andresarnalds_mosfellingur

Fékk snemma áhuga á undrum náttúrunnar

Umhverfismálin hafa verið fyrirferðarmikil bæði í leik og starfi hjá Andrési Arnalds fyrrverandi fagmálastjóra hjá Landgræðslunni og núverandi verkefnastjóra en hann hefur starfað hjá stofnuninni í 37 ár. Undanfarin ár hefur hann komið að úrbótum vegna þeirra miklu áhrifa sem vaxandi fjöldi ferðafólks hefur á okkar viðkvæma land. Andrés ætlar að láta af störfum um […]

Ari Þorleifsson og Anna Björg Sigurðardóttir eru höfundar vinningstillögunnar um nýtt aðkomutákn við þrjár aðkomuleiðir í Mosfellsbæ.

Vinningstillaga að aðkomutákni afhjúpuð

Bæjarráð ákvað á hátíðarfundi sínum í tilefni þess að 30 ár voru liðin frá því að Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi að efna til hönnunarsamkeppni um aðkomutákn. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbæ og marka það svæði sem honum tilheyrir. Til stendur að vígja aðkomutáknið á bæjarhátíðinni Í túninu heima sem fram fer í lok […]

vinirmoslisti

Óháð framboð sem býður fram í fyrsta sinn

Vinir Mosfellsbæjar er óháð framboð sem býður fram í fyrsta sinn í vor. Framboðið á sér ekki rætur í hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Framboðið sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum með fjölbreytta þekkingu og bakgrunn, sem eiga það sameiginlegt að vilja efla hag bæjarins og allra íbúa hans. Áhersla lögð á góða samvinnu Heiðarleiki, […]

þrjú efstu á lista framsóknar­-
flokksins í mosfellsbæ: Sveinbjörn Ottesen, 
Birkir Már og Þorbjörg.

Berjumst fyrir því sem okkur er hjartfólgnast

Sveinbjörn Ottesen verkstjóri skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar undir lok mánaðarins. Hann segir að framboðið berjist fyrir því sem því sé hjartfólgnast, menntamálum, samgöngumálum og þjónustu við íbúa. „Við Framsóknarmenn erum fáorðir en gagnorðir. Því segi ég: Fjölnotahús – Betra er heilt hús reist af heilum hug en hálft hús […]

ithrottathjalfun

Útskrifa sérhæfða starfsmenn íþróttamannvirkja

Föstudaginn 4. maí útskrifuðust 23 sérhæfðir starfsmenn íþróttamannvirkja eftir 150 stunda þjálfun sem unnið hefur verið að síðasta árið. Námið var þróað og útfært í samstarfi við starfsmenn og forstöðumenn íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ, en umsjón og framkvæmd verkefnisins var í höndum starfsþjálfunarfyrirtækisins Skref fyrir skref sem hefur sérhæft sig í fullorðinsfræðslu og starfsþróun. Mosfellsbær er […]

Heilsumolar_Gaua17mai

Vinnufrí

Ég var norður á Ströndum í síðustu viku að hjálpa til að standsetja hús sem stórfjölskyldan á þar. Þetta var fjögurra daga ferð. Lífið var mjög einfalt. Við vöknuðum snemma. Unnum fram á kvöld. Tókum nokkrar matarpásur. Fórum í sund eða heitan pott eftir vinnu. Sofnuðum snemma. Það var ekkert sjónvarp í húsinu. Slökkt á […]

Viðar með Snarp við höndina.

Snarpur er nýtt app í símann

Hjónin Viðar Hauksson og Lýdía Grímsdóttir hafa undanfarið ár hannað og þróað smáforritið Snarpur sem er aðgengilegt fyrir bæði Android og Iphone notendur. Snarp­ur er smáforrit sem eykur skilvirkni í viðskiptum fagaðila í iðngreinum og einstaklinga sem þurfa á fagaðstoð að halda. Viðar er iðnaðarmaður og fékk hugmyndina þegar hann sjálfan vantaði minni verkefni á […]

blikjoost

Veitingastaðurinn opinn fyrir alla

Blik Bistro & Grill er veitingastaður sem opnaði síðasta sumar í Kletti, íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Veitingastaðurinn opnar þriðjudaginn 1. maí með nýjum og spennandi matseðli. Staðurinn er opinn yfir sumartímann en hægt er að bóka viðburði og veislur yfir veturinn. „Veitingastaðurinn er fyrir alla, það geta allir komið hingað hvort sem það er í morgun-, […]