Entries by mosfellingur

Pistill frá formanni félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Kæru FaMos-félagar og aðrir Mosfellingar, nú líður senn að jólum og við leitumst við að undirbúa hátíðirnar hvert og eitt á okkar venjubundna hátt en eftir því sem aðstæður leyfa. Í huga okkar flestra eru jólin allra helgasta hátíð ársins. Við hlökkum til jólanna og þess boðskapar sem fylgir. Við viljum finna hið góða innra […]

Litið yfir árið…

Árið 2015 var sérstaklega tileinkað hreyfingu og útivist í bænum. Meðal helstu markmiða okkar var að auka áhuga og aðgengi að hreyfingu og auka nýtingu útivistarsvæða í Mosfellsbæ. Heilsudagurinn 2015 Heilsudagurinn var haldinn í maí sl. þar sem var m.a. blásið til glæsilegs málþings í Framhaldsskólanum. Birgir Jakobsson, landlæknir, flutti ávarp og setti þingið, við […]

Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins

Val á Mosfellingi ársins 2015 stendur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Er þetta í ellefta sinn sem valið fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru […]

Það verður að vera gaman að því sem maður gerir

Simmi Vill eins og hann er oftast kallaður hefur víðtæka reynslu af atvinnulífinu og hefur ávallt mörg járn í eldinum. Hann er maðurinn við stjórnvölinn í Keiluhöllinni í Egilshöll en nýjasta verkefni hans og viðskiptafélaga hans er að opna lúxushótelsvítur á efstu hæð Turnsins við Höfðatorg í Reykjavík og eru framkvæmdir hafnar. Sigmar segir mikinn […]

Innbrotum og þjófnuðum fækkar í Mosfellsbæ

Nýlega komu forsvarsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fund bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ. Fundurinn er árlegur og þar er meðal annars farið yfir tölfræðiupplýsingar um þá þjónustu sem lögreglan veitir í sveitarfélaginu. Innbrotum og þjófnuðum í Mosfellsbæ fækkar á milli ára á meðan meðaltal á höfuð­borgarsvæðinu hækkar. Tilkynningum um ofbeldisbrot og heimilisofbeldi hefur hinsvegar fjölgað talsvert milli […]

Jólasýning fyrir yngstu kynslóðina

Í nógu er að snúast hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Viðtökur á leikritinu Mæðrum Íslands fóru fram úr björtustu vonum, Leikgleði námskeiðin eru í fullum gangi og sýningar á nýju jólaleikriti fyrir yngstu kynslóðina eru hafnar. Leikritið heitir Töfratárið og er eftir Agnesi Wild og í leikstjórn hennar. Töfratárið fjallar um stúlkuna Völu sem þykir fátt skemmtilegra […]

Tíu þúsund fermetra Íslandslíkan í undirbúningi

Tíu þúsund fer­metra Íslands­lík­an í þrívídd gæti orðið að veru­leika inn­an tveggja ára ef áform Ketils Björnssonar forsprakka hug­mynd­ar­inn­ar ganga eft­ir. Mosfellsbær kemur sterklega til greina sem staðsetning fyrir líkanið sem er í skalanum 1:4000. Líkanið mun þekja um einn hektara lands og verða eina sinnar tegundar í heiminum. Verið er að kanna staðsetningu á […]

Margt er í boði Mosfellsbæ

Fátt er mikilvægara en að búa við góða heilsu og öryggi þegar efri árin færast yfir. Eldra fólk á að hafa tækifæri til þátttöku í samfélaginu í samræmi við óskir, þarfir og getu. Auðvelda á eldra fólki að ástunda heilbrigða lífshætti og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Hægt er að koma í veg […]

3. desember

Ég á góða vini sem eiga afmæli í dag, góðan frænda líka. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa gaman af fótbolta og vera síðastir heim úr gleðskap. Til lukku með daginn kappar! En það eru fleiri góðir sem eiga afmæli í dag. Lífsförunauturinn minn, hún Vala, á líka afmæli í dag. Við kynntumst fyrir 24 […]

Gummi Braga opnar vefsíðuna Skillsspot.net

Skillsspot.net er nýr vefur eða gagnagrunnur í eigu fyrirtækisins Football Associates Ltd. Guðmundur Bragason er eigandi vefsins ásamt Baldri Sigurðsyni. „Hugmyndin kviknaði árið 2012 og hefur verið í þróun síðan. Samstarfsaðili minn hefur búið í Bretlandi síðan 1989 og hefur m.a. starfað sem milliliður við kaup og sölu fótboltaklúbba og umsýslu í kringum leikmenn,“ segir […]

Haldið upp á 70 ára afmæli Reykjalundar

Stærsta endurhæfingar- og meðferðarstofnun landsins, Reykjalundur, er 70 ára á þessu ári. Af því tilefni efna Hollvinasamtök Reykjalundar til hátíðar- og styrktartónleika í Grafarvogskirkju þriðjudagskvöldið 24. nóvember. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, situr í stjórn hollvinasamtakanna. Hún hefur fengið einvalalið listamanna til liðs við sig, sem kemur fram á tónleikunum. „Þarna verða margar af okkar skærustu og […]

Undirbýr jólatónleika og nýja plötu

Greta Salóme er komin heim í bili eftir skemmtilegt ævintýri hjá Disney þar sem hún hefur verið með sína eigin sýningu um borð í skemmtiferðaskipum. Hún hefur haft í nógu að snúast, sungið með hljómsveitinni Dimmu og Sinfóníu­hljómsveit Norðurlands auk þess sem hún var að gefa út lagið Fleyið. „Lagið var samið um miðja nótt […]

Alltaf verið að breyta og bæta

Hákon Örn Bergmann er annar eigenda og rekstrarstjóri á Hvíta Riddaranum sem er veitingastaður í hjarta Mosfellsbæjar. „Ég hef rekið staðinn frá áramótum og á þeim tíma hafa orðið þó nokkrar breytingar. Nú nýlega breyttum við opnunartímanum, nú opnum við kl. 11 og eldhúsið er opið til kl. 22. Staðurinn sjálfur er opinn til kl. […]

Fengið frábærar viðtökur

Kalli Tomm hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Örlagagaldur. Kalli er betur þekktur sem trommuleikari Gildrunnar og forseti bæjarstjórnar en þessa dagana keyrir hann túrista um landið á rútu. Kalli rær því á önnur mið með þessari 12 laga plötu sem hefur fengið góðar viðtökur. „Níu lög eru eftir mig, tvö eftir Jóhann […]

Alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum

Anna Sigríður hefur verið virk í starfi Samfylkingarinnar til margra ára og gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir flokkinn. Hún situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og hennar helstu áherslumál snerta málefni barna og ungmenