atligudlaugs

Hlutverk okkar að efla tónlistarfræðslu

Atli Guðlaugsson skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar hefur verið viðloðandi tónlist í 55 ár. Listaskóli Mosfellsbæjar var stofnaður 1. febrúar 2006 en skólinn saman­stendur af leikfélagi, myndlistarskóla, skólahljómsveit og tónlistardeild en allar undirstofnanir skólans nema tónlistardeildin eru reknar sem sjálfstæðar einingar. Markmið Listaskólans er að samþætta starfsemi þessara stofnana og tryggja tengsl þeirra á milli. Þá er […]

bjarkarholt_minni

145 nýjar íbúðir og aukið verslunar- og þjónusturými í miðbænum

Eins og fram hefur komið í Mosfellingi þá mun ásýnd miðbæjarins breytast mikið á næstu misserum. Á síðastliðnu ári voru auglýstar til úthlutunar lóðir við Bjarkarholt og Háholt milli Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Krónuhússins. Í framhaldinu ákvað bæjarráð að ganga til samninga við Upphaf fasteignafélag um uppbyggingu á þessum reit. Í deiliskipulagstillögu sem skipulagsnefnd hefur […]

Gulleplið var afhent við hátíðlega athöfn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þann 1. mars. Á myndinni eru Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

FMOS hlýtur Gulleplið

Forseti Íslands afhenti á dögunum Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ Gulleplið, viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði heilsueflingar á framhaldsskólastiginu. Í skólanum hefur markvisst verið unnið að bættri heilsu, bæði á sál og líkama. Hátíðleg athöfn fór fram í skólanum þann 1. mars og að henni lokinni kynnti forsetinn sér starfsemi og húsnæði skólans í fylgd stjórnenda […]

Jón Andri, Siggi Sveins, Þorkell Guðbrands, Gunnar Guðjóns, Einar Braga, Jóhannes, Bjarki Sig, Baldvin, Svanþór og Ástþór. Fyrir framan eru Sveinbjörn og Daði Hafþórs. Einhver kunnugleg andlit vantar þó á myndina.

Sigursælar handboltakempur

Eins og Mosfellingar þekkja þá hefur handbolti verið vinsæll í bænum frá því að Afturelding komst í efstu deild vorið 1992. Sumarið 2007 ákváðu þeir Þorkell Guðbrandsson og Bjarki Sigurðsson sem báðir voru þá hættir með Aftureldingu að stofna utandeildarlið og smala öllum gömlu kempunum og nokkrum ungum saman í gott lið. Liðið fékk nafnið […]

Heilsumolar_Gaua_16mars

Láttu vaða

Við erum gjörn á að hugsa of mikið um hvað öðrum finnst um okkur. Hvað hópnum finnst. Hvað mömmu finnst. Stundum gerum við hluti mest til þess að geðjast öðrum. Hluti sem okkur langar ekkert til að gera og gera engum gott. Við höfum öll upplifað þetta. Sumir oftar en aðrir. Ef þú ert á […]

framtidarsyn

Ný framtíðarsýn á knattspyrnusvæði

Aðalstjórn Aftureldingar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna breyttrar framtíðarsýnar á uppbyggingu knattspyrnusvæðis Aftureldingar. Um miðjan janúar kynnti knattspyrnudeild Aftureldingar nýja framtíðarsýn varðandi aðstöðumál hjá félaginu. Á haustönn 2016 voru skáðir 420 iðkendur í barna- og unglingaráði ásamt tæplega 40 iðkendur í meistaraflokkum félagsins. Iðkendum knattspyrnudeildar hefur fjölgað um 30% frá árinu 2008 til dagsins […]

Sæunn Kjartansdóttir og Stefanía Arnardóttir frá Miðstöð foreldra og barna, Helga Sigurðardóttir og Ester Sveinbjörnsdóttir frá 
Soroptimistaklúbbnum og Kristrún Kjartansdóttir, Ingigerður Guðbjörnsdóttir og Lilja Dögg Ármannsdóttir frá Heilsugæslunni.

Bókagjöf til foreldra nýfæddra barna

Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar afhenti á dögunumi Heilsugæslu Mosfellsbæjar höfðinglega gjöf. Um er að ræða bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til, eftir Sæunni Kjartansdóttur, jafnmörg eintök og fjöldi barna sem fæðist í umdæminu á ári. Stefnt er að því að allir foreldrar nýfæddra Mosfellinga fái bókina að gjöf við komuna í ungbarnaeftirlit. Afgerandi áhrif á framtíðarheilbrigði […]

Greta Salóme og Alexander Rybak.

Tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og Euro­visionfarinn Greta Salóme blæs til stórtónleika ásamt norska Euro­vision sigurvegaranum Alexander Rybak. Boðið verður upp á tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna í Eldborg og Hofi. Þar mæta þau ásamt rokkbandi, strengjasveit og dönsurum og má búast við því að öllu verði tjaldað til. Hópurinn mun flytja helstu smelli Gretu Salóme og Alexanders auk […]