Ný byggð, nýjar áherslur

Um miðjan janúar var haldinn opinn íbúafundur í Hlégarði um vinnslutillögu vegna deiliskipulags 1. áfanga í Blikastaðahverfi. Þetta er annar opni fundurinn um uppbyggingaráform í Blikastaðalandi en auk þess voru fyrstu gögn deiliskipulagsáforma, skipulagslýsingin, kynnt í lok ársins 2023. Jóhanna Helgadóttir, arkitekt hjá Nordic arkitektum, kynnti tillöguna ásamt drögum að umhverfismati og Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur […]

Verkfall á Höfðabergi

„Vonandi ná aðilar saman svo verkfalli ljúki sem fyrst,“ segir Tinna Rún Eiríksdóttir leikskólastjóri á Höfðabergi. Verkfall er hafið í 14 leikskólum og 7 grunnskólum víða um land. Kennarar, ríki og sveitarfélög sátu á fundum hjá ríkissáttasemjara alla helgina en hafa ekki náð saman til þessa. Leikskólakennarar á Höfðabergi, einum fjölmennasta leikskólanum í Mosfellsbæ, eru […]

Dagur og Danirnir

Ég hefði viljað sjá Dag vinna HM í handbolta með króatíska landsliðinu. Danmörk er frábært land, ég veit það eftir að hafa búið þar í sex ár. En það er bara ekkert skemmtilegt að sama liðið vinni alltaf. Ekki nema auðvitað fyrir Danina sjálfa. Dagur er mjög áhugaverður þjálfari sem hefur náð merkilegum árangri á […]

Íþróttafólk Mosfellsbæjar heiðrað

Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2024 var heiðrað í Hlégarði þann 9. janúar. Frjálsíþrótta­kon­an Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir er íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar og júdókapp­inn Skarp­héðinn Hjalta­son er íþrót­ta­karl bæj­ar­ins árið 2024. Við sama til­efni var karlalið Aft­ur­eld­ing­ar í knatt­spyrnu valið af­rekslið Mos­fells­bæj­ar, Magnús Már Ein­ars­son þjálf­ari liðsins val­inn þjálf­ari árs­ins og móðir hans Hanna Sím­on­ar­dótt­ir val­in sjálf­boðaliði árs­ins. Erna Sól­ey […]

Þetta er ótrúlega gaman og gefandi

Þorrablót á uppruna sinn að rekja til 19. aldar, íslensk veisla með þjóðlegum mat, drykkjum og siðum. Mosfellingar láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum en þorrablót Aftureldingar er orðinn fastur liður hjá mörgum bæjarbúum í janúar. Óhætt er að segja að blótið sé einn stærsti viðburður sem fram fer innandyra í Mosfellsbæ ár […]

23 nemendur brautskráðir frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Bjarkarholt. Að þessu sinni voru 23 nemendur brautskráðir. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir þrír nemendur og þrír af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut – almennu kjörsviði voru brautskráðir 15 nemendur og af hestakjörsviði tveir. Í ræðu Valgarðs Más Jakobssonar […]

Fyrsti Mosfellingur ársins kom í heiminn á nýársnótt

Fyrsti Mosfellingur ársins 2025 er drengur sem fæddist á Landspítalanum kl. 03:25 þann 1. janúar og mældist 3.690 gr og 53 cm. Foreldrar hans eru þau Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen og Snorri Pálsson, fyrir eiga þau soninn Jakob Hrannar sem er 9 ára. Litli drengurinn hefur fengið nafnið Þorlákur Hrannar en skírn hans mun fara […]

Magnús Már valinn Mosfellingur ársins

Mosfellingur ársins 2024 er Magnús Már Einarsson þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Maggi, eins og hann er alltaf kallaður, afrekaði það á síðasta tímabili að koma liði sínu í efstu deild. Þetta er í fysta skipti sem karlalið Aftureldingar spilar í deild þeirra bestu en síðasta haust átti knattspyrnudeildin 50 ára afmæli. „Ég er mjög […]