Entries by mosfellingur

Kosningaloforðin

Flokkar í framboði keppast við að koma sínum metnaðarfullu stefnum á framfæri, stefnum sem taka mið af menntamálum, skipulagsmálum, velferðarmálum, loftslagsmálum og svo lengi má telja og eru þegar upp er staðið alls ekki ólíkar. Allar þessar tilkynningar um fögur loforð eru margar hverjar löngu tímabærar og flestar íbúum öllum til hagsbóta. En dugar þetta […]

Við viljum bara það besta fyrir börnin okkar

Fyrsta skólastig, eða leikskólar, er einhver mikilvægasta þjónusta sem sveitarfélög veita. Í Mosfellsbæ er heimilt að sækja um leikskólavist fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Gott og vel. Það sem er mikilvægast í umsóknarferlinu er að óvissu um hvenær og hvar barnið fái leikskólapláss sé eytt eftir fremsta megni. Það er nógu stórt verkefni fyrir […]

Þakklæti að lokum

Það er gefandi að taka þátt í sveitarstjórnarmálum. Það er líka mikil ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í sveitarstjórnarmálum.Þegar á mig var skorað fyrir sveitarstjórnarkosningar á árinu 2018, að starfa með hópi fólks sem hafði það eitt að markmiði að koma að uppbyggingu og þjónustu við Mosfellinga með lýðræði, heiðarleika og þekkingu að […]

11 bæjarstjórar

Í kosningum á laugardaginn gefst okkur Mosfellingum í fyrsta skipti kostur á að velja 11 einstaklinga til að stýra bænum okkar. Þessir 11 einstaklingar eru fulltrúar ólíkra hreyfinga, með mismunandi áherslur og stefnumál, en við það að taka sæti í bæjarstjórn verða þeir um leið líka fulltrúar okkar allra. Ábyrgð á stjórnun bæjarins liggur nefnilega […]

Íþrótta- og tómstunda­starfsemi í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er ört vaxandi samfélag og hér býr fjölbreyttur hópur fólks og er því mikilvægt að hér sé öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum stuðla að aukinni hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæjarbúa. Í heilsueflandi samfélagi er algjört lykilatriði að góð aðstaða sé til íþróttaiðkunar en við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að […]

Raddir íbúa hafa áhrif

Í baráttunni við lyktar- og sjónmengun frá starfsemi Sorpu hafa íbúar í Leirvogstungu náð miklum árangri með stöðugu aðhaldi. Það sýnir að raddir íbúa hafa áhrif og skipta máli. Að sama skapi hafa kjörnir fulltrúar sýnt máttleysi gagnvart yfirgangi Reykjavíkur og hlutleysi annarra eigenda byggðasamlagsins. Eigendur SORPU eru öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Í rúman áratug […]

Heimurinn er okkar – ný menntastefna Mosfellsbæjar

Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem hefur nú verið samþykkt af bæjarstjórn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa. Haldið var skólaþing í Helgafellsskóla, rafrænt íbúaþing, lögð fyrir viðhorfskönnun fyrir allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi […]

Varmá til framtíðar

Í síðasta tölublaði Mosfellings voru kynntar fyrir bæjarbúum fyrirætlanir um byggingu þjónustuhúss við íþróttahúsið að Varmá. Þetta er löngu tímabær uppbygging sem við í Viðreisn vorum með á stefnuskrá okkar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. En því miður þá lítur allt út fyrir að þessi bygging verði enn einn búturinn í bútasaumsteppið Varmá.Með byggingu þessa húss er […]

Mosó – bær íþrótta, menningar og lista

Það er gott að vera Mosfellingur. Bærinn vex og dafnar og það er ánægjulegt að fylgjast með fleira og fleira fólki setjast hér að og gera Mosfellsbæ að sínum heimabæ. Fjölbreytt menningarlíf, öflugt íþrótta- og tómstundastarf og tækifæri til fjölbreyttrar útivistar í náttúrunni allt um kring eru meðal margra góðra þátta sem við Mosfellingar erum […]

Sameinumst um heilsueflandi samfélag

Nú styttist heldur betur í sveitarstjórnarkosningar og áherslur og stefnuskrár framboða í bænum hafa litið dagsins ljós. Það er virkilega ánægjulegt að sjá að flestir flokkar, ef ekki allir, leggja áherslu á lýðheilsumál og áframhaldandi uppbyggingu Heilsueflandi samfélags hér í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti. Í því samhengi er vert að rifja upp að […]

Vond vinnubrögð

Við Mosfellingar urðum vitni að óvönduðum og vondum vinnubrögðum á síðasta fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. maí.Þar var til umfjöllunar og afgreiðslu leynisamningur við Arion banka um uppbyggingu á Blikastaðalandinu, samningur sem ekki mátti sýna eða ræða úti í samfélaginu fram að setningu fundarins.Við hjá Vinum Mosfellsbæjar, þar með talinn bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar, erum ekki […]

Be Happy opnar í Kjarna

Á dögunum opnaði í Kjarnanum fyrirtækið Be happy Iceland. Eigandanum Söndru Ragnarsson er margt til lista lagt en hún meðal annars hannar, saumar og málar. Sandra er frá Litháen en hefur búið á Íslandi í 23 ár. „Fyrirtækið var stofnað fyrir 13 árum, fyrst í Hafnarfirðinum en ég er sjálf nýflutt í Mosó og er […]

Skipulag fyrir fólk

Mosfellsbær er, í stóra samhenginu, tiltölulega nýorðinn bær. Fyrir ekki svo löngu vorum við ennþá Mosfellssveit og ímynd bæjarins er enn þann dag í dag einhvers konar sveit í borg. Fullkomið jafnvægi þess að búa nálægt öllu sem borg hefur upp á að bjóða en á sama tíma anda djúpt að sér í grænu umhverfi. […]

Allir þurfa einhvern tilgang í lífið

Þríþraut er íþrótt sem reynir sérstaklega mikið á þol keppenda en keppt er í sundi, hjólreiðum og kapphlaupi. Þekktasta langþríþrautarkeppnin er Járnkarlinn sem hófst á Hawaii árið 1977.Einar Sigurjónsson sjúkraþjálfari hefur tekið þátt í fimm járnkörlum víða um heim og er hvergi hættur. Hann segir að hver keppni gefi sér góðar minningar og hann vonast […]

Ný þjónustubygging rís við íþróttamiðstöðina að Varmá

Á grunni þarfagreiningar er búið að hanna nýja þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og er áætlað að stærð byggingarinnar verði um 1.177 m2.Miðað er við að framkvæmdir geti hafist í sumar. Á fyrstu hæð verður ný afgreiðsla og góð aðstaða fyrir gesti hússins. Í kjallaranum verða fjórir nýir búningsklefar sem mæta þeim kröfum sem gerðar […]