júlí

Náttúran og blómin eru minn heimur

Júlíana Rannveig Einarsdóttir eða Júlí eins og hún er ávallt kölluð var ung að árum er hún byrjaði að starfa í blómaverslun en áhugi á blómum og blómaskreytingum hefur lengi verið í hennar stórfjölskyldu, langt aftur í ættir. Hún útskrifaðist úr Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1996 og tók síðar að sér starf þar sem brautarstjóri blómaskreytingabrautar […]

sigmar vilhjálmsson og vilhelm
einarsson standa í stórræðum

Breyta banka í bar

Miklar framkvæmdir standa yfir í húsinu sem áður hýsti Arion banka í miðbæ Mosfellsbæjar. Félagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson ætla að breyta Arion í Barion. „Hér mun opna sportbar, hverfisbar, veitingastaður eða hvernig sem við viljum orða það. Við erum að búa til félags­heimili fullorðna fólksins. Þetta verður ekki beint mathöll en alla vega […]

Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri við afhendingu viðurkenningarinnar á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar.

Þrúður Hjelm hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í íþróttamiðstöðinni Kletti fimmtudaginn 19. september. Dagskráin var einkar fjölbreytt en viðfangsefnið var kynjajafnrétti í íþróttum. Í lok dagskrár var veitt Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2019 en hana hlýtur Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla. Karlmenn um 25% af starfsfólki Frá því að Krikaskóli var stofnaður árið 2008 hefur Þrúður Hjelm unnið markvisst að […]

Heilsumolar_Gaua_3okt

Fólkið mitt

Þegar maður spyr fólk hvað skipti það mestu máli í lífinu nefna flestir fjölskylduna og/eða nána vinir sem eitt af því mikilvægasta. Fólkið manns. Samt er raunveruleiki margra sá að þeir forgangsraða lífinu þannig að fólkið sem skiptir þá mestu máli verður útundan. Mikil vinna og stundum tíma­krefjandi áhugamál eru á undan í forgangsröðinni. Fólkið […]

Baldur Jónasson verlsunarstjóri Krónunnar í Mosfellsbæ.

Enduropnun Krónunnar eftir breytingar og betrumbætur

Verslun Krónunnar í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum á síðustu vikum og má segja að um enduropnun sé að ræða. Búið er að opna bæði kjúklingastað og sushivinnslu í búðinni og verslunin almennt tekin í gegn. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið teknir í notkun, nammibarinn fjarlægður og plastpokar á útleið. Krónan er stór vinnustaður en þar eru […]

Katrín Sif og Dagný Ósk 
í afmælisveislunni þann 6. september.

Fagna 10 ára afmæli Sprey

Hárstofan Sprey fagnaði á dögunum 10 ára afmæli með mikilli veislu. Hárstofan er staðsett í Háholti við hlið Krónunnar. Katrín Sif Jónsdóttir stofnaði fyrirtækið fyrir áratug, þá 21 árs, og á Sprey í dag með Dagnýju Ósk Dagsdóttur. „Okkur líður vel hér og íbúum Mosfellsbæjar fjölgar ört. Tíminn hefur verið ótrúlega fljótur að líða og […]

xxx

Bjóða upp á íþróttatíma eftir vinnu

Mosfellsbær hefur keyrt þróunarverkefnið „Heilsueflandi samfélag“ í samvinnu við Heilsuvin og Embætti landlæknis í þónokkur ár og eins og áður miðar verkefnið að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allri þjónustu sveitarfélagsins. Í mannauðsstefnu Mosfellsbæjar er lagður metnaður í að skapa heilsueflandi vinnustaðamenningu fyrir starfsmenn og gera starfsmönnum aðgengilegra að huga að hreyfingu og […]

Keppendur og skipuleggjendur ásamt góðum gestum á Tungubökkum.

Þátttökumet á Weetos-mótinu

Weetos-mótið í knattspyrnu var haldið við frábærar aðstæður á Tungubakkavelli lokahelgina í ágúst. Mótið er hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, og var sett þátttökumet í ár. Um 270 lið í 6. og 7. flokki karla og kvenna tóku þátt í mótinu í ár og komu lið hvaðan­æva af landinu til að taka þátt […]