Hjörtur býður sig fram í 4. sæti

Hjörtur Örn Arnarson gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fer fram 5. febrúar 2022. Hjörtur er landfræðingur frá Háskóla Íslands og með framhaldsmenntun í kortagerð og landmælingum frá Danmörku. Hann er giftur Klöru Gísladóttur kennara í Helgafellsskóla og eiga þau saman 3 börn. Hjörtur hefur starfað í verkfræðigeiranum í hátt í 20 ár og komið að skipulagsmálum, landmælingum og kortagerð. Hjörtur hefur tekið þátt í starfi Aftureldingar í gegnum tíðina, bæði sem þjálfari og sjálfboðaliði.

„Ég býð fram krafta mína í bæjarpóli­tíkinni í Mosfellsbæ og óska eftir stuðningi í 4. sætið. Ég hlakka til að takast á við spennandi verkefni í þágu bæjarbúa í þeirri miklu uppbyggingu sem fram undan er í sveitarfélaginu.“