Júlíana sækist eftir 5. sæti

Júlíana Guðmundsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins sem fram fer 5. febrúar 2022. „Ég hef mikinn áhuga og metnað til þess að starfa fyrir sveitarfélagið og kynnast því góða starfi sem hefur átt sér stað í Mosfellsbæ og enn fremur tel ég að menntun mín og reynsla af atvinnulífinu muni nýtast vel í þeirri uppbyggingu sem fram undan er.

„Við hjónin erum nýflutt í Mosfellsbæ og þegar við vorum að ákveða að kaupa fasteign þá var þetta eina sveitarfélagið sem kom til greina og var það m.a. vegna nálægðarinnar við náttúruna og dóttur okkar sem einnig er nýflutt í bæinn. Ég er menntaður lögfræðingur með héraðsdómslögmannsréttindi og starfa í dag sem lögfræðingur fyrir fimm stéttarfélög. Ég er gift Sigurði Árna Reynissyni og saman eigum við tvö börn og eitt barnabarn.“