Mikið um að vera í vetrarfríi grunnskólanna
Það var nóg um að vera í vetrarfríi grunnskóla Mosfellsbæjar 16.-19. febrúar síðastliðinn. Ungmennaráð bæjarins fékk málið til umfjöllunar og kom með afar skemmtilegar hugmyndir að afþreyingu. Starfsfólk íþrótta- og tómstundanefndar, í samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög Mosfellsbæjar og félagsmiðstöðina Bólið, útbjó síðan frábæra dagskrá fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Mikið stuð var í […]
9 mánuðir
Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélag landsins. Íbúar voru 13.470 þann 1. febrúar síðastliðinn og hefur íbúafjöldinn ríflega tvöfaldast á tuttugu árum.Mosfellsbær er ört vaxandi sveitarfélag og öll teikn á lofti um að sú þróun haldi áfram. Tölurnar segja okkur að vöxturinn er gífurlegur og íbúar finna fyrir fjölguninni á ýmsa vegu. Með auknum íbúafjölda eykst […]
Nýr leikskóli í Helgafellshverfi
Í síðustu viku var tekin ákvörðun í bæjarráði Mosfellsbæjar um að fela umhverfissviði að fara í útboð á byggingu nýs leikskóla í Helgafelli.Er þessi ákvörðun tekin í framhaldi af því að endurskoðun hönnunar leiksskólans, með það að markmiði að lækka áætlaðan byggingakostnað, skilaði tilætluðum árangri. Þar með er ljóst árangurinn af vinnu starfshóps um uppbyggingu […]
Vinalegt raunsæi
Umræðuefni Kveiks í síðustu viku var helgað málefni sem hefur verið til umræðu meðal bæjarbúa og í stjórnsýslunni árum saman, það er urðunarsvæðið á Álfsnesi. Í þættinum kom meðal annars fram að samkvæmt eigendasamkomulagi sem nú er í gildi eigi að loka urðunarsvæðinu í lok þessa árs. Jafnframt kom fram að nýr staður hafi ekki […]
Er brjálað að gera?
Það var ótrúlega vel heppnað að gera þessa spurningu að hálfgerðum brandara í auglýsingum frá Virk. Húmor getur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar í hinum ýmsu aðstæðum, hvernig við eigum samskipti við aðra og hvernig okkur líður í krefjandi umhverfi. En ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að ég var að […]
Sjálfboðaliðinn
Íþróttafélag eins og Afturelding sem er líklega stærsti vinnustaður bæjarins fyrir utan Mosfellsbæ sjálfan er rekið að langmestu leyti af sjálfboðaliðum. Félagið er með tvo starfsmenn á skrifstofunni, framkvæmdastjóra og íþróttafulltrúa sem sjá um allan daglegan rekstur og faglegt íþróttastarf.Það vantar alltaf góða sjálfboðaliða og það verður að viðurkennast að það verður alltaf erfiðara og […]
Eru fjármál Mosfellsbæjar komin í rugl?
Þann 10. janúar 2023 sendi ég svohljóðandi tölvupóst til allra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ: „Sælir allir bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ. Ég var að skoða hvað ég á að reikna með að þurfa að greiða í fasteignagjöld til Mosfellsbæjar á árinu 2023. Mig rak í rogastans. Hér til hliðar er tafla sem sýnir fasteignagjöld mín vegna Akurholts 1 […]
Ámælisvert
Þegar ekinn er Langitangi á móts við Olís blasir vægast sagt furðulegt fyrirbæri við. Tvö vestustu húsin við Bjarkarholt hafa verið jöfnuð við jörðu og allur trjágróðurinn sem hafði verið gróðursettur með mikilli alúð af fyrri eigendum lóðanna allur upprættur. Viðurstyggð eyðileggingarinnar hefur blasið við okkur í allan vetur og er framkvæmdaraðila til mjög mikils […]
Áramótakveðja
Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Gleðilegt ár kæru íbúar, starfsmenn og aðrir samstarfsaðilar.Ég vil byrja á því að þakka fyrir samfylgdina síðustu mánuði en ég var ráðin sem bæjarstjóri í sumar, af nýjum meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar og Viðreisnar. Ég tók til starfa í byrjun september og það verður að segjast eins og er að verkefnin hafa verið […]
Leikskólabygging í Helgafellshverfi
Undanfarin ár hefur Mosfellsbær vaxið hratt sem felur í sér margs konar áskoranir, svo sem að innviðir fylgi með, þar á meðal fjölgun leikskólaplássa. Vel hefur verið haldið á þessum málum undanfarin ár í Mosfellsbæ og hafa flest öll börn 12 mánaða og eldri í bænum fengið dagvistunarúrræði undanfarin ár. Fulltrúar D-lista í bæjarstjórn lýsa […]