Gunnar Pétur býður sig fram í 5. sæti

Gunnar Pétur Haraldsson býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 5. febrúar.

„Mosfellsbær er í mikilli uppbyggingu, og því fylgja mörg mismunandi verkefni og áskoranir og langar mig að leggja mitt af mörkum til þess að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Ég hef gríðarlega mikinn metnað og áhuga á félags- og tómstundamálum en ég vil t.d. sjá Mosfellsbæ vera með eina bestu íþróttaaðstöðu landsins. Ég tel mjög mikilvægt að unga fólkið í bænum hafi skoðun og rödd þeirra heyrist en einnig þarf að passa upp á það að í Mosó verði áfram best að búa!“