gdrnlistamadur

Fyrirmynd og innblástur fyrir konur í tónlist

Á sérstakri hátíðardagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima var tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyförð, betur þekkt sem GDRN, útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2019. Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Björk Ingadóttir formaður nefndarinnar Guðrúnu verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni. Með sinn eigin feril í þrjú ár […]

suluhofdi_mosfellingur

Nýjum lóðum úhlutað til hæstbjóðenda

Framkvæmdir við gatnagerð í Súluhöfða hafa staðið yfir í sumar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðunum en þær eru nú klárar til úthlutunar. Lóðirnar 19 eru allar skipulagðar fyrir nokkuð stór einbýlishús. Lóðirnar eru með góðu útsýni og neðstar í hverfinu. Eingöngu einstaklingum verður heimilað að sækja um lóðir og getur hver umsækjandi einungis fengið […]

stekkjarflot

Stekkjarflötin

Við „týndum“ yngsta syni okkar í gær. Eða þannig. Hann stökk út úr húsi um miðjan dag, hafði verið að leika inni með vini sínum. Kallaði til okkar að þeir væru farnir út að hjóla. Allt í góðu lagi með það. En svo fór okkur að lengja eftir þeim vinunum. Þeir höfðu ekkert gefið upp […]

ulfarfellpokar

„Við hættum ekki fyrr en við komumst á toppinn“

Skátafélagið Mosverjar vinnur nú að bættri gönguleið, Skarhólamýri eins og þeir kalla hana, upp á Úlfarsfellið frá Skarhólabraut. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þeir sjái hér hvítt í fellinu, hvort þetta sé listaverk eða einhver gjörningur. „Ég var farinn að hallast að því að þetta væru rollur sem stæðu í röð og biðu […]

mosfellingurinn_johanna

Forréttindi að taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins

Lágafellsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli fyrir nemendur í Mosfellsbæ og er deildaskiptur í yngsta, mið- og unglingastig ásamt leikskóladeildum. Við skólann starfa um 130 manns en um 730 nemendur eru í skólanum. Jóhanna Magnúsdóttir hefur starfað sem skólastjóri Lágafellsskóla frá því skólinn var stofnaður árið 2001 en hefur nú látið af störfum. Jóhanna er […]

tunid2019

Í túninu heima 2019 – DAGSKRÁ

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 30. ágúst-1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Um helgina verður boðið upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, […]

hatidarmynd

Bærinn iðar af lífi Í túninu heima

Að vanda verður líf og fjör í Mosfellsbæ þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 30. ágúst til 1. september. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ taka virkan þátt í hátíðinni og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þekktir liðir verða á sínum stað, svo sem flugvéla- og fornvélasýning á Tungubökkum, kjúklingafestival og […]

Varmárskóli tekinn í gegn í sumar eftir að í ljós komu rakaskemmdir í hluta húsnæðisins.

Endurbætur og viðhald Varmárskóla á lokametrunum

Frá því í júní hafa staðið yfir margháttaðar endurbætur og viðhald á Varmárskóla sem nú sér fyrir endann á. Framkvæmdirnar byggja á tveimur ólíkum úttektum. Annars vegar úttekt Verksýnar sem tekur til almenns viðhalds og endurbóta á elstu hlutum skólahúsnæðisins. Hins vegar heildarúttekt EFLU á rakaskemmdum og afleiðingum þeirra. Dagleg verkefnisstjórnun var í höndum umhverfissviðs […]