Snjallar lausnir og betri þjónusta í skólamálum

Skólamálin eru einn mikilvægasti málaflokkur Mosfellsbæjar og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ávallt lagt mikla áherslu á málaflokkinn ásamt því að auka og bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Í málefnasamningi flokkanna tveggja stendur m.a. að fjölga eigi plássum á ungbarnadeildum þannig að fleiri 12 mánaða gömul börn fái leikskólapláss á kjörtímabilinu, að lækka skuli leikskólagjöld […]

Friðun Leirvogs

Töluvert hefur verið fjallað um friðun Leiruvogs, m.a. á samfélagsmiðlum og hér í bæjarblaðinu, sérstaklega í kjölfar stækkunar friðlands við Varmárósa nú á dögum. Það er engin furða, enda um mikilvægt svæði að ræða út frá sjónarmiði náttúruverndar. Sá hluti Leiruvogs sem fellur innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar er í raun hluti af stærra heildarsvæði sem nefnist […]

Fjölbreyttari ferðamáti

Nú þegar farið er að hrinda í framkvæmd samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er eðlilegt að deilur um einstaka þætti hennar verði háværari. Áætlað er að að framkvæmdin kosti 120 milljarða og því eðlilegt að sitt sýnist hverjum. Framkvæmdir hófust í raun 2019 með breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og er áætlað að þeim ljúki […]

Lifandi málaskrá og dagbók – afdrif málsins

Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 30. mars sl. var fyrst á dagskránni mál mitt um „Rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar“. Málið er tvíþætt, annars vegar að birta með rafrænum hætti málaskrá stjórnsýslu Mosfellsbæjar og hins vegar að birta dagbók bæjarstjóra. Í 4. tölublaði Mosfellings þann 1. apríl sl. var gerð ýtarleg grein fyrir aðdraganda […]

Hestar og menn

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ var stofnað árið 1950. Í bænum okkar er því löng og rík hefð fyrir hestamennsku og umferð ríðandi fólks, þótt vissulega hafi margt tekið breytingum á þessum 70 árum, bæði byggðin og líka hestamennskan sjálf, en hún er nú orðin fjórða stærsta íþróttagreinin innan ÍSÍ. Hestamennska er margs konar, líkt og […]

Við erum öll áhrifavaldar!

Flestallt sem við segjum og gerum hefur áhrif á okkur sjálf og einnig þá sem eru í kringum okkur. Því er mikilvægt að við vöndum framkomu okkar, verum meðvituð í samskiptum og gleymum því aldrei að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Reynum að forðast það eftir fremsta megni að dæma fólk því við vitum […]

Íþróttahús við Helgafellsskóla

Ég starfa sem stuðningsfulltrúi við Helgafellsskóla. Meðal þeirra verkefna sem ég sinni er að fara ein með um 40 nemendur í rútu tvisvar sinnum í viku niður að Varmá í íþróttatíma. Ferðin tekur okkur 80-85 mínútur frá því við förum frá Helgafellsskóla og þar til við komum til baka. Íþróttatíminn er 40 mínútur og það […]

Hvernig er heilsugæslan mín og hver passar upp á heilsu mína?

Nú þegar vonandi fer að líða að því að við Íslendingar getum farið að lifa eðlilegra lífi, hugsa ég til margs sem kófið hefur haft í för með sér. Að mörgu leyti höfum við Íslendingar haft það gott og betra en aðrar þjóðir. Margt mætti þó gagnrýna eins og hæga viðspyrnu við efnahagsvanda þjóðarinnar, lélegt […]

Unglingarnir okkar – harðnaðir glæpamenn eða hæfileikaríkir og kurteisir einstaklingar?

Við í félagsmiðstöðinni Bóli vinnum með unglingunum okkar alla virka daga. Það er fjölmennur hópur sem leggur leið sína til okkar dag hvern, annaðhvort í skipulagt starf eða „bara“ til þess að spjalla. Þess á milli lesum við, á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, athugasemdir um krakkana okkar. Við, starfsfólkið, lokum ekki augunum fyrir þeirri hópamyndun sem […]

Hey þú, hættu að skemma og eyðileggja!

Skemmdarverk og eyðilegging er alltaf leiðinleg og það fara mjög miklir peningar á hverju ári í viðgerðir eftir þessi ömurlegu skemmdarverk. Nýjasta afleiðingin af skemmdaverkum í Mosó, okkar frábærar bæjarfélagi, er nú sú að búið er að loka Kósí Kjarna sem var mjög flottur og naut mikilla vinsælda. Húsgögn og annað sem var búið að […]