Rafskútur Hopp mættar í Mosó

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer fyrstu ferðina.

Mosfellsbær og Hopp hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.
Leig­an fer fram í gegn­um smá­for­rit í snjallsíma þar sem unnt er að sjá hvar næsta lausa rafskúta er stað­sett. Upp­hafs­stöðv­ar verða við íþróttamið­stöðv­ar og við mið­bæj­ar­torg en not­end­ur geta skil­ið við hjól­in þar sem þeim hentar. Það er þó mik­il­vægt að skilja við hjól­in með ábyrg­um hætti og þannig að þau séu ekki í vegi fyr­ir ann­arri um­ferð.

Tveggja mánaða tilraunaverkefni – Snýst um traust
„Það er er frábært að fá Hopp loksins í Mosfellsbæ,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við stólum á Mosfellinga að fara vel með skúturnar og passa upp á hraðann.“
Um er að ræða tveggja mánaða tilraunaverkefni í sumar til að kanna notkun og umgengni. Mikilvægt er að Mosfellingar leggi skútunum vel, svo þær séu ekki fyrir gangandi vegfarendum eða úti á miðri götu.
Verið er að tengja Mosfellsbæ við þjónustuvæði Hopp á höfuðborgarsvæðinu og geta íbúar nú þegar nýtt sér þennan nýja samgöngumáta og skilið bílinn eftir heima.

Mikil eftirspurn og áhugi frá Mosfellingum
„Með mælanlegri eftirspurn og áhuga frá íbúum Mosfellsbæjar ákváðum við að senda formlegt erindi til bæjaryfirvalda. Við vonum svo innilega að samstarfið hér verði farsælt,“ segir Sæunn Ósk framkvæmdastjóri Hopp.
Rafskútur hafa notið sífellt meiri vinsælda á undanförnum árum og eru umhverfisvænn samgöngukostur, en hjólin eru knúin áfram á einungis rafmagni og eru því fullkomlega kolefnishlutlaus. Rafskúturnar munu gagnast bæði íbúum og gestum sveitarfélagsins enda þægilegur, nútímalegur og umhverfisvænn samgöngukostur.
Inn­leið­ing raf­hlaupahjóla í Mos­fells­bæ er meðal annars í sam­ræmi við þau markmið sem sett eru fram í um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og með hlið­sjón af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna.