Entries by mosfellingur

Jólaskógurinn í Hamrahlíð

Árið 2020 mun fara í sögubækurnar fyrir margra hluta sakir. Covid-19 hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið verður Jólaskógurinn í Hamrahlíð á sínum stað. Mjög auðvelt er að halda 2 m fjarlægð á milli fólks í skóginum og því hvetjum við sem flesta að koma […]

Kærumál vegna skipulagsbreytinga Reykjavíkurborgar á Esjumelum

Mosfellsbær og nokkrir íbúar í Leirvogstungu hafa kært Reykjavíkurborg til úrskurðarnefndar skipulagsmála vegna breytinga á deilskipulagi borgarinnar á athafnasvæði hennar á Esjumelum á Kjalarnesi. Ástæða kærunnar er að Mosfellsbær og þeir íbúar sem eru meðkærendur bæjarins telja breytingarnar séu brot á skipulagslögum og að þær séu ekki í samræmi við skilgreinda landnotkun í gildandi aðalskipulagi […]

Stöndum saman

Nú nálgast jólin óðfluga og aðventan er rétt handan við hornið. Flest krossleggjum við fingur í þeirri von að við náum að halda sæmilega hefðbundin jól á þessum sérkennilegu og lærdómsríku tímum. Í þessum aðstæðum sakna margir þess að geta ekki hitt fjölskyldu og vini, vinnufélaga, æfingafélaga, göngu-, hlaupa- og hjólafélaga og svo mætti lengi […]

Ein inn, ein út

Ég hlustaði á viðtal við Jóhann Inga Gunnarsson um síðustu helgi. Fékk ábendingu frá nokkrum góðum Mosfellingum um að ég þyrfti að gera það. Og það var rétt. Hann sagði frá sínum bakgrunni, sem er stórmerkilegur, og hvernig hann nálgast sín viðfangsefni og verkefni sem sálfræðingur. Eða öllu heldur sem breytingastjóri. Ég ákvað í morgun […]

Mamma Mía

Kynjafræðin leiðir okkur hægt og bítandi inn í nýja tíma. Styðjandi kvenleikinn, þar sem einstaklingur með kyngerfið ,,kona” styðjur við ,,ráðandi karlmennsku“, er sagður andstæða hins ,,mengandi“ á marga vegu innan áru kynjajafnréttis. Við vitum vel að kvenleikinn er félagslega mótaður og birtist með ólíkum hætti. Styðjandi kvenleikinn fer ; ,,[…] mjúkum, stundum silkiklæddum höndum […]

Áhuginn kom okkur í opna skjöldu

Byggingafélagið Bakki hefur byggt tólf tveggja herbergja íbúðir við Þverholt 21 sem Fasteignasala Mosfellsbæjar auglýsti til sölu í síðstu viku. Til sölu voru 12 fullbúnar 41-45 m2, tveggja herbergja íbúðir. Auglýst söluverð íbúðanna vakti mikla athygli, enda var ásett verð 25,9 – 28,5 milljónir, sem er lang lægsta verð sem sést hefur á nýbyggðum íbúðum […]

Ástríða mín liggur í að miðla tónlist

Berglind Björgúlfsdóttir tónlistarmiðlari og frumkvöðull segir tækifærin til að mennta og efla ungviðið liggja í náttúrutengingunni. Hún er söngkona, kennari, tónlistarmiðlari og frumkvöðull og hefur víðtæka menntun og reynslu af tónlistaruppeldi með börnum og fjölskyldum. Hún hefur stjórnað fjölmörgum barnakórum, haldið tónleika víða um heim og námskeið hennar vekja ávallt mikla lukku. Það sem hún […]

