kaerleiksvika

Kærleiksvikan haldin 14.-21. febrúar

Kærleiksvikan í Mosfellsbæ verður haldin 14.-21. febrúar, frá Valentínusardegi til konudags. „Þá viku hvetjum við alla til að brydda upp á einhverju skemmtilegu og helst óvenjulegu,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir einn skipuleggjenda. „Vonandi verða allir vinnustaðir bæjarins með eitthvað kærleiksríkt á sinni dagskrá þessa viku.“ Vigdís skorar t.d. á karlmenn að sjá svipinn á elskunni sinni […]

halldora

Vinna gegn afleið­ingum beinþynningar

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík og var aðalhvatamaður um stofnun þeirra Ólafur Ólafsson þáverandi landlækir. Síðastliðin átta ár hefur Beinvernd haft skrifstofu að Háholti 14, sem er vel staðsett í heilsubænum Mosfellsbæ. Starfsmaður Beinverndar, Halldóra Björnsdóttir, heimsækir gjarnan vinnustaði, félagasamtök aldraðra og […]

gretagummi

Mosfellingar áfram áberandi í Eurovision

Mosfellingarnir Greta Salóme og Gummi Snorri taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Mosfellingar hafa verið áberandi í Euro­vision undanfarin ár, bæði í undankeppnunum og sem fulltrúar okkar Íslendinga í keppninni sjálfri, og það er engin undantekning þar á í ár. Tólf lög taka þátt í undankeppninni og fer hún fram laugardaginn 6. febrúar og sú seinni […]

jonadis

Sendum fullskipað lið á landsmót

Jóna Dís Bragadóttir framhaldsskólakennari og formaður Harðar segir stórt ár framundan í hestamennskunni. Þann 26. febrúar 1950 kom saman hópur manna úr Mosfellssveit, Kjalarnesi og Kjós. Sameiginlegt áhugamál þeirra var íslenski hesturinn og ræktun hans. Þessir menn stofnuðu Hestamannafélagið Hörð og var fyrsti formaður félagsins Gísli Jónsson í Arnarholti á Kjalarnesi. Hörður er í dag […]

íþróttamennmos

Íþróttamenn Mosfellsbæjar

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar var tilkynnt við hátíðlega athöfn sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á dögunum. Alls voru tilnefndar níu konur til kjörs íþróttakonu Mosfellsbæjar frá fimm íþróttafélögum og var Íris Eva Einarsdóttir, skotfimikona úr Skotfélagi Reykjavíkur, kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar 2015. Íris náði í gull á Smáþjóðaleikunum Íris varð hlutskörpust í öllum […]

Hanna Samsted og Sveinbjörg Pálsdóttir frá Biskupsstofu taka við undirskriftalistunum frá Mosfellingunum Helgu, Hilmari, Systu, Þorbjörgu og Jakobi litla. Hópurinn hefur staðið fyrir söfnun síðustu daga.

Undirskriftarlistar afhentir

Rúmlega þriðjungur sóknarbarna í Lágafellssókn hefur skrifað undir áskorun um að prestskosning fari fram. Sr. Skírnir Garðars­son lét af störfum um áramótin og hefur biskup Íslands auglýst laust til umsóknar embætti prests í Mosfellsprestakalli frá 1. mars. Þeim presti er ætlað að starfa við hlið sr. Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests. Stuðningshópur Arndísar Linn hefur staðið fyrir […]

fyrstimosfellingurarsins

Fyrsti Mosfellingur ársins

Þann 4. janúar kl. 18:58 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2016. Það var stúlka sem mældist 14 merkur og 52 cm. Foreldrar hennar eru þau Lovísa Rut Jónsdóttir og Björn Ingi Ragnarsson. Stúlkan er þriðja barn þeirra Lottu og Binga en fyrir eiga þau drengina Ragnar Inga 8 ára og Arnór Logi 5 ára. Fjölskyldan býr […]

umfa1

Íþróttamenn Aftureldingar

Telma Rut Frímannsdóttir karatekona og Pétur Júníusson handknattleiksmaður hafa verið valin íþróttakarl og kona Aftureldingar 2015. Aðalstjórn félagsins stendur fyrir valinu og var hún einhuga í vali sínu. Úrslitin voru kunngjörð á þorrablóti Aftureldingar um síðustu helgi. Eftirfarandi tilnefningar bárust frá deildum félagsins: Kristín Þóra Birgisdóttir (knattspyrnudeild), Kristinn Jens Bjartmarsson (knattspyrnudeild), Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir (handknattleiksdeild), […]