Til vinstri má sjá tölvugerða mynd af útliti hússins að Varmá. Til hægri eru fulltrúar Alverks, 
Aðalgeir Hólmsteinsson og Halldór Karlsson auk Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra Mosfellsbæjar.

Samið við Alverk um byggingu fjölnota íþróttahúss

Í vor var boðin út bygging fjölnota íþróttahúss að Varmá. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa […]

Efstu fjórir í flokki veturgamalla hrúta. Hrútar frá Kiðafelli, Miðdal, Mora­stöðum og Reykjum. Nánar um úrslit á www.mosfellingur.is

Bestu hrútarnir í sveitinni

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 15. október. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Hrúturinn Ölur bar sigur úr býtum en hann er […]

Heilsumolar_Gaua_18okt

Jákvætt fólk

Ég var umkringdur jákvæðu fólki um helgina. Fólki sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á heilsuhreysti, hreyfingu, mis­alvarlegum keppnum og hressandi útiveru. Þegar svona hópur er saman myndast sterk og jákvæð orka. Orka sem maður hleður inn á kerfið og endist manni lengi. Við þurfum öll að passa upp á að fá svona orkuinnspýtingu […]

medanegman

Sigurður Hreiðar rifjar upp minningar

Meðan ég man er heiti á nýrri bók eftir Sigurð Hreiðar. Eins og nafnið bendir til rifjar hann þar upp ýmsar minningar frá langri ævi. Um tilurð bókarinnar segir hann að oft hafi verið imprað á því við hann að skrifa ævisögu sína. „Ef ég gerði það er viðbúið að einhverjum þætti þar að sér […]

Kristín og nemendur hennar, 
Dagný, Ída María og Steinunn

Bábiljur og bögur í baðstofunni

Kristín Lárusdóttir, sellókennari við Listaskóla Mosfellsbæjar, stendur fyrir skemmtilegum viðburði í safnaðarheimili Lágafellssóknar sunnudaginn 7. október kl. 17. „Viðburðinn kalla ég Bábiljur og bögur í baðstofunni og er tilgangurinn að eiga notalega samverustund,“ segir Kristín. Kristín hefur í gegnum tíðina otað rímnakveðskap að nemendum sínum. Rímur eru mjög merkilegt fyrirbæri og dýrmætur arfur sem við […]

sssasd fasd fa sdf

Mikilvægar samgöngubætur fyrir Mosfellinga komnar á samgönguáætlun

Nú liggur fyrir að tvær mikilvægar samgöngubætur eru komnar á áætlun samkvæmt drögum að samgönguáætlun sem nú liggja fyrir Alþingi. Samhliða þeirri vinnu rituðu framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra undir viljayfirlýsingu þann 21. september um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfðuborgarsvæðinu. Þær framkvæmdir sem um er að ræða eru annars vegar að […]

Björn Bjarnarson frá kyndli tekur við 
höfðinglegri gjöf frá alberti rútssyni

Hótel Laxnes 10 ára

Hótel Laxnes var formlega opn­að í september 2008 að viðstöddu fjölmenni. Á hótelinu eru 26 herbergi við allra hæfi, þrjár svítur, herbergi með sérinngangi og eldun­araðstöðu auk tveggja stúdíóíbúða fyrir fatlaða á fyrstu hæð. „Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2004 og tók fjögur ár að byggja hótelið, einn nagla í einu,“ segir Albert Rútsson hóteleigandi. […]