Entries by mosfellingur

Nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli

Nú hafa tekið gildi nýjar reglur um hænsnahald í þéttbýli í Mosfellsbæ, samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða. Þar kemur fram að leyfishafa er heimilt að halda allt að sex hænur í þéttbýli, en að ekki fáist leyfi til að halda hana (þ.e. karldýr). Leyfið er veitt til fimm ára í senn, og […]

Prestar Lágafellssóknar sendir í leyfi til áramóta

Séra Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur og séra Skírnir Garðarsson prestur verða í leyfi frá Lágafellssókn til áramóta. Tveir nýir prestar hafa þegar tekið til starfa tímabundið og munu þjóna söfnuðinum næstu vikurnar. Samkvæmt heimildum Mosfellings hefur óánægja ríkt í töluverðan tíma innan sóknarinnar og því gripið til þess ráðs að gefa báðum prestunum frí meðan unnið […]

„Þakklátur fyrir hvern einasta sjúkdómsfría dag“

Jólaljós, árlegir styrktar- og jólatónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða haldnir þann sunnudaginn 15. nóvember og verður dagskráin létt, hátíðleg og fjölbreytt. Diddú, María Ólafsdóttir, Hugi Jónsson, Bjarni Ara, Páll Rósinkranz, Greta Salóme, Hafdís Huld, Matthías Stefánsson, Jónas Þórir og að sjálfsögðu Kirkjukórinn munu koma fram ásamt mjög spennandi leynigesti. Að þessu sinni eru tónleikarnir haldnir til […]

Setjum markið hátt!

Eflaust kannast eflaust einhver ykkar við hann Siglufjarðar-Geira sem Jónas Árnason orti um hér um árið. Hann lenti í ýmsu eins og gerist en lét ekkert buga sig og viðhafði alltaf þau orð að lífið væri lotterí og hann tæki þátt í því. Þessi orð minna okkur á að við erum okkar gæfu smiðir og […]

Alhliða styrkur

Líkamlegan alhliða styrk er hægt að mæla með nokkrum vel völdum æfingum með eigin líkamsþyngd. Þessar æfingar eru rödd sannleikans, segja þér nákvæmlega hvar þú stendur. Þær eru öruggar og ef þú getur ekki framkvæmt þær 100%, þá er einfalt að finna auðveldari útgáfur sem þú getur gert til þess að bæta þig og styrkja. […]

Lék áhættuatriði fyrir James Bond

Alexander eða Lexi eins og hann er ávallt kallaður tók á móti mér á fallegu heimili sínu í Mosfellsdalnum. Á hlaðinu mátti sjá bíla, fjórhjól, vélsleða og mótorhjól svo eitthvað sé nefnt svo það fer ekki framhjá neinum hver áhugamálin eru á þessum bænum. Það þarf ekki að vera lengi í návist Lexa til að […]

Frumdrættir og fyrirmyndir í Listasalnum

Myndlistarsýningin Frumdrættir og fyrirmyndir var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í húsakynnum Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarnanum, Þverholti 2, Mosfellsbæ laugardaginn 17. október. Sýningarheitið vísar til teikningarinnar sem tjáningarmiðils. Sýningin er samstarfsverkefni og stefnumót listamannanna Guðbjargar Lindar, Jean Larson, Kristínar Geirsdóttir og Ólafar Oddgeirsdóttur.

Gefur sjálfri sér bók í afmælisgjöf

Steinunn Marteinsdóttir myndlistarkona á Hulduhólum hefur gefið út veglega bók um ævi hennar og verk. Bókin nefnist Undir regnboganum og rekur Steinunn sögu sína í máli og myndum. Hún fjallar um uppvöxt sinn í Reykjavík, nám sitt og störf. Bregður upp minnisstæðum svipmyndum af fjölskyldu, vinum og öðru samferðafólki og lýsir farsælum myndlistarferli. Bókin er […]

Tekin við rekstri Blómasmiðjunnar

Mosfellingarnir Helga Kristjánsdóttir og Leifur Guðjónsson eru nýir eigendur að Blómasmiðjunni í Grímsbæ við Bústaðaveg. „Við tókum við rekstrinum þann 1. júlí og erum mjög ánægð með viðtökurnar. Við erum með mikið úrval af afskornum blómum, pottablómum og fallegri gjafavöru. Við flytjum einnig sjálf inn ákveðnar vörur eins og reykelsi og fleira. Við leggjum mikið […]

Nýr organisti í Lágafellssókn

Keith Reed hefur verið ráðinn sem tónlistarstjóri og organisti Lágafellssóknar og tekur til starfa í byrjun desember. Keith sem hefur áralanga reynslu af kórstarfi starfar nú sem organisti í All Saints Parish í Corning í New York. En þar býr hann ásamt konu sinni Ástu Bryndísi Schram. Keith er vel þekktur innan kirkjunnar og starfaði […]

Sprotafyrirtækið IceWind framleiðir stormskýli

Mosfellska sprotafyrirtækið IceWind tekur þessa dagana þátt í frumkvöðlaþáttum á RÚV sem nefnast Toppstöðin. Átta hópar taka þátt og vinna undir leiðsögn sérfræðinga. Um 140 verkefni sóttu um þátttöku en einungis átta komust áfram. IceWind var stofnað árið 2012 með það að markmiði að þróa og koma á markað samkeppnishæfum og endingargóðum vindtúrbínum. „Við erum […]

Flottustu hrútarnir í sveitinni

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli í Kjós 12 . október. Ljóri frá Meðalfelli var valinn besti hrúturinn og tryggði hreppaskjöldinn á Meðalfell í Kjós. Þar gafst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi […]

Hvað viltu?

Að taka ákvörðun um að byrja á verki og takast á við það er skemmtilegt. Að ljúka verkefni vel fylgir mikil vellíðan. Það skiptir ekki öllu hvort verkefnið hafi verið stórt eða lítið. Allt frá því að negla upp myndina sem er búin að liggja á gluggakistunni síðustu fjórar vikur eða brjóta saman þvottahrúguna sem […]

Það þarf heilan bæ til að búa til fótboltabörn

Af barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Aftureldingar Íslenska fótboltaævintýrið er í algleymingi og nær hámarki þegar flautað verður til leiks á EM í Frakklandi næsta sumar. Á sama tíma geta Mosfellingar glaðst yfir farsælu barna- og unglingastarfi Knattspyrnudeildar þar sem iðkendum hefur fjölgað um þriðjung og hlutfall stúlkna aukist. Mikið hefur verið fjallað um árangur íslenska […]

Gervigrasvöllurinn að Varmá veturinn 2015 – 2016

Nú þegar vetraræfingar á gervigrasvellinum eru farnar af stað á fullum krafti er rétt að benda á nokkur atriði sem koma til umræðu á hverjum vetri. Völlurinn er keyrður með hámarks kyndingu yfir vetrartímann eða með eins háu hitastigi og völlurinn þolir, hitakerfið undir vellinum ræður með því móti við að hita völlinn og bræða […]