poriskodar

Póri skoðar heiminn

Út er komin bókin Póri skoðar heiminn eftir Jónas Sveinsson lækni. Hér er um að ræða frumútgáfu bókarinnar en útgefandi hennar er Þórarinn sonur Jónasar, betur þekktur sem Póri í Laxnesi. „Ég fann handritið í dánarbúi föður míns og hef varðveitt það í áratugi,“ segir Póri í viðtali við Mosfelling. „Mig langaði alltaf að gera […]

Sveingerður, Sveinbjörn, Sigurður, Óskar, Anna Aurora og Hreinn Heiðar.

Ný stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar

Framsóknarfélag Mosfellsbæjar hélt auka aðalfund mánudagskvöldið 20. nóvember. Kosin var ný stjórn félagsins og Óskar Guðmundsson nýr formaður. Í stjórn voru kosin auk Óskars: Sveinbjörn Þór Ottesen, Sigurður Kristjánsson, Anna Aurora Waage Óskarsdóttir og Hreinn Heiðar Oddson. Varamenn í stjórn eru Sveingerður Hjartardóttir og Gunnar Birgisson. „Ný stjórn kemur til með að hittast á allra […]

lukka

Eva Rún gefur út sína þriðju barnabók

Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska er þriðja bók Evu Rúnar Þorgeirsdóttur en hún hefur áður gefið út barnabókina Auður og gamla tréð og aðra bók um uppfinningastelpuna Lukku. „Lukka ætlar að njóta síðustu daga sumarfrísins, liggja í leti og lesa á milli þess sem hún grúskar í uppfinningunum sínum. Foreldrar hennar eru að rannsaka […]

jonsverrir_mosfellingurinn

Gott að geta lagt til samfélagsins á efri árum

Jón Sverrir Jónsson í Varmadal er einn af elstu starfandi bifreiðastjórum á landinu. Jón Sverrir hefur alla tíð verið hrifinn af vélknúnum farartækjum. Hann byrjaði ungur að árum að snúast í kringum búvinnutækin á heimilinu, 18 ára starfaði hann á vélskóflum í Kollafirði en um 22 ára aldurinn hóf hann störf sem vörubílstjóri á Vörubílastöðinni […]

hjaltiursus

Birtir heimildarmynd og segir son sinn saklausan

Hjalti Úrsus Árnason hefur birt á Facebook heimildarmyndina „Fall Risans – rangar sakargiftir“. Þar er fjallað um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Gils. Hjalti sviðsetur atburðarás í meintri morðtilraun sem sonur hans er dæmdur fyrir. Þeir feðgar bera lögreglu og saksóknara þungum sökum og segja að verið sé að fremja dómsmorð […]

stræto7

Þjónusta við Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi aukin

Stjórn Strætó bs. hefur fallist á ósk Mosfellbæjar að auka þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar með áherslu á þjónustu við íbúa Leirvogstunguhverfis og Helgafellshverfis. Niðurstaðan varð sú að frá og með 7. janúar 2018 mun leið 7 sinna Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi samkvæmt áætlun á 30 mínútna fresti. Gert er ráð fyrir tveimur stoppistöðvum í Leirvogstunguhverfi og […]

unahildar

Una Hildardóttir nýr formaður VG

Aðalfundur Vinstri grænna í Mosfellsbæ fór fram þriðjudaginn 28. nóvember og var nýr formaður kosinn. Ólafur Snorri Rafnsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og Una Hildardóttir var kosin formaður. Una er 26 ára Mosfellingur og starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Icelandic Lamb. Hún gegnir embætti gjaldkera Vinstri grænna og hefur áður sinnt ýmsum […]

teddi5

Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti

Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugardaginn 10. febrúar. Theódór hefur tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í bænum frá árinu 2006. Hann hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og er formaður fjölskyldunefndar. Þá situr hann í skipulagsnefnd bæjarins og í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. „Ég er verulega […]