Betra líf fyrir fjölbreyttar fjölskyldur

Gerður Pálsdóttir

Alþingiskosningar nálgast. Nú hefur þú, kjósandi góður, tækifæri til að kjósa með breytingum til betra lífs fyrir allar fjölskyldur á Íslandi.
Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðarþjónustu á Íslandi til þess að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti.

Endurreisn barnabótakerfisins
Samfylkingin ætlar að endurreisa barnabótakerfið að norrænni fyrirmynd. Það gerum við með því að hækka skerðingarmörk tekjutengdra barnabóta úr 351 þús. kr. fyrir einstæða foreldra í 600 þús. kr. og sömu mörk fyrir par í 1.200 þús. kr. Þannig jöfnun við kjörin og léttum undir með barnafjölskyldum. Tillögur Samfylkingarinnar eru fullfjármagnaðar, sanngjarnar og jafnaðarstefna í framkvæmd. Við hvetjum kjósendur til styðja okkur svo að þessar breytingar verði gerðar á barnabótakerfinu.

Þórunn

Mikilvægi sterkrar velferðarþjónustu
Samfylkingin ber ábyrgð á framgangi jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Það er því á okkar ábyrgð að vinna sífellt að endurskoðun og nýsköpun innan velferðarþjónustunnar til að hún þróist í takt við kröfur samtímans og virki sem skyldi. Ljóst er að margt má betur fara í íslensku velferðarkerfi og það viljum við laga. Kerfið byggir í of ríkum mæli á skerðingum og tekjutengingum og er hvorki nógu almennt né nógu þétt. Of mörg falla á milli kerfa, festast í fátæktargildrum eða lifa í einsemd og einangrun. Alltof mörg þurfa að óttast um lífsafkomu sína, neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu eða alast upp í fátækt.
Hornsteinn velferðarsamfélags jafnaðarmanna er virðing okkar allra fyrir hverjum og einum. Þess vegna leggur Samfylkingin ríka áherslu á að notendasamráð sé viðhaft við alla stefnumótun og ákvarðanatöku um velferðarmál og þannig tryggt að stefna stjórnvalda sé í takti við veruleika og aðstæður þeirra hópa sem við á. Við lítum svo á að sérhver manneskja hafi eitthvað til samfélagsins að leggja og viljum nýta styrkleika hvers og eins sem best með þvíað stuðla að virkri þátttöku sem flestra og rjúfa einangrun þeirra sem upplifa sig afskipta eða útundan.

Bætt réttindi fatlaðs fólks
Samfylkingin vill að réttindi fatlaðs fólks séu virt í hvívetna á Íslandi. Það kallar á fullt aðgengi á öllum sviðum samfélagsins og að fötluðum einstaklingum séu tryggð tækifæri til sjálfstæðs lífs. Við viljum lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fylgja honum eftir með markvissum aðgerðum, meðal annars fullri fjármögnun stuðningsþjónustu og samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Áfram þarf að vinna að viðhorfsbreytingu í samfélaginu gagnvart réttindum fatlaðs fólks og gegn hvers kyns mismunun og fordómum í þeirra garð.
Settu X við S í kjörklefanum 25. septem­ber nk.!

Gerður Pálsdóttir er þroskaþjálfi, búsett í Mosfellsbæ og skipar
9. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir listann.