Arna Hagalíns gefur kost á sér í 2. sæti

Arna Hagalíns býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Arna er með B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands og MBA-gráðu með áherslu á mannauðsstjórnun frá háskólanum í Aberdeen í Skotlandi. Arna starfar sem rekstrar- og fjármálastjóri hjá E. Gunnarsson ehf. auk þess að þjálfa fólk í að auka eigið sjálfstraust hjá Dale Carnegie.

„Ég brenn fyrir mannlegu málunum, skóla-, íþrótta- og tómstundamálum. Er metnaðargjörn, jákvæð og lausnamiðuð og er þeirrar skoðunar að góður árangur sé afrakstur góðrar samvinnu. Á kjörtímabilinu hef ég starfað sem varabæjarfulltrúi, aðalmaður í fræðslunefnd, varamaður í menningar- og nýsköpunarnefnd og fulltrúi í Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. „Ég veit að reynsla mín, þekking og menntun getur komið að gagni og óska ég eftir stuðningi til að halda áfram að efla og styrkja okkar framsækna samfélag.“