Entries by mosfellingur

Æskuvinkonur opna vefverslun

Æskuvinkonurnar Ísfold Kristjánsdóttir og Tanja Rut Rúnarsdóttir opnuðu í júlí vefverslunina Narníu sem selur hágæða barnaföt og barnavörur. Nafnið Narnía hefur yfir sér ævintýrablæ en skírskotar líka til þessa ævintýris þeirra vinkvennanna. „Ég hef allar tíð haft mikinn áhuga á fallegri hönnun og gæða vörum og mig hefur lengi dreymt um að stofna mitt eigið […]

Reykjalundur 75 ára

Til stóð að halda afmælisviku á Reykjalundi, með fjölda viðburða í tilefni afmælis hans, en eins og ástandið er í þjóðfélaginu fer lítið fyrir þeim hátíðarhöldum. Forsætisráðherra gaf sér þó tíma, fyrir hertar sóttvarnareglur, til að stilla sér upp með Pétri Magnússyni nýjum forstjóra Reykjalundar. Reykjalundur er einn stærsti vinnustaðurinn Mosfellsbæjar með tæplega 200 starfsmenn. […]

Fulli gaurinn í partýinu

Covid er orðið eins og fulli gaurinn með endalausa úthaldið í partýinu sem átti að vera löngu búið, vill ekki hætta, vill ekki fara. Við komum gaurnum ekki út, hann er þarna og við þurfum að sætta okkur við það. Hann fer einhvern tíma, en bara þegar honum sýnist. Eitt af því sem mér finnst […]

Seljadalsnáma eða ekki?

Hvar er Seljadalsnáma? Hún er í Þormóðsdal skammt fyrir ofan Hafravatn. Náman var starfrækt frá 1985 til 2016 samkvæmt samningi Mosfellsbæjar sem landeiganda og Reykjavíkurborgar f.h. Malbikunarstöðvar borgarinnar. Malbikunarstöðin vann steinefni úr námunni til að nota í malbik. Til að hefja að nýju efnistöku úr námunni þarf að fara fram mat á umhverfisáhrifum. Þetta hefur […]

Gefa út sína fyrstu plötu

Rokkhljómsveitin Red Line hefur gefið út sína fyrstu hljómplötu á Spotify. Hljómsveitin er skipuð fjórum ungum og efnilegum Mosfellingum, þeim Kristjáni Ara Haukssyni söngvari, Nóa Hrafni Atlasyni bassaleikara, Ísaki Andra Valgeirssyni gítarleikara og trommaranum Þorsteini Jónssyni. „Við stofnuðum hljómsveitina í janúar og sömdum þrjú lög fyrir Músík­tilraunir en vegna COVID19 var hætt við keppnina í […]

Þoli illa tvíverknað og tilgangsleysi

Ítalski Mosfellingurinn Michele Rebora eða Tittí eins og hann er ávallt kallaður flutti til Íslands árið 2001 en hann er alinn upp í þorpi nálægt Genova. Það var aldrei ætlun hans að flytja frá heimalandi sínu en eftir að hann hitti bláeygða draumadís frá Laugarvatni var hann fljótur að slá til. Þau hjónin hafa komið […]

Skógræktarfélagið hlýtur umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum árlegar umhverfisviðurkenningar. Viðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Skógræktarfélag Mosfellsbæja  fær viðurkenningu fyrir góð störf að skógræktarmálum í Mosfellsbæ um margra ára skeið. Skógræktarfélagið hefur áratugum saman unnið óeigingjarnt starf við skógrækt í Mosfellsbæ með uppbyggingu fallegra skógarlunda og útivistarsvæða og þannig […]

Handbolti.is kominn í loftið

Þann 3. september opnaði vefurinn Handbolti.is. Vefurinn er gefinn út af Snasabrún ehf, sem er í eigu Mosfellinganna Ívars Benediktssonar blaðamanns og Kristínar B. Reynisdóttur sjúkraþjálfara. Ívar er ritstjóri og ábyrgðarmaður. Hann var í hartnær aldarfjórðung íþróttafréttamaður hjá Morgunblaðinu og mbl.is og fylgdist á þeim tíma grannt með handknattleik, jafnt innanlands sem utan. Öflugur fréttaflutningur […]

Veitir innsýn í líf fólks af erlendum uppruna

Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2020 hlýtur Mosfellingurinn Jewells Chambers. Jewells er fædd og uppalin í Brooklyn í New York en flutti hingað til Íslands árið 2016. Hún er gift Gunnari Erni Ingólfssyni og búa þau saman hér í Mosfellsbæ. Jewells er verkfræðingur að mennt frá Rensselaer Polytechnic Institute og starfar sjálfstætt í dag. Vekur athygli á kynþáttahyggju […]

Nýtt starfsfólk í Lágafellssókn

Sigurður Rúnar Ragnarsson mun gegna stöðu sem þriðji prestur í Mosfellsprestakalli til júní 2021. Hann er fyrrverandi sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli. Hann vígðist til Mosfellsprestakalls og Lágafellssóknar sem prestur vorið 1998 og starfaði við Lágafellssókn frá vígslu til júní 1999 er hann fékk Norðfjarðarprestakall. Hér í Mosfellsbæ var hann búsettur frá árinu 1978 til ársins 1999. […]

Óskar Einarsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020

„Þetta er fyrst og fremst frábær heiður að hljóta þessa viðurkenningu og er ég mjög þakklátur og snortinn,“ segir tónlistarmaðurinn Óskar Einarsson, bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020. Það er menningar- og nýsköpunarnefnd sem stendur fyrir útnefningunni líkt og síðastliðin 25 ár. Óskar er fæddur á Akureyri en hefur verið búsettur í Mosfellsbæ síðan árið 2003 og segist […]

Leiguíbúðir við Þverholt

Árið 2014 tók bæjarstjórn þá sameiginlegu ákvörðun að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að efla almennan leigumarkað í Mosfellsbæ og auka þannig við fjölbreytta búsetukosti fyrir bæjarbúa. Hugsunin var að fólk gæti fengið öruggt leiguhúsnæði til lengri tíma í bænum. Þá var einnig í umræðunni að bærinn gæti fengið leiguhúsnæði fyrir sína skjólstæðinga enda […]

Öll skólamannvirki Mosfellsbæjar skimuð fyrir raka

Ekkert sveitarfélag lagt í jafn viðamiklar aðgerðir. Vorið 2019 lagði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna til við bæjarstjórn að allt skólahúsnæði Mosfellsbæjar yrði skimað fyrir rakaskemdum og hugsanlegum örveruvexti tengdum þeim. Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt í svo viðamiklar aðgerðir til að kanna ástand skólastofnana sinna. Töluverð umræða hefur verið um ástand skólahúsnæðis bæði […]

Íþrótta- og tómstundastarf eldri borgara í Mosfellsbæ

Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er holl og góð bæði líkamlega og andlega fyrir fólk á öllum aldri. Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag þar sem heilsa og heilsuefling eru í forgrunni í allri stefnumótun og þjónustu. Nú þegar heimsfaraldurinn hefur geisað undanfarna mánuði hefur aldrei verið mikilvægara að ná til og hvetja fólk til þátttöku í […]

Þakklæti í verki

Ég var í sambandi við elsta son minn í morgun, spjallaði aðeins við hann um þennan pistil, um hvað hann ætti að fjalla. Hann stakk upp á að pistillinn fjallaði um þakklætisgöngur – það er þegar maður fer í rólegan göngutúr og einbeitir sér að því, hluta göngutúrsins, að hugsa um það sem maður er […]