharma nudd- og snyrtistofu árið 2020. Þar hefur henni tekist að skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft þar sem áhersla er lögð á slökun og vellíðan. Guðrún býður einnig upp á kennslu í nuddi ásamt því að vera […]

Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2023

Á sér­stakri há­tíð­ar­dag­skrá í lok bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima var hljóm­sveit­in Gildr­an út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2023. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér um val bæj­arlista­manns ár hvert og veitti Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir formað­ur nefnd­ar­inn­ar hljóm­sveit­inni Gildrunni verð­launa­grip eft­ir lista­kon­una Ingu El­ínu ásamt við­ur­kenn­ing­ar­fé sem fylg­ir nafn­bót­inni. Sveit­in er skip­uð þeim Þór­halli Árna­syni, Karli Tóm­as­syni, Birgi Har­alds­syni […]

Hvert næst?

Við fórum 14 saman úr Kettlebells Iceland æfingahópnum til Austurríkis um síðustu helgi til að taka þátt í Spartan Race þrautahlaupi. Kaprun þrautahlaupið þykir með þeim erfiðari en það fer að mestu fram í háum skíðabrekkum og hækkunin mikil. Þrautirnar eru fjölbreyttar og flestar krefjandi. Þetta var frábær ferð, allir kláruðu sín hlaup með stæl […]

Nýr kórstjóri Karla­kórs Kjalnesinga

Lára Hrönn Pétursdóttir hefur verið ráðin kórstjóri hjá Karlakór Kjalnesinga en hún tekur við keflinu af Þórði Sigurðarsyni sem lætur af störfum vegna flutninga út á land. Lára hefur víðtæka reynslu úr tónlistarlífinu, hefur komið að stjórnun barnakóra og sönghópa, hún þekkir aðeins til starfsins hjá Karlakór Kjalnesinga en hún hefur komið fram með kórnum […]

Hjálmurinn bjargaði miklu

Rúnar Óli Grétarsson, 15 ára Mosfellingur, lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi þann 15. ágúst í Álafosskvosinni. Rúnar Óli var á leið heim úr vinnu en hann hefur verið að vinna sem leiðbeinandi við skátanámskeið í sumar. Hann missir stjórn á hjólinu á mikilli ferð og stingst beint fram fyrir sig með alvarlegum afleiðingum. „Sjúkrabíllinn var fljótur […]

Þakklát fyrir traustið

Regína Ásvaldsdóttir tók við sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ 1. september 2022. Hún býr yfir víðtækri reynslu af stjórnun og rekstri á vettvangi sveitarstjórnarmála og hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum og starfshópum. Regína segist þakklát fyrir það traust sem henni var sýnt með ráðningunni, fram undan séu stór verkefni, meðal annars í uppbyggingu og stefnumótun […]