Entries by mosfellingur

Ástríða mín að hvetja fólk og sjá það blómstra

Berta Guðrún Þórhalladóttir hefur lengi haft áhuga á hreyfingu og andlegri heilsu. Hún er með mastersgráðu í jákvæðri sálfræði, einkaþjálfararéttindi frá ACE og hefur nýlega lokið námi í markþjálfun.Berta starfar í dag sem lífstílsþjálfari og segir það mikil forréttindi að geta starfað í sínum heimabæ. Hún þjálfar jafnt hópa sem einstaklinga bæði inni og úti […]

Gefur út plötur á tíu ára fresti

Undanfarið ár hefur tónlistarmaðurinn Bjarni Ómar spilað reglulega fyrir gesti á Barion og getið sér gott orð fyrir vandaðan tónlistarfluting. Hann flutti í Mosfellsbæinn ásamt eiginkonu sinni Öldu Guðmundsdóttur fyrir rúmu ári en þau keyptu sér íbúð í einni nýbyggingunni í Bjarkarholtinu. „Ég er fæddur á Akureyri en ólst upp á Raufarhöfn frá fimm ára […]

Ásgeir Sveinsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins

Prófkjör Sjálfstæðis­flokksins í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 5. febrúar. 17 frambjóðendur gáfu kost á sér og greiddu alls 1.044 manns atkvæði. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs fékk afgerandi kosningu í 1. sæti eða um 70% atkvæða. „Ég hlakka til að halda áfram að gera Mosfellsbæ […]

Algjör endurnýjun á lista Framsóknar

Á félagsfundi þriðjudaginn 22. febrúar var samþykkt tillaga að framboðslista Framsóknar í Mosfellsbæ, en uppstillingarnefnd hefur unnið að mótun listans frá því í nóvember.Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari skipar 1. sæti listans og Aldís Stefánsdóttir viðskiptafræðingur er í 2. sæti. Áhersla lögð á samtal og samvinnu„Við, sem skipum lista Framsóknar í Mosfellsbæ, erum hópur fólks sem […]

Látum kerfin ekki þvælast fyrir okkar veikasta fólki

Einn mælikvarði á velsæld þjóða er hvernig komið er fram gagnvart þeim sem veikust eru. Hvernig til tekst að skapa þeim eins gott líf og aðstæður leyfa hverju sinni. Flest erum við sammála um að þetta er markmið sem við eigum að setja okkur. En hvernig tekst okkur til? Ríkið vill spara sér fé til […]

Væringar á vígstöðvum

Eftir að úrslit prófkjörs lágu fyrir hér í Mosfellsbæ nýlega virðist sem að upp á yfirborðið hafi leitað sjóðheit mál sem virðast hafa kraumað lengi undir niðri. Hér er um innanbúðarátök að ræða.Okkur sem sitjum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar var gert að tryggja í upphafi kjörtímabilsins að rétt kynjahlutföll yrðu að vera jöfn í ráðum og […]

Farsæll grunnskóli

Grunnskólarnir okkar eru ein megin samfélagsstoðin í bænum okkar. Öll höfum við gengið í skóla og vitum hversu mikilvægt hlutverk grunnskólanna er í fræðslu, uppvexti og félagslegri mótun barna. Grunnskólinn hefur tekið geysilegum breytingum og framförum undanfarna áratugi frá því rekstur skólanna var fluttur frá ríki til sveitarfélaganna árið 1996. Við flutninginn var gert samkomulag […]

Að rækta garðinn sinn

„Maður verður að rækta garðinn sinn“ sagði Birtíngur í lok samnefndrar bókar eftir Voltaire. Það er hægt að leggja margs konar merkingu í þessi orð, en ein túlkun er sú að hver og einn beri ábyrgð á því að skapa sína eigin paradís í samspili við nærumhverfi sitt og samferðamenn. Ef Mosfellsbær er okkar heimili […]

Leiguíbúðir í Mosfellsbæ

Eitt af meginverkefnum sveitafélaga eru skipulagsmál. Á vettvangi sveitarstjórnarmála er oft rætt af miklum þunga um mikilvægi þess að skipulagsvaldið sé hjá sveitafélögunum til þess að undirstrika sjálfstæði þeirra við að móta samfélagið eftir vilja þeirra sem það byggja. Samt veltum við skipulagsmálum sjaldnast fyrir okkur nema kannski þegar kemur að því að gera eigi […]

Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor

Það var skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2018 sem hópur fólks með ýmsar stjórnmálaskoðanir og ólíkan bakgrunn kom saman og ákvað að stofna hreyfingu með það eina markmið að beita sér fyrir hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar og gera þannig góðan bæ betri. Þetta var fólk en ekki flokkur og þannig varð L-listi Vina Mosfellsbæjar til. Þrátt fyrir […]

Lærum að lesa, reikna, leika og lifa

Við getum gert svo ótrúlega margt. Sem barn vildi ég gera svo ótrúlega margt og lifa lífinu, leika mér og sjá heiminn, helst allan í einu. Það voru ekki allir á því að þetta væri leiðin en ég var alveg með það á tæru hvað ég vildi gera. Það var ekki hægt að vera með […]

Samvinna og samskipti

Mér hlotnaðist sá heiður haustið 2020 að verða formaður knattspyrnufélagsins Hvíta riddarans. Fyrir mér erum við eitt, Afturelding, Hvíti riddarinn og Álafoss. Þrjú fótboltalið, hvert með sínar áherslur en sameiginlega hugmyndafræði: að allir sem vilja æfa fótbolta geti fundið tækifæri við sitt hæfi. Í dag eru Hvíti riddarinn og Álafoss bara með karlalið, en nú […]

Skógrækt möguleg og áhugaverð á Mosfellsheiði

Kolviður og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hafa lengi haft áhuga á að koma upp loftslagsskógi á Mosfellsheiði til þess að skila henni aftur því sem frá henni hefur verið tekið í gróðri frá landnámi og til að auka við skjól og útivistarmöguleika fyrir Mosfellinga. Kolviður er sjóður með Skógræktarfélag Íslands og Landvernd sem bakhjarla. Kolviður hefur starfað […]

Fyrirtækið vaxið um 40% á ári síðastliðin fjögur ár

Hjónin Alda Kristinsdóttir og Sigurður Hansson reka gólf- og múrefnaverslunina Fagefni í Desjamýri 8. „Ég er búin að vera sjálfstætt starfandi í gólfefnabransanum í 30 ár og hef sérhæft mig í því að flota gólf,“ segir Siggi eins og hann er alltaf kallaður. „Í kringum árið 2000 byrjaði ég að flytja inn múrefni og fleira […]

Ný lýðheilsu- og forvarnastefna

Eins og flestir íbúar vita þá er Mosfellsbær heilsueflandi samfélag sem þýðir að sveitarfélagið setur heilsu og heilsueflingu í for­grunn við alla stefnumótun og útfærslu á þjónustu í samvinnu við íbúa og starfsmenn. Hugmyndin á bak við þá nálgun er að þannig sé unnt að stuðla að aðgengi, þekkingu og sterkri umgjörð sem gerir öllum […]