Entries by mosfellingur

Gaman saman í Mosó

Eftir tveggja ára bið og mikla tilhlökkun var bæjarhátiðin okkar, Í túninu heima, loksins haldin dagana 26. – 28. ágúst síðast liðinn. Það var fjöldinn allur af áhugaverðum, fjölbreyttum og flottum viðburðum í boði auk þess sem gamlir siðir voru teknir upp á ný með endurkomu Útvarps Mosfellsbæjar, sem ég vona að verði áframhaldandi siður […]

Hamrahlíðarskógurinn

Hamrahlíðarskógurinn er stolt okkar Mosfellinga. Fjölmargir erlendir ferðamenn aka framhjá Hamrahlíðinni og þarna er einna best hægt að sjá hversu góðan árangur unnt er að ná í skógrækt á Íslandi. Fyrir framsýni og dugnað frumherjanna var hafist í þetta góða starf á sínum tíma en plöntun mun hafa hafist 1957 eða á öðru ári eftir […]

Framkvæmdir í Mosfellsbæ, frestun og aukinn kostnaður

Nýr bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Regína Ásvaldsdóttir, tók til starfa þann 1. september sl. og bjóða sjálfstæðismenn hana velkomna til starfa. Fyrir kosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram ígrundaða og fjölbreytta stefnuskrá og mun reyna að tryggja sínum málum framgang á kjörtímabilinu. Mikilvæg mál bíða nýrrar bæjarstjórnar í stækkandi sveitarfélagi í samfélagi sem einkennist af verðbólgu og óstöðugleika. […]

Móðir allra íþrótta

Spakir menn hafa haldið því fram að körfubolti sé móðir allra íþrótta. Ég veit ekki alveg með það, en hugsanlega er eitthvað til í þeirri fullyrðingu. Yngsti sonur minn er byrjaður að æfa körfubolta hjá Aftureldingu og það er ljóst að það er mikill uppgangur í körfunni í Mos. Á æfingar í hans flokki hafa […]

Sigurbjörg opnar í Þverholti 5

Nýverið opnaði í Þverholti 5 verslunin Sigurbjörg, þar er að finna mikið úrval af gæðagarni og öðrum hannyrðavörum. „Ég er gift 4 barna móðir, viðskiptafræðingur og sjúkraliði, með brennandi áhuga á hannyrðum sem á aldrei of mikið af garni,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir eigandi verslunarinnar. „Ég flutti í Mosfellsbæinn þegar ég áttaði mig á því að […]

Við þurfum að fá tækifæri

Þórir Gunnarsson myndlistarmaður, einnig þekktur sem Listapúkinn, er löngu orðin landsþekktur fyrir skemmtilegar og líflegar myndir sem hann málar. Hann er afkastamikill og byrjar alla morgna á því að mála, hverfur inn í verkið og dregur fram kjarna þeirra sem hann málar hverju sinni.Þórir var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar í Listasal Mosfellsbæjar árið 2021 en þessa […]

Útvarp Mosfellsbær endurvakið

Í ágúst 1987 gerðist sá merki atburður að Mosfellshreppur steig sitt fyrsta skref inn í fullorðinsárin og varð að 27. bæjarfélagi landsins. Þá voru íbúar orðnir tæplega 4.000 talsins (þar af 300 með áskrift að Stöð 2). Unnið var hörðum höndum að því að lýsa upp götur bæjarins, meistaraflokkslið Aftureldingar í fótbolta karla hafði nýverið […]

Tryggvi heldur hernámssýningu

Í tengslum við bæjarhátíðina ætlar Mosfellingurinn Tryggvi Blumenstein að halda sýningu á munum frá hernáminu á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á hluti sem tengjast Mosfellsbæ. „Þetta er hernámssýning, ég er safnari að upplagi og á orðið heilmikið safn af munum frá hernámsárunum á Íslandi, það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því […]

Í túninu heima 2022 – DAGSKRÁ

Að vanda verður líf og fjör í Mosfellsbæ þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 26.-28. ágúst. Loks­ins geta Mos­fell­ing­ar kom­ið sam­an Í tún­inu heima eft­ir tveggja ára hlé vegna heims­far­ald­urs.Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki taka virkan þátt í hátíðinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Um helgina verður boðið upp á […]

Endurbætur og endurinnrétting Kvíslarskóla

Miklar endurbætur við Kvíslarskóla hafa staðið yfir síðustu mánuði þar sem við rannsókn EFLU verkfræðistofu í vor kom í ljós að rakaskemmdir voru til staðar í gólfplötu fyrstu hæðar Kvíslarskóla.Um var að ræða nýtt tjón og mikilvægt að bregðast strax hratt við af hálfu Mosfellsbæjar. Í byrjun apríl var hafist handa við hreinsun byggingarefna og […]

Ég elska að búa í Mosó

Bæjarhátíðir eru haldnar víðsvegar um allt land og ein af þeim skemmtilegustu er haldin hér í bænum okkar. Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellinga, verður að veruleika dagana 26. til 28. ágúst eftir þriggja ára bið. Eins og áður verður margt spennandi í boði á vegum einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélagsins.Hátíðin dregur nafn sitt af minningar-skáldsögu Halldórs […]

Fyrstu 100 dagarnir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að í vor kusu Mosfellingar að endurnýja talsvert í hópi bæjarfulltrúa. Síðustu vikur hjá nýjum meirihluta hafa því að hluta til farið í að fá upplýsingar um gang mála frá síðasta kjörtímabili. Þar kennir ýmissa grasa og eins og við var að búast nokkur mál sem fóru ekki […]

Fjölbreytni og leikur

Íþróttablanda 1. og 2. bekkjar í íþróttamiðstöðinni Lágafelli Íþróttablanda Aftureldingar er nýtt námskeið sem verður í boði á haustönn 2022. Þetta námskeið er fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Íþróttabland er samvinnuverkefni blak-, frjálsíþrótta- og sunddeildar Aftureldingar. Það er mikið um að vera hjá nemendum 1. og 2. bekkjar – við viljum aðstoða! […]

Aftureldingarhjartað slær sterkt hjá íbúum Mosfellsbæjar

Margir Mosfellingar tengja sterkt við Ungmennafélagið Aftureldingu. Flest okkar tengjast félaginu með einhverjum hætti. Það eru núverandi eða fyrrverandi iðkendur, foreldrar, systkini, sjálfboðaliðar, þjálfarar, ömmur og afar. Öll þekkja þau íþróttamiðstöðina að Varmá og svæðið í kring eins og lófann á sér. Það er samfélagslega mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Mosfellsbæ að vera með íþróttafélag […]

Komdu og vertu með!

Íþróttastarf á Íslandi er og hefur alltaf verið að miklu leyti byggt upp með aðkomu sjálfboðaliða. Foreldrar og forráðamenn iðk­enda eru vitanlega stærstur hluti þessa hóps en í meistaraflokksstarfinu er þó einnig að finna almennt áhugafólk um íþróttir og „gamlar kempur“, í bland við vini og fjölskyldur leikmanna. Við hjá Aftureldingu erum ákaflega heppin og […]