Sjálfboðaliðar á ritaraborðinu síðastliðin 40 ár

Mosfellingarnir Ingi Már Gunnarsson og Gunnar Ólafur Kristleifsson hafa unnið ötult sjálfboðaliðastarf fyrir Aftureldingu síðastliðin 40 ár. Þeir félagar hafa gengt ýmsum störfum fyrir félagið en þeirra aðalstarf hefur þó verið að sinna ritara- og tímavörslu fyrir handboltadeildina. „Íþróttahúsið var tekið í notkun 4. desember 1977, ég held að fyrsta klukkan hafi komið í húsið […]

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar 40 ár

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar átti 40 ára afmæli 17. mars og var haldinn glæsileg afmælisveisla hjá Vigni Kristjánssyni í veislusal í Lágmúlanum. 50 gestir mættu og komust færri að en vildu, vegna sóttvarnarreglna. Meðal gesta voru sex stofnfélagar, Guðmundur Bang, Hilmar Sigurðsson, Davíð Atli Oddsson, Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson og Sveinn Frímannsson. Á myndini má sjá stofnfélagana […]

Hestar þurfa ekki að kunna allt

Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari og tamningakona hefur sérhæft sig í sirkusþjálfun síðastliðin 10 ár. Ragnheiður er alin upp í Hvítárholti í Hrunamannahreppi og segir það forréttindi að hafa alist þar upp. Hestamennska er henni í blóð borin því fjölskylda hennar hefur ræktað hross í áratugi ásamt því að reka hestaleigu. Ragnheiður starfar í dag við reiðkennslu […]

Friðland við Varmárósa stækkað

Umhverfis- og auðlindaráherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur skrifað undir stækkun á friðlandinu við Varmárósa í Mosfellsbæ. Með stækkuninni er svæðið sem friðlýsingin tekur til um 0,3 ferkílómetrar að flatarmáli (30 hektarar), sem er um þrisvar sinnum stærra svæði en áður var, og hefur það markmið að vernda náttúrulegt ástand votlendis og sérstakan gróður sem á […]

Sorgarferlið ansi flókið

Vinkonurnar Anna Lilja Marteinsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir eiga margt sameiginlegt. Þær heita báðar Anna, eru þrítugar, búa í Mosó, og búa báðar yfir þeirri reynslu að hafa misst maka sinn fyrir þrítugt. Þar af leiðandi hafa þær báðar verið nánasti aðstandandi þess sem missir. Þær hafa verið vinkonur frá sextán ára aldri og fylgst […]

Besta platan

Heilsa er ekki bara að sofa, borða og hreyfa sig. Heilsa snýst um miklu meira. Viðhorf til lífsins til dæmis. Það er hægt að skrolla sig í gegnum lífið með neikvæð gleraugu á nefinu og finna öllu og öllum allt til forráttu. En það er líka hægt að fara hina leiðina, einbeita sér að því […]

Hugmyndasöfnun stendur yfir fyrir Okkar Mosó 2021

Nú er komið að þriðju hugmyndasöfnuninni vegna Okkar Mosó, samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa Mosfellsbæjar. Verkefnið byggir á áherslum í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar um samráð og íbúakosningar auk þess sem markmið verkefnisins er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Okkar Mosó 2021 […]

Börn eru svo einlæg og hreinskilin

Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir leiðsögumaður og viðburðastjóri er félagsforingi Skátafélagsins Mosverja. Hæ Dagga, kölluðu börnin úr öllum áttum er við Dagbjört, eða Dagga eins og hún er ávallt kölluð, fengum okkur göngutúr í bænum einn góðviðrisdaginn. Það sést langar leiðir að Dagga hefur unun af því að vera í návist barna, hún hefur lengi sinnt yngstu […]