Viltu ekki bara spila á þetta?

Þegar ég var 6 ára fóru ég, mamma og móðursystir mín á fund Birgis skólastjóra til að finna hljóðfæri fyrir mig að spila á. Ég átti þegar að baki heils árs feril í blokkflautuleik og það var kominn tími á að glíma við nýtt hljóðfæri. Mamma hafði heyrt svo vel látið af lúðrasveitinni að hún […]

Múlalundur, minning eða möguleiki?

Það blása harðir vindar um vinnustaðinn minn Múlalund þessa dagana. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að upplifa þessa stöðu og ekki síst verklagið við að „loka Múlalundi“ í núverandi mynd. Hópur frábærra einstaklinga með mismunandi fatlanir fengu að vita fyrir stuttu að þeir muni missa vinnuna sína og verði að fara út á […]

Menningin blómstrar í Mosfellsbæ

Það eru forréttindi að fá að taka þátt í að gera bæinn okkar blómlegri með menningarviðburðum. Nú er mars, mánuður Menningar í Mosó, nýliðinn og það var nóg um að vera. Þar má nefna tónleika sem kvennakórarnir Stöllurnar úr Mosfellsbæ og Sóldís úr Skagafirði héldu saman í Hlégarði, en þar voru flutt lög Magnús­ar Ei­ríks­son­ar. […]

Gott að eldast

Undirrituð hóf nýlega störf hjá Mosfellsbæ í þróunarverkefni sem er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda sem ber nafnið „Gott að eldast“. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu eftir sveitarfélögum og stofnunum sl. sumar til að taka þátt í þróunarverkefninu og voru Mosfellsbær og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins eitt af þeim sex svæðum sem valin voru til þátttöku en […]

Fjölgun stöðugilda á bæjarskrifstofunum

Hún er lífseig umræðan um fjölgun starfsmanna á bæjarskrifstofunum í kjölfar stjórnkerfisbreytinga og auglýsingar sjö stöðugilda stjórnenda sumarið 2023. Einhverjir virðast telja sig hafa af því hagsmuni að þvæla þá umræðu. Þess vegna er ástæða til að fara aftur yfir þær breytingar, ráðningarnar umtöluðu og forsendur þeirra. Forsendur breytinga Forsendur stjórnkerfisbreytinganna voru annars vegar málefnasamningur […]

Íbúakönnun vegna nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá

Íþróttasvæðið okkar að Varmá er mjög dýrmætt og mikilvægt að um það gildi skýr framtíðarsýn. Því var ákveðið að mynda stýrihóp sem hefði það hlutverk að endurskoða framtíðarsýnina fyrir svæðið, kortleggja íþróttasvæðið að Varmá með tilliti til skipulegra þátta og þarfagreiningar vegna uppbyggingar til næstu 15 ára með áherslu á að styrkja íþróttastarf, bæta útivistaraðstöðu […]

Mosfellsk menning

Menningarlíf Mosfellsbæjar hefur svo sannarlega verið á hraðri uppleið undanfarna mánuði. Það eru margir þættir sem eiga þar hlut að máli. Óhætt er þó að segja að hugsjón og áhugi Mosfellinga ber þar hæst. Með tilkomu nýs fyrirkomulags á rekstri Hlégarðs hefur komið í ljós hvað tækifærin til að efla menningu í Mosfellsbæ eru mikil […]

Brúarland, félags- og tómstundahús

Fulltrúar D-lista í bæjarráði lögðu fram tillögu á fundi bæjarráðs þann 19. október sl. um að félagsstarf eldri borgara fái afnot af Brúarlandi fyrir starfsemi sína. Tillögunni var vísað á fundi bækjarráðs til velferðarsviðs og á fundi bæjarráðs þann 29. febrúar var tillagan samþykkt og mun félagsstarf eldri borgara flytja í Brúarland þegar framkvæmdum við […]

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og samstarf við Grænland

Við erum tveir kennarar við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og undir lok síðasta mánaðar héldum við í nokkurra daga ferðalag til Nuuk á Grænlandi. Tilgangur ferðalagsins var að kanna möguleikann á samstarfi við grænlenskan framhaldsskóla með þau markmið að leiðarljósi að skapa vettvang fyrir bæði okkar nemendur og grænlenska nemendur til að kynnast sögu landanna, menningu […]

Fasteignagjöld í Mosfellsbæ hækka um 38%

Hér að ofan birti ég yfirlit yfir fasteignagjaldaálagningu Mosfellsbæjar á heimili mitt að Akurholti 1 í Mosfellsbæ fyrir árin 2022–2024. Taflan sýnir að á síðustu tveimur árum hafa fasteignagjöldin hækkað um 37,9%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 17,3% og launavísitalan um 15,7%. Hækkun fasteignagjalda í Mosfellsbæ á umræddu tímabili er því langt […]