vallarhusid_mosfellingur

Vallarhúsið að Varmá fær yfirhalningu

Undanfarnar vikur hafa heilmiklar framkvæmdir átt sér stað í Vallarhúsinu að Varmá. Nokkrir vaskir sjálfboðaliðar úr röðum Aftureldingar hafa unnið að því hörðum höndum að taka húsnæðið í gegn sem hefur undanfarin ár þjónað sem félagsheimili Aftureldingar. Þann 2. febrúar sl. var Aftureldingu úthlutað 1.000.000 kr. úr Samfélagssjóði Kaupfélag Kjalnesþings. Þeir fjármunir hafa verið nýttir […]

Á næstunni munu 19 ný 
hús bætast við Súluhöfða.

Framkvæmdir hafnar við Súluhöfða

Hafnar eru framkvæmdir við gatnagerð við Súluhöfða 32–57. Um er að ræða nýja íbúðagötu milli núverandi neðsta botnlanga götunnar og golfvallarins við Leirvoginn. Gamli golfskálinn mun víkja á næstunni auk æfingaaðstöðu. Samhliða gatnagerð er unnið að endurnýjun þrýstilagnar frá skólpstöðinni í Leirvogi. Reisa á 19 einbýlishús í þessari viðbót við Súluhöfðann.

Svava Ýr er skólastjóri
íþróttaskóla barnanna.

Forréttindi að vinna með börnum

Íþróttaskóli barnanna hefur verið starfræktur að Varmá síðan árið 1992 og er það Svava Ýr Baldvinsdóttir sem stýrir skólanum og hefur gert frá upphafi. Svava Ýr er íþróttakennari að mennt, hún hefur þjálfað handbolta hjá Aftureldingu um árabil og starfað sem einn af öflugustu sjálfboðaliðum félagsins til margra ára. Íþróttaskólinn fer fram á laugardagsmorgnum og […]

Tölvugerð mynd af stækkuninni í átt að Baugshlíð.

Undirbúa stækkun World Class

Hafnar eru framkvæmdir á lóðinni við Lágafellslaug vegna fyrirhugaðrar stækkunar World Class. Um er að ræða 924 fermetra hús á tveimur hæðum þar sem verða æfingasalir og búningsherbergi. Nú stendur yfir færsla á fjarskipta-, vatns- og frárennslislögnum sem er undanfari þess að hægt verði að grafa fyrir viðbyggingunni.  

Formenn Umfus, Birgir Grímsson og Óskar Ágústsson, ásamt Elíasi Níelssyni þjálfara og Ölfu Regínu systur Tobba.

Héldu kótilettukvöld til styrktar félaga sem glímir við veikindi

Þann 8. mars héldu UMFUS-menn sitt árlega kótilettu-styrktarkvöld. Undanfarin ár hafa þeir haldið þennan styrktarviðburð og gefið allan ágóða til verðugs málefnis. Að þessu sinni rann styrkurinn til Mosfellingsins Þorbjörns Jóhannssonar eða Tobba eins hann er alltaf kallaður. Tobbi hefur glímt við erfið veikindi síðan 2006 en síðastliðið haust greindist hann með bráðahvítblæði. Tobbi og […]

Anna Björk Eðvarðsdóttir formaður Hringsins nýtur þess að starfa að líknar- og mannúðarmálum.

Aðbúnaður veikra barna er alltaf í forgangi

Anna Björk er stórglæsileg og geislandi og nýtur hversdagsleikans hvern einasta dag því hún veit af eigin reynslu að hann er ekki sjálfsagður hlutur. Árið 2002 veiktist Anna alvarlega og um tíma var henni ekki hugað líf. Hún var tvö ár að koma sér á fætur aftur og var heppin að skaðast ekki varanlega. Í […]

ssss

Mosó kemur vel út í könnun Gallup

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali utan eins málaflokks. Á árinu 2018 var Mosfellsbær í þriðja sæti þegar lagt er mat á sveitarfélagið sem stað til að búa á og reyndust 91% aðspurðra frekar […]

okkarm

Hugmyndasöfnun hafin fyrir Okkar Mosó 2019

Nú stendur yfir hugmyndasöfnun vegna Okkar Mosó 2019 sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Verkefnið byggir m.a. á þeim áherslum sem settar eru í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar um samráð og íbúakosningar þar sem leitast skal við að hafa samráð við íbúa og hagsmunaaðila áður […]