Entries by mosfellingur

Ekki öll kurl komin til grafar

Eins og kunnugt er tók Umhverfisstofnun sýni af gervigrasvöllum á höfuðborgarsvæðinu í vor og sendi utan til rannsóknar. Niðurstöður sýna ekki með óyggjandi hætti að gúmmíkurlið sé skaðlegt heilsu fólks og ekki er líklegt að leiðbeininga sé að vænta frá stofnuninni. Umhverfisstofnun hefur horft til annarra umhverfisstofnana á Norðurlöndunum varðandi skaðsemi gúmmíkurls á sparkvöllum, en […]

Sir David

David Attenborough varð níræður í síðasta mánuði. Ég er næstum helmingi yngri en hann. Það er frábær tilhugsun að vita til þess að maður eigi möguleika á því að vera ferskur sem fiðla, flakkandi um allan heim, skapandi eitthvað nýtt, fræðandi og hvetjandi og njótandi lífsins í tugi ára til viðbóta við þau sem þegar […]

Kvennahlaupið í Mosó á laugardaginn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 4. júní. Hlaupið hefst kl. 11 á frjáls­íþróttavellinum að Varmá og hefst skráning kl. 10. Nú verður boðið upp á nýja vegalengd, 900 m, sem hlaupin eða gengin er í kringum íþróttavöllinn. Hinar vegalengdirnar sem í boði eru, eru 3, 5 og 7 km. Mikil þátttaka hefur […]

Stuðla að hreyfingu eldri borgara

Íþróttafræðingarnir Gerður Jónsdóttir og Anna Björg Björnsdóttir hafa hannað einföld æfingaspjöld fyrir eldri borgara sem auka styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Æfingarnar eru framkvæmdar með eigin líkamsþyngd og án útbúnaðar. Þær standa nú fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund „Við vorum saman í námi í Háskólanum í Reykjavík. Einn áfanginn í Mastersnáminu snéri að hreyfingu […]

Lesblindan hefur oft hjálpað mér

Það er ekki hægt að segja annað en að Albert Sigurður Rútsson sé litríkur einstaklingur enda hefur hann víða komið við á sinni lífsleið. Hann er mikið snyrtimenni, ávallt smekklega klæddur og gengur stundum um með hatt á höfði. Hann var áberandi í íslensku skemmtanalífi á sjöunda áratugnum en síðar einna þekktastur fyrir bílasölur, fornbíla […]

Styrkir til ungmenna

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Markmiðið er að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnuskóla Mosfellsbæjar og er einstaklingum þannig gefið […]

Vér göngum svo léttir í lundu…

…því lífsgleðin blasir oss við, kvað Freysteinn Gunnarsson um árið og ef maður leggur textann út frá hreyfingu og vellíðan má segja að þarna hafi hann einmitt hitt naglann á höfuðið. Ganga og önnur hreyfing léttir nefnilega lundina og framkallar jákvæðari sýn á lífið eins og niðurstöður rannsókna bera með sér. Nú á vordögum og […]

Arndís sett í embætti

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn var sett í embætti í Mosfellsprestakalli sunnudaginn 1. maí. Þórhildur Ólafs, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, setti Arndísi í embættið í sérstakri innsetningarmessu. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur þjónaði fyrir altari og Arndís Linn predikaði. Rut G. Magnúsdóttir djákni sóknarinnar las bænir og Helga Kristín Magnúsdóttir og Karl Loftsson lásu ritningarlestra. Kirkjukór Lágafellssóknar og […]

Lífið

Ég er að lesa athyglisverða bók. Hugmyndafræði hennar er að við ættum að hætta að reyna að stýra öllu í kringum okkur og vera opin fyrir því sem lífið færir okkur. Ekki segja nei við tilboðum eða beiðnum, sama þótt þær passi ekki við það sem við höfðum ætlað okkur að gera í lífinu. Mér […]

Frábært tímabil hjá blakstelpunum

Frábæru keppnistímabili er lokið hjá stelpunum í úrvalsdeildarliði Aftureldingar í blaki en Aftureldingarstelpur eru þrefaldir meistarar og unnu alla titla sem í boði voru. Veturinn hefur verið langur en auk þess að taka þátt í mótum á Íslandi, tók liðið þátt í riðlakeppni NEVZA (Norður-Evrópukeppni félagsliða) en leikið var í Bröndby í Danmörku í nóvember. […]

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók ákvörðun um að verða Heilsueflandi samfélag á 25 ára afmæli sveitarfélagsins í ágúst 2012. Heilsueflandi samfélag er viðamikið lýðheilsu- og samfélagsverkefni og er markmið þess í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi. Um er að ræða þróunarverkefni þar sem Mosfellsbær hefur, sem forystusveitarfélag, rutt brautina […]

Góð samskipti læknis og sjúklings eru lykilatriði

Lýtalæknar takast á við afleiðingar slysa og sjúkdóma. Þeir hjálpa fólki vegna útlitslýta hvort sem þau eru meðfædd eða áunnin og geta einnig aðstoðað við að draga úr ótímabærum öldrunareinkennum. Halla Fróðadóttir er ein af þeim sem starfar sem lýtalæknir. Hún ákvað ung að aldri að leggja læknavísindin fyrir sig en veit ekki hvaðan sú […]

UMFUS lætur gott af sér leiða

UMFUS ákvað á dögunum að halda kóte­lettu-styrktarkvöld fyrir sína menn í ungmennafélaginu Ungir sveinar. Um 40 karlar í karlaþrekinu voru saman komnir þann 1. apríl þar sem fólk gæddi sér á smjörsteiktum kótelettum með öllu tilheyrandi í golfskálanum í Mosfellsbæ. Ákveðið var að ágóðinn rynni í gott málefni og varð fyrir valinu ung fjölskylda í […]

Skóflustunga á Hlíðavelli

Það var stór stund fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar þegar tekin var fyrsta skóflustungan að nýrri íþróttamiðstöð GM sem mun standa miðsvæðis á Hlíðavelli. Það var myndarlegur hópur ungra kylfinga klúbbsins sem fékk það verkefni að taka sameiginlega fyrstu skóflustunguna að nýju mannvirki undir handleiðslu þjálfara síns, Sigurpáls Geirs Sveinssonar, íþróttastjóra GM. Þegar húsið verður allt komið […]

Sumarpistill

Það er allt að gerast þegar þessi pistill er skrifaður. Axl Rose var rétt í þessu að taka að sér söngvarahlutverkið í AC/DC og Ólafur Ragnar er búinn að boða blaðamannafund seinna í dag, örugglega til að bjóða okkur að vera forsetinn okkar áfram. Axl og ÓRG eiga það sameiginlegt að fara sínar eigin leiðir […]