gdrn

Henti mér út í djúpu laugina

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eða GDRN eins og hún kýs að kalla sig hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu nýlega. Þar var hún valin söngkona ársins í flokki popp-, rokk-, raf- og hiphopptónlistar, plata hennar „Hvað ef“ var valin poppplata ársins og hún átti lag og tónlistarmyndband ársins. Í þakkarræðu […]

Jói og bjarki áttu stóran þátt í velgengni
 aftureldingar í kringum aldamótin

20 ár liðin frá mesta afreki í sögu Aftureldingar

Í vor eru 20 ár liðin frá því að karlalið Aftureldingar í handknattleik sópaði að sér öllum sigurlaunum sem voru í boði í íslenskum handknattleik. Afturelding var bikarmeistari í febrúar, deildarmeistari mánuði síðar og undir lok apríl lyftu Aftureldingarmenn Íslandsmeistarabikarnum í fyrsta og jafnframt eina skipti til þessa. Afturelding lagði FH-inga með þremur vinningum gegn […]

upplestrar1

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar fóru fram á dögunum en keppnin stendur á milli nemenda í 7. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla en skólarnir hafa mæst alls 17 sinnum. Alex Máni Hrannarsson 7. IRÍ fór með sigur af hólmi og í öðru sæti lenti Aron Valur Gunnlaugsson 7. JLS en þeir eru báðir í Lágafellsskóla. Í þriðja sæti […]

Bæjaryfirvöld skora á ráðherra að tryggja rekstrargrundvöll.

Samningum um rekstur Hamra sagt upp

Sunnudaginn 31. mars sagði Mosfellsbær upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra til samræmis við uppsagnarákvæði samninganna. Bæjarstjóra var veitt heimild til uppsagnar á aukafundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 29. mars. Byggir uppsögnin á vanefndum og/eða ófullnægjandi greiðslum enda standa þær ekki undir raunverulegum kostnaði við veitingu þeirrar þjónustu sem ríkið gerir kröfu um og ber ábyrgð […]

Starfsmenn á Langatanga ásamt Hermanni 
Elí Hreinssyni, vörustjóra hjólbarða hjá 
N1 og Rune Stolz, viðskiptastjóra Michelin

N1 bílaþjónustan verðlaunuð af Michelin

N1 bílaþjónustuverkstæðið að Langatanga var nýverið sérstaklega verðlaunað af hinu alþjóðlega Michelin hjólabarðafyrirtæki. N1 Langatanga er „Michelin Quality Dealer of the Year“ hjá Michelin á Íslandi fyrir árið 2018 og afhenti Rune Stolz, viðskiptastjóri Michelin, Úlfari Pálssyni sölustjóra að Langatanga verðlaunin. Reglulegar hulduheimsóknir „Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning þar sem þeir verðlauna okkur sérstaklega fyrir […]

gauisörf

Flæði

Flæði er eftirsóknarvert ástand. Lykilatriði þegar kemur að vellíðan og hamingju. Flæði er þegar maður er að gera eitthvað sem manni finnst svo áhugavert, spennandi, gefandi eða skemmtilegt að maður gleymir öllu öðru. Spáir ekki í hvað klukkunni líður, hvað eigi að vera í matinn í kvöld eða hvað maður sé að fara að gera […]

Stjórn Hollvinasamtakanna: Bryndís Haraldsdóttir nýkjörinn formaður, Örn Kjærnested, Haukur Leósson, Sólrún Björnsdóttir, Jón Á. Ágústsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar.

Hollvinir gefa hjartaómtæki

Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu á dögunum endurhæfingarmiðstöðinni á Reykjalundi hjartaómtæki af fullkomnustu gerð að verðmæti 8,3 milljóna. Aðalfundur samtakanna fór fram um síðustu helgi og var tækið formlega afhent auk þess sem kosið var nýtt fólk í stjórn Hollvinasamtakanna. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Í […]

eyrunlinda

Nauðsynlegt fyrir alla að huga vel að fótunum

Mosfellingurinn Eyrún Linda Gunnarsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðingur útskrifaðist með hæstu einkunn frá Keili í janúar. Í kjölfarið opnaði hún fótaaðgerðastofuna Heilir fætur í verslunarkjarnanum í Hvera­fold í Grafarvogi. „Samkvæmt Félagi íslenskra fótaaðgerðafræðinga eru helstu störf fótaaðgerðafræðinga fyrst og fremst að viðhalda og upplýsa almenning um heilbrigði fóta. Þeir greina og meðhöndla algeng fótavandamál eins og sveppasýkingar, […]