Fjölbreyttur matseðill og framúrskarandi þjónusta

Í september síðastliðnum tóku þeir Ólafur Guðmundsson og Einar Gústafsson við rekstrinum á veitingastaðnum Blik Bistro sem rekinn er í Kletti, íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. „Við tókum við hér í lok golftímabilsins og líka veitingasölu í Bakkakoti í Mosfellsdal. Við höfum síðan þá reynt að vera hugmyndaríkir hvernig við getum gert hlutina sem best á þessum […]

Frelsið í æsku mótaði mig

Jóhannes Vandill Oddsson átti sér alltaf draum um að verða bóndi en áhugi hans á bústörfum, hestamennsku og fiskeldi kviknaði á æskuárum hans í Mosfellssveitinni. Hann naut þá leiðsagnar reynslumikilla manna og lagði þar með drög að lífsbók sinni enda hafa dýrin aldrei verið langt undan. Í dag dvelur Jói löngum stundum ásamt fjölskyldu sinni […]

Þorrablótsnefndin með plan A, B, C og D

Þorrablót Aftureldingar hefur verið stærsti viðburður í skemmtana- og menningarlífi Mosfellinga mörg undanfarin ár. Mikil stemming hefur skapast fyrir blótinu og fólk skemmt sér konunglega og ávallt mikil eftirvænting í loftinu þegar þorrinn nálgast. Á síðasta ári féll þorrablótið niður og nú er spurning hver staðan er. Rúnar Bragi Guðlaugsson og Ásgeir Sveinsson hafa verið […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Fyrsti Mosfellingur ársins 2022 er drengur sem fæddist í Björkinni þann 6. janúar kl. 00:33, fimm dögum fyrir settan dag. Hann var 14 merkur og 51 cm og foreldrar hans eru Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir og Hjalti Andrés Sigurbjörnsson.„Fæðingin gekk eins og í sögu og allt ferlið tók tæpar 6 klukkustundir. Hann fæddist í vatni og […]

Elva Björg Mosfellingur ársins 2021

Mosfellingur ársins 2021 er Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Elva Björg er tómstunda- og félagsmálafræðingur og hóf störf sem leiðbeinandi í handavinnu árið 2010 og tók svo við starfi forstöðumanns 2013 hjá Mosfellsbæ. „Ég er bara mjög snortin, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Elva Björg þegar við tilkynnum […]

Gunnar Pétur býður sig fram í 5. sæti

Gunnar Pétur Haraldsson býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 5. febrúar. „Mosfellsbær er í mikilli uppbyggingu, og því fylgja mörg mismunandi verkefni og áskoranir og langar mig að leggja mitt af mörkum til þess að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Ég hef gríðarlega mikinn metnað […]

Takk og 20 mínútur

Það er margt í kollinum núna. Þakklæti til dæmis. Hitti góðan mann í síðustu viku sem vann fyrir íþróttafélag í fimm ár, en er nú kominn í nýtt starf. Hann sagðist hafa saknað þess að hafa ekki heyrt oftar frá fólki á jákvæðum nótum, fólk var duglegt að hringja þegar eitthvað var að, en nánast […]

Loftgæðamælingar hefjast hjá Mosfellsbæ

Á fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar hinn 24. júní 2021 var lögð fram tillaga um uppsetningu loftgæðamælanets í Mosfellsbæ sem yrði hluti heildarnets sem til stendur að koma upp á öllu höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisnefndin sammæltist um að koma uppsetningu loftgæðamælanets í framkvæmd enda samræmdist það vel megináherslum í umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið heimilaði bæjarráð gerð samnings við Resource […]