Mosfellingur í sóttfrí

Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að standa af okkur ástandið sem nú geisar og sitja hjá eina umferð að minnsta kosti. Því kemur ekki blað út í byrjun apríl… heldur með hækkandi sól.

Allt atvinnulíf er í hægangi, engir viðburðir vegna samkomubanns, óvissutímar og lítið almennt að frétta úr bæjarlífinu og auglýsa. Eins og flestir vita reiðum við okkur á auglýsendur til að standa undir kostnaði við útgáfuna og koma blaðinu frítt til ykkar.

Bæjarblaðið er boðberi jákvæðra og skemmtilegra frétta og vonandi sést brátt til sólar og við hlöðum í næsta tölublað.

Mosfellingur er á facebook og Instagram og munum við standa þar vaktina næstu vikur 🙂

Endilega verið dugleg að merkja okkur @mosfellingur í skemmtileg story á Instagram.

Áfram Ísland!

 

———————————-
Uppfært: Næsta blað kemur út 14. maí