Varmárósar og friðlýsing Leirvogs

Samfylkingin í Mosfellsbæ hefur á stefnuskrá sinni að friðlýsa Leirvoginn vegna mikilvægis svæðisins fyrir fugla og vegna fjölbreyttra vistgerða á svæðinu. Nú þegar friðlýst svæði Varmárósa hefur verið stækkað virðist sem jarðvegur sé að skapast til að við málinu verði hreyft. Varmárósar eru hluti af stærra svæði, Leirvoginum, sem er mikilvægur í alþjóðlegu samhengi sem […]

Ritskoðun í Rusllandi

Enn er talsvert fjör í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og nýsköpun bætist við annars talsverða listsköpun forseta bæjarstjórnar í gegnum árin. Í upphafi ársins 2021, nánar tiltekið 27. janúar, var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi nr. 775 mál er sneri að brunanum í SORPU 8. janúar þegar landsins stærsta gúanó, þ.e. hann Gýmir blessaður, kviknaði bókstaflega til lífsins. […]

Framtíðin er unga fólksins

Öflugt atvinnulíf til framtíðar, framboð af húsnæði og góðar samgöngur eru forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins á Íslandi. Samkeppni um unga fólkið er einn af hornsteinum framtíðarinnar. Getur unga fólkið byggt upp sitt líf í Mosfellsbæ, á höfuðborgarsvæðinu, á Íslandi eða velur það að fara eitthvað annað? Við sem hér búum þekkjum kosti þess hversu […]

Rödd atvinnulífsins inn á Alþingi

Öflugt atvinnulíf er grundvöllur velferðar, framþróunar og hagsældar fyrir alla. Atvinnulífið stendur undir grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu, samgöngum, innviðum og menningu. Það er því hagur okkar allra að atvinnulífið blómstri. Hvetjandi umhverfiVið fæðumst með ólíka forgjöf. Bakland fólks er misjafnt en við þurfum öll að fá tækifæri til að nýta hæfileika okkar. Til þess […]

Hugsum stærra, gerum meira og gerum betur

Það viðhorf er ekki óalgengt hjá fólki á öllum aldri að það skipti engu máli hverjir fari með stjórn landsins eða í sveitarfélögunum, það sé sami rassinn undir öllu þessu liði. Engin ástæða sé til þess að drattast á kjörstað, þetta verði allt óbreytt eftir kosningar hvort eð er. En er það þannig? Skiptir virkilega […]

Látum verkin tala

Íslendingar eru í grunninn samheldin þjóð og þegar á reynir stöndum við saman og klárum verkefnin. Áskoranir komandi missera verða margvíslegar og þar er einna stærsta verkefnið uppbygging og endurreisn atvinnulífsins. Með því að taka lítil en ákveðin skref munum við komast í gegnum verkefnin. En til að halda uppi traustu og öflugu atvinnulífi þurfum […]

Snjallar lausnir og betri þjónusta í skólamálum

Skólamálin eru einn mikilvægasti málaflokkur Mosfellsbæjar og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ávallt lagt mikla áherslu á málaflokkinn ásamt því að auka og bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Í málefnasamningi flokkanna tveggja stendur m.a. að fjölga eigi plássum á ungbarnadeildum þannig að fleiri 12 mánaða gömul börn fái leikskólapláss á kjörtímabilinu, að lækka skuli leikskólagjöld […]

Friðun Leirvogs

Töluvert hefur verið fjallað um friðun Leiruvogs, m.a. á samfélagsmiðlum og hér í bæjarblaðinu, sérstaklega í kjölfar stækkunar friðlands við Varmárósa nú á dögum. Það er engin furða, enda um mikilvægt svæði að ræða út frá sjónarmiði náttúruverndar. Sá hluti Leiruvogs sem fellur innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar er í raun hluti af stærra heildarsvæði sem nefnist […]

Fjölbreyttari ferðamáti

Nú þegar farið er að hrinda í framkvæmd samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er eðlilegt að deilur um einstaka þætti hennar verði háværari. Áætlað er að að framkvæmdin kosti 120 milljarða og því eðlilegt að sitt sýnist hverjum. Framkvæmdir hófust í raun 2019 með breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og er áætlað að þeim ljúki […]

Lifandi málaskrá og dagbók – afdrif málsins

Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 30. mars sl. var fyrst á dagskránni mál mitt um „Rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar“. Málið er tvíþætt, annars vegar að birta með rafrænum hætti málaskrá stjórnsýslu Mosfellsbæjar og hins vegar að birta dagbók bæjarstjóra. Í 4. tölublaði Mosfellings þann 1. apríl sl. var gerð ýtarleg grein fyrir aðdraganda […]