Ásgeir býður sig fram í 1. sæti

Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem verður haldið 5. febrúar næstkomandi.
„Það gengur vel í Mosfellsbæ,“ segir Ásgeir. „Ánægja íbúa mælist mikil og ég hef sinnt mörgum skemmtilegum og krefjandi störfum í farsælum og sterkum meirihluta D- og V-lista á því kjörtímabili sem nú er að líða. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellinga og Mosfells­bæjar. Víðtæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín í bæjarstjórn auk mikillar reynslu af félagsmálum og mannauðsmálum eru meðal annars ástæður þess að ég vil leiða öflugan lista Sjálfstæðisflokksins til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellsbæ.“