„Landsbyggðarkaupfélag“ á Múlalundi

Á Múlalundi er eina ritfangaverslunin í Mosfellsbæ. Reyndar er verslunin ekki einungis ritfangaverslun heldur eins konar „landsbyggðarkaupfélag“ sem selur alls konar. Í versluninni fást ritföng, bækur, ljósritunarpappír, púsl, jólavörur, ljósaseríur úti og inni, límbönd, prjónar, kaffi og kex svo eitthvað sé nefnt. Nú er tími til að setja upp ljósaseríur úti sem inni, á Múlalundi fást flestar gerðir af Led ljósaseríum.

„Við erum alltaf að heyra af Mosfellingum sem ekki vita af búðinni. Margir halda að hér séu bara seldar möppur og plöst til fyrirtækja og átta sig ekki á hinu fjölbreytta vöruúrvali og lága verði sem hér er,“ segir Björn Heimir verslunarstjóri. „Vefverslunin okkar www.mulalundur.is er alltaf að eflast. Við höfum opið milli 8 og 16 á daginn en lokað um helgar. Það eru allir velkomnir á Múlalund.“