gyda_mosfellingur

Börn eru besta fólk

Gyða Vigfúsdóttir leikskólastjóri lætur af störfum á Reykjakoti í ágúst eftir að hafa starfað þar í rúm 19 ár. Leikskólinn Reykjakot er 70 barna leikskóli og tók til starfa í mars 1994. Skólinn er staðsettur í náttúrulegu umhverfi svo stutt er að fara með börnin í fjallgöngur, berjamó eða með nesti í Reykjalundarskóg. Gyða Vigfúsdóttir […]

Reist hefur verið 1.200 fm hús á Hlíðavelli, 18 holu golfvelli í Mosfellsbæ.

Íþróttamiðstöð GM tekin í notkun – fær nafnið Klettur

Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur nú opnað dyrnar á nýrri íþróttamiðstöð, Kletti, miðsvæðis á Hlíðavelli. Öll efri hæðin hefur verið tekin í notkun þar sem fyrsta flokks aðstaða er til að þjónusta kylfinga og aðra gesti. Um er að ræða veitingaaðstöðu, hátíðarsal, skrifstofur, sölu golfvara og móttöku. „Þetta er frábær aðstaða með fallegasta málverki í heimi sem […]

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Daðey Albertsdóttir, Tómas Guðmundsson og óskírður Tómasson.

Tíu þúsundasti Mosfellingurinn

Mosfellingar eru nú orðnir 10.000 talsins og var það ung og stækkandi fjölskylda sem flutti í Skeljatanga sem kom Mosfellsbæ yfir þennan tímamótaáfanga. Daðey Albertsdóttir og Tómas Guðmundsson fluttu í Mosfellsbæ í síðasta mánuði og eiga þriggja vikna óskírðan dreng. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæ í byrjun maí en Daðey kemur úr Árbænum en Tómas úr […]

Heilsumolar_Gaua_29

Burpees fyrir ferðalanga

Ég var á Vík í Mýrdal um daginn. Flottur staður, á þaðan ýmsar góðar minningar. Það er magnað að standa á svörtu ströndinni og horfa út á hafið, lifandi öldur og drangarnir mynda saman töfrandi heild sem verður enn sterkari þegar hljóðið í öldunum bætist við. Ég fékk þá flugu í höfuðið að gera burpees […]

Hlynur og bekkjarfélagar láta ekki hindranir stoppa sig.

Báru félaga sinn upp á topp Úlfarsfells

Krakkarnir í 8. bekk Lágafellsskóla brölluðu ýmislegt síðustu skóladaga fyrir sumarfrí. Meðal annars fóru nemendurnir í göngu upp á Úlfarsfellið. Hlynur Bergþór Steingrímsson, sem er í hjólastól, á greinilega góða vini í sínum bekk því þeim fannst ómögulegt að Hlynur kæmist ekki með. Þeir gerði sér því lítið fyrir og rifu Hlyn upp úr stólnum […]

Eigandinn Gunnlaugur Jónsson.

Bættu við bílaleigu til að auka þjónustu

Fjölskyldufyrirtækið Réttingaverkstæði Jóns B, sem staðsett er í Flugumýri 2, er með meira en 30 ára reynslu í bíla- og tjónaviðgerðum. „Pabbi stofnaði þetta verkstæði árið 1978 í bílskúr í Bjargartanganum þar sem við bjuggum og þar byrjaði ég að vinna með honum. Árið 1983 keyptum við grunn hérna í Flugumýrinni og reistum þetta hús […]

Útskrift vor 2017. Efsta röð frá vinstri: Gestur Ólafur Ingvarsson, Kristján Davíð Sigurjónsson, Stefán Fannar Jónsson, Berglind Sara Björnsdóttir, Árni Valur Þorsteinsson, Rúnar Sindri Þorsteinsson, Benedikt Svavarsson, Davíð Sigurjónsson, Anton Þór Sævarsson, Andrea Ósk Finnsdóttir og Rakel Anna Óskarsdóttir. Miðröð frá vinstri: Arnar Franz Baldvinsson, Brynhildur Sigurðardóttir, Lára Björk Jónsdóttir, Freyja Lind Hilmarsdóttir, Völundur Ísar Guðmundsson, Eggert Smári Þorgeirsson, Kristín Dís Gísladóttir, Sandra Rós Jónasdóttir, Magnea Ása Magnúsdóttir, Margrét Phuong My Du og Ársól Þöll Guðmundsdóttir.
Neðsta röð frá vinstri: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Geir Gunnar Geirsson, Sigursteinn Birgisson, Brynhildur Þórðardóttir, Karen Sunna Atladóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Ásgerður Elín Magnúsdóttir, Valgeir Bjarni hafdal, Hafþór Ari Gíslason, Alída Svavarsdóttir og Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Á myndina vantar: Björn Bjarnarson og Hall Hermannsson Aspar.

33 nemendur brautskráðir frá framhaldsskólanum

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru alls þrjátíu og þrír nemendur brautskráðir, sjö af félags- og hugvísindabraut og tíu af náttúru­vísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust fjórtán nemendur. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans. Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur: Arnar Franz Baldvinsson fékk […]

Tekið við viðurkenningum. Ásta, Magne, Emma Sól Einar Karl og Anna Ólöf.

Þrjár viðurkenningar til þróunar og nýsköpunar

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í Listasalnum þriðjudaginn 23. maí. Óskað var sérstaklega eftir hugmyndum eða verkefnum sem styrkja ímynd Mosfellsbæjar sem heilsubæjar. Alls bárust sjö gildar umsóknir og lagði þróunar- og ferðamálanefnd til við bæjarstjórn að afhentar yrðu þrjár viðurkenningar sem sjá má hér að neðan. „Öllum umsækjendum er þakkað fyrir þátttökuna og […]