Sveinn Matthíasson og 
Guðrún Helga Rúnarsdóttir.

Þægindi og tímasparnaður fyrir fjölskyldur

Matarboxið er ný þjónusta fyrir fólk sem vill þægindi og tímasparnað við undirbúning máltíða fyrir fjölskylduna. Nýverið opnaði fyrirtækið Matarboxið í Desjamýri 1. Það eru þau Guðrún Helga Rúnarsdóttir og Sveinn Matthíasson sem eiga og reka Matarboxið. Matarboxið býður upp á heilsusamlegt, fjölbreytt gæðahráefni ásamt uppskriftum fyrir alla fjölskylduna sem raða má saman að óskum […]

fyrstabarrn2018

Fyrsti Mosfellingur ársins 2018

Þann 1. janúar kl. 15:37 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2018 á Landspítalanum. Það var stúlka sem mældist 3.502 gr og 50 cm. Foreldrar hennar eru Arnannguaq Hammeken og Maciek Kaminski og búa þau í Skeljatanga 39. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna en þau fluttu nýverið í Mosfellsbæinn og líkar vel. „Hún átti að koma […]

Kosning fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.

Rafræn kosning um íþróttakarl og -konu

Búið er að tilnefna 23 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfellsbæjar 2017. 10 karlar eru tilnefndir og 13 konur. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa. Kosningin fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 11.-15. janúar. Velja skal í 1., 2. og 3. sæti. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn […]

mosiarsins2018

Jón Kalman Mosfellingur ársins 2017

Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson er Mosfellingur ársins 2017. Hann gaf út skáldsöguna Saga Ástu fyrir jólin og fékk hún hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum. Jón Kalmann er einn af fremstu rithöfundum þjóðarinnar og hefur margsinnis verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk þess að hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin. Á árinu var hann jafnframt orðaður við […]

Strætó gengur nú í Leivogstungu- og Helgafellshverfi.

Ný strætóleið tekin í notkun

Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á leiðarkerfi Strætó um áramótin. Breytingarnar eru liður í að ná fram því markmiði sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að bæta þjónustu og fjölga þannig notendum. Fyrir Mosfellinga ber helst að nefna leið 7 sem kemur ný inn í leiðarkerfið og gengur á 30 mínútna fresti. Leiðin eflir verulega þjónustu við íbúa og […]

91% íbúa ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á.

Ánægðir íbúar í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er í öðru sæti samkvæmt árlegri könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga en könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 91% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Athyglisvert er að varla […]

alefliþorra

Undirbúningur hafinn fyrir þorrablót UMFA

Þorrablót Aftureldingar verður haldið í íþróttahúsinu að Varmá 20. janúar. Miðasala og borðaúthlutun fer fram föstudaginn 12. janúar á Hvíta Riddaranum. Líkt og áður er eingöngu hægt að taka frá sæti gegn keyptum miða. Mikil stemning hefur myndast í aðdraganda blótsins og uppselt hefur verið undanfarin ár. Þorrablótið á sér langa sögu í menningu bæjarins, […]

heilsumolar11

Ein á viku

Við hjónin ákváðum yfir hátíðarnar að fara með fjölskylduna í eina fjallgöngu á viku árið 2018. Fell telja líka með, sem er praktískt þegar maður býr í Mosfellsbæ. Ástæðan fyrir ákvörðuninni var sú okkur fannst vanta aðeins meiri samverustundir, utandyra, með yngstu guttunum okkar. Við vorum dugleg í fjallaferðum með elstu syni okkar en áttuðum […]