Entries by mosfellingur

Apótek MOS opnar í Háholti

Þór Sigþórsson lyfsali hefur opnað nýtt apótek í Mosfellsbæ. Apótek MOS er einkarekið og staðsett í Krónuhúsinu í Háholtinu. Apótekið er í björtu og rúmgóðu húsnæði og allt hið glæsilegasta með fjölbreytt vöruúrval. „Hér er kominn mjög öflugur verslunarkjarni og mér fannst því vænlegt að láta slag standa,“ segir Þór sem opnaði dyrnar fyrir viðskiptavinum […]

Ólympíuskrokkar

Eitt af því skemmtilegasta við Ólympíuleika er að spá í líkamsbyggingu keppenda. Maður sér litla, stóra, mjóa, breiða, langa, stutta, þétta og þunna skrokka. Allt eftir því í hvaða íþrótt skrokkarnir eru að keppa í. Blakarar eru hávaxnir, körfuboltaspírunar líka. Kastararnir eru þungir og þéttir. Fimleikafólkið vöðvaþrungið. Langhlauparar vöðvarýrir. Hver íþróttagrein á sinn uppáhaldsvöxt. Það […]

Lét æskudraum sinn rætast

Hlíf Ragnarsdóttir hefur margra ára reynslu sem hársnyrtimeistari en hún rak áður hárgreiðslustofu í Þorlákshöfn. Árið 2013 færði hún sig um set og opnaði stofu í Mosfellsbæ. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun því hér finnst henni gott að vera og hún er þakklát bæjarbúum sem hafa tekið vel á móti henni. Hlíf er […]

Ísak Snær á leið í atvinnumennsku

Hin ungi og efnilegi knattspyrnumaður Ísak Snær Þorvaldsson flytur nú í júnímánuði til Norwich ásamt fjölskyldu sinni. Ísak er 15 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Aftureldingu. Hann er sonur hjónanna Þorvaldar Ásgeirssonar og Evu Hrannar Jónsdóttur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri, ég mun æfa og keppa með U16 og […]

Söfnuðu sér fyrir sumar­búðum í Bandaríkjunum

Fyrir um ári síðan ákváðu fjórir strákar úr Mosó að reyna að komast inn í BMX sumar­búðir til Bandaríkjanna. Þetta eru þeir Guðgeir, Hlynur, Kristján og Tjörvi. Fóru þeir af stað með söfnun og gengu í hús í Mosfellsbæ. Þeir söfnuðu dósum, seldu klósettpappír og sælgæti. Ferðin varð svo að veruleika strax eftir skólaslitin í […]

Áfram Ísland!

Fátt er betra fyrir heilsuna en samvera með jákvæðu fólki. Á sama hátt og fátt er verra fyrir heilsuna en mikil samvera með leiðinlegu fólki. Ég fór í þriggja daga æfingaferð með frábæru fólki núna í júní. Það gaf mér mikið, bæði líkamlega og andlega, og ég kom endurnærður heim. Þessi ferð var tilraunaferð. Hugmyndin […]

Njótum sumarsins saman!

Þá er sumarið gengið í garð og um að gera að njóta þess til fullnustu. Margir eru nú þegar komnir í frí og enn aðrir farnir að telja niður dagana af tilhlökkun. Samvera og vellíðan Lífsmynstur margra breytist á sumrin og flest okkar fá tækifæri til að njóta enn meiri tíma með fjölskyldum okkar og […]

Umhverfisviðurkenningar – nýjar reglur

Undanfarin ár hefur Mosfellsbær veitt viðurkenningar til þeirra sem hafa skarað fram úr við að gera bæinn okkar enn fallegri. Þær hafa verið veittar í þremur flokkum: fallegasti húsagarðurinn, snyrtilegasta íbúagatan og fyrirtæki eða stofnanir sem hafa skapað fagurt og snyrtilegt umhverfi. Þessi skipting er að sumu leyti barn síns tíma því sífellt fleiri láta […]

Uppbygging í Mosfellsbæ

Það fer ekki fram hjá neinum sem leið á um Helgafellshverfi þessar vikurnar að þar er mikið um að vera. Helgafellshverfið er núna stærsti vinnustaðurinn í Mosfellsbæ, þar vinna smiðir, múrarar og fleiri iðnaðarmenn að því að reisa í kringum 400 íbúðir. Uppbyggingin í Leirvogstungu er einnig mikil en þar eru um þessar mundir um […]

Möguleikar á byggingu gagnavers

Síminn hf. hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima við Hólmsheiði. Óskað er eftir 5.000 fm lóð til uppbyggingar í fyrsta áfanga með möguleika á stækkun. Fjallað hefur verið um málið í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og í kjölfarið hefur bæjarráð falið bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu. Staðsetningin […]

Færðu hælisleitendum reiðhjól

Rauði krossinn í Mosfellsbæ hefur fært hælisleitendum í Arnarholti á Kjalarnesi fimm reiðhjól ásamt hjálmum og lásum. Deildin stóð fyrir hjólasöfnun og færir fólki bestu þakkir fyrir hjálpina og sérstaklega Barnaheillum sem útveguðu nokkur hjól. Byko gaf svo myndarlegan afslátt á hjálmum og fylgihlutum. „Það er okkar von að með komu hjólanna verði auðveldara fyrir […]

Rokkum á ósamstæðum sokkum

Sigrún Guðlaugardóttir er vel kunnug fjölbreytileikanum. Hún er hvatamanneskjan að viðburðinum Rokkum á sokkum sem fer fram föstudaginn 10. júní nk. Þann dag hvetur hún alla til að ganga í ósamstæðum sokkum til að vekja athygli á fjölbreytileikanum í hvaða formi sem hann er. Allir geta tekið þátt á þeim forsendum sem standa þeim næst […]

Kristófer Fannar gengur til liðs við Aftureldingu

Markvörðurinn öflugi, Kristófer Fannar Guðmundsson, hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Kristófer Fannar er 25 ára Mosfellingur, uppalinn í Aftureldingu. Síðustu fjögur tímabil hefur hann leikið með ÍR og Fram. Kristófer er einn allra besti markvörður á Íslandi í dag og er kominn með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann á því eftir að […]

Sefur þú nóg?

Svefn er öllum manneskjum mikilvægur enda ein af grunnþörfum mannsins. Hann veitir hvíld, endurnærir líkamann og endurnýjar orkuna sem gefur okkur kraft til að takast á við dagsins gleði og amstur og er því nauðsynlegur þáttur heilbrigðra lífshátta. Hann styrkir jafnframt ónæmiskerfið og gerir okkur betur í stakk búin til að mæta alls kyns umgangspestum […]

Fyrsta líkamsrækt barnsins

Í Mosfellsbæ er boðið uppá ungbarnasund á tveimur stöðum, hjá Snorra Magnússyni á Skáltúni og hjá Ólafi Ágústi Gíslasyni á Reykjalundi. Þeir Snorri og Óli eru báðir menntaðir íþróttakennarar, Snorri sem er frumkvöðull á þessu sviði hefur verið með ungbarnasund frá árinu 1990 og Óli frá árinu 2001 „Það er talið að ungbarnasund hafi byrjað […]