Entries by mosfellingur

Fjölbreyttur matseðill og framúrskarandi þjónusta

Í september síðastliðnum tóku þeir Ólafur Guðmundsson og Einar Gústafsson við rekstrinum á veitingastaðnum Blik Bistro sem rekinn er í Kletti, íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. „Við tókum við hér í lok golftímabilsins og líka veitingasölu í Bakkakoti í Mosfellsdal. Við höfum síðan þá reynt að vera hugmyndaríkir hvernig við getum gert hlutina sem best á þessum […]

Frelsið í æsku mótaði mig

Jóhannes Vandill Oddsson átti sér alltaf draum um að verða bóndi en áhugi hans á bústörfum, hestamennsku og fiskeldi kviknaði á æskuárum hans í Mosfellssveitinni. Hann naut þá leiðsagnar reynslumikilla manna og lagði þar með drög að lífsbók sinni enda hafa dýrin aldrei verið langt undan. Í dag dvelur Jói löngum stundum ásamt fjölskyldu sinni […]

Þorrablótsnefndin með plan A, B, C og D

Þorrablót Aftureldingar hefur verið stærsti viðburður í skemmtana- og menningarlífi Mosfellinga mörg undanfarin ár. Mikil stemming hefur skapast fyrir blótinu og fólk skemmt sér konunglega og ávallt mikil eftirvænting í loftinu þegar þorrinn nálgast. Á síðasta ári féll þorrablótið niður og nú er spurning hver staðan er. Rúnar Bragi Guðlaugsson og Ásgeir Sveinsson hafa verið […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Fyrsti Mosfellingur ársins 2022 er drengur sem fæddist í Björkinni þann 6. janúar kl. 00:33, fimm dögum fyrir settan dag. Hann var 14 merkur og 51 cm og foreldrar hans eru Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir og Hjalti Andrés Sigurbjörnsson.„Fæðingin gekk eins og í sögu og allt ferlið tók tæpar 6 klukkustundir. Hann fæddist í vatni og […]

Elva Björg Mosfellingur ársins 2021

Mosfellingur ársins 2021 er Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Elva Björg er tómstunda- og félagsmálafræðingur og hóf störf sem leiðbeinandi í handavinnu árið 2010 og tók svo við starfi forstöðumanns 2013 hjá Mosfellsbæ. „Ég er bara mjög snortin, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Elva Björg þegar við tilkynnum […]

Gunnar Pétur býður sig fram í 5. sæti

Gunnar Pétur Haraldsson býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 5. febrúar. „Mosfellsbær er í mikilli uppbyggingu, og því fylgja mörg mismunandi verkefni og áskoranir og langar mig að leggja mitt af mörkum til þess að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Ég hef gríðarlega mikinn metnað […]

Áfram Ásgeir!

Það var árið 2008 sem við „Á allra vörum“ stöllurnar hittum Ásgeir Sveinsson í fyrsta skiptið, en hann var þá framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar ehf., umboðsaðila Dior á Íslandi. Ástæða fundarins var að fá hann til liðs við okkur þegar við undirbjuggum okkar fyrsta átak þ.e. að selja varagloss til styrktar góðu málefni. Markmiðið var að […]

Uppskera

Gleðilegt ár kæru Mosfellingar og takk fyrir stuðninginn við okkur í Aftureldingu á liðnu ári. Á sunnudaginn sl. vorum við í Aftureldingu með okkar árlegu uppskeruhátíð. Hátíðin var smá í sniðum þetta árið en alltaf jafn dásamlegt að fá að taka þátt í að upplifa uppskeru með fólkinu okkar. Hver deild tilnefnir sitt íþróttafólk sem […]

Forysta með framtíðarsýn

Ég, Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, býð mig fram í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 5. febrúar. Ég er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og er að ljúka námi í stjórnun menntastofnana. Ég hef setið sem bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í tvö kjörtímabil. Áður var ég varabæjarfulltrúi og formaður fjölskyldunefndar. Nú er ég formaður fræðslunefndar og eiga […]

Það skiptir máli hver stjórnar

Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjörborðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokkinn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Ein þeirra er Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi til margra ára, lýðheilsufræðingur með menntun […]

Lista- og menningarfélag Mosfellinga

Eins og fram kom í síðasta Mosfellingi, verður hugarflugsfundur þeirra sem áhuga hafa á stofnum Lista- og menningarfélags Mosfellinga, fimmtudaginn 20. janúar 2022 kl. 20.00.Í ljósi aðstæðna, þá verður um fjarfund að ræða og mun slóð á fjarfundinn birtast á facebook-síðu Lista- og menningarfélagsins sem fer í loftið nú í vikunni. Facebook-síðan mun bera heitið […]

Allt í rusli?

Ég tel mig vera einn af þeim mörgu Mosfellingum sem eru meðvitaðir um umhverfismál. Þess vegna flokka ég úrgang eins og hægt er og fer reglulega í móttökustöð Sorpu hér í bænum. En ekki er alltaf létt að gera rétt. Flokkun plasts og móttaka þess er til dæmis eitthvað sem má bæta. Mér finnst asnalegt […]

Umhverfismál í forgangi

Árið 2019 varð vitundarvakning í umhverfismálum á meðal almennings hér sem annars staðar. Loftslagsverkföll ungmenna vöktu alþjóð til hugsunar um mikilvægi þess að haga lífi okkar á þann veg að það hafi sem minnst raskandi áhrif á umhverfið. Þegar rætt er um þessi mál er augljóst að umbætur þurfa að eiga sér stað í stóra […]

Jarðhitagarður

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 8. desember sl. var samþykkt að vinna að og undirrita viljayfirlýsingu milli bæjarins og Veitna ohf. um jarðhitagarð í Reykjahverfi. Málið hafði verið í undirbúningi um nokkurt skeið og á sér góðar og gildar sögulegar forsendur sem hér verður gerð grein fyrir í stuttu máli. Vatn er heittTvö lághitasvæði eru í […]

Áramótaheit og svikin loforð

Fyrstu dagar janúarmánaðar einkennast gjarnan af góðum fyrirheitum: fólk kappkostar að lofa sjálfu sér og öðrum að gera meira af sumu og minna af öðru, að verða betri en síðast. Þessu athæfi svipar mjög til síðustu vikna fyrir kosningar, þegar flokkar og framboðslistar lofa öllu fögru. Áramótaheit og kosningaloforð eru að sjálfsögðu hið besta mál, […]