Entries by mosfellingur

Bjóða upp á arabískan mat

Nýverið opnaði í Kjarnanum veitingastaðurinn Mr. Kebab. Það eru þeir Mustafa Al Hamoodi og Samer Houtir sem eiga og reka staðinn. Þeir eru báðir ættaðir frá Palestínu en hafa búið á Íslandi um árabil. „Þegar við fórum í að leita að staðsetningu fyrir staðinn okkar þá var okkur bent á að það vantaði fjölbreytni í […]

Hér má finna mikinn fjársjóð

Birna Mjöll Sigurðardóttir þjóðfræðingur varðveitir skjöl stofnana, einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Mosfellsbæ. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar var formlega opnað 24. október 2001. Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn ber safninu að varðveita skjöl frá stofnunum bæjarins en einnig að varðveita einkaskjalasöfn frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.Skjalasafn sveitarfélagsins endurspeglar gerð stjórnsýslunnar gegnum tíðina, þróun og breytingar á embættum […]

Nýr vatnstankur í hlíðum Úlfarsfells tekinn í notkun

Nýlega lauk framkvæmdum við byggingu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum. Bygging tanksins er nauðsynlegur hluti af þeim vexti sem orðið hefur í Mosfellsbæ á síðustu árum enda eru bæjarbúar nú um 13 þúsund og fer fjölgandi.Vatnsgeymirinn eykur þrýsting á neysluvatni fyrir hverfin austan Vesturlandsvegar og er í 130 metra hæð yfir sjó. Við smíði, frágang og landmótun […]

Er meira betra?

Ég las nýlega viðtal við sterkasta mann Íslands, Stefán Karel Torfason, þar sem hann var að auglýsa íslenskt fætubótarefni. Þetta var áhugavert viðtal, meðal annars vegna þess að hann sagði orðrétt: „Aflraunir eru mjög óheilbrigt sport fyrir líkamann.“ Hann bætti við að hann vildi stunda sportið á sem heilbrigðastan hátt og að fæðubótarefnið hjálpaði mikið […]

Helgafellshverfi – nýir áfangar og nýr vegur

4. áfangiEins og íbúar í Helgafellshverfi hafa eflaust orðið varir við eru hafnar framkvæmdir við 4. áfanga í Helgafellshverfi og miðar þeim vel í höndunum á traustum byggingaraðila, Byggingarfélaginu Bakka ehf. 5. áfangiÁ síðasta fundi skipulagsnefndar var til umræðu uppbygging á 5. áfanga í Helgafellshverfi og er sá áfangi alfarið á hendi Mosfellsbæjar, bæði að […]

Ófærð í Mosfellsbæ

Í nýliðnum mánuði kom fram í fréttum að fyrrverandi forseti Íslands kæmist ekki lengur með góðu móti í reglulegan göngutúr um Mosfellsbæ. Ástæða þess er að samgöngumannvirki fyrir gangandi til og frá heimili hans meðfram Varmá væru ekki aðeins torfær heldur ófær. Hafði Varmáin blessunin bólgnað nokkuð og flæddi yfir bakka sína. Forsetinn fyrrverandi reyndi […]

Andlegt ferðalag

Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flestum safnast upp með tímanum atvik og tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Sumt er meðvitað en annað ómeðvitað og það getur verið erfitt að átta sig á því. Ég er þarna engin undantekning og fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti […]

Ádrepa

Mörgum hefur ofboðið grasslátturinn á vegum Mosfellsbæjar í sumar sem leið. Oft hefur kappið borið skynsemina ofurliði en nú virðist þessi sláttustefna hafa færst heldur betur í aukana. Verið var að þessu sinni að fram yfir lok september og jafnvel enn verið að slá þá þessar línur eru ritaðar. Það ætti að vera sjaldséð að […]

Stefndi á að koma Íslandi á kortið

Magne Kvam eigandi Icebike Adventures sameinaði þekkingu sína og fór að taka að sér hjólaleiðsögn um landið. Icebike Adventures er lítið fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2006 og er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á margra daga fjallahjólaferðir á hálendinu. Stofnandinn, Magne Kvam hefur eytt síðustu 15 árum í að leita að og […]

Helgafellsskóli afhentur Mosfellsbæ

Helgafellsskóli var afhentur Mosfellsbæ við formlega athöfn í skólanum þann 7. september að viðstöddum bæjarfulltrúum, nefndarmönnum í fræðslunefnd, starfsmönnum fræðslu- og frístundasviðs og umhverfissviðs Mosfellsbæjar. Skólinn er afhentur á réttum tíma og undir kostnaðaráætlun.Hönnun Helgafellsskóla var á höndum Yrki Arkitekta og VSB verkfræðistofu. Í ársbyrjun 2019 voru 1. og 4. áfangar skólans teknir í notkun […]

Hinsegin klúbbur Bólsins hlýtur jafnréttisviðurkenninguna 2021

Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021 hlýtur Hinsegin klúbbur Bólsins. Hinsegin klúbbur félagsmiðstöðvarinnar Bólsins var stofnaður árið 2019 og er vettvangur þar sem öll geta verið þau sjálf og veita þátttakendum færi á að fræðast frekar um hinsegin málefni.Hinsegin klúbburinn er fyrir alla krakka á aldrinum 13-18 ára en öll áhugasöm um hinsegin málefni eru velkomin og geta […]

Draumur Listapúkans rætist

Á sérstakri hátíðardagskrá í Listasal Mosfellsbæjar í lok ágúst var myndlistamaðurinn Þórir Gunnarsson, einnig þekktur sem Listapúkinn, útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021.Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Sólveig Franklínsdóttir formaður nefndarinnar Þóri verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni. Þekktur fyrir litríkar portrettmyndirÞórir Gunnarsson er fæddur […]

Dauðafæri!

Það var frábært að fylgjast með því í síðustu viku þegar stelpurnar okkar í fótboltanum tryggðu sér sæti í efstu deild á ný. Stútfullur völlur og samfélagsmiðlar fylltust af stoltum og hrærðum Mosfellingum eftir leik. Þetta er eitt af því sem íþróttir ganga út á, að sameina og gleðja fólk, styrkja samfélagið. Við Mosfellingar erum […]

Fræðsluganga

Eins og lesa má á vef Mosfellsbæjar skipulagði Mosfellsbær, í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag, fræðslugöngu um Blikastaðakró þann 5. september. Járngerður Grétarsdóttir grasa­­- fræðingur fræddi fólk um plöntulífið sem fyrir augu bar. Þó að flestar plöntur séu á þessum árstíma ekki lengur í blóma er ekki síður skemmtilegt að læra að þekkja þær á […]

Drengirnir okkar í vanda

Drengirnir okkar eiga í vanda. Þjóðfélaginu hefur mistekist að styðja við þá á viðkvæmum tíma mótunaráranna, efla þá og þroska á þeirra eigin forsendum. Á sama tíma hefur verið dýrmætt að sjá stöðu stúlkna batna á undanförnum árum, þó vissulega megi þar margt bæta ennþá. En drengirnir mega ekki gleymast. Slæm staða drengja er eitthvert […]