Entries by mosfellingur

Bættur tölvukostur í grunnskólunum Mosfellsbæjar

Tölvukostur í grunnskólum Mosfellsbæjar hefur verið stórbættur fyrir bæði nemendur og kennara. Á síðustu tveimur árum hefur starfsumhverfi skóla verið stórbætt þegar kemur að upplýsinga- og tæknimálum. Nettengingar hafa verið endurnýjaðar í öllum leik- og grunnskólum og stjórnendur, kennarar og annað fagfólk fengið fartölvur til notkunar í sínum störfum. Þrír kerfisstjórar hafa nú umsjón með […]

Huldumenn með útgáfutónleika

Það hafa aldrei verið læti í Birgi Haraldssyni söngvara, nema þegar hann syngur. Þá heyra það allir. Hann hefur verið verkstjóri hjá Ístex í hartnær 30 ár en um helgar breytist þessi annars hægláti maður í öskrandi tröll. Það þekkja allir Bigga Gildru, manninn með gullbarkann og faxið síða. Splunkuný plata spiluð í heild sinni […]

Hestamennskan er lífsstíll

Rúnar Þór Guðbrandsson framkvæmdastjóri Trostan framleiðir hestavörur undir vörumerkinu Hrímnir. Árið 2003 stofnuðu hjónin Rúnar Þór og Hulda Sóllilja fyrirtæki utan um framleiðslu á hnakknum Hrímni. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og í dag reka þau öfluga vefverslun ásamt því að vera með 100 endursöluaðila á vörum sínum í 20 löndum. Hjónin segja það […]

Fjölmiðlafrumvarpið og svæðisfjölmiðlarnir

Ég er sannfærð um að samfélagið okkar hér í Mosfellsbæ er ríkara vegna bæjarblaðsins okkar, Mosfellings. Mosfellingur færir okkur fréttir úr nærsamfélaginu, fréttir sem alla jafna birtast síður í landsblöðunum, og í gegnum Mosfelling geta sveitarfélagið, stofnanir og fyrirtæki í bænum komið til okkar upplýsingum og við opinberað skoðanir okkar um sameiginleg málefni, t.d. með […]

Styrkir til íþróttaiðkunar barna á efnaminni heimilum

Viðreisn í Mosfellsbæ hefur lagt fram tillögu tvö ár í röð um að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum efnaminni foreldra til íþrótta- og tómstundaiðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar um 1,5 milljón króna árlega og væri það fé til viðbótar því sem ætlað er til íþrótta- og tómstundastarfs. Sjóðurinn ætti því að […]

Meira og betra sjálfstraust, hver vill það ekki?

Í vetur hefur starf Powertalk deildarinnar Korpu verið fjölbreytt og skemmtilegt. Starf samtakanna gengur út á sjálfstyrkingu og að auka sjálfsöryggi fólks. Það er mismunandi hvar fólk stendur þegar það byrjar. Margir eiga erfitt með að tjá sig fyrir framan hóp af fólki. Sumir eiga ekki í neinum vandræðum með að standa upp og láta […]

Lífið er núna

Gaui er í útlegð. Þannig er það nú bara. Hann var sendur úr landi til að klára að skrifa bókina okkar um Blue Zone ferðalagið, á meðan held ég hlutunum gangandi hér heima. Það er heiður að taka við heilsu­molunum meðan á útlegð stendur. Ég hugsaði með mér að ég væri nú búin að vera […]

Einelti

Þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu og langvarandi áreiti sem honum mislíkar og á erfitt með að verjast því er talað um einelti. Ýmsar skilgreiningar eru til fyrir einelti og misjafnt hversu þröngar þær eru en skilgreiningin hér að framan er alla jafna notuð í grunnskólum. Sænski prófessorinn dr. Dan Olweus sem Olweusaráætlunin er kennd við […]

90% bæjarbúa lesa Mosfelling

Gallup stóð fyrir lestrarmælingu í Mosfellsbæ í desember og voru 714 íbúar Mosfellsbæjar, 18 ára og eldri, í úrtaki. Bæjarblaðið Mosfellingur kemur ákaflega vel út úr könnuninni og mælist með 89,3% lestur meðal bæjarbúa. Mest fer lesturinn upp í 96% hjá íbúum 55 ára og eldri. Þetta er í fyrsta sinn sem lestur er mældur […]

Viðtökurnar langt umfram væntingar

Ný 940 m2 viðbygging við World Class í Mosfellsbæ var tekin í notkun laugardaginn 11. janúar. Líkamsræktarstöðin var fyrst opnuð í Lágafellslaug í lok árs 2007 en nú hefur hún tvöfaldast að stærð. Boðið er nú upp á stærri tækjasal, infra­red heitan sal, hjólasal með ic7 hjólum, fjölnota sal, tvo nýja búningsklefa, infrared gufu, þurrgufu […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Þann 7. janúar kl. 23:31 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2020. Það var stúlka sem mældist 3.820 gr og 51 cm. Foreldrar hennar eru þau Þuríður Ósk Sveinsdóttir og Ölvir Styrr Sveinsson. Stúlkan fæddist á Landsspítalanum og var tekin með keisara. „Hún átti að fæðast 5. janúar en ég ætlaði mér eiginlega að eiga hana 4. […]

Raddir barnanna fá alltaf að hljóma

Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla segir sérstöðu skólans liggja í tækifærunum til leiks og náms. Krikaskóli var stofnaður árið 2008 og var fyrst til húsa í Helgafellslandi en árið 2010 flutti skólinn í nýtt húsnæði að Sunnukrika. Nemendur eru um 200 talsins á aldrinum 2 – 9 ára og um 60 manns starfa við skólann. Þrúður […]

Mosfellsbær á verðlaunapalli í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali í öllum málaflokkum utan eins þar sem sveitarfélagið er jafnt öðrum sveitafélögum. Á árinu 2019 var Mosfellsbær í þriðja sæti þegar lagt er mat á sveitarfélagið sem stað […]

Frístundaávísun fyrir 5 ára börn

Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur margsannað forvarnargildi sitt og stuðlar að heilbrigðum og jákvæðum lífsstíl. Mosfellsbær sem og önnur sveitarfélög hafa stutt við slíka iðkun með frístundaávísunum fyrir aldurshópinn 6-16 ára. Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að bjóða upp á skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir 4 og 5 ára börn. Það hefur sýnt […]

Umferðarmál í Helgafellshverfi

Talsverð umræða hefur verið um umferðarmál í Helgafellshverfi undanfarna mánuði í tengslum við opnun á Helgafellsskóla fyrir ári síðan og áframhaldandi uppbyggingu hverfisins. Til þess að fá mynd af stöðu umferðarmála fól Mosfellsbær Verkfræðistofunni Eflu að skoða umferðarmálin í Helgafellshverfi. Framkvæmdar voru m.a. umferðartalningar, farið yfir öryggismál, tengingar út úr hverfinu, bílastæðamál, hraðahindranir á Helgafellsvegi […]