Entries by mosfellingur

Svanþór nýr eigandi fasteignasölunnar

Eigendaskipti hafa orðið á Fasteignasölu Mosfellsbæjar en nýr eigandi er Svanþór Einarsson. Tekur hann við fyrirtækinu af Einari Páli Kjærnested og Hildi Ólafsdóttur sem rekið hafa fasteignasöluna í 20 ár. Svanþór er Mosfellingur í húð og hár og er Mosfellingum að góðu kunnur. Hann er löggiltur fasteignasali og hefur sjálfur unnið á fasteignasölu Mosfellsbæjar í […]

Hjóla- og golfmót til styrktar góðum málefnum í Mosfellsbæ

Páll Líndal stendur fyrir Palla Open golfmóti til styrktar Reykjadal og Hlaðgerðarkoti laugardaginn 22. maí. „Já, það verður golfmót en við ætlum líka að hjóla og verða tvær vegalengdir í boði. 45 km og svo 10 km fjölskylduhringur í Mosfellsbæ. Meiningin er að safna fyrir tveimur verðugum málefnum hér í bæ og skipta öllu sem […]

Eldri deild Varmárskóla verður Kvíslarskóli

Fimmtudaginn 6. maí var tilkynnt um nýtt nafn á eldri deild Varmárskóla. Efnt var til nafnasamkeppni á skólann sem 7.-10. bekkur mun tilheyra við stofnun hans 1. ágúst næstkomandi og fékk skólinn nafnið Kvíslarskóli að undangenginni nafnasamkeppni. Varmárskólanafnið mun fylgja yngri deildinni og því varð að finna nýtt nafn á eldri deild núverandi Varmárskóla. Nafnanefnd […]

Kjötbúðin opnar í Mosó

Kjötubúðin mun opna glæsilega verslun í Sunnukrika í næstu viku. Það er Mosfellingurinn Geir Rúnar Birgisson sem er eigandi og rekstraraðili Kjötbúðarinnar. Geir, sem er kjötiðnaðarmeistari, hefur rekið Kjötbúðina á Grensásvegi síðastliðin 10 ár við góðan orðstír. „Ég byrjaði minn feril í Nóatúni hér í Mosó, þegar búðin lokaði var alltaf draumurinn að opna kjötbúð […]

Snjallar lausnir og betri þjónusta í skólamálum

Skólamálin eru einn mikilvægasti málaflokkur Mosfellsbæjar og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ávallt lagt mikla áherslu á málaflokkinn ásamt því að auka og bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Í málefnasamningi flokkanna tveggja stendur m.a. að fjölga eigi plássum á ungbarnadeildum þannig að fleiri 12 mánaða gömul börn fái leikskólapláss á kjörtímabilinu, að lækka skuli leikskólagjöld […]

Friðun Leirvogs

Töluvert hefur verið fjallað um friðun Leiruvogs, m.a. á samfélagsmiðlum og hér í bæjarblaðinu, sérstaklega í kjölfar stækkunar friðlands við Varmárósa nú á dögum. Það er engin furða, enda um mikilvægt svæði að ræða út frá sjónarmiði náttúruverndar. Sá hluti Leiruvogs sem fellur innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar er í raun hluti af stærra heildarsvæði sem nefnist […]

Fjölbreyttari ferðamáti

Nú þegar farið er að hrinda í framkvæmd samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er eðlilegt að deilur um einstaka þætti hennar verði háværari. Áætlað er að að framkvæmdin kosti 120 milljarða og því eðlilegt að sitt sýnist hverjum. Framkvæmdir hófust í raun 2019 með breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og er áætlað að þeim ljúki […]

Lifandi málaskrá og dagbók – afdrif málsins

Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 30. mars sl. var fyrst á dagskránni mál mitt um „Rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar“. Málið er tvíþætt, annars vegar að birta með rafrænum hætti málaskrá stjórnsýslu Mosfellsbæjar og hins vegar að birta dagbók bæjarstjóra. Í 4. tölublaði Mosfellings þann 1. apríl sl. var gerð ýtarleg grein fyrir aðdraganda […]

Hestar og menn

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ var stofnað árið 1950. Í bænum okkar er því löng og rík hefð fyrir hestamennsku og umferð ríðandi fólks, þótt vissulega hafi margt tekið breytingum á þessum 70 árum, bæði byggðin og líka hestamennskan sjálf, en hún er nú orðin fjórða stærsta íþróttagreinin innan ÍSÍ. Hestamennska er margs konar, líkt og […]

Við erum öll áhrifavaldar!

Flestallt sem við segjum og gerum hefur áhrif á okkur sjálf og einnig þá sem eru í kringum okkur. Því er mikilvægt að við vöndum framkomu okkar, verum meðvituð í samskiptum og gleymum því aldrei að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Reynum að forðast það eftir fremsta megni að dæma fólk því við vitum […]

Sterkar konur

Mér finnst vænlegast til árangurs að breyta hlutum með því að vinna að umbótum með mismunandi leiðum. Þannig geta fleiri nýtt styrkleika sína og tekið þátt í umbótunum. Heilbrigðiskerfið er gott dæmi. Tækninýjungar, framfarir í læknavísindum og betra skipulag í þjónustunni eru nokkur dæmi um hvernig við getum gert kerfið okkar betra. Skipulagið við bólusetningarnar […]

Aldrei fleiri tillögur borist í Okkar Mosó

Alls bárust 140 tillögur frá íbúum í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021 og hafa þær aldrei verið fleiri. Nú stendur yfir mat og úrvinnsla tillagnanna hjá fagteymi starfsfólks á umhverfissviði Mosfellsbæjar. Hugmyndirnar eru metnar út frá þeim forsendum sem gefnar eru í söfnun hugmynda og mótaðar til uppstillingar fyrir kosningu. Í kjölfarið verður stillt upp allt […]

Endurminningar drengs sem réð sig sem kaupamann á Meltún

Út er komin Meltúnsbók, Sumardvöl í Mosfellssveit 1962-1963 eftir Kristbjörn Egilsson. Um er að ræða endurminningar drengs sem galvaskur réð sig sem kaupamann á bæinn Meltún í Mosfellssveit sumrin 1962 og 1963. Í bókinni er fágæt lýsing á lífi og starfi á nýbýli í hreppi sem var í örum vexti á sjöunda áratug 20. aldar. […]

Ég vil hafa fallegt í kringum mig

Það var vel tekið á móti mér á fallegu heimili athafnakonunnar og fagurkerans Maríu Mörtu Sigurðardóttur í Helgafellshverfinu. Við fengum okkur sæti í betri stofunni og María bauð upp á kaffi og ljúffenga ostaköku. María hefur starfað við innflutning á ýmiss konar varningi í gegnum tíðina en nú er hún að flytja inn falleg þurrblóm […]

Vilja koma málefnum langveikra og fatlaðra á framfæri

Ágústa Fanney Snorradóttir kvikmyndagerðarkona rekur fyrirtækið Mission framleiðsla sem staðsett er í Háholti 14. Ágústa hefur búið í Mosfellsbæ síðan í byrjun 2019 ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Ágústa er menntuð í kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu frá skólanum COC í Kaliforníu. „Ég útskrifaðist 2013 og gerði þá heimildamyndina HUMAN TIMEBOMBS sem tekur á taugasjúkdóminum AHC, […]