Þóra Björg býður sig fram í 5. sæti

Þóra Björg Ingimundardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem verður haldið 5. febrúar. Þóra Björg er viðskiptafræðingur og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan stúdentafélaga bæði í menntaskóla og háskóla.

„Ég hef búið í Mosfellsbæ allt mitt líf og vil því leggja mitt af mörkum til að rækta þetta fallega og fjölbreytta bæjarfélag sem við búum í. Mosfellsbær fer ört stækkandi sem skapar nýjar áskoranir sem þarf að leysa ásamt nýjum tækifærum til að skara fram úr, hvort sem um er að ræða menntamál, menningarmál eða aðra málaflokka,“ segir Þóra.