Entries by mosfellingur

Fyrsti Mosfellingur ársins

Þann 3. janúar kl. 02:20 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2017 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Það var drengur sem var 3.474 gr og 52 cm. Foreldrar hans eru Sigurður Grétar Ágústsson og Svanfríður Arna Jóhannsdóttir og búa þau í Einiteig 1. Drengurinn er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau Hörpu Dagbjörtu 14 ára […]

Stærsta innanhússsamkoma ársins

Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 21. janúar. Að vanda fer blótið fram í íþróttahúsinu að Varmá og opnar húsið kl. 19. Miðasala og borðaúthlutun verður föstudaginn 13. janúar á Hvíta Riddaranum og hefst kl. 18. „Þetta er í tíunda sinn sem blótið er haldið í þessari mynd og það er svo til sama fólkið hefur […]

Um áramót

Kæru Mosfellingar! Um áramót er gott að staldra aðeins við, líta um öxl og jafnframt horfa fram á veginn. Höfum við gengið til góðs og hvernig blasir framtíðin við okkur? Árið 2016 var að mörgu leyti mjög viðburðaríkt og merkilegt ár hér á landi sem og úti í hinum stóra heimi. Íslendingar kusu nýjan forseta […]

Köngulóarvefurinn

Ég var að koma heim úr ferðalagi. Fór á staði sem ég hef ekki komið á áður og á staði sem ég hef áður heimsótt. Þetta var frábært ferðalag. Ég lærði margt nýtt og naut þess í botn að vera með mínum nánustu. Það hafði líka mikil áhrif á mig í ferðalaginu að fylgjast með […]

Heilsuárið framundan

Gleðilegt ár kæru Mosfellingar og nærsveitungar! Um áramót eru margir sem setja sér markmið fyrir komandi ár og líta margir á þessi tímamót sem nýtt upphaf þar sem framundan eru 365 óskrifaðir dagar og þar með ótal tækifæri til að efla eigin vellíðan og annarra. Ég sjálf ætla t.d. að temja mér að hrósa meira, […]

Gas- og jarðgerðarstöð rís á Álfsnesi

Nýlega var undirritað samkomulag um tæknilausn fyrir nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Forsaga þess máls er að árið 2013 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að frumkvæði Mosfellsbæjar, eigendasamkomulag um ráðstafanir varðandi meðhöndlun úrgangs og byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Ástæða þessa samkomulags var fyrst og fremst sú að urðunarstaðurinn í Álfsnesi hefur verið okkur […]

Kæru bæjarbúar og nærsveitungar

Rauði krossinn í Mosfellsbæ óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegs og farsæls nýs árs. Við viljum þakka kærlega þeim fjölmörgu sem hafa ljáð okkur hluta af því dýrmætasta sem við öll eigum, þ.e. tíma, við að skapa betra samfélag á starfssvæði okkar. Starfssvæði Rauða krossins í Mosfellsbæ er nokkuð stórt og byggðin dreifð. Við störfum […]

Kæru FaMos félagar

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra með þökk fyrir liðin. Fram undan er mikil og stórbrotin dagskrá á döfinni í samvinnu við Félagsstarfið og Elvu Björgu að Eirhömrum. Við skulum gera allt sem við getum til að njóta þess sem í boði er. Þjóðsagnanámskeið mun byrja þann 17. janúar n.k. ef næg þátttaka fæst. Enn […]

Guðni Valur Mosfellingur ársins 2016

Hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum ferli Guðni Valur Guðnason, 21 árs kringlukastari, er Mosfellingur ársins 2016. Árið hjá honum var vægast sagt viðburðaríkt og toppurinn var að sjálfsögðu þátttaka hans á Ólympíuleikunum í Ríó. Guðni Valur hefur tekið gríðarlegum framförum í greininni þau þrjú ár sem hann hefur stundað kringlukast af fullum krafti. Áður […]

Nýr klórbúnaður tekinn í notkun í sundlaugunum

Fjárfest hefur verið í nýjum klórgerðarbúnaði fyrir sundlaugar Mosfellsbæjar. Búnaðurinn framleiðir klór úr matarsalti þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa saltið í frumefni sín. Þegar þau efni blandast vatninu myndast efni sem hentar vel til sótthreinsunar í sundlaugum. Mosfellsbær er eitt af fyrstu sveitafélögum landsins til að taka í notkun slíkan búnað. Umhverfisvænt […]

Með umboð fyrir risaframleiðanda

Bílaumboðið Ís-band hefur opnað glæsilegan sýningarsal nýrra bíla að Þverholti 6 en fyrirtækið flytur inn bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler. Sýningarsalurinn er nú fullur af hinum ýmsu módelum frá Fiat, Jeep og Dodge og er þarna mikið úrval af bílum, allt frá minnstu smábílum upp í stóra jeppa. Ís-band var stofnað 1998 af Októ Þorgrímssyni […]

Opnar ljósmyndaver á Reykjaveginum

Ljósmyndarinn Harpa Hrund flutti nýlega með ljósmyndaverið sitt í Mosfellsbæinn. „Við vorum búin að leita lengi að húsi sem rúmaði okkur öll, fimm manna fjölskyldu hund, kött og ljósmyndaverið mitt sem ég hef undanfarin 11 ár rekið í Skeifunni. Við keyptum húsið Borg á Reykjavegi 88. Við tók mikil vinna við að standsetja húsið og […]

Hafist handa við Helgafellsskóla

Fyrsta skóflustunga að nýjum leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ var tekin í dag, miðvikudaginn 7. desember. Skóflustunguna tóku væntanlegir nemendur skólans sem stunda nú nám í Brúarlandi. Sá skóli er undanfari stofnunar Helgafellsskóla og er rekinn sem útibú frá Varmárskóla. Nemendunum til halds og trausts voru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ. Helgafellshverfi byggist upp á […]

Skálinn í Álafosskvos vígður

Í lok sumars festi skátafélagið Mosverjar kaup á húsi að Álafossvegi 18 í Mosfellsbæ með stuðningi Mosfellsbæjar. Húsið er staðsett í Álafosskvosinni, á frábærum stað fyrir skátastarf. Með aðstoð og stuðning frá skátum, foreldrum, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum er húsið orðið að heimili, Skátaheimili. Skátaheimilið fær nafnið Skálinn Skátaheimilið hefur fengið nafnið Skálinn og fór […]

Jón Júlíus ráðinn framkvæmda­stjóri Aftureldingar

Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar og var hann valinn úr hópi 22 umsækjenda. Jón Júlíus er 29 ára gamall og ólst upp í Grindavík. Hann hefur undanfarin ár starfað sem markaðs- og skrifstofustjóri Golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Jón Júlíus er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri […]