Entries by mosfellingur

Umhverfismál í forgangi

Árið 2019 varð vitundarvakning í umhverfismálum á meðal almennings hér á landi sem og annars staðar. Loftslagsverkföll ungmenna vöktu alþjóð til vitundar um það neyðarástand sem hefur skapast í loftslagsmálum og hve aðkallandi það er fyrir samfélög heimsins að bregðast við ástandinu með markvissum aðgerðum. Þegar rætt er um þessi mál er augljóst að umbætur […]

Klörusjóður

Nýsköpunar- og þróunarsjóður fyrir leik – og grunnskóla Mosfellsbær hefur vakið athygli á landsvísu vegna framsækni og mikillar fjölbreytni í skólamálum. Skólarnir okkar, bæði leik– og grunnskólar og tónlistaskólinn eru mikilvægustu stofnanir bæjarins og þreytist ég seint á að tala og skrifa um hversu mikilvægir skólarnir eru. Það hefur líka sýnt sig að öflugt fræðslu– […]

Kraftur kolvetnanna

Kolvetnin hafa átt undir högg að sækja undanfarið. Það hefur verið sótt að þeim úr ýmsum áttum og mataræði á borð við Primal, Paleo og Ketó hafa farið sigurför um heimsbyggðina. Ég stökk á Primal-vagninn á sínum tíma. Mér leið ágætlega á því, þannig séð, en vantaði samt einhverja orku yfir daginn. Ég daðraði við […]

Rýmri opnun í Bókasafninu

Á nýju ári hefur verið tekið upp á þeirri nýbreytni í Bókasafni Mosfellsbæjar að opna dyrnar upp á gátt – án þjónustu – kl. 9 á morgnana virka daga. Hefðbundinn afgreiðslutími með þjónustu er svo frá kl. 12-18 mánudaga og þriðjudaga, kl. 10-18 miðvikudaga, kl. 12-18 fimmtudaga og föstudaga og kl. 12-16 á laugardögum allt […]

Blakið á svo mikið inni

Sigurbjörn Grétar Eggertsson ráðgjafi og formaður Blaksambandsins segir mörg verkefni fram undan til að efla íþróttina. Blaksamband Íslands var stofnað árið 1972 og á næsta áratug þróaðist blakið umtalsvert nær þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Í kjölfar stofnunar sambandsins var landslið sett á laggirnar og voru fyrstu landsleikirnir spilaðir árið 1974, við Norðmenn. […]

188 íbúðir verða reistar í 4. áfanga Helgafellshverfis

Mosfellsbær og Bakki ehf. hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu íbúabyggðar í Helgafellshverfi, svokallaðan fjórða áfanga þar sem 188 íbúðir verða reistar á næstu árum. Bakki tekur með samningnum að sér allar framkvæmdir við gatnagerð, þar með talið Skammadalsveg, stíga og göngustíga, veitur og frágang opinna svæða og leikvallar en Bakki eignaðist allan byggingarrétt á […]

World Class í Mosfellsbæ stækkar um helgina

Líkamsræktarstöðin World Class í Mosfellsbæ mun taka í notkun nýja 940 m2 viðbyggingu á laugardaginn. Líkamsræktarstöðin, sem fyrst var opnuð í Lágafellslaug í desember 2007, mun því stækka um helming. World Class mun bjóða upp á stærri tækjasal, infrared heitan sal, hjólasal með ic7 hjólum, fjölnota sal, tvo nýja búningsklefa, infrared gufu, þurrgufu og auðvitað […]

Hilmar Elísson valinn Mosfellingur ársins

Mosfellingur ársins 2019 er Hilmar Elísson. Hilmar sem er húsasmíðameistari og rekur fyrirtækið H-verk er meðlimur í karlaþrekinu í World Class og fastagestur í Lágafellslaug. Þann 28. janúar 2019 ákvað Hilmar að fá sér sund­sprett eftir æfingu. Það má segja að hann hafi verið réttur maður á réttum stað því hann bjargaði sundlaugargesti frá drukknun […]

Um áramót

Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Kæru Mosfellingar!Um áramót er hefðbundið að líta yfir farinn veg og leggja mat á það hvernig okkur tókst til, læra af því sem kann að hafa farið miður um leið og við setjum okkur markmið eða veltum fyrir okkur hvað kann að bíða okkar á nýju ári. Í það heila tekið reyndist […]

Ögraðu þér

Ég er búinn að lesa þrjá pistla um nýja árið, skrifaða af þekktum pennum Fréttablaðsins og Moggans. Allir pistlarnir snúast um þá algengu hjarðhegðun okkar Íslendinga að rífa sig í gang eftir allsnægtadesember þegar lífið snýst um að njóta og leyfa sér allar mögulegar og ómögulegar freistingar, sérstaklega þær sem hafa eitthvað með mat og […]

Skólinn á nýjum áratug

Skólakerfið hefur þróast og breyst undanfarna áratugi og er skólinn í dag ekki sá sami og hann var fyrir 10 árum svo ekki sé talað um fyrir 20 árum. Sjónum er nú meira beint að líðan barna og er sannað að góð skólamenning og jákvæður skólabragur er forvörn gegn vanlíðan og undirstöðuatriði hvað námsárangur varðar. […]

Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun fyrir 2020 var samþykkt eins og lög gera ráð fyrir síðla árs 2019. Margt er gott þar að finna enda samstaða um ýmis málefni innan bæjarstjórnar. Vinnubrögðin við gerð fjárhagsáætlunar eru þó árlegur ásteytingarsteinn. Samfylkingin hefur í áraraðir lagt það til að fagnefndir bæjarins komi með markvissari hætti að undirbúningi fjárhagsáætlunar. Virkja ætti nefndir […]

Leggðu höfuðið í bleyti

Eitt af því sem við flest sjáum eftir er að hafa ekki tekið til máls og látið okkar skoðun í ljós þegar við höfðum eitthvað að segja. Flest þekkjum við þá tilfinningu að vera í hópi fólks, hvort sem er á fundi eða í öðrum kringumstæðum, og vilja leggja eitthvað til umræðunnar, en ekki getað. […]

Stofna minningarsjóð um Pál Helgason

Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Pál Helgason, tónlistarmann. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Páls Helgasonar og er stofnaður af börnum Páls og eftirlifandi eiginkonu. Stofnframlag sjóðsins kemur frá eiginkonu Páls, Bjarneyju Einarsdóttur, auk innkomu af styrktartónleikum sem haldnir voru í Langholtskirkju 23. október. Páll var afkastamikill í tónlistarlífi landsins, þó mest í Mosfellsbæ og kom að stofnun […]

Ég hræðist ekki sorgina

Anna Sigurðardóttir sálfræðingur hjá Heilsuborg segist hafa fengið tækifæri til að endurskoða gildi sín og lífsviðhorf eftir barnsmissi. Anna er þekkt fyrir að vera orku­­mikil, jákvæð og bros­mild og ekki vantar upp á húm­orinn. Í maímánuði árið 2013 tók líf hennar u-beygju er hún fæddi andvana dóttur. Krufning leiddi í ljós að hún hefði látist […]