sodlasmidur

Hefðbundinn starfsvettvangur ekki framtíðin

Guðrún Helga Skowronski ákvað að læra söðlasmíði svo hún gæti sameinað áhuga sinn á handverki og hestamennsku. Helga eins og hún er ávallt kölluð, lagði oft leið sína á sínum yngri árum í gegnum Mosfellsdalinn á leið í bústað fjölskyldunnar á Þingvöllum. Hún hugsaði oft um hvernig væri að eiga heima í dalnum en óraði […]

Ingimundur, Birgir Haralds,
Birgir Nielsen og Sigurgeir.

Creedence tónlistin trekkir vel

Birgir Haraldsson og félagar hafa með reglulegu millibili þeyst um landið og spilað Creedence og John F. Fogerty lög. Þeir hafa ferðast víða og fengið frábærar undirtektir. „Það er algerlega magnað hvað tónlist þessa manns er vel þekkt,“ segir Birgir. „Hún hefur síast inn í landann með móðurmjólkinni þannig að menn þekkja hvert einasta lag. […]

Ketilbjölluhjónin Vala Mörk og Guðjón Svansson ásamt Snorra syni þeirra taka við viðurkenningunni.

Vala og Gaui hlutu Gulrótina 2018

Lýðheilsuviðurkenning Mosfellsbæjar, Gulrótin, var afhent þriðjudaginn 29. maí. Afhendingin fór fram í Listasalnum á árlegum Heilsudegi Mosfellsbæjar. Viðurkenningunni er ætlað að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa bæjarins. Óhefðbundin æfingastöð á Engjavegi Hjónin Guðjón Svansson og Vala Mörk eigendur Kettlebells Iceland hljóta viðurkenninguna í ár en […]

undirskrift

Áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna

Mál­efna­samn­ing­ur Sjálf­stæðis­flokks og Vinstrihreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs var formlega undirritaður við Hlégarð þriðjudaginn 5. júní. D- og V-listi fengu fimm af níu bæjarfulltrúa kjörna í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum og halda meirihlutasamstarfi sínu áfram sem hófst fyrst árið 2006. Skólar í fremstu röð D- og V- listar vilja að skólar bæjarins verði í fremstu röð og státi […]

Heilsumolar_Gaua_7juni

Takk fyrir…

Heilsuna. Konuna. Börnin. Fjölskylduna. Ættingjana. Vinina. Kunningjana. Nágrannana. Æfingafélagana. Samstarfsfélagana. Keppinautana. Liðsfélagana. Þjálfarana. Aftureldingu. Fylki. Þrótt. ÍR (í körfu). Sjálfboðaliðana. Landsliðin okkar. Sigurleikinn í Amsterdam. HM í Rússlandi. Miðana á Argentínuleikinn – þú veist hver þú ert, meistari. Lars og Heimi. Fólk sem er opið fyrir hugmyndum og óhefðbundnum leiðum. Náttúruna. Mosfellsbæ. Strandir. Ísland. Ferðalög. […]

Snorri Hreggviðsson stofnandi Margildis með nýjar vörur.

Hafa fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð

Snorri Hreggviðsson er aðalhluthafi og stofnandi mosfellska nýsköpunarfyrirtækisins Margildi sem sérhæfir sig í framleiðslu bragðgóðs hágæða lýsis úr íslenskum uppsjávarfiski. Fyrirtækið var stofnað af þeim Snorra og Erlingi Viðari Leifssyni og hóf starfsemi árið 2014. „Í dag eru 11 hluthafar í fyrirtækinu, þeir hafa bæði lagt okkur lið fjárhagslega en ekki síður með þekkingu, reynslu […]

oddvitar_mosfellingur_bjarkibja

V-listinn gengur óbundinn til kosninga

Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Vinstri-grænna.   Nafn: Bjarki Bjarnason. Aldur: 65 ára. Gælunafn: Í Mosfellsdal var ég stundum kallaður Bjarkmundur eftir að við Guðmundur bróðir minn gerðumst áskrifendur að Þjóðviljanum undir […]

oddvitar_mosfellingur_annasigríður

Höfum sýnt ábyrgð og staðfestu í störfum okkar

Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Samfylkingarinnar. Nafn: Anna Sigríður Guðnadóttir. Aldur: 58 ára. Gælunafn: Kölluð Anna Sigga. Starf: Verkefnastjóri á Heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ. Fjölskylduhagir: Gift Gylfa Dýrmundssyni og eigum við 4 […]