Kári Sigurðsson gefur kost á sér í 4.-6. sæti

Kári Sigurðsson býður sig fram í 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer í janúar. Kári 30 ára gamall og uppalinn Mosfellingur frá blautu barnsbeini. Kári hefur starfað í félagsmiðstöðinni Bólinu og sem flokksstjóri og launafulltrúi í vinnuskóla Mosfellsbæjar á sínum yngri árum.

Unnusta Kára heitir Ásta Ólafsdóttir þjónustu og sölustjóri hjá Nova og eiga þau einn son. Kári starfar sem viðskiptastjóri. „Ég hef áhuga á því að nýta krafta mína til að styrkja innviði bæjarins hvort sem það eru skipulagsmál eða einföldun ferla.“