Entries by mosfellingur

Kjúklingarnir orðnir að kalkúnum

Þrándur Gíslason er kominn aftur heim eftir tveggja ára útlegð á Akureyri. Hvernig er að vera kominn aftur í Mosó? Það er alveg yndislegt, alveg hrikalega gott. Við fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir í Kardi­mommubænum í Þverholti, við hliðina á Einari Scheving. Ég er Kasper, Jesper og hann er Jónatan. Svo er […]

Kristín Þorkelsdóttir sýnir í Listasalnum

Þann 18. september kl. 17 opnar sýning á verkum eftir Kristínu Þorkels­dóttur í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni sem ber yfirskriftina ÁSÝND samferðafólks á lífsfleyinu er sjónum fyrst og fremst beint að portrettverkum Kristínar. Sýningin spannar allt frá eldri teikningum að nýjum verkum og einnig verða til sýnis skissubækur, dagbækur og vinnuteikningar. Kristín á langan feril […]

Ný heimasíða í loftið

Bæjarblaðið Mosfellingur er 13 ára í dag, 13. september. Blaðið kemur út á þriggja vikna fresti og er dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir af því helsta í Mosfellsbæ og næsta nágrenni. Stofnandi blaðsins er Karl  Tómasson […]

Bylting í þekkingu á CrossFit

Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavíkur hvetur alla til að mæta hverju augnabliki með jákvæðu hugarfari. CrossFit Reykjavík var stofnað í árslok 2009 í 27 fm bílskúr í Mosfellsbæ. Mikil bylting hefur orðið í þekkingu á CrossFit á Íslandi og ötulum iðkendum fjölgar stöðugt. Árið 2010 var stöðin því stækkuð og flutt um set. Framkvæmdastjóri

Hættu

Ég hef ekki tíma. Hvað hefur þú oft notað þessa afsökun? Ég hef notað hana alltof oft. En ég er að bæta mig, forgangsraða tíma mínum betur. Til þess að gera hluti sem gefa manni orku, þarf maður að taka aðra hluti út í staðinn. Annars lendir maður í vítahring tímastjórnunar­brjálæðis, svefnleysis og stress. Þegar […]

Þjóðarsáttmáli um læsi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu á dögunum Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin, sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi. Markmiðið er að öll börn sem hafa til þess getu, lesi sér til gagns […]

Nýtt bifreiðaverkstæði við Völuteig

Örn Þórisson Kjærnested opnaði nýverið Bifreiðaverkstæði Össa að Völuteig 27, þar sem hann býður upp á allar almennar bílaviðgerðir. „Ég opnaði verkstæðið í sumar, þetta fer vel af stað hjá mér og verkefnin og kúnnahópurinn fjölbreyttur og skemmtilegur,“ segir Össi. „Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla þá varð Borgarholtsskóli fyrir valinu. Ég skráði […]

Fjölnota innkaupapoki á hvert heimili

Bæjarráð hefur samþykkt að verða við erindi Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ. Ákveðið hefur verið að pokunum verði dreift helgina eftir dag íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi. Með pokunum fara heilsueflandi skilaboð frá Landlæknisembættinu sem

Umhverfisviðurkenningar veittar

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 voru afhentar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“ um liðna helgi. Hjónin Matthildur Elín Björnsdóttir og Karl Þór Baldvinsson hljóta viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel hannaðan garð að Litlakrika 25. Garðinn hafa þau byggt upp frá grunni á skömmum tíma og er umhirða til mikillar fyrirmyndar. […]

Leikfélagið heiðrað í annað sinn sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Frábært leikár hjá Leikfélagi Mosfellssveitar þar sem Ronja ræningjadóttir sló í gegn. Leikfélag Mosfellssveitar hefur verið útnefnt sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015. Leikfélagið hefur verið starfrækt síðan 8. nóvember 1976 og hefur sett svip sinn á menningarlíf í sveitarfélaginu

Náttúran og umhverfið í öndvegi

Um miðjan septembermánuð verður náttúrunni og umhverfinu gefinn sérstakur gaumur hér í Mosfellsbæ og viðamikil dagskrá helguð þessum mikilvægu málaflokkum. Að hluta til er um að ræða fjölþjóðlegt átak um mikilvægi þess að vernda umhverfið og náttúruna en einnig er um séríslenskt framtak

Kæru Mosfellingar

Mig langar að þakka fyrir samstarfið á bæjarhátíðinni okkar, Í túninu heima, sem fram fór helgina 28.-30. ágúst. Hátíðin var einstaklega vel heppnuð og bænum okkar til mikils sóma. Svona verkefni verður ekki unnið nema með því að allir hjálpist að. Það skiptir miklu máli að fá að borðinu fyrirtæki og félagasamtök og auðvitað íbúana […]

Hver er þín uppáhaldshreyfing?

Við í Mosfellsbæ tökum nú þátt í Hreyfivikunni „Move Week“ í annað sinn 21. – 27. september nk. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020 og eru allir hvattir til að […]

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16.-22. september

Dagana 16.-22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku samgönguvikunni, European Mobility Week í tíunda sinn. Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, bæði í Mosfellsbæ og víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við