Entries by mosfellingur

Heimabær menningarinnar

Mosfellsbær iðar af menningu. Einhvern veginn höfum við fundið fullkominn stað fyrir sköpunarkraftinn, þar sem þéttbýli og náttúran mætast á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Við höfum stolt fengið að fylgjast með tónlistarfólkinu okkar klifra upp metorðastigann bæði hér heima og erlendis. Ríkt menningarstarf í Mosfellsbæ og öflugur listaskóli hefur alið upp hæfileikaríkt listafólk á sviði tónlistar, ritlistar, […]

Við getum verndað Varmá

Þegar ég flutti aftur í Mosfellsbæ með mann, kött og drauma um að fá okkur hund skipti mig miklu máli að finna húsnæði sem væri nálægt náttúrunni. Ekki aðeins svo að göngutúrarnir með hundinn yrðu fjölbreyttir og skemmtilegir, heldur líka vegna þess að náttúra Mosfellsbæjar skiptir mig máli persónulega. Ég var svo heppin að finna […]

Þegar sumir eru jafnari en aðrir

Það er ákveðin meginregla í siðmenntuðu samfélagi að við höfum sömu réttindi og gegnum sömu skyldum, að fólki sé ekki mismunað t.d. á grundvelli búsetu. En hvers vegna er það þá þannig að sumir eru jafnari en aðrir þegar það kemur að því að kjósa til Alþingis, æðstu stofnunnar landsins.Skipta Mosfellingar og nágrannar okkar í […]

Hátíðardagskrá á Barion alla helgina

Barion heldur sínu striki þrátt fyrir aflýsta bæjarhátíð og blæs til mikillar veislu um helgina á hverfisstaðnum. Dagskráin hefst á fimmtudagskvöldið þegar „hátíðar-bingó“ verður spilað en bingókvöldin á Barion eru löngu orðin landsþekkt enda til mikils að vinna. Á föstudagskvöldið er það CCR-bandið sem heiðrar hina mögnuðu sveit Creedence Clearwater Revival. Bandið er skipað Huldumönnunum […]

Gerum þetta saman

Nú þegar skólastarf hefst að nýju eru grunnskólanemendur fullir eftirvæntingar að mæta í skólann sinn eftir sumarfrí. Einnig er að færast líf í starfið á leikskólunum eftir gott sumar og líf okkar allra að færast í fastar skorður. Við vonuðum í vor að kórónuveirufaraldurinn yrði vond minning þegar skólar hæfust nú í haust, en við […]

Palli hjólar

Ég fór í fjallahjólaferð með gömlum vinum úr #110 um þar síðustu helgi. Þetta var frábær ferð, en það sem gladdi mig mest var að upplifa einn af félögunum, köllum hann Palla, slá í gegn á hjólinu. Palli æfði fótbolta eins og við hinir, en hætti snemma. Hann var ekki í öðrum íþróttum og hefur […]

Um misvægi

Eftir síðustu Alþingiskosningar vantaði átta atkvæði upp á að Kópavogsbúinn Margrét Tryggvadóttir yrði annar þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Kragann. Fyrir vikið varð þingflokkur Samfylkingarinnar manninum færri en þingflokkur Framsóknarflokksins – þrátt fyrir að Samfylkingin hefði fengið rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsókn á landsvísu. Nú er ég kominn í annað sætið – og er út um […]

Snemma byrjuð á ævistarfinu

Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir kennari og lesblinduráðgjafi hefur starfað við kennslu hátt í 30 ár. Kennsla er starf sem krefst mikillar seiglu og sveigjanleika, þolgæðis og samstarfs við marga ólíka nemendur. Kennarinn þarf ósjaldan að beita ýmsum brögðum við að kveikja áhuga nemenda og getur því þurft að vera í senn, leiðbeinandi, fræðari, félagi og fyrirmynd. […]

Met slegið í íbúakosningu

Enn eitt þátttökumetið var slegið af íbúum Mosfellsbæjar í íbúakosningum sem stóðu yfir frá 31. maí til 6. júní en 20,5% Mosfellinga 15 ára og eldri tóku þátt og er þar um Íslandsmet að ræða. Þrátt fyrir mikla íbúafjölgun síðustu fjögur ár hefur kosningaþátttakan aukist hlutfallslega í hvert skipti í íbúakosningunni en verkefninu var fyrst […]

Varmárósar og friðlýsing Leirvogs

Samfylkingin í Mosfellsbæ hefur á stefnuskrá sinni að friðlýsa Leirvoginn vegna mikilvægis svæðisins fyrir fugla og vegna fjölbreyttra vistgerða á svæðinu. Nú þegar friðlýst svæði Varmárósa hefur verið stækkað virðist sem jarðvegur sé að skapast til að við málinu verði hreyft. Varmárósar eru hluti af stærra svæði, Leirvoginum, sem er mikilvægur í alþjóðlegu samhengi sem […]

Við förum í fríið

Ljósin á ströndu skína skærskipið það færist nær og nærog þessi sjóferð endi fær.Ég búinn er að puða og púlapokann að hífa og dekkin spúla. Við erum búin að standa okkur vel í kóvidinu, Íslendingar. Höfum haft þolinmóða, mannlega og öfluga leiðtoga sem hafa stýrt okkur í gegnum þessa sjóferð, ég held við getum öll […]

Ritskoðun í Rusllandi

Enn er talsvert fjör í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og nýsköpun bætist við annars talsverða listsköpun forseta bæjarstjórnar í gegnum árin. Í upphafi ársins 2021, nánar tiltekið 27. janúar, var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi nr. 775 mál er sneri að brunanum í SORPU 8. janúar þegar landsins stærsta gúanó, þ.e. hann Gýmir blessaður, kviknaði bókstaflega til lífsins. […]

Helga Þórdís nýr skólastjóri Listaskólans

Helga Þórdís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar frá 1. ágúst. Helga starfaði sem skólastjóri Tónlistarskólans á Tálknafirði í fjögur ár. Hún hefur sinnt tónlistarkennslu í grunnskólum og við ýmsa tónlistarskóla. Hún er prófdómari í samræmdum prófum í prófanefnd tónlistarskóla. Frá árinu 2013 hefur hún gegnt stöðu organista við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. […]

Mosfellskt hlaðvarp um bókmenntir

Vinkonurnar Tanja Rasmussen og Ástrós Hind Rúnarsdóttir eru með hlaðvarpið Listin og lífið sem aðgengilegt er á öllum helstu streymisveitum. Þar fjalla þær stöllur aðallega um bókmenntir á skemmtilegan og opinn hátt. „Við höfum líka alveg tekið fyrir lagatexta, ljóð og langar alveg að fjalla um leikrit og fleira sem tengist bókmenntum. Við kynntumst á […]