gulrotin2019_1

Kristín Einarsdóttir hlýtur Gulrótina

Heilsudagurinn í Mosfellsbæ var haldinn 27. maí. Dagurinn hófst með morgungöngu og endaði með málþingi í Listasalnum. Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hélt fyrirlestur og Gulrótin var afhent. Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Það eru Heilsuvin og Mosfellsbær sem […]

svannimosfellingur

Það er best að búa í Mosó

Svanþór Einarsson, eða Svanni eins og hann er ávallt kallaður, hefur starfað í sínum heimabæ nánast alla sína tíð og segir það mikil forréttindi. Hann byrjaði ungur í bókbandi hjá föður sínum en keypti síðan veitingastaðinn Pizzabæ þegar hann var á nítjánda ári. Eftir að hafa selt sjóðheitar pizzur í ellefu ár breytti hann um […]

varmarskoliskyrla

Heildarúttekt EFLU á Varmárskóla lokið

Verkfræðistofan EFLA hefur lokið vinnu við heildarúttekt á öllu húsnæði Varmárskóla en verkfræðistofan hefur á síðustu tveimur árum unnið þrjár úttektir fyrir Mosfellsbæ á rakaskemmdum. Niðurstöður sýnatöku EFLU gefa til kynna að almennt sé ástand húsnæðis Varmárskóla gott og jafnvel betra en sambærilegur húsakostur af sama aldri. Ekki er þörf á bráðaaðgerðum né lokun skólans […]

lisaskolastjori

Ráðin skólastjóri Lágafellsskóla

Lísa Greipsson hefur verið ráðin í starf skólastjóra Lágafellsskóla. Lísa er með B.Ed. gráðu í menntunarfræðum, kennsluréttindi í grunnskóla og lauk MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2018. Lísa hóf sinn kennsluferil árið 1994 á Akranesi en hefur starfað nær samfellt við í Lágafellsskóla frá 2001. Síðustu þrjú árin hefur hún sinnt stöðu deildarstjóra við […]

ærslabelgur

Ærslabelgur á Stekkjarflöt og sleðabrekka í Ævintýragarð

Ærslabelgur mun rísa á Stekkjarflöt og búið verður til skíða- og brettaleiksvæði í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum í kjölfar íbúakosninga um verkefni í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó. Íbúar kusu einnig meðal annars að fá flokkunarruslafötur, merkja toppa bæjarfella og fjalla og bætta lýsingu á göngustígum. Metþátttaka var í kosningum sem stóðu frá 17. til 28. maí eða […]

Blikastaðalandið mun brátt glæðast lífi.

Nýr atvinnukjarni mun rísa á 15 hektara svæði í landi Blikastaða

Reitir fasteignafélag hf. og Mosfellsbær undirrituðu þann 6. júní viljayfirlýsingu um skipulag og uppbyggingu atvinnusvæðis í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Um er að ræða 15 hektara svæði sem afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar er landnotkun svæðisins skilgreind sem blönduð landnotkun fyrir léttan iðnað, verslanir og þjónustustarfsemi. Svæðið liggur […]

annagretavarmarskoli

Anna Greta ráðin skóla­stjóri í Varmárskóla

Anna Greta Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri Varmárskóla tímabundið til eins árs. Anna Greta hefur kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, hefur lokið meistaranámi á sviði stjórnunar og hefur þekkingu á áætlunargerð, fjármálstjórnun og stefnumótunarvinnu. Anna Greta hefur reynslu af stjórnun menntastofnana en hún hefur gegnt stöðu skólastjóra við tvo grunnskóla, starfað sem […]

gaui13juni

Betri orka á göngu

Ég hef skrifað nokkra pistla í flugvélum. Hér er einn í viðbót. Er núna í flugvél á leiðinni frá Róm til London, þaðan fljúgum við eftir mjög stutt stopp heim til Íslands. Höfum verið á ferðalagi í fimm mánuði. Það verður gott að koma heim í íslenska sumarið. Ferðalagið hefur verið frábært en Ísland er […]