Persónuupplýsingar í dreifingu
Kennarinn sem átti hlut að máli þegar persónuupplýsingar um nemendur Lágafellsskóla fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum er farinn í leyfi frá kennslu. Skólayfirvöld líta málið alvarlegum augum og það er til skoðunar hjá Persónuvernd. Upplýsingarnar komust í hendur nemanda þegar hann fékk lánaða stílabók til að skrifa í hjá kennara sínum. Í bókinni, sem kennarinn […]
Vellíðan á líkama og sál helst í hendur
Guðrún Ásta Húnfjörð heilsunuddari og snyrtifræðingur sá tækifæri til að breyta um stefnu í lífinu. Guðrún Ásta stofnaði Dharma nudd- og snyrtistofu árið 2020. Þar hefur henni tekist að skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft þar sem áhersla er lögð á slökun og vellíðan. Guðrún býður einnig upp á kennslu í nuddi ásamt því að vera […]
Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2023
Á sérstakri hátíðardagskrá í lok bæjarhátíðarinnar Í túninu heima var hljómsveitin Gildran útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2023. Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Hrafnhildur Gísladóttir formaður nefndarinnar hljómsveitinni Gildrunni verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni. Sveitin er skipuð þeim Þórhalli Árnasyni, Karli Tómassyni, Birgi Haraldssyni […]
Hvert næst?
Við fórum 14 saman úr Kettlebells Iceland æfingahópnum til Austurríkis um síðustu helgi til að taka þátt í Spartan Race þrautahlaupi. Kaprun þrautahlaupið þykir með þeim erfiðari en það fer að mestu fram í háum skíðabrekkum og hækkunin mikil. Þrautirnar eru fjölbreyttar og flestar krefjandi. Þetta var frábær ferð, allir kláruðu sín hlaup með stæl […]
Nýr kórstjóri Karlakórs Kjalnesinga
Lára Hrönn Pétursdóttir hefur verið ráðin kórstjóri hjá Karlakór Kjalnesinga en hún tekur við keflinu af Þórði Sigurðarsyni sem lætur af störfum vegna flutninga út á land. Lára hefur víðtæka reynslu úr tónlistarlífinu, hefur komið að stjórnun barnakóra og sönghópa, hún þekkir aðeins til starfsins hjá Karlakór Kjalnesinga en hún hefur komið fram með kórnum […]
Hjálmurinn bjargaði miklu
Rúnar Óli Grétarsson, 15 ára Mosfellingur, lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi þann 15. ágúst í Álafosskvosinni. Rúnar Óli var á leið heim úr vinnu en hann hefur verið að vinna sem leiðbeinandi við skátanámskeið í sumar. Hann missir stjórn á hjólinu á mikilli ferð og stingst beint fram fyrir sig með alvarlegum afleiðingum. „Sjúkrabíllinn var fljótur […]
Þakklát fyrir traustið
Regína Ásvaldsdóttir tók við sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ 1. september 2022. Hún býr yfir víðtækri reynslu af stjórnun og rekstri á vettvangi sveitarstjórnarmála og hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum og starfshópum. Regína segist þakklát fyrir það traust sem henni var sýnt með ráðningunni, fram undan séu stór verkefni, meðal annars í uppbyggingu og stefnumótun […]
Snyrtistofan BeautyStar opnar í Sunnukrika
Snyrtistofan BeautyStar opnaði með pomp og prakt á bæjarhátíðinni Í túninu heima en stofan er staðsett í Sunnukrika 3, fyrir aftan Apótekarann. Það er snyrtifræðingurinn Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir sem er eigandi stofunnar en þess má geta að Ágústa er að láta áratugagamlan draum rætast. „Ég hef starfað í faginu í rúm 20 ár og alltaf […]