Entries by mosfellingur

Tölum um ferðaþjónustuna

Vart hefur fjölgun innlendra sem erlendra ferðamanna farið fram hjá nokkrum íbúa Mosfellsbæjar frekar en í öðrum bæjarfélögum. Verslun og viðskipti hafa aukist svo um munar, í matvöruverslunum og eldsneytisstöðvum svo eitthvað sé nefnt. Gististaðir og afþreying hvers konar dafna vel í sveitarfélaginu eins og svo mörgum öðrum um allt land. Enda fara ferðamennirnir víða […]

Glæný hjólahreystibraut tekin í notkun í samgönguvikunni

Samgönguvika fór fram í Mosfellsbæ 16.-22. september. Málþing var haldið í Hlégarði undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Þá var fjöldi smærri viðburða í boði þessa vikuna. Hjólahreystibraut var tekin í notkun á Miðbæjartorginu við mikla kátínu yngri kynslóðarinnar. Brautin er sett upp í samstarfi við LexGames þar sem Alexander Kárason ræður ríkjum. „Já, þetta er […]

Betra og réttlátara heilbrigðiskerfi – fyrir alla

Við göngum til þingkosninga 7 mánuðum fyrr en áætlað var í kjölfar uppljóstrana um þátt æðstu íslensku stjórnmálamanna í Panamaskjölunum. Þær afhjúpuðu að hinir ríku og áhrifamiklu komu sér undan því að greiða með sanngjörnum hætti til skattkerfisins, í sameiginlega sjóði okkar allra. Það er góðs viti að almenningur hafi mótmælt því þegar efnamikið fólk […]

Leggja niður meistaraflokkana?

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu verður áfram í 2. deild á næsta ári. Það er þriðja efsta deild á Íslandi og þar hefur liðið verið síðan 2009 þegar það féll úr 1. deild ásamt Ólafsvíkurvíkingum. Meistaraflokki kvenna hefur gengið betur síðustu ár, en verður eftir tvö döpur tímabil í röð sömuleiðis í þriðju efstu deild á […]

Nýr tannlæknir í Mosfellsbæ

Katrín Rós Ragnarsdóttir útskrifaðist sem tannlæknir síðastliðið vor. Katrín er um þessar mundir að koma sér fyrir með sinn eigin tannlæknastól sem hún rekur sjálfstætt í Þverholti 7, í samstarfi við Elmar Geirsson sem starfað hefur um árabil í Mosfellsbæ. „Ég gekk í Varmárskóla, fór þaðan í Borgarholtsskóla og svo í tannlækningar í HÍ. Frá […]

Hljóta umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“. Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Að þessu sinni bárust samtals 17 tilnefningar um garða, fyrirtæki og einstaklinga. Umhverfisnefnd ákvað að í ár yrðu veittar viðurkenningar fyrir […]

Börn læra mest í gegnum leik

Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri á Hlaðhömrum segir að í leikskólanum sé lögð sérstök áhersla á gæði í samskiptum, með aðaláherslu á virðingu, vináttu og kærleik. Leikskólinn Hlaðhamrar er elsti leikskóli Mosfellsbæjar. Hann hóf starfsemi sína að Hlaðhömrum þann 8. október 1976, en húsið var áður íbúðarhús. Byggt var við skólann árið 1997 og batnaði þá aðstaðan […]

Hjóla í gegnum Mosó og keppa í hjólaspretti

Hjólreiðaviðburðurinn Tour of Reykjavik verður haldinn í fyrsta sinn sunnudaginn 11. september. Tour of Reykjavík býður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum en keppnin sjálf er haldin í Laugardalnum og ýmist hjólað alla leið á Þingvelli eða styttri hringi í Laugardal og miðborginni. Í lengstu vegalengdinni (110 km) verður […]

Skátarnir flytja í nýtt húsnæði

Skátafélagið Mosverjar er um þessar mundir að flytja í nýtt húsnæði í Álafosskvosinni. „Við vorum að festa kaup á þessu fína húsnæði að Álafossvegi 18. Við fengum góðan styrk frá Mosfellsbæ og hjálp frá Arion banka. Þetta er fyrsta húsnæðið sem er í eigu skátafélags í Mosfellsbæ, hingað til höfum við verið í húsnæði á […]

Foreldrar og fótbolti

Við eigum fjóra stráka, ég og Vala. Miðjustrákarnir eru fótboltastrákar, byrjuðu að elta bolta áður en þeir byrjuðu að labba. Annar þeirra er hluti af einum efnilegasta árgangi Aftureldingar. Þeir eru vanir toppbaráttu og við foreldrar þeirra vanir því að horfa á góðan fótbolta. Þeir eru með þeim bestu og keppa reglulega við önnur góð […]

Þetta er einfalt

Einstaklingur í Osló tekur 40 ára íbúðalán að verðmæti 26 milljónir og skv. útreikningum bankans mun hann greiða 40 milljónir til baka. Einstaklingur í Reykjavík tekur á sama tíma 40 ára íbúðalán að upphæð 26 milljónir og skv. útreikningum bankans getur hann búist við að greiða 454 milljónir tilbaka miðað við verðbólgu síðustu 10 ára […]

Samgönguvika í Mosfellsbæ 16 – 22. september

Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti. Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, […]

Kvennakrónur?

Við sjálfstæðismenn trúum á frjálsa samkeppni, eftir réttum leikreglum. Við vitum að hún eykur framboð af vöru og lækkar verð. Þeir sem standa sig best dafna en hinir síður. Við trúum líka að einkaframtakið leysi mjög mörg verkefni mun betur en ríkið og vitum jafnframt að ríkið er ennþá að vafstra í allt of mörgu. […]

Göngum, göngum

Staðfest hefur verið með fjöldamörgum rannsóknum að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing eykur líkamshreysti, hreyfifærni, vellíðan og lífsgæði almennt fyrir utan það að minnka líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan getur lífsstíll, sem felur í sér daglega hreyfingu, einnig skapað tækifæri til að […]

Takk fyrir mig en…

Þegar ákvarðanir eru teknar liggur oftar en ekki þar að baki ígrunduð hugsun og í mínu tilfelli var það svo. Ég tók þá ákvörðun í samtali við fjölskyldu mín að hætta í pólitík þegar kjörtímabilinu 2013 -2017 lyki en nú lýkur því fyrr en áætlað var og boðað hefur verið til kosninga þann 29. október […]