Höfundar bókarinnar: Jón Svanþórsson, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Bjarki Bjarnason. Hundurinn heitir Kolur og fylgdi þremenningunum í fjölmörgum gönguferðum. Myndin er tekin við Helgufoss í Bringum, efst í Mosfellsdal. Þessi stæðilega varða til hliðar heitir Gluggavarða og stendur við Seljadalsleið á Mosfellsheiði.

Árbók FÍ fjallar um Mosfellsheiði

Hátt í öld hafa Árbækur Ferðafélags Íslands átt samleið með þjóðinni, sú nýjasta var að koma út og að þessu sinni er viðfangsefnið Mosfellsheiði – Landslag – leiðir og saga. Höfundarnir eru þrír: Bjarki Bjarnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Jón Svanþórsson. „Við höfum unnið að verkinu í nokkur ár, þetta hefur verið einstaklega ánægjulegt samstarf,“ segir […]

Rakel Sigurðardóttir, Auður Halldórsdóttir og Margrét Lúthersdóttir sjá um skipulagningu 
Fjölmenningarhátíðarinnar í Kjarna fyrir hönd Bókasafnsins og Rauða krossins í Mosfellsbæ.

Skipuleggja Fjölmenningarhátíð í Kjarnanum 11. maí

Ákveðið hefur verið að fagna fjölmenningu í Mosfellsbæ laugardaginn 11. maí í Kjarna. Fjölmenningarhátíðin stendur frá kl. 13 til 15. Innflytjendum í Mosfellsbæ hefur fjölgað mjög mikið og eru nú um 8% íbúa í bæjarfélaginu. Að hátíðinni standa Bókasafnið og Rauði krossinn í Mosfellsbæ. „Þetta er frábært tækifæri til að kynnast annarri menningu og eiga […]

mosfellingarnir_hildur_joffi

Við vorum örmagna á líkama og sál

Hildur Ágústsdóttir markþjálfi og Jón Finnur Oddsson flugvirki deila saman reynslu af kulnun. Kulnun er sálfræðileg lýsing á afleiðingum langvinnrar streitu. Kulnun er ekki bara tengd starfi því oft er einnig um að ræða álagsþætti heima fyrir. Helstu einkenni eru þreyta, pirringur, spenna, depurð, gleymska, og áhugaleysi. Hildur og Jón Finnur hafa bæði reynslu af […]

handb_mosfellingur1

Skrifað undir við leikmenn í handboltanum

Meistaraflokkur karla hjá Aftureldingu heldur áfram að styrkja liðið fyrir næsta tímabil í handboltanum. „Það er mikið gleðiefni að geta tilkynnt stuðningsmönnum Aftureldingar og Mosfellingum um nýjustu fréttir í leikmannamálaum, segir Haukur Sörli Sigurvinsson formaður meistaraflokksráðs. „Tveir nýir leikmenn ganga til liðs við félagið í dag til viðbótar við Þorstein Gauta Hjálmarsson sem áður hefur […]

varmarskoli_mosfellingur

Endurbætur á Varmárskóla komnar í útboð

Í sumar eru fyrirhugaðar verulegar endurbætur á húsnæði Varmárskóla. Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir við húsnæði yngri deildar skólans. Verkefnið felur í sér endurnýjun á hluta þakefna, glugga auk múrviðgerða og málunar. Lögð verður áhersla á að vinna verkið þannig að lágmarks rask verði á skólahaldi og að því verði að mestu […]

totadyralaeknir

Dýralæknirinn kominn í nýtt húsnæði

Dýralæknirinn Mosfellsbæ flutti í nýtt húsnæði fyrir skemmstu og er nú til húsa í Urðarholti 2 þar sem Mosfellsbakarí var eitt sinni til húsa. Þórunn Þórarinsdóttir dýralæknir er eigandi stofunnar sem hefur verið starfrækt í Mosfellsbæ síðan 2003 en auk Tótu eins og hún er alltaf kölluð starfa þrír dýralæknar auk annars starfsfólks á stofunni. […]

gaui2maí

Heilsuhvetjandi vinnustaðir

Ég er að prufukeyra fjarverkefni með góðu fólki. Verkefnið byggir á því sem við erum að læra hjónin á rannsóknarferð okkar um heiminn, við erum að heimsækja staði sem hafa verið þekktir fyrir langlífi og góða heilsu. Í síðustu viku vorum við í prufuverkefninu að skoða daglega hreyfingu, hvernig hægt væri að auka hana og […]

Hanna Símonardóttir í heimsókn hjá Liverpool akademíunni.

Þjálfarar Liverpool mjög ánægðir með umgjörðina

Liverpool-skólinn verður haldinn í samstarfi við Aftureldingu í níunda sinn nú í júnímánuði. Skólinn hefur stækkað og dafnað og nú koma 16 þjálfarar frá Liverpool til þess að sýna íslenskum fótbolltasnillingum hvernig þjálfunin fer fram hjá þessu fornfræga félagi. Gera má ráð fyrir að iðkendur í ár verði rúmlega 350 talsins, en skólinn er haldin […]