Entries by mosfellingur

Ljótir skór, sterkir fætur

Ég fæ reglulega að heyra að ég gangi í ljótum skóm. Það er mögulega eitthvað til í því, þetta er auðvitað smekksatriði. Það sem einum finnst ljótt, finnst öðrum fallegt. Skór eru eins og tónlist. Mögnuðustu tónleikar sem ég hef upplifað voru með Sigur Rós í Bjarnarfirði á Ströndum fyrir nokkrum árum. Útitónleikar í göldróttu […]

Íþróttalífið af stað eftir sumarfrí

Nú fer að líða að því sem allir hafa verið að bíða eftir: Íþrótta- og tómstundastarf hefst á ný eftir sumarfríið! Við erum svosem alltaf spennt á haustin, en það er ekki laust við að fiðringurinn sé örlítið meiri en venjulega að þessu sinni. Fyrir margar vetraríþróttir var þetta sumar heldur lengra en við höfðum […]

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2020 aflýst

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ákvað í dag að af­lýsa bæj­ar­hátíðinni Í tún­inu heima vegna kór­ónu­veirufar­aldrus­ins. Þetta var ákveðið eft­ir til­lögu neyðar­stjórn­ar bæj­ar­ins sem samþykkt var á fundi menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar á þriðju­dag. Hátíðin var fyr­ir­huguð dag­ana 28.-30. ág­úst. Tinda­hlaup­inu sem fara átti fram sömu helgi er einnig af­lýst, en Mos­fells­bær er einn af fram­kvæmd­araðilum þess. „Til stóð […]

Unnið að deiliskipulagi fyrir atvinnukjarna í landi Blikastaða

Mosfellsbær og Reitir fasteignafélag vinna saman að deiliskipulagi fyrir nýjan atvinnukjarna í landi Blikastaða. Svæðið er við Vesturlandsveg á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Á svæðinu er fyrirhuguð uppbygging atvinnukjarna sem skipulagður verður með náttúru, sjálfbærni og samnýtingu að leiðarljósi. Náttúra og lífríki í ánni Korpu og í skógræktinni í hlíðum Úlfarsfells skapa vistlega umgjörð um […]

Það er af mörgu að taka

Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Miðflokksins segir flokkinn líta á mótlæti sem orku sem ber að virkja. Sveinn Óskar leiddist ungur út í stjórnmál en það var nú alls ekki á döfinni af hans hálfu. Á unglingsárunum fór Sveinn að fara víða með föður sínum á fundi en hann starfaði bæði sem varaþingmaður og […]

MotoMos í endurnýjun lífdaga

Þann 13. maí var kosin ný stjórn í Moto­Mos og við tók ein yngsta stjórn landsins hjá félagi innan MSÍ (Mótorhjóla- & vélasleðasambandi Íslands sem er hluti af ÍSÍ). Formaður er Jóhann Arnór Elíasson en aðrir stjórnarmenn eru Leon Pétursson, Egill Sverrir Egilsson, Pétur Ómar Þorsteinsson og Örn Andrésson. Varamenn í stjórn eru þeir Egill […]

Ný gas- og jarðgerðarstöð tilbúin til notkunar

Ný flokkunarlína fyrir úrgang var tekin í notkun 18. júní í móttökustöð SORPU í Gufunesi, sem markar upphaf prófunarferlis á flokkun úrgangs frá heimilum. Um er að ræða mikilvægt undirbúningsskref fyrir vinnslu í nýrri gas- og jarðgerðarstöð (GAJA) á Álfsnesi. Nýja flokkunarlínan tekur við lífrænum úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu, hreinsar úr honum plast og […]

Breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ

Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur Mosfellinga og reyndar landsmenn alla að framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ séu loksins hafnar. Þessi framkvæmd er búin að vera baráttumál bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ í mörg ár og hafa bæjarstjóri og starfsmenn bæjarins verið óþreytandi og lagt á sig mikla vinnu við að þrýsta á Vegagerðina til að […]

Gaman saman í sumar

Þá er sumarið gengið í garð og um að gera að njóta þess til fullnustu eftir þennan vægast sagt sérkennilega vetur sem einkennst hefur af vindi, verkföllum og veiru. Hann hefur að mörgu leyti verið erfiður en um leið lærdómsríkur og jafnvel fært okkur enn nær kjarna þess sem skiptir máli í lífinu. Samvera mikilvæg […]

Besta íþróttagreinin

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á ávinning þess fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu að stunda íþróttir. Það sem mestu máli skiptir er að hafa gaman og njóta þess að hreyfa sig, til að hreyfingin skili sem mestri vellíðan. Skipulagt íþróttastarf hefur verndandi áhrif á börn og þau eru ólíklegri til að neyta vímuefna á borð […]

Ræktum okkur sjálf í sumar!

Sumarið er frábær tími til þess að rækta okkur og blómstra! Þar sem sólin skín hátt, dagarnir eru lengri og gleðin er við völd! Á sumrin erum við orkumeiri, njótum útiverunnar betur, förum oftar í sund og jafnvel niður á „strönd“. Þegar við fækkum fötum vaknar ef til vill sjálfsóöryggið og púkinn á öxlinni byrjar […]

Bylting í umhverfismálum á Íslandi

Bygging gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi er eitt stærsta umhverfisverkefni sem Íslendingar hafa ráðist í hingað til. Upphaf verkefnisins má rekja til ársins 2013 með undirritun eigendasamkomulags allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um meðhöndlun úrgangs. Fram kom m.a. í eigendasamkomulaginu að byggð skyldi gas- og jarðgerðarstöð og með því gert kleift að hætta urðun lífræns úrgangs. […]

Lifðu!

Við Vala erum að gefa út bók. Hún heitir Lifðu! og snýst um heilsu og hamingju. Bókin byggist á ferðalagi okkar um þau svæði heimsins þar sem langlífi og góð heilsa haldast hvað mest í hendur. COVID-19 var ekki komið til sögunnar þegar við vorum á ferðinni um þessi svæði í fyrra, en það hefur […]

Liðsstyrkur fyrir komandi tímabil

Birkir Benediktson, Einar Ingi Hrafnsson, Arnór Freyr Stefánsson og Gunnar Malmquist hafa allir framlengt samninga sína við handknattleikslið Aftureldingar. Allir hafa þeir verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Birkir og Einar Ingi eru uppaldir Mosfellingar og er Gunni Mall að hefja sitt sjöunda tímabil í Aftureldingu. Arnór Freyr kom til Aftureldingar árið 2018 eftir að […]

Piparkorn gefur út plötu og blæs til útgáfutónleika

Djasshljómsveitin Piparkorn var að gefa út sína fyrstu hljómplötu á Spotify. Hljómsveitina skipa Mosfellingarnir María Gyða Pétursdóttir söngkona, Gunnar Hinrik Hafsteinsson sem spilar á gítar og bassa, Magnús Þór Sveinsson píanóleikari, Þorsteinn Jónsson á trommur og hin ungi og efnilegi 15 ára Keflvíkingur Guðjón Steinn Skúlason sem spilar á saxafón. „Meðlimir Piparkorns hafa spilað saman […]