Fjölskyldan, Arna Sif, Louisa Sif, Sölvi Már, 
Lárus Arnar, Júlía Rut og hundurinn Albert

Heimurinn hreinlega hrundi við þessar fregnir

Júlía Rut Lárusdóttir Mønster greindist með bráðahvítblæði árið 2017 aðeins þriggja ára gömul. Föstudagurinn 15. september 2017 byrjaði eins og allir aðrir dagar hjá fjölskyldu Júlíu Rutar sem býr í Klapparhlíðinni. Börnin fóru í skólann og foreldrarnir til vinnu en stuttu síðar fékk faðirinn símtal frá leikskólanum um að Júlía væri komin með hita svo […]

eldrileikfimi

Leikfimi eldri borgara slær í gegn

Í haust var hleypt af stokkunum 12 vikna tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class. Um er að ræða leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri sem fram fer í World Class í Lágafellslaug. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu og er […]

Krikahverfi í Mosfellsbæ er nú vaktað allan sólarhringinn.

Íbúarnir öruggari í vöktuðu hverfi og fælingarmátturinn mikill

Öryggismyndavél hefur verið sett upp í Krikahverfi að tilstuðlan íbúasamtaka hverfisins. Nú þegar er komin góð reynsla á myndavélina en uppsetning hennar var sett á oddinn strax þegar íbúasamtökin voru stofnuð í Krikahverfinu. „Það hafði verið hér alda þjófnaðar í hverfinu og svo virðist sem bílaplanið við Krikaskóla hafi verið notað sem smásölumarkaður vafasamra viðskipta,“ […]

Villi

Framúrskarandi fyrirtæki

Síðastliðin níu ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Að þessu sinni hljóta 857 fyrirtæki viðurkenningu eða um […]

heilsugjafir

Jólagjafir

Ég gaf konunni minn brimbrettanámskeið í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Brimbrettanámskeið í nágrenni Þorlákshafnar. Mér fannst þetta geggjuð gjöf, hafði sjálfur fengið samskonar afmælisgjöf stuttu áður og fannst magnað að læra að standa á bretti í íslenskum öldum. Ekki það að ég hafi sýnt neina meistaratakta, en náði að hanga á brettinu og skemmti mér […]

hafdishuld

Tilheyrði tveimur ólíkum heimum

Hafdís Huld Þrastardóttir hefur starfað sem tónlistarmaður í 23 ár. Hún gekk til liðs við hljómsveitina GusGus á unga aldri en hún var einmitt að lesa undir samræmdu prófin þegar upptökur á fyrstu plötu þeirra hófust. Tónleikaferðalög um heiminn tóku svo við og sjóndeildarhringur hennar stækkaði svo um munaði. Þessa dagana er hún að leggja […]

einar_nba

Vinnur með einum besta körfuboltamanni í heimi

Mosfellingurinn Einar Einarsson er einka-, sjúkra- og styrktarþjálfari eins besta körfuboltamanns í NBA-deildinni, Joel Embiid. Joel, sem er 24 ára og 214 cm á hæð, er frá Kamerún í Afríku en flutti til Bandaríkjanna 16 ára gamall til að spila körfubolta. Fyrst í háskólaboltanum en síðan með Philadelphia 76ers. Meiðslasaga Joels er löng en hann […]

mannrettindi

Breytingar á nefndum Mosfellsbæjar

Við upphaf nýs kjörtímabils samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar breytingar á fyrirkomulagi nefnda hjá Mosfellsbæ. Til varð ný nefnd sem heitir lýðræðis- og mannréttindanefnd og mun sinna lýðræðismálum sem áður voru á borði bæjarráðs og jafnréttismálum sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd. Formaður þeirrar nefndar er Una Hildardóttir. Þá varð til ný nefnd sem nefnist menningar- og […]