Rúnar Bragi sækist eftir 3. sæti

Rúnar Bragi Guðlaugsson bæjarfulltrúi óskar eftir áframhaldandi stuðningi á lista Sjálfstæðismanna í prófkjöri sem fer fram 5. febrúar 2022 fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Hef ég mikinn áhuga og metnað á að starfa áfram að sveitarstjórnar­málum og fylgja eftir þeim fjöl­mörgu góðu málum sem hafa áunnist á þessu kjörtímabili. Ég tel að kraftar mínir og reynsla geti áfram nýst í þeirri miklu og spennandi uppbyggingu sem hefur verið og fram undan er í Mosfellsbæ.“ Rúnar er bæjarfulltrúi, formaður fjölskyldunefndar og öldungaráðs, ásamt því að sitja fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Strætó BS. Rúnar starfar sem framkvæmdastjóri Redder ehf. og er giftur Bylgju Báru Bragadóttur og saman eiga þau tvö börn.