Entries by mosfellingur

Hetjusögur og heilsa

Við elskum hetjur. Elskum að sjá einstaklinga og hópa vinna til verðlauna. Gera meira en aðrir. Í vikunni var viðtal við unga konu í Fréttablaðinu. Í undirfyrirsögn sagði að hún hefði lokið framhaldsprófi í djasssöng fimm árum eftir að hún hóf nám og afrekað á sama tíma að ljúka mastersnámi og eignast tvö börn. Þetta […]

Tækifærin eru óteljandi

Sóley Rut Jóhannsdóttir ætlaði sér alltaf að verða dýralæknir en hætti við og fór í Byggingatækniskólann í Reykjavík í húsgagna- og húsasmíði. Hún er nú með tvö sveinspróf í hendi aðeins 26 ára gömul og lætur ekki staðar numið þar því hún byrjaði í meistaranámi nú í haust. Hún segir að iðngreinarnar henti jafnt konum […]

Varmárkórinn er nýr kvennakór í Mosfellsbæ

Nýr kór hefur verið stofnaður í Mosfellsbæ. Kórinn er aðallega skipaður fyrrverandi félögum Skólakórs Varmárskóla en fleiri áhugasamir geta þó tekið þátt en þurfa að vera söngvanir. Það var flottur hópur fyrrverandi félaga sem söng á 40 ára afmælistónleikum Skólakórs Varmárskóla í vor og einhverjir höfðu á orði að gaman væri að gera eitthvað meira […]

Ólga á Reykjalundi

Mikil reiði og vanlíðan er meðal starfsfólks Reykjalundar í kjölfar þess að stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, sagði Birgi Gunnarssyni forstjóra og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, upp störfum með skömmu millibili. Birgir gegndi stöðu forstjóra í þrettán ár og Magnús starfaði á Reykjalundi í 34 ár. Magnúsi var sagt upp störfum 9. október, aðeins nokkrum […]

Knatthúsið að Varmá vígt 9. nóvember

Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 13 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. […]

SIGRAR

Við fórum 25 manna hópur til Barcelona fyrir stuttu að taka þátt í skemmtilegri keppni sem kallast Spartan Race. Fyrir suma var þetta fyrsta keppnin, aðrir voru búnir að taka þátt í nokkrum keppnum frá því að við kynntumst henni fyrst í desember 2018. Það var kjarnakona í æfingahópnum okkar sem stakk upp á því […]

90 ára afmæli Klébergsskóla

Afmælishátíð var haldin í Klébergsskóla á Kjalarnesi laugardaginn 19. október en þá voru liðin 90 ár frá því að hann var vígður. Á afmælisdaginn var opið hús í skólanum og mættu fjölmargir gestir í heimsókn. Nokkur félagasamtök á Kjalarnesi stóðu að byggingu hússins árið 1929 sem var einnig hugsað sem samkomuhús sveitarinnar og var Klébergsskóli […]

Náttúran og blómin eru minn heimur

Júlíana Rannveig Einarsdóttir eða Júlí eins og hún er ávallt kölluð var ung að árum er hún byrjaði að starfa í blómaverslun en áhugi á blómum og blómaskreytingum hefur lengi verið í hennar stórfjölskyldu, langt aftur í ættir. Hún útskrifaðist úr Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1996 og tók síðar að sér starf þar sem brautarstjóri blómaskreytingabrautar […]

Breyta banka í bar

Miklar framkvæmdir standa yfir í húsinu sem áður hýsti Arion banka í miðbæ Mosfellsbæjar. Félagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson ætla að breyta Arion í Barion. „Hér mun opna sportbar, hverfisbar, veitingastaður eða hvernig sem við viljum orða það. Við erum að búa til félags­heimili fullorðna fólksins. Þetta verður ekki beint mathöll en alla vega […]

Þrúður Hjelm hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í íþróttamiðstöðinni Kletti fimmtudaginn 19. september. Dagskráin var einkar fjölbreytt en viðfangsefnið var kynjajafnrétti í íþróttum. Í lok dagskrár var veitt Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2019 en hana hlýtur Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla. Karlmenn um 25% af starfsfólki Frá því að Krikaskóli var stofnaður árið 2008 hefur Þrúður Hjelm unnið markvisst að […]

Allt í ru$li

Það er óhætt að segja að það hafi staðið styr um Sorpu undanfarnar vikur, eftir að það kom í ljós að það vantar rúmar 600 milljónir til þess að klára byggingu á gas- og jarðgerðarstöðinni sem verið er að byggja í Álfsnesi. Þar fyrir utan þurfti að stækka móttökustöðina í Gufunesi og kaupa tæki þar […]

Haustið gengur í garð

Það er einhvern veginn alltaf ákveðinn léttir þegar fer að hausta, skólarnir byrja, laufblöðin falla, æfingar barnanna falla í fastar skorður og þar með lífið í heild. Sumarið var náttúrulega dásamlegt hjá okkur í Mosfellsbæ og Aftureldingu, veðrið lék við hvern sinn fingur og til dæmis á fótboltaleikjum meistaraflokkanna var stúkan þéttsetin á flestum heimaleikjum. […]

Áherslur í uppeldi

Þegar fjölskyldur fá sér hund er ekki óalgengt að farið sé á hundanámskeið þar sem fjölskyldan lærir að umgangast hundinn og siða hann þannig að hundurinn teljist hlýðinn og góður. Þegar barn kemur í heiminn er sjaldnast farið á námskeið um barnauppeldi. Áhugasamir foreldrar ná sér reyndar í bækur um ungbörn og atlæti þeirra og […]

Fólkið mitt

Þegar maður spyr fólk hvað skipti það mestu máli í lífinu nefna flestir fjölskylduna og/eða nána vinir sem eitt af því mikilvægasta. Fólkið manns. Samt er raunveruleiki margra sá að þeir forgangsraða lífinu þannig að fólkið sem skiptir þá mestu máli verður útundan. Mikil vinna og stundum tíma­krefjandi áhugamál eru á undan í forgangsröðinni. Fólkið […]

Að finna gleðina og bæta gæðin í lífinu á ný

Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flestum safnast upp með tímanum atvik og tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Sumt er meðvitað en annað ómeðvitað og það getur verið erfitt að átta sig á því. Ég er þarna engin undantekning og eftir því sem leið á, fann ég að eitthvað var […]