Entries by mosfellingur

Ferðalagið tók fjögur ár

Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar ákvað að fara í tæknifrjóvgunarferli til Grikklands. Ýmsar meðferðir flokkast undir tæknifrjóvgun og margvíslegar ástæður geta legið að baki þess að fólk fari í slíkar meðferðir. Þetta er t.d. kjörmeðferð fyrir einhleypar konur sem vilja eignast börn og hefur árangur af slíkum meðferðum verið góður. Hanna Björk Halldórsdóttir er ein […]

Jökla og Ístex efna til hönnunarsamkeppni

Ullin og Jökla er yfirskrift hönnunarsamkeppni sem Jökla stendur að um þessar mundir í samvinnu við Ístex í Mosfellsbæ. Markmið keppninnar er að styðja íslenskan prjónaiðnað, listiðnað, hönnun og frumleika fyrir íslensku ullina sem og nýsköpun fyrir íslenskan landbúnað. „Keppnin gengur út á að hanna peysu úr íslenskri ull með merki eða hönnun Jöklu rjómalíkjörs […]

Þjónustusvæðið á landi Skálatúns fær nafnið Farsældartún

Á Skálatúni hefur um árabil verið búsetusvæði fyrir fatlað fólk sem var rekið af IOGT á Íslandi. Vorið 2023 hætti IOGT á Íslandi þeirri starfsemi og þjónusta við íbúa á Skálatúni er nú á höndum Mosfellsbæjar en eignarhald fasteigna á svæðinu í eigu nýs aðila, Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna. Til stendur […]

Bankinn kominn í nýjar hendur

Það er komið að tímamótum á veitingastaðnum Bankanum Bistro í Þverholtinu. Eftir að hafa rekið Bankann Bistro (áður Barion) í tæp 5 ár, afhenda hjónin Ragnheiður Þengilsdóttir og Óli Valur Kára Guðmundssyni lyklana. „Ég var þjónustustjóri í Arion Mosó og þegar útibúinu var lokað í kjölfar breytinga árið 2018 kom upp tækifæri til að kaupa […]

Íþrótta- og heilsubær Íslands

Ég hef nýhafið störf sem íþrótta- og lýðheilsufulltrúi Mosfellsbæjar. Starfið byggir á grunni sem ljúfmennið Sigurður Guðmundsson reisti, en starfslýsingin er á ýmsan hátt ólík hans. Ég er mjög spenntur fyrir þeim fjölmörgu verkefnum sem fram undan eru, er afar þakklátur fyrir traustið og ætla að gera mitt allra besta til að standa undir því. […]

Fjölgun stöðugilda á bæjarskrifstofunum

Hún er lífseig umræðan um fjölgun starfsmanna á bæjarskrifstofunum í kjölfar stjórnkerfisbreytinga og auglýsingar sjö stöðugilda stjórnenda sumarið 2023. Einhverjir virðast telja sig hafa af því hagsmuni að þvæla þá umræðu. Þess vegna er ástæða til að fara aftur yfir þær breytingar, ráðningarnar umtöluðu og forsendur þeirra. Forsendur breytinga Forsendur stjórnkerfisbreytinganna voru annars vegar málefnasamningur […]

Íbúakönnun vegna nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá

Íþróttasvæðið okkar að Varmá er mjög dýrmætt og mikilvægt að um það gildi skýr framtíðarsýn. Því var ákveðið að mynda stýrihóp sem hefði það hlutverk að endurskoða framtíðarsýnina fyrir svæðið, kortleggja íþróttasvæðið að Varmá með tilliti til skipulegra þátta og þarfagreiningar vegna uppbyggingar til næstu 15 ára með áherslu á að styrkja íþróttastarf, bæta útivistaraðstöðu […]

Mosfellsk menning

Menningarlíf Mosfellsbæjar hefur svo sannarlega verið á hraðri uppleið undanfarna mánuði. Það eru margir þættir sem eiga þar hlut að máli. Óhætt er þó að segja að hugsjón og áhugi Mosfellinga ber þar hæst. Með tilkomu nýs fyrirkomulags á rekstri Hlégarðs hefur komið í ljós hvað tækifærin til að efla menningu í Mosfellsbæ eru mikil […]

Brúarland, félags- og tómstundahús

Fulltrúar D-lista í bæjarráði lögðu fram tillögu á fundi bæjarráðs þann 19. október sl. um að félagsstarf eldri borgara fái afnot af Brúarlandi fyrir starfsemi sína. Tillögunni var vísað á fundi bækjarráðs til velferðarsviðs og á fundi bæjarráðs þann 29. febrúar var tillagan samþykkt og mun félagsstarf eldri borgara flytja í Brúarland þegar framkvæmdum við […]

MAIAA í Söngvakeppninni á laugardaginn

Mosfellingurinn MAIAA eða María Agnesardóttir tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins 2024 með laginu „Fljúga burt“ eða „Break Away“ á ensku. MAIAA keppir í seinni undankeppninni 24. febrúar sem fer fram í Fossaleyni í Grafarvogi. MAIAA ólst upp í Mosfellsbæ og rekur tónlistarrætur sínar þangað. MAIAA var í Lágafellsskóla og tók þátt í öllu sem tengdist […]

Moldin er undirstaða alls

Ólafur Gestur Arnalds prófessor hefur lengi fengist við rannsóknir á íslenskri náttúru og vernd hennar. Moldin fæðir og klæðir jarðarbúa og hún miðlar jafnframt ferskvatni um vistkerfi. Skilningur á náttúrunni og hvernig hún bregst við álagi vegna athafna mannsins á jörðinni krefst þekkingar á moldinni. Jarðvegur á Íslandi er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur, […]

Uppbygging í Mosfellsbæ

Á komandi árum er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis í Mosfellsbæ. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er lögð áhersla á að fjölga og auka fjölbreytni starfa í Mosfellsbæ í nýrri atvinnustefnu bæjarins. Í dag er bæjarfélagið stærsti atvinnurekandinn með um eitt þúsund starfsmenn. Næst á eftir koma Reykjalundur og Matfugl þar sem […]

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og samstarf við Grænland

Við erum tveir kennarar við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og undir lok síðasta mánaðar héldum við í nokkurra daga ferðalag til Nuuk á Grænlandi. Tilgangur ferðalagsins var að kanna möguleikann á samstarfi við grænlenskan framhaldsskóla með þau markmið að leiðarljósi að skapa vettvang fyrir bæði okkar nemendur og grænlenska nemendur til að kynnast sögu landanna, menningu […]

Jóna Margrét keppir til úrslita í Idol

Mosfellingurinn Jóna Margrét Guðmundsdóttir keppir til úrslita í Idol stjörnuleit föstudagskvöldið 9. febrúar en sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2. Jóna Margrét er alin upp í Mosfellsbæ til 10 ára aldurs, en býr nú á Akranesi. Foreldrar hennar eru Mosfellingarnir Hjördís Kvaran Einarsdóttir og Guðmundur St. Valdimarsson. Jóna Margrét lauk stúdentsprófi […]

Stór meirihluti íbúa vill ekki þétta byggð á Blikastöðum

Hagsmunasamtök íbúa í Mosfellsbæ voru formlega stofnuð þann 9. janúar en tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir íbúa Mosfellsbæjar til að gæta hagsmuna íbúa gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og öðrum. „Við viljum hvetja íbúa til að taka virkan þátt í umræðunni um öll þau mál er varða hagsmuni íbúa Mosfellsbæjar,“ segir Berglind Þrastardóttir formaður samtakanna […]