Farsæl efri ár

Íslensk stjórnvöld hafa nýlega sett fram aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem ber nafnið „Gott að eldast“ sem byggir á nýrri hugsun við ört stækkandi hóp í samfélaginu. Í þeirri áætlun er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, tryggja þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi og fjölga þeim sem taka […]

Hvernig viljum við þroskast sem samfélag?

Mosfellsbær varð formlega að kaupstað 9. ágúst 1987 og fagnaði því 35 ára kaupstaðarafmæli á liðnu ári. Á liðnum áratug eða svo hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað mikið. Það kemur okkur ekki á óvart – því það er gott að búa í Mosó. Nú þegar íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað þurfum við sem samfélag að velta því […]

Reykjalaug fundin

Í tengslum við lagningu gangstígs upp Reykjaveg að Suður-Reykjum var ákveðið að reyna að staðsetja Reykjalaug sem lenti undir vegi um 1940. Mosfellsbær óskaði eftir aðstoð Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Minjastofnunar Íslands við að finna hina sögufrægu Reykjalaug með jarðsjá. Af hundruðum lauga og hvera sem voru eitt sinn í Mosfellssveit var hún þeirra þekktust. […]

Fjárfestum í lýðheilsu – aðstaða fyrir alla

Mosfellsbær er landmikið sveitarfélag með nær óþrjótandi möguleikum á að njóta útivistar. Hér eru græn svæði frá fjöru til fjalla. Áhersla fólks og áhugi á að það séu byggð upp útivistarsvæði og aðstaða til hreyfingar í nærumhverfi þess hefur líka aukist mikið með árunum. Það er orðinn sjálfsagður hlutur að flest íþrótta- og tómstundafélög eigi […]

„Allir þurfa eina skóla­hljómsveit í sitt líf“

Hér er vitnað í orð vinkonu minnar, en börnin hennar spiluðu með skólahljómsveit í öðru sveitarfélagi til margra ára. Ég tek heilshugar undir hennar orð þar sem Skólahljómsveit Mosfellsbæjar eða Skómos, hefur verið einn af ánægjulegu föstum punktum okkar fjölskyldu síðustu 14 árin hér í bæjarfélaginu. Þegar hljómsveitarmeðlimir voru beðnir um að lýsa Skómos var […]

Uppbygging á Varmársvæði

Okkar kæra Varmársvæði hefur þjónað bæjarbúum og fleirum einstaklega vel í gegnum árin, flestir íbúar nýta sér þá frábæru aðstöðu sem þar er að finna á einn eða annan hátt. Svæðið er sannarlega mikilvæg lífæð okkar samfélags. Íbúum er stöðugt að fjölga og iðkendum sem stunda íþróttir að Varmá einnig, það kallar því á áframhaldandi […]

Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 liggur nú fyrir og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. Niðurstaða rekstrarreiknings A-hluta Mosfellsbæjar er jákvæð sem nemur tæpum 230 milljónum, rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var árið 2023 tæpar 341 milljónir, sem er þó lakari útkoma en áætlað var og er það þrátt fyrir umtalsvert hærri tekjur en áætlanir gerðu ráð […]

Leiruvogurinn okkar

Ein af helstu gönguleiðum mínum í okkar fallega útivistarbæ er meðfram Leiruvoginum. Í dag, á síðasta degi í apríl í fallegu veðri varð stórkostleg uppákoma: Margæsir hundruðum saman flugu inn voginn með tilheyrandi kvaki og látum. Þessir fuglar eru alltaf á vorin og haustin gestir hjá okkur, næra sig hér í leirunum í stuttan tíma […]

Árinu skilað með rekstrarafgangi

Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023 liggur nú fyrir en um er að ræða ársreikning fyrsta heila árs meirihluta B, S og C lista. Það er verulega ánægjulegt að fyrsta heila ársreikningsári okkar sé skilað með rekstrarafgangi, það er ekki sjálfsagt í því rekstrarumhverfi sem sveitarfélög búa við um þessar mundir. Niðurstaðan sýnir styrkt aðhald í rekstrinum og […]

Blómlegt samfélag

Þegar líður að sumri eru flestir tilbúnir í hækkandi sól, hita og gott veður. Þolið fyrir umræðum um pólitísk mál minnkar. Og það á ekki bara við um íbúa, við pólítískt kjörnir fulltrúar viljum líka horfa inn í sumarið og á það fallega og bjarta. Í göngutúr um hverfið mitt í síðustu viku velti ég […]