Entries by mosfellingur

Tekin við rekstri Blómasmiðjunnar

Mosfellingarnir Helga Kristjánsdóttir og Leifur Guðjónsson eru nýir eigendur að Blómasmiðjunni í Grímsbæ við Bústaðaveg. „Við tókum við rekstrinum þann 1. júlí og erum mjög ánægð með viðtökurnar. Við erum með mikið úrval af afskornum blómum, pottablómum og fallegri gjafavöru. Við flytjum einnig sjálf inn ákveðnar vörur eins og reykelsi og fleira. Við leggjum mikið […]

Nýr organisti í Lágafellssókn

Keith Reed hefur verið ráðinn sem tónlistarstjóri og organisti Lágafellssóknar og tekur til starfa í byrjun desember. Keith sem hefur áralanga reynslu af kórstarfi starfar nú sem organisti í All Saints Parish í Corning í New York. En þar býr hann ásamt konu sinni Ástu Bryndísi Schram. Keith er vel þekktur innan kirkjunnar og starfaði […]

Sprotafyrirtækið IceWind framleiðir stormskýli

Mosfellska sprotafyrirtækið IceWind tekur þessa dagana þátt í frumkvöðlaþáttum á RÚV sem nefnast Toppstöðin. Átta hópar taka þátt og vinna undir leiðsögn sérfræðinga. Um 140 verkefni sóttu um þátttöku en einungis átta komust áfram. IceWind var stofnað árið 2012 með það að markmiði að þróa og koma á markað samkeppnishæfum og endingargóðum vindtúrbínum. „Við erum […]

Flottustu hrútarnir í sveitinni

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli í Kjós 12 . október. Ljóri frá Meðalfelli var valinn besti hrúturinn og tryggði hreppaskjöldinn á Meðalfell í Kjós. Þar gafst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi […]

Hvað viltu?

Að taka ákvörðun um að byrja á verki og takast á við það er skemmtilegt. Að ljúka verkefni vel fylgir mikil vellíðan. Það skiptir ekki öllu hvort verkefnið hafi verið stórt eða lítið. Allt frá því að negla upp myndina sem er búin að liggja á gluggakistunni síðustu fjórar vikur eða brjóta saman þvottahrúguna sem […]

Það þarf heilan bæ til að búa til fótboltabörn

Af barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Aftureldingar Íslenska fótboltaævintýrið er í algleymingi og nær hámarki þegar flautað verður til leiks á EM í Frakklandi næsta sumar. Á sama tíma geta Mosfellingar glaðst yfir farsælu barna- og unglingastarfi Knattspyrnudeildar þar sem iðkendum hefur fjölgað um þriðjung og hlutfall stúlkna aukist. Mikið hefur verið fjallað um árangur íslenska […]

Gervigrasvöllurinn að Varmá veturinn 2015 – 2016

Nú þegar vetraræfingar á gervigrasvellinum eru farnar af stað á fullum krafti er rétt að benda á nokkur atriði sem koma til umræðu á hverjum vetri. Völlurinn er keyrður með hámarks kyndingu yfir vetrartímann eða með eins háu hitastigi og völlurinn þolir, hitakerfið undir vellinum ræður með því móti við að hita völlinn og bræða […]

Dagur minninga og þakklætis

Sorgin er hluti af lífinu. Hún er fylgikona ástarinnar því allir sem hafa elskað eiga það á hættu að missa og syrgja. Sorgin getur verið sársaukafull og erfið en við eigum þó aldrei að bæla hana niður eða afneita henni, ekki frekar en við viljum skiljast við minningarnar um þau sem við höfum elskað eða […]

Út með kassann

Settist niður til að skrifa pistil um mikilvægustu styrktaræfingu okkar tíma, róður í böndum. Frábært mótvægi við kryppustöðuna sem við mannkynið erum að vinna okkur inn í með síaukinni snjallsíma- og tölvunotkun. Einföld æfing, þráðbeinn líkami, hælar í jörðu, hendur halda í kaðal eða bönd sem hanga neðan úr trjágrein eða slá. Upphafsstaðan er útréttar […]

Áskorun til ríkis­stjórnar Íslands

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. október sl. að fela bæjarstjóra að senda ríkisstjórn Íslands fyrirliggjandi áskorun bæjarráðs um að hún beiti sér fyrir breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga. Jafnframt verði afrit sent öllum þingmönnum. Í áskoruninni eru tilteknar leiðir til að tryggja fjölþætta og sveigjanlega tekjustofna sveitarfélaga. Þar segir að ljóst sé að verði […]

Krefjandi, ögrandi og öðruvísi leikverk

Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi á dögunum leikritið Mæður Íslands við góðar undirtektir. Verkið sem er krefjandi og tilfinningaríkt er unnið út frá „devised“ aðferð. Allur leikhópurinn undir handleiðslu leikstjórans skapar og skrifar leikverkið saman en þó innan ákveðins ramma. Mæður Íslands fjallar um veruleika íslenskra kvenna á einlægan og ögrandi hátt. Verkið er unnið úr frá […]

Mosfellsbær gefur út nýtt hjólakort

Í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ hafa verið gefin út ný hjólakort fyrir íbúa og gesti bæjarins. Annars vegar hefur verið gefin út ný útgáfa af hjólastígakorti fyrir bæinn, sem sýnir alla helstu hjólastíga í Mosfellsbæ og tengingu þeirra við stígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar hefur nú verið gefið út nýtt hjólastígakort með sérmerktum hjólaleiðum í […]

„Fólk vill eiga kost á hollari máltíðum“

Í sumar urðu breytingar á rekstri Snælandvideo sem nú heitir Ice boost and burgers. Vídeóspólurnar fengu að víkja fyrir metnaðar­fullum safa- og samloku­bar. Hjónin Ásta Björk Benediktsdóttir og Gunnlaugur Pálsson sem eru búin að vera með þennan rekstur í 15 ár eru ánægð með breytingarnar. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum […]

Það féllu tár þegar ég kvaddi hann

Reynir Örn Pálmason og hestur hans Greifi frá Holtsmúla urðu heimsmeistarar í fimmgangsgreinum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Danmörku Íslendingar unnu til fernra gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna í fullorðinsflokki á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í ágúst í Herning í Danmörku en keppendur voru frá fjórtán löndum. Einn keppendanna, Reynir Örn og hestur hans, Greifi frá […]

Tónleikadagskrá framundan í Hlégarði

Haustdagskráin í Hlégarði er farin að taka á sig mynd en nokkrir listamenn hafa boðað komu sína í félagsheimilið til áramóta. Á laugardaginn mætir Kjósverjinn Bubbi Morthens og heldur tónleika. Hann er á örstuttri tónleikaferð í nágrenni höfuðborgarinnar. Á sunnudaginn verður hann á heimavelli í Félagsgarði í Kjós en báðir tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Föstudaginn […]