Entries by mosfellingur

Veitir innsýn í líf fólks af erlendum uppruna

Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2020 hlýtur Mosfellingurinn Jewells Chambers. Jewells er fædd og uppalin í Brooklyn í New York en flutti hingað til Íslands árið 2016. Hún er gift Gunnari Erni Ingólfssyni og búa þau saman hér í Mosfellsbæ. Jewells er verkfræðingur að mennt frá Rensselaer Polytechnic Institute og starfar sjálfstætt í dag. Vekur athygli á kynþáttahyggju […]

Nýtt starfsfólk í Lágafellssókn

Sigurður Rúnar Ragnarsson mun gegna stöðu sem þriðji prestur í Mosfellsprestakalli til júní 2021. Hann er fyrrverandi sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli. Hann vígðist til Mosfellsprestakalls og Lágafellssóknar sem prestur vorið 1998 og starfaði við Lágafellssókn frá vígslu til júní 1999 er hann fékk Norðfjarðarprestakall. Hér í Mosfellsbæ var hann búsettur frá árinu 1978 til ársins 1999. […]

Óskar Einarsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020

„Þetta er fyrst og fremst frábær heiður að hljóta þessa viðurkenningu og er ég mjög þakklátur og snortinn,“ segir tónlistarmaðurinn Óskar Einarsson, bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020. Það er menningar- og nýsköpunarnefnd sem stendur fyrir útnefningunni líkt og síðastliðin 25 ár. Óskar er fæddur á Akureyri en hefur verið búsettur í Mosfellsbæ síðan árið 2003 og segist […]

Leiguíbúðir við Þverholt

Árið 2014 tók bæjarstjórn þá sameiginlegu ákvörðun að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að efla almennan leigumarkað í Mosfellsbæ og auka þannig við fjölbreytta búsetukosti fyrir bæjarbúa. Hugsunin var að fólk gæti fengið öruggt leiguhúsnæði til lengri tíma í bænum. Þá var einnig í umræðunni að bærinn gæti fengið leiguhúsnæði fyrir sína skjólstæðinga enda […]

Öll skólamannvirki Mosfellsbæjar skimuð fyrir raka

Ekkert sveitarfélag lagt í jafn viðamiklar aðgerðir. Vorið 2019 lagði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna til við bæjarstjórn að allt skólahúsnæði Mosfellsbæjar yrði skimað fyrir rakaskemdum og hugsanlegum örveruvexti tengdum þeim. Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt í svo viðamiklar aðgerðir til að kanna ástand skólastofnana sinna. Töluverð umræða hefur verið um ástand skólahúsnæðis bæði […]

Íþrótta- og tómstundastarf eldri borgara í Mosfellsbæ

Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er holl og góð bæði líkamlega og andlega fyrir fólk á öllum aldri. Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag þar sem heilsa og heilsuefling eru í forgrunni í allri stefnumótun og þjónustu. Nú þegar heimsfaraldurinn hefur geisað undanfarna mánuði hefur aldrei verið mikilvægara að ná til og hvetja fólk til þátttöku í […]

Þakklæti í verki

Ég var í sambandi við elsta son minn í morgun, spjallaði aðeins við hann um þennan pistil, um hvað hann ætti að fjalla. Hann stakk upp á að pistillinn fjallaði um þakklætisgöngur – það er þegar maður fer í rólegan göngutúr og einbeitir sér að því, hluta göngutúrsins, að hugsa um það sem maður er […]

Opna ilmbanka íslenskra jurta

Í júní opnaði í Álafosskvosinni ilmsýningin Ilmbanki íslenskra jurta og lítil búð sem selur ýmsar vörur sem unnar eru úr íslenskum jurtum. Það eru þær Elín Hrund Þorgeirsdóttir og Sonja Bent sem standa að baki sýningunni en þær hafa unnið saman síðastliðin þrjú ár og reka saman fyrirtækið Nordic angan. „Við höfum verið að vinna […]

Kjóll með sögu

Þann 22. ágúst fermdist Eydís Ósk í Lágafellskirkju ásamt fleirum krökkum úr bæjarfélaginu. Það er skemmtilegt að segja frá því að kjóllinn sem hún var í við þessa hátíðlegu athöfn hefur áhugaverða sögu að baki en þetta er í fjórða skipti sem þessi kjóll er notaður við stórviðburð í fjölskyldunni. Kjóllinn var upphaflega saumaður árið […]

Krefjast lengri opnunartíma

Margir fastagestir sækja Lágafellslaug í Mosfellsbæ enda ein flottasta sundlaug landsins. Hópur fastagesta hittist þar á hverju kvöldi og fer yfir málin. Eftir sund og gufu leggur hópurinn á ráðin yfir engiferskoti í anddyri laugarinnar. „Við erum Mosfellingar og þverskurður samfélagsins á aldrinum 20-80 ára,“ segir Guðmundur Björgvinsson, Makkerinn, einn meðlima sundhópsins. Hátt í þúsund […]

Fyrsta afhending úr Klörusjóði

Í lok júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla og var í ár lögð áhersla á verkefni á sviði upplýsinga-og tæknimála. Alls […]

Ég er algjört félagsmálafrík

Svala Árnadóttir er kraftmikil kona sem vill leggja sín lóð á vogaskálarnar til að koma hlutum í framkvæmd. Hún hefur verið virk í margs konar félagsstarfi í gegnum tíðina sem hún segist hafa haft mikla unun af og er hvergi hætt þótt komin sé á besta aldur. Í dag sækir hún fundi hjá Rótarýklúbbi Mosfellsbæjar, […]

Kaffi Áslákur opnar um helgina

Kaffi Áslákur er nýtt kaffihús sem opnar um helgina. Það er Alli Rúts hóteleigandi á Hótel Laxnesi sem hefur breytt móttökurými hótelsins í kaffihús. „Það hefur lengi vantað kaffihús í Mosó þannig að við ákváðum að slá til. Hótelmóttakan minnkar í sniðum enda fara öll samskipti meira og minna fram í gegnum tölvur,“ segir Alli. […]

Áskoranir haustsins!

Haustið er fram undan með fullt af nýjum áskorunum. „Þetta verður eitthvað,“ hugsaði ég um daginn, en nýjar áskoranir eru spennandi og þær eru sannarlega til staðar hjá okkur í Aftureldingu þessa dagana. Auðvitað hef ég þungar áhyggjur af stöðunni, hún er grafalvarleg fjárhagslega hjá okkur, en félags- og mannauðurinn okkar hefur sýnt það undanfarið […]

Enn ein breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkti meirihluti nefndarinnar breytingu á deiliskipulagi lóðar við Uglugötu. Breytingin felur í sér að í stað þess að ekið sé að húsunum við Uglugötu 14-20 frá Uglugötu sjálfri, á nú að aka að húsunum í gegnum botnlanga frá Vefarastræti fram hjá bílastæðum og aðkomu að bílakjallara þess húss. En af […]