kaupfelagid_mosfellingur

Samfélagssjóður Kaupfélags Kjalarnesþings stofnaður

Stofnaður hefur verið Samfélagssjóður Kaupfélags Kjalarnesþings. Sjóðnum er ætlað að úthluta fjármunum til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði Kaupfélagsins og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir. Kaupfélag Kjalarnesþings var stofnað um miðja síðustu öld og starfaði fyrstu árin að Fitjakoti á Kjalarnesi en lengst af eða frá 1956 í Mosfellssveit. Kaupfélagið sjálft hætti verslunarrekstri um 1997 og […]

Helga, Rúnar Bragi, Arna, Haraldur, 
Ásgeir, Kolbrún og Hafsteinn. 
Á myndina vantar Kristínu.

Töluverð endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 10. febrúar. Tólf frambjóðendur gáfu kost á sér og tæplega 700 manns greiddu atkvæði. Kosið var í félagsheimili flokksins í Kjarna. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar varð efstur í prófkjörinu. Hann er ánægður með niður­stöðuna og vænt­an­leg­an lista. „Þetta er breiður hópur fólks á ólíkum aldri, með fjölbreytta menntun […]

heilsumolar22feb

10.000

Ég týndi skrefamælinum mínum í Flatey fyrir einu og hálfu ári. Síðan þá hef ég ekki mælt hvað ég er að hreyfa mig mikið dags daglega. Ekki fyrr en núna í febrúar. Þá ákvað ég að setja mér það markmið að ganga allavega 10.000 skref á dag í 50 daga. Af hverju? Í fyrsta lagi […]

ugandastarf

Ráðin verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks

Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi MA hefur verið ráðin sem verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks. Áætlað er að hópurinn komi til Mosfellsbæjar 19. mars n.k. Eva Rós lauk starfsréttindum í félagsráðgjöf með MA prófi frá Háskóla Íslands árið 2013 og hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Fangelsismálastofnun frá þeim tíma. Starf verkefnisstjóra er fólgið í því að hafa […]

kærleiksvika

Kærleiksvika haldin í Mosfellsbæ

Kærleiksvikan í Mosfellsbæ verður haldin 12.-18. febrúar. Skipuleggjendur eru þær Vigdís Steinþórsdóttir, Oddný Magnúsdóttir og Jóhanna B. Magnúsdóttir og vilja þær nota Kærleiksvikuna til að auðga samskipti fólks á milli með falleg hætti. „Verum örlát á hrós og falleg skilaboð. Það er ekki væmni heldur styrkur að geta tjáð sig um hæfileika annarra. Tökum höndum […]

plastmynd

Flokkun á plasti hefst 1. mars

Mosfellsbær mun frá og með 1. mars bjóða íbúum upp á aukna þjónustu varðandi flokkun á plasti frá heimilum til endurvinnslu. Frá og með þeim degi geta íbúar sett hreint plast í lokuðum plastpoka í sorptunnuna (orkutunnuna) og SORPA flokkar það svo vélrænt frá öðrum úrgangi og kemur til endurvinnslu. Ekki er nauðsynlegt að setja […]

framurskarandimoso

Framúrskarandi fyrirtæki í Mosfellsbæ

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Fyrirtæki á listanum sýna góða viðskiptahætti með sterka innviði […]

magginet

Hefur skrifað um fótbolta frá unga aldri

Vefurinn fotbolti.net var opnaður árið 2002 og er því 16 ára um þessar mundir. Vefurinn hefur í mörg ár verið leiðandi í umfjöllun um fótbolta á Íslandi og er vinsælasta íþróttatengda síða landsins. Mosfellingurinn Magnús Már Einarsson var einungis 13 ára er hann hóf störf á vefnum og skrifaði þá um heimaleiki Aftureldingar. Hann er […]