Æskuvinkonur opna vefverslun

Æskuvinkonurnar Ísfold Kristjánsdóttir og Tanja Rut Rúnarsdóttir opnuðu í júlí vefverslunina Narníu sem selur hágæða barnaföt og barnavörur. Nafnið Narnía hefur yfir sér ævintýrablæ en skírskotar líka til þessa ævintýris þeirra vinkvennanna. „Ég hef allar tíð haft mikinn áhuga á fallegri hönnun og gæða vörum og mig hefur lengi dreymt um að stofna mitt eigið […]

Reykjalundur 75 ára

Til stóð að halda afmælisviku á Reykjalundi, með fjölda viðburða í tilefni afmælis hans, en eins og ástandið er í þjóðfélaginu fer lítið fyrir þeim hátíðarhöldum. Forsætisráðherra gaf sér þó tíma, fyrir hertar sóttvarnareglur, til að stilla sér upp með Pétri Magnússyni nýjum forstjóra Reykjalundar. Reykjalundur er einn stærsti vinnustaðurinn Mosfellsbæjar með tæplega 200 starfsmenn. […]

Fulli gaurinn í partýinu

Covid er orðið eins og fulli gaurinn með endalausa úthaldið í partýinu sem átti að vera löngu búið, vill ekki hætta, vill ekki fara. Við komum gaurnum ekki út, hann er þarna og við þurfum að sætta okkur við það. Hann fer einhvern tíma, en bara þegar honum sýnist. Eitt af því sem mér finnst […]

Seljadalsnáma eða ekki?

Hvar er Seljadalsnáma? Hún er í Þormóðsdal skammt fyrir ofan Hafravatn. Náman var starfrækt frá 1985 til 2016 samkvæmt samningi Mosfellsbæjar sem landeiganda og Reykjavíkurborgar f.h. Malbikunarstöðvar borgarinnar. Malbikunarstöðin vann steinefni úr námunni til að nota í malbik. Til að hefja að nýju efnistöku úr námunni þarf að fara fram mat á umhverfisáhrifum. Þetta hefur […]

Gefa út sína fyrstu plötu

Rokkhljómsveitin Red Line hefur gefið út sína fyrstu hljómplötu á Spotify. Hljómsveitin er skipuð fjórum ungum og efnilegum Mosfellingum, þeim Kristjáni Ara Haukssyni söngvari, Nóa Hrafni Atlasyni bassaleikara, Ísaki Andra Valgeirssyni gítarleikara og trommaranum Þorsteini Jónssyni. „Við stofnuðum hljómsveitina í janúar og sömdum þrjú lög fyrir Músík­tilraunir en vegna COVID19 var hætt við keppnina í […]

Þoli illa tvíverknað og tilgangsleysi

Ítalski Mosfellingurinn Michele Rebora eða Tittí eins og hann er ávallt kallaður flutti til Íslands árið 2001 en hann er alinn upp í þorpi nálægt Genova. Það var aldrei ætlun hans að flytja frá heimalandi sínu en eftir að hann hitti bláeygða draumadís frá Laugarvatni var hann fljótur að slá til. Þau hjónin hafa komið […]

Skógræktarfélagið hlýtur umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum árlegar umhverfisviðurkenningar. Viðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Skógræktarfélag Mosfellsbæja  fær viðurkenningu fyrir góð störf að skógræktarmálum í Mosfellsbæ um margra ára skeið. Skógræktarfélagið hefur áratugum saman unnið óeigingjarnt starf við skógrækt í Mosfellsbæ með uppbyggingu fallegra skógarlunda og útivistarsvæða og þannig […]

Handbolti.is kominn í loftið

Þann 3. september opnaði vefurinn Handbolti.is. Vefurinn er gefinn út af Snasabrún ehf, sem er í eigu Mosfellinganna Ívars Benediktssonar blaðamanns og Kristínar B. Reynisdóttur sjúkraþjálfara. Ívar er ritstjóri og ábyrgðarmaður. Hann var í hartnær aldarfjórðung íþróttafréttamaður hjá Morgunblaðinu og mbl.is og fylgdist á þeim tíma grannt með handknattleik, jafnt innanlands sem utan. Öflugur fréttaflutningur […]