mosfellingurinn_bara+

Flug og skotfimi eiga vel saman

Bára Einarsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Bílaparta ehf. er Íslands- og bikarmeistari í 50 metra liggjandi riffli. Það er ekki hægt að segja annað en að Bára Einarsdóttir fari óhefðbundnar leiðir þegar kemur að vali á áhugamálum. Dagsdaglega starfar hún innan um bíla og bílaparta, á góðviðrisdögum skreppur hún í flugtúr á sinni eigin flugvél og […]

Hér má sjá vinningshafa ásamt Ólöf Kristínu Sívertsen, verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ. Verðlaunaafhendingin fór fram á Fyrirmyndardeginum sl. laugardag. Frá vinstri: Eva María 
(3. sæti), Elsa Björg (aukaverðlaun), Ólöf, Elmar (4. sæti), Dagbjört Lára (1. sæti) og Tjörvi (2. sæti).

Vinningshafar í heilsueflandi samfélagsmiðlaleik

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ stóð á dögunum fyrir samfélagsmiðlaleik fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum bæjarins. Tilgangur verkefnisins var sá að vekja ungmennin til umhugsunar um mikilvægi og ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Jafnframt var mikilvægt að koma því til skila að þótt næring og hreyfing séu mjög mikilvægir þættir þegar kemur að […]

Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga, Birgir Gunnarsson forstjóri, Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðs­stjóri og Lára M. Sigurðardóttir fram­kvæmdastjóri hjúkrunar. Mynd/Heiða

Reykjalundur stofnun ársins

Reykjalundur hlaut á dögunum titilinn Stofnun ársins 2017 samkvæmt árlegri könnun sem gerð er á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í samstarfi við SFR og VR. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Könnunin er framkvæmd af Gallup og nær til yfir 50 […]

heilsumolar_18maí

Heilsubærinn

Ég ætlaði að skrifa kjarnyrtan upp-með-sokkana pistill til þeirra sem taka sér þriggja mánaða frí frá öllum æfingum á sumrin, borða allt sem hönd á festir og gleyma að sofa. Ranka svo móðir og andstuttir við sér einhvern tíma eftir verslunarmannahelgi með bullandi samviskubit og kaupa sér árskort í ræktina. En ég nenni því ekki. […]

Magnús Þór, Cecelía Rán, Arnór Daði, Kristín Sól, Hlynur Logi, Arna Karen og Ragnar Már. Á myndina vantar Arnór Gauta, Ólaf Má, Ernu Sóleyju og Dagmar Ýri.

Styrkir til efnilegra ungmenna

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitir árlega styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Markmiðið með styrkjunum er að gefa styrkþegum sömu tækifæri og jafnöldrum gefast til að njóta launa, á sama tíma og þau stunda af kappi sína list, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnuskóla Mosfellsbæjar og er […]

sveinbjorn_mosfellingur

Í boltanum í 50 ár

Sveinbjörn Sævar Ragnarsson eigandi Silkiprents er brautryðjandi í framleiðslu á útifánum á Íslandi. Hann ber það ekki með sér að vera kominn yfir sjötugt enda ávallt í fullu fjöri. Ef hann er ekki í vinnunni þá er hann í útreiðatúr, í golfi eða að spila handbolta. Hann segir það skemmtilegasta við boltann, sem hann hefur […]

okkarmosó_heimasida

Okkar Mosó: Niðurstöður íbúakosningar

Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er lokið. Alls bárust 1.065 atkvæði sem nemur um 14% kosningaþátttöku. Það er meiri kosningaþátttaka en mælst hefur í sambærilegum verkefnum í Reykjavík og Kópavogi. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem hefur slegist í hópinn með þeim tveimur fyrrnefndu og framkvæmt lýðræðislegt samráðsverkefni eins og Okkar Mosó sem felur í sér […]