Entries by mosfellingur

Hver er Mosfellingur ársins 2020?

Val á Mosfellingi ársins 2020 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í sextánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Ásgarður styrkir Fjölskylduhjálp

Starfsmenn Ásgarðs handverkstæðis langaði að styrkja fátæk börn á þessum erfiðu tímum. Þar sem Ásgarður átti enga peninga til að gefa ákváðu þeir að gera það sem þeir eru bestir í, að handsmíða 140 tréleikföng. Það gerðu þeir og komu leikföngunum til Fjölskylduhjálpar sem svo úthlutar þeim til þeirra barna sem þarfnast góðra og vandaðra […]

Verkefnið Karlar í skúrum formlega stofnað

Í byrjun þessa mánaðar var verkefnið Karlar í skúrum í Mosfellsbæ formlega stofnað sem félagsskapur með samþykkt laga fyrir félagið og kosningu stjórnar og eru stofnmeðlimir um 30 talsins. Í stjórnina voru eftirtaldir kosnir: Jón Guðmundsson formaður, Jónas Sigurðsson ritari, Ólafur Guðmundsson gjaldkeri, Finnur Guðmundsson meðstjórnandi og Gústaf Guðmundsson meðstjórnandi. Vettvangur fyrir handverk og samveru […]

Stefna að því að framleiða umhverfisvænasta malbik í heimi

Fagverk verktakar hafa tekið í notkun nýja malbikunarstöð á Esjumelum undir nafninu Malbikstöðin ehf. og er hún með afkastagetu sem samsvarar malbiksþörf höfuðborgarsvæðisins á ársgrundvelli. Heildarfjárhæð fjárfestingarinnar í malbikunarstöðinni er í kringum 2,5 milljarðar. Nýja stöðin gerir fyrirtækinu kleift að framleiða mun umhverfisvænna malbik en mögulegt hefur verið til þessa á Íslandi. Vilhjálmur Matthíasson eigandi […]

Tæknin er í stöðugri þróun

Ólafur Sigurðsson hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tækni. Hann útskrifaðist sem rafeindavirkjameistari árið 1979 og fór beint út á vinnumarkaðinn og sá m.a. um viðgerðir á ýmsum tæknibúnaði. Hann stofnaði síðar sitt eigið fyrirtæki, Varmás ehf. sem hann hefur rekið allar götur síðan. Það er óhætt að segja að það kenni ýmissa grasa […]

Rafhlaupahjólin mætt í Mosó

Mosfellingar geta nú nýtt sér umhverfisvænan samgöngumáta innanbæjar þar sem fyrirtækið Oss rafrennur ehf. hóf útleigu á rafhlaupahjólum. Innan skamms mun fyrirtækið svo bjóða íbúum að leigja rafhjól en bæði rafhlaupahjólin og rafhjólin verða á negldum dekkjum í vetur og því fyllsta öryggis gætt. Allt að 30 hjól í boði í dag Til að byrja […]

Lögreglan vonast til að búið sé að koma böndum á ástandið

Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn og færður í gæsluvarðhald í stórri aðgerð lögreglunnar í Mosfellsbæ miðvikudaginn 4. nóvember. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í tveimur húsum að undangengnum dómsúrskurði. Hald var lagt á töluvert magn af þýfi sem hefur gengið þokkalega að koma aftur í réttar hendur að sögn lögreglu. Innbrotafaraldur hafði geisað í nálægum […]

Unglingar vilja meiri tíma með foreldrum

Vinna hafin við nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu. Samvera með foreldrum/forsjáraðilum ásamt skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi er samkvæmt rannsóknum talin ein besta forvörnin í lífi barna og unglinga. Staðfastir og leiðandi foreldrar eru börnum sínum fyrirmynd og barn sem elst upp við slíkt öryggi er líklegra til að velja rétt fyrir sjálft sig í lífinu. […]

Jólaskógurinn í Hamrahlíð

Árið 2020 mun fara í sögubækurnar fyrir margra hluta sakir. Covid-19 hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið verður Jólaskógurinn í Hamrahlíð á sínum stað. Mjög auðvelt er að halda 2 m fjarlægð á milli fólks í skóginum og því hvetjum við sem flesta að koma […]

Kærumál vegna skipulagsbreytinga Reykjavíkurborgar á Esjumelum

Mosfellsbær og nokkrir íbúar í Leirvogstungu hafa kært Reykjavíkurborg til úrskurðarnefndar skipulagsmála vegna breytinga á deilskipulagi borgarinnar á athafnasvæði hennar á Esjumelum á Kjalarnesi. Ástæða kærunnar er að Mosfellsbær og þeir íbúar sem eru meðkærendur bæjarins telja breytingarnar séu brot á skipulagslögum og að þær séu ekki í samræmi við skilgreinda landnotkun í gildandi aðalskipulagi […]

Stöndum saman

Nú nálgast jólin óðfluga og aðventan er rétt handan við hornið. Flest krossleggjum við fingur í þeirri von að við náum að halda sæmilega hefðbundin jól á þessum sérkennilegu og lærdómsríku tímum. Í þessum aðstæðum sakna margir þess að geta ekki hitt fjölskyldu og vini, vinnufélaga, æfingafélaga, göngu-, hlaupa- og hjólafélaga og svo mætti lengi […]

Ein inn, ein út

Ég hlustaði á viðtal við Jóhann Inga Gunnarsson um síðustu helgi. Fékk ábendingu frá nokkrum góðum Mosfellingum um að ég þyrfti að gera það. Og það var rétt. Hann sagði frá sínum bakgrunni, sem er stórmerkilegur, og hvernig hann nálgast sín viðfangsefni og verkefni sem sálfræðingur. Eða öllu heldur sem breytingastjóri. Ég ákvað í morgun […]

Mamma Mía

Kynjafræðin leiðir okkur hægt og bítandi inn í nýja tíma. Styðjandi kvenleikinn, þar sem einstaklingur með kyngerfið ,,kona” styðjur við ,,ráðandi karlmennsku“, er sagður andstæða hins ,,mengandi“ á marga vegu innan áru kynjajafnréttis. Við vitum vel að kvenleikinn er félagslega mótaður og birtist með ólíkum hætti. Styðjandi kvenleikinn fer ; ,,[…] mjúkum, stundum silkiklæddum höndum […]

Áhuginn kom okkur í opna skjöldu

Byggingafélagið Bakki hefur byggt tólf tveggja herbergja íbúðir við Þverholt 21 sem Fasteignasala Mosfellsbæjar auglýsti til sölu í síðstu viku. Til sölu voru 12 fullbúnar 41-45 m2, tveggja herbergja íbúðir. Auglýst söluverð íbúðanna vakti mikla athygli, enda var ásett verð 25,9 – 28,5 milljónir, sem er lang lægsta verð sem sést hefur á nýbyggðum íbúðum […]

Ástríða mín liggur í að miðla tónlist

Berglind Björgúlfsdóttir tónlistarmiðlari og frumkvöðull segir tækifærin til að mennta og efla ungviðið liggja í náttúrutengingunni. Hún er söngkona, kennari, tónlistarmiðlari og frumkvöðull og hefur víðtæka menntun og reynslu af tónlistaruppeldi með börnum og fjölskyldum. Hún hefur stjórnað fjölmörgum barnakórum, haldið tónleika víða um heim og námskeið hennar vekja ávallt mikla lukku. Það sem hún […]