Helgafellsskóli afhentur Mosfellsbæ

Helgafellsskóli var afhentur Mosfellsbæ við formlega athöfn í skólanum þann 7. september að viðstöddum bæjarfulltrúum, nefndarmönnum í fræðslunefnd, starfsmönnum fræðslu- og frístundasviðs og umhverfissviðs Mosfellsbæjar. Skólinn er afhentur á réttum tíma og undir kostnaðaráætlun.Hönnun Helgafellsskóla var á höndum Yrki Arkitekta og VSB verkfræðistofu. Í ársbyrjun 2019 voru 1. og 4. áfangar skólans teknir í notkun […]

Hinsegin klúbbur Bólsins hlýtur jafnréttisviðurkenninguna 2021

Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021 hlýtur Hinsegin klúbbur Bólsins. Hinsegin klúbbur félagsmiðstöðvarinnar Bólsins var stofnaður árið 2019 og er vettvangur þar sem öll geta verið þau sjálf og veita þátttakendum færi á að fræðast frekar um hinsegin málefni.Hinsegin klúbburinn er fyrir alla krakka á aldrinum 13-18 ára en öll áhugasöm um hinsegin málefni eru velkomin og geta […]

Draumur Listapúkans rætist

Á sérstakri hátíðardagskrá í Listasal Mosfellsbæjar í lok ágúst var myndlistamaðurinn Þórir Gunnarsson, einnig þekktur sem Listapúkinn, útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021.Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Sólveig Franklínsdóttir formaður nefndarinnar Þóri verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni. Þekktur fyrir litríkar portrettmyndirÞórir Gunnarsson er fæddur […]

Dauðafæri!

Það var frábært að fylgjast með því í síðustu viku þegar stelpurnar okkar í fótboltanum tryggðu sér sæti í efstu deild á ný. Stútfullur völlur og samfélagsmiðlar fylltust af stoltum og hrærðum Mosfellingum eftir leik. Þetta er eitt af því sem íþróttir ganga út á, að sameina og gleðja fólk, styrkja samfélagið. Við Mosfellingar erum […]

Hlaupa í minningu Þorsteins Atla

Fótboltastelpurnar í 3. flokki Aftureldingar ætluðu að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Einstökum börnum. Málefnið er þeim kært, þær hlaupa í minningu Þorsteins Atla Gústafssonar sem lést í júlí síðastliðnum en eldri bróðir hans, Ingólfur Orri, er þjálfari flokksins. „Við ætlum að halda okkar striki og hlaupa hér í Mosó laugardaginn 18. september. […]

Kaffi Kjós lokar eftir 23 ára rekstur

Kaffi Kjós, þjónustumiðstöð sem staðsett er í suðurhlíðum Meðalfells, verður nú lokað. Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir á Hjalla hafa staðið vaktina í 23 ár. Nú hefur verið skellt í lás og er staðurinn til sölu. Árið 1998 fluttu þau hjónin lítið hús upp í Kjós og skírðu það Kaffi Kjós. Fljótlega var byrjað […]

Úr holu í höll

Helga Jónsdóttir er stolt af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Bókasafns Mosfellsbæjar í hátt í 40 ár. Árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar. Í desember 1956 var Lestrarfélagið formlega lagt niður og í samræmi við ný lög var Héraðsbókasafn Kjósarsýslu stofnað.Nafni safnsins […]

Seinni áfangi Helgafellsskóla vígður 31. ágúst

Þann 31. ágúst verður seinni áfangi Helgafellsskóla vígður. Í skólanum er leikskóladeild, grunnskóladeild og frístundadeild. Félagsmiðstöð fyrir miðstig og unglingastig verða einnig í skólanum og Listaskóli Mosfellsbæjar sinnir tónlistarkennslu á yngstu stigunum í skólanum í sérhönnuðu húsnæði fyrir tónlist. Í þessum áfanga verður rými 5.-10. bekkja, sérgreinarými, stoðrými og salur. Skólinn ætlaður fyrir um 700 […]