Lóðum 3,5 og 7 við Sunnukrika hefur verið úthlutað.

Þremur lóðum í Sunnukrika úthlutað undir hótelbyggingu

Lóðum við Sunnukrika 3-7 hefur verið úthlutað undir hótelbyggingu og aðra þjónustu er tengist ferðamönnum. Lóðirnar við Sunnukrika eru vel staðsettar með tilliti til sýnileika og samgangna og þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Það er félagið Sunnubær sem er í eigu verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. sem fékk lóðunum úthlutað. Hafin er vinna við […]

Iðunn Dögg færir heilbrigðisráðherra
undirskriftalista sveitunga sinna.

Afhentu 2.760 undirskriftir

Sólahringsþjónusta Heilsugæslu Mosfellsumdæmis var lögð af þann 1. febrúar í kjölfar samræmingar á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hátt í 3.000 íbúar á svæðinu hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að helgar- og næturvaktirnar leggist af. Á þriðjudaginn var Óttari Proppé heilbrigðisráðherra afhentur listinn. Það var Iðunn Dögg Gylfadóttir sem fór […]

Gaui_bubbi

Bubbi

Ég er ánægður með að Bubbi Morthens sé að æfa hjá Höllu og Hjalta í Eldingu. Bubbi er fyrirmynd. Lætur ekki festa sig inn í ákveðnum ramma. Ég þekki Bubba ekki persónulega, hef aldrei hitt hann, en hann hefur haft mikil áhrif á mig. Það var sterk upplifun þegar ég, í stoppi hjá Siggu frænku […]

huldamargret

Að gefa af sér gerir sálinni gott

Hulda Margrét Rútsdóttir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ segir að með auknum fjölda ferðamanna sé hætt við að óhöppum fjölgi og því mikilvægt að geta brugðist skjótt við. Hulda tók á móti mér í húsakynnum Rauða Krossins í Þverholti. Námskeiði í ensku fyrir hælisleitendur var að ljúka og eftir að þeir höfðu kvatt settumst […]

Mosfellsbær fær hæstu einkunn.

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðastir

Mosfellsbær er með ánægðustu íbúana og með hæstu einkunn samkvæmt árlegri könnun Capacent Gallup. Könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 97% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Þetta kemur fram […]

samningur1

Einar Andri og Afturelding gera nýjan 3 ára samning

Meistaraflokksráð Aftureldingar í handbolta karla og Einar Andri Einarsson þjálfari liðsins hafa gert með sér nýjan samning um að Einar Andri þjálfi lið Aftureldingar næstu þrjú árin. Fyrri samningur Einars Andra rennur út í vor og hefur hann þjálfað liðið síðustu þrjú keppnistímabil með mjög góðum árangri. Einar Andri er yfirþjálfari yngri flokka félagsins auk […]

2017_gaui

2017

Þetta verður frábært ár. Ég veit það. Ég byrjaði árið reyndar á því að ná mér í leiðindapest sem gerði sitt besta til að draga úr mér mátt og þor, en hún er farin og ég nú sprækur sem lækur. Ég hef alltaf haft gaman af áramótum. Séð þau sem tækifæri til þess að velta […]

okkarmoso

Lýðræðisverkefnið Okkar Mosó sett á laggirnar

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur ákveðið að fara af stað með lýðræðisverkefnið Okkar Mosó á árinu 2017. Verkefnið er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að 25 milljónum króna verði varið í að framkvæma þær hugmyndir sem fá brautargengi. Kosið í rafrænni kosningu […]