Skráningardagar á leikskólum og endurskoðun leikskólagjalda
Snemmsumars var samþykkt að taka upp skráningardaga í leikskólum bæjarins. Vinnulag sem átti að leysa tvær áskoranir í leikskólastarfinu; vinnutímastyttingu starfsmanna og mönnunarvanda sem meðal annars þurfti að mæta með lokun deilda. Á fundum kom ósjaldan fram sú trú margra að þetta verklag myndi stórbæta mönnun því fólk fengist frekar til starfans. Á sama tíma […]
Mennt er máttur og lestur er grunnurinn
Íslenskt atvinnulíf og samfélag á allt undir því að börnin okkar komi heilsteypt og full sjálfstrausts út úr menntagöngu sinni. Læsi er þar lykilbreyta. Tungumálið opnar dyr að menningu þjóða og hefur reynst lykilþáttur í inngildingu þeirra sem flytjast til Íslands. Undanfarin ár hafa komið fram mælingar sem sýna vaxandi áskorun íslenskra barna þegar kemur […]
Jólagjöfin í ár
Nú er sá árstími þar sem margir eru að brjóta heilann um hvað skuli gefa í jólagjafir. Slíkt getur stundum verið þrautin þyngri þar sem mörg okkar eigum nóg af alls konar. Fæstir vilja hvorki gefa né fá óþarfa og þá er bara að leggja höfuðið í bleyti. Loftslagsvænar jólagjafir Sífellt fleiri eru orðnir meðvitaðir […]
Uppbygging að Varmá – tafir og svikin loforð
Í ljósi þeirrar dapurlegu staðreyndar að Afturelding er búin að segja sig úr samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar er mikilvægt að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum. Á síðasta kjörtímabili starfaði samráðsvettvangurinn að því að ná samkomulagi milli Mosfellsbæjar og Aftureldingar um heildarsýn og forgangsröðun að uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá. Samkomulag náðist sem var samþykkt af […]
Logn í skóginum
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður með sína árlegu jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg dagana 9.–23. desember. Laugardaginn 9. desember kl. 13-14 verður opnunarhátíð í Hamrahlíðinni þar sem fyrsta jólatréð mun verða sagað, Mosfellskórinn syngur nokkur lög og Ævintýraverur úr Leikhópnum Lottu munu skemmta börnunum svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu munu jólasveinar láta sjá sig og svo […]
Stígum skrefið til fulls
Í nokkra áratugi hef ég fylgt fótboltaliðinu okkar, meira þó karlaliðinu. Ég hef farið með þeim upp (og niður) um nokkrar deildir og átt með frábærum sjálfboðaliðum góða tíma. Eftir besta sumar í sögu karlaliðsins eru aðstöðumál knattspyrnudeildar mér ofarlega í huga. Snemma sumars kom í ljós að núverandi áhorfendasvæði á Malbiksstöðvarvellinum að Varmá var […]
Viðsnúningur í rekstri Mosfellsbæjar
Við búum við krefjandi efnahagslegar aðstæður með mikilli verðbólgu. Þess vegna er einstaklega ánægjulegt að geta lagt fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sem gerir ráð fyrir afgangi upp á rúmlega 900 m.kr. Þessum árangri náum við án þess að skera niður í þjónustu bæjarfélagsins við íbúa heldur þvert á móti þá verður þjónustan áfram efld […]
Í hvaða sæti setjum við okkar fólk?
Ég vil byrja á því að óska íþróttafólki í Mosfellsbæ til hamingju með frábært keppnistímabil sem nú er að baki. Flestar greinar luku sínu tímabili í byrjun sumars, aðrar í haust. Eins og gengur þá náðu sumir sínum markmiðum, aðrir ekki. Sama hver niðurstaðan var þá vonar maður að fólk haldi áfram að rækta líkama […]
Umhverfið okkar
Að lifa í góðu, fögru og hollu umhverfi á að vera kappsmál okkar allra. Við sjáum margt sem gleður okkur en því miður margt sem okkur þykir miður og jafnvel særir okkur. Slæm umgengni um sitt nánasta umhverfi lýsir hverjum manni og ber vitni um hver tengsl viðkomandi eru við umhverfið. Mjög margir garðar eru […]
Framtíðarsýn á íþróttasvæðinu að Varmá
Að Varmá koma þúsundir Mosfellinga og gesta á ári hverju til að stunda ýmiss konar íþróttir. Því er mikilvægt að vanda til verka og vera með skýra framtíðarsýn þegar kemur að áframhaldandi uppbyggingu, þar sem aðstaðan er komin að þolmörkum. Nýr meirihluti fékk verkefnalista frá fyrra kjörtímabili sem er skrifaður inn í skýrslu sem Efla […]