Lista- og menningarfélag Mosfellinga

Davíð Ólafsson

Eins og fram kom í síðasta Mosfellingi, verður hugarflugsfundur þeirra sem áhuga hafa á stofnum Lista- og menningarfélags Mosfellinga, fimmtudaginn 20. janúar 2022 kl. 20.00.
Í ljósi aðstæðna, þá verður um fjarfund að ræða og mun slóð á fjarfundinn birtast á facebook-síðu Lista- og menningarfélagsins sem fer í loftið nú í vikunni. Facebook-síðan mun bera heitið Lista- og menningarfélag Mosfellinga.
Áréttað skal hér að hugmyndin með félaginu er að efla menningar- og listastarfsemi í Mosfellsbæ og stuðla að auknu framboði og fjölbreytileika í menningar- og listalífi bæjarins.

Davíð Ólafsson