Entries by mosfellingur

Ringófjör fyrir 60+

Ringó hefur verið stundað hjá eldri borgurum í Mosfellsbæ í nokkur ár. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu að Varmá á þriðjudögum kl. 12:10-13:10 og á fimmtudögum kl. 11:30-12:30. Það er íþróttanefnd FaMos sem stendur fyrir þessum æfingum tvisvar í viku. Vel er tekið á móti nýju fólki og er nóg að mæta bara á staðinn […]

Ísey og Djúsí undirbúa opnun í Mosó

Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á N1 í Háholti þar sem fyrirhugað er að opna Ísey skyrbar og Djúsí þar sem áður var Subway. Staðirnir tveir eru í eigu N1 og bjóða báðir upp á holla og fljótlega rétti, Ísey með skyrskálar og þeytinga og Djúsí með safa, sjeika og samlokur. „Við erum mjög […]

Nafninu breytt í Bankinn Bistro

„Við erum búin að breyta nafninu á staðnum okkar hér í Þverholtinu í Bankinn Bistro, en hér var fyrst opnað í lok árs 2019,“ segir Karen Arnardóttir rekstrarstjóri og nú bankastjóri. „Staðurinn hét áður Barion og við munum að sjálfsögðu bjóða upp á sömu góðu þjónustuna áfram enda sami góði hverfisstaðurinn í Mosó. Sömu eigendur […]

Erfðamál koma okkur öllum við

Margrét Guðjónsdóttir var orðin fimmtug er hún hóf nám í lagadeild Háskóla Íslands. Hún hafði starfað til fjölda ára á lögmannsstofum áður en hún hóf námið og þekkti því vel til hinna ýmsu sviða lögfræðinnar. Árið 2016 stofnaði hún eigin lögfræðistofu og fasteignasölu en Margrét er einnig löggiltur fasteignasali. Hún hefur sérstakan áhuga á erfða- […]

Mosfellsbær í öðru sæti á landsvísu

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Könnunin hefur verið framkvæmd samfellt frá árinu 2008 og veitir yfirlit yfir þróun afstöðu íbúa til einstaka málaflokka yfir tíma og stöðu Mosfellsbæjar gagnvart öðrum sveitarfélögum.Á árinu 2022 reyndust 92% aðspurðra frekar eða mjög ánægðir með sveitarfélagið sem stað […]

Frískápur nú aðgengilegur í Mosfellsbæ

Komið hefur verið upp frískáp í Mosfellsbæ þar sem bæjarbúar geta skipst á mat. Góð leið til til að sporna við matarsóun, bæði hægt að deila mat og bjarga mat. „Ég var búin að sjá svona útfærslu í Reykjavík og hef lengi verið hugsa um hvernig við gætum komið upp slíkum skáp hér í Mosó,“ […]

Mosfellsbakarí á bæði brauð og köku ársins

Hjá Mosfellsbakaríi starfa bakarar sem hafa tileinkað sér fagleg vinnubrögð og nota einungis góð hráefni í sínar vörur. Landssamband bakarameistara stendur árlega fyrir keppni um brauð ársins og köku ársins og hlaut Mosfellsbakarí að þessu sinni bæði verðlaunin. Það var Gunnar Jökull bakaranemi hjá Mosfellsbakaríi sem sigraði í keppninni um brauð ársins, en það er […]

Hvernig bregstu við krefjandi aðstæðum?

Síðustu daga hef ég verið að hugsa um árin tvö sem ég vann við neyðarvarnir hjá Rauða krossinum. Þetta var mjög lærdómsríkur tími og ég bý enn að ýmsu sem ég lærði á þessum árum. Eitt af því er hvernig maður bregst við erfiðum aðstæðum. Eldgos, annars konar náttúruhamfarir og alvarleg slys af ýmsum toga […]

Leikskólabygging í Helgafellshverfi

Undanfarin ár hefur Mosfellsbær vaxið hratt sem felur í sér margs konar áskoranir, svo sem að innviðir fylgi með, þar á meðal fjölgun leikskólaplássa. Vel hefur verið haldið á þessum málum undanfarin ár í Mosfellsbæ og hafa flest öll börn 12 mánaða og eldri í bænum fengið dagvistunarúrræði undanfarin ár. Fulltrúar D-lista í bæjarstjórn lýsa […]

Mikið um að vera í vetrarfríi grunnskólanna

Það var nóg um að vera í vetrarfríi grunnskóla Mosfellsbæjar 16.-19. febrúar síðastliðinn. Ungmennaráð bæjarins fékk málið til umfjöllunar og kom með afar skemmtilegar hugmyndir að afþreyingu. Starfsfólk íþrótta- og tómstundanefndar, í samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög Mosfellsbæjar og félagsmiðstöðina Bólið, útbjó síðan frábæra dagskrá fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Mikið stuð var í […]

9 mánuðir

Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélag landsins. Íbúar voru 13.470 þann 1. febrúar síðastliðinn og hefur íbúafjöldinn ríflega tvöfaldast á tuttugu árum.Mosfellsbær er ört vaxandi sveitarfélag og öll teikn á lofti um að sú þróun haldi áfram. Tölurnar segja okkur að vöxturinn er gífurlegur og íbúar finna fyrir fjölguninni á ýmsa vegu. Með auknum íbúafjölda eykst […]

Nýr leikskóli í Helgafellshverfi

Í síðustu viku var tekin ákvörðun í bæjarráði Mosfellsbæjar um að fela umhverfissviði að fara í útboð á byggingu nýs leikskóla í Helgafelli.Er þessi ákvörðun tekin í framhaldi af því að endurskoðun hönnunar leiksskólans, með það að markmiði að lækka áætlaðan byggingakostnað, skilaði tilætluðum árangri. Þar með er ljóst árangurinn af vinnu starfshóps um uppbyggingu […]

Eva Dís nýr eigandi Aristó hárstofu

Eva Dís Björgvinsdóttir er nýr eigandi Aristó hárstofu sem staðsett er í Háholti 14. Hún hefur keypt stofuna af Ingu Lilju Hjálmarsdóttur og Guðrúnu Sveinsdóttur en þær stofnuðu stofuna árið 2003. Aristó verður því 20 ára í nóvember á þessu ári. „Ég þekki aðeins til Aristó þar sem ég starfaði þar um tíma, þannig að […]

Halda stórtónleika í Lundi

Miðvikudaginn 22. febrúar blæs Stórsveit Íslands til tónleika í Lundi í Mosfellsdal. Þar munu mosfellskir stórsöngvarar, þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður Hansson, Birgir Haraldsson, Stefanía Svavarsdóttir og Davíð Ólafsson, syngja með hljómsveitinni. Stórsveit Íslands var upphaflega stofnuð árið 2009 af félögum í FÍH sem voru atvinnutónlistarmenn en flestir voru komnir á aldur og vildu halda áfram […]

Við elskum að vera á jaðrinum

Fríður Esther Pétursdóttir eigandi verslunarinnar kinky.is selur unaðsvörur ástarlífsins og undirföt fyrir konur. Fríður Esther fékk þá hugmynd í ársbyrjun 2019 að opna vefverslun með undirföt en henni fannst vanta á markaðinn ódýr en vönduð föt í öllum stærðum og gerðum. Salan hefur farið langt fram úr væntingum og í dag hefur Fríður opnað verslun […]