Entries by mosfellingur

Sjálfstæðisflokkurinn og fólkið í landinu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir kjörorðinu stétt með stétt. Við þurfum nú að skerpa þessar línur á ný og tryggja bakland flokksins. Baklandið er bjartsýnt en með bakþanka og vil ég taka upp kjörorðin kynslóð með kynslóð samhliða því að leggja áherslu á að tryggja beri velferð í þessu landi. Velferðin skal mótast af hógværð í […]

Forgangsmál að atvinnulífinu og einstaklingunum séu skapaðar aðstæður til sóknar og framfara

Kæru sjálfstæðismenn. Kjörtímabilið sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur verið viðburðaríkt. Árangursríkt ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur skilað fjölmörgum framfaramálum í höfn, landsmönnum öllum til hagsbóta. Verðbólga hefur verið í sögulegu lágmarki, kjör almennings hafa stórbatnað bæði vegna aukins kaupmáttar vegna hækkunar launa og auknum ráðstöfunartekjum vegna skattalækkana sem við sjálfstæðismenn […]

Byggjum eitt samfélag fyrir alla!

Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur og nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð hefur sjaldan verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Sérhagsmunaöflin og auðvaldið hafa alltof lengi ráðið för í samfélaginu og við hin höfum um of langan tíma þurft að lúta […]

Vinafáir skattgreiðendur og metnaður þingmanna

„Ef það hreyfist skattleggðu það. Ef það heldur áfram að hreyfast, settu lög. Ef það stoppar, settu það á ríkisstyrk.“ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, um skattastefnu vinstri manna. Skattgreiðendur eiga fáa vini og enga meðal vinstri manna. Útgjaldasinnar og þeir sem standa í þeirri trú að flest vandamál sé hægt að leysa með því að […]

Tækifæri í ferðaþjónustu

Það eru endalaus tækifæri í auknum ferðamannastraumi til landsins. Í raun má segja að stefna Sjálfstæðisflokksins geti kristallast í þessari þjónustugrein sem miðar að því að hver og einn hafi tækifæri til að stofna fyrirtæki til að sjá sér og sínum farborða. Það hefur verið ótrúlega jákvætt að fylgjast með hverju fyrirtækinu og frumkvöðlinum á […]

89% nýttu sér frístundaávísunina – við getum gert betur

Frá árinu 2010 hefur Mosfellsbær greitt út tæplega 165 milljónir króna í frístundaávísanir til handa börnum og unglingum á aldrinum 6-18 ára í Mosfellsbæ. Á árinu 2015-2016 var 89% nýting á frístundaávísunum, sem er mesta hlutfall ávísana sem nýtt hefur verið til þessa í Mosfellsbæ. Betur má en duga skal, markmiðið hjá Íþrótta og tómstundanefnd […]

„Skottmarkaður“ í Þverholti, gönguvinir og heimanám

Við þökkum fyrir góðar viðtökur á skottmarkaðnum en við seldum notuð föt og fylgihluti á bæjarhátíðinni 27. ágúst. Það sem var ekki síður mikilvægt var að fá tækifæri til að hitta fólkið í bænum og kynna verkefnin hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ en það er ýmislegt framundan. Það gefur meðbyr fyrir veturinn að finna fyrir […]

Aldrei upplifað eins mikla ástríðu hjá stuðningsmönnum

Eistinn Mikk Pinnonen gekk til liðs við Aftureldingu í janúar sl. og átti heldur betur eftir að hafa góð áhrif á gengi liðsins. „Síðasta tímabil var frábært, við vorum svo nálægt þessu. Það er erfitt að horfa til baka en það gefur okkur góða hvatningu fyrir næsta tímabil,“ segir Mikk. Deildin kom Mikk á óvart […]

Reka ritfangaverslun að Reykjalundi

Við Reykjalund í Mosfellsbæ er Múlalundur með vinnustofu sína og rekur þar einnig glæsilega ritfangaverslun, en bæði Reykjalundur og Múlalundur eru í eigu SÍBS. „Hérna rekum við stóran vinnustað með um 40 starfsmönnum þar sem fatlaðir og ófatlaðir starfa saman. Flest okkar starfsfólk á það sameiginlegt að vera með skerta starfsorku á einhvern hátt og […]

Ætlar að breiða út boðskapinn

Elísabet Jónsdóttir kennari fékk styrk frá Sprotasjóði til að búa til kennsluáætlun í markmiðasetningu fyrir unglinga. Beta er algjör perla og er falleg bæði að utan sem innan. Hún er sannur vinur vina sinna og það er alltaf hægt að treysta á hana. Það er aldrei lognmolla í kringum hana, hún er mikill stuðbolti og […]

Mosfellingar bjóða heim – Í túninu heima

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin um helgina. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Boðið verður upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu […]

Stórskotalið Mosfellinga tekur þátt í hátíðarlagi

Vinkonurnar Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir hafa samið og gefið út hátíðarlagið Í túninu heima. Þær eru gamlar vinkonur úr Mosó og hafa unnið saman í tónlist og leiklist síðan þær voru 13 ára. Agnes lærði leiklist og leikstjórn í London og Sigrún lærði tónlist og fiðluleik í Bandaríkjunum. Báðar hafa þær mikið komið við […]

Upp, upp mitt geð

Vonandi hafa allir notið sumarsins í faðmi fjölskyldu og/eða vina og náð að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir veturinn. Við í Heilsueflandi samfélagi ætlum að halda áfram uppteknum hætti og munu haustið og veturinn bera ýmislegt spennandi og skemmtilegt í skauti sér. „Hugsaðu jákvætt, það er léttara“ Sýnt hefur verið fram á það að […]

Heilbrigðisþjónusta í fremstu röð

Heilbrigðismálin verða í forgangi hjá Sjálfstæðisflokknum á næsta kjörtímabili eins og formaður flokksins hefur boðað. Ég fagna þeirri sýn og er þeirrar skoðunar að enda þótt vægi heilbrigðismála hafi aukist verulega undir forystu núverandi ríkisstjórnar þurfi að gera enn betur á næstu árum. Þar er að mörgu að hyggja. Við þurfum að efla enn frekar […]

Dagskrá bæjarhátíðarinnar

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 26.-28. ágúst. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Boðið er upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu […]