Neikvæð niðurstaða en við erum jákvæð!

Í byrjun mánaðarins voru birtar rekstrarniðurstöður bæjarins fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Því miður er niðurstaðan sú að bæjarfélagið var rekið með tæplega milljarð í mínus, sem er 500 milljón krónum meiri halli en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjarins. Verðbólgan bíturEins og gefur að skilja þá vega verðbætur vegna aukinnar verðbólgu á árinu […]

Gaman saman í Mosó

Eftir tveggja ára bið og mikla tilhlökkun var bæjarhátiðin okkar, Í túninu heima, loksins haldin dagana 26. – 28. ágúst síðast liðinn. Það var fjöldinn allur af áhugaverðum, fjölbreyttum og flottum viðburðum í boði auk þess sem gamlir siðir voru teknir upp á ný með endurkomu Útvarps Mosfellsbæjar, sem ég vona að verði áframhaldandi siður […]

Hamrahlíðarskógurinn

Hamrahlíðarskógurinn er stolt okkar Mosfellinga. Fjölmargir erlendir ferðamenn aka framhjá Hamrahlíðinni og þarna er einna best hægt að sjá hversu góðan árangur unnt er að ná í skógrækt á Íslandi. Fyrir framsýni og dugnað frumherjanna var hafist í þetta góða starf á sínum tíma en plöntun mun hafa hafist 1957 eða á öðru ári eftir […]

Framkvæmdir í Mosfellsbæ, frestun og aukinn kostnaður

Nýr bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Regína Ásvaldsdóttir, tók til starfa þann 1. september sl. og bjóða sjálfstæðismenn hana velkomna til starfa. Fyrir kosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram ígrundaða og fjölbreytta stefnuskrá og mun reyna að tryggja sínum málum framgang á kjörtímabilinu. Mikilvæg mál bíða nýrrar bæjarstjórnar í stækkandi sveitarfélagi í samfélagi sem einkennist af verðbólgu og óstöðugleika. […]

Ég elska að búa í Mosó

Bæjarhátíðir eru haldnar víðsvegar um allt land og ein af þeim skemmtilegustu er haldin hér í bænum okkar. Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellinga, verður að veruleika dagana 26. til 28. ágúst eftir þriggja ára bið. Eins og áður verður margt spennandi í boði á vegum einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélagsins.Hátíðin dregur nafn sitt af minningar-skáldsögu Halldórs […]

Fyrstu 100 dagarnir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að í vor kusu Mosfellingar að endurnýja talsvert í hópi bæjarfulltrúa. Síðustu vikur hjá nýjum meirihluta hafa því að hluta til farið í að fá upplýsingar um gang mála frá síðasta kjörtímabili. Þar kennir ýmissa grasa og eins og við var að búast nokkur mál sem fóru ekki […]

Fjölbreytni og leikur

Íþróttablanda 1. og 2. bekkjar í íþróttamiðstöðinni Lágafelli Íþróttablanda Aftureldingar er nýtt námskeið sem verður í boði á haustönn 2022. Þetta námskeið er fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Íþróttabland er samvinnuverkefni blak-, frjálsíþrótta- og sunddeildar Aftureldingar. Það er mikið um að vera hjá nemendum 1. og 2. bekkjar – við viljum aðstoða! […]

Aftureldingarhjartað slær sterkt hjá íbúum Mosfellsbæjar

Margir Mosfellingar tengja sterkt við Ungmennafélagið Aftureldingu. Flest okkar tengjast félaginu með einhverjum hætti. Það eru núverandi eða fyrrverandi iðkendur, foreldrar, systkini, sjálfboðaliðar, þjálfarar, ömmur og afar. Öll þekkja þau íþróttamiðstöðina að Varmá og svæðið í kring eins og lófann á sér. Það er samfélagslega mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Mosfellsbæ að vera með íþróttafélag […]

Komdu og vertu með!

Íþróttastarf á Íslandi er og hefur alltaf verið að miklu leyti byggt upp með aðkomu sjálfboðaliða. Foreldrar og forráðamenn iðk­enda eru vitanlega stærstur hluti þessa hóps en í meistaraflokksstarfinu er þó einnig að finna almennt áhugafólk um íþróttir og „gamlar kempur“, í bland við vini og fjölskyldur leikmanna. Við hjá Aftureldingu erum ákaflega heppin og […]

Gleðilega hátíð!

Vonandi hafa þið öll notið sumarsins í faðmi fjölskyldu og/eða vina og náð að hlaða ykkur jákvæðri orku fyrir veturinn. Við í Mosfellsbæ höldum að sjálfsögðu áfram í heilsueflingunni og mun ýmislegt spennandi og skemmtilegt verða á döfinni í haust og vetur. Í túninu heimaBæjarhátíð okkar Mosfellinga, Í túninu heima, verður haldin með pompi og […]