Kristín Ýr býður sig fram í 3.-4. sæti

Kristín Ýr Pálmarsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fram fer 5. febrúar 2022. „Ég er mikill Mosfellingur og hef ég alið upp börnin mín hér með manninum mínum honum Jónasi. Ég er lífsglöð og umhyggjusöm kona og vinir mínir segja að ég sé dugleg, traust og bjartsýn. Mér þykir mjög vænt um Mosfellsbæ og langar að taka þátt í að gera frábæran bæ enn betri.
Á þessu kjörtímabili hef ég verið varabæjarfulltrúi og varaformaður umhverfisnefndar. Ég gef kost á mér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna.“