Íslandsmeistari í kokteilagerð

Lokaviðburður Reykja­vík Cocktail Week­end var hald­inn í Gamla Bíó á sunnu­dag­inn, 7. apríl, með pomp og prakt.
Mikið fjöl­menni tók þátt og dag­skrá­in var æsispenn­andi og fjöl­breytt. Spenn­an náði há­marki þegar úr­slit hátíðar­inn­ar voru kunn­gjörð.
Hald­inn var gala­kvöld­verður sem skipu­lagður var af Barþjóna­klúbbi Íslands og dag­skrá­in var þétt. Boðið var upp á metnaðarfulla skemmti­dag­skrá.

Sópaði að sér verðlaunum á lokakvöldinu
Keppt var til úrslita í Íslandsmeistaramóti barþjóna í hraðakeppni, en þar þurftu kepp­end­ur að reiða fram fimm mis­mun­andi kokteila á und­ir sjö mín­út­um.
Grét­ar Matth­ías­son barþjónn bar sig­ur úr být­um og var því krýnd­ur Íslands­meist­ari annað árið í röð. Grét­ar fer því út fyr­ir Íslands hönd í októ­ber og kepp­ir á heims­meist­ara­mót­inu í Madeira í Portúgal.
Þetta voru ekki einu verðlaunin sem Grétar á Blik fékk en hann hreinlega fór á kostum og vann til sex verðlaun:
– Fag­leg vinnu­brögð í klass­ískri kokteil­a­gerð.
– Fal­leg­asti kokteill­inn í klass­ískri kokteil­a­­gerð.
– Besti kokteill­inn í klass­ískri kokteil­a­gerð.
– Besti ár­ang­ur í þef- og bragðprófi.
– Besti ár­ang­ur í hraðaprófi.
Og svo auðvitað Íslandsmeistari barþjóna í samanlögðu.
„Drykkurinn minn ber nafnið Volvoinn og er gerður til heiðurs nýlátnum föðurbróður mínum sem var einn af okkar bestu barþjónum á Íslandi“, segir Grétar Matthíasson.
Verðlaunadrykkur Grétars verður að sjálfsögðu í boði á Blik Bistro í Mosfellsbæ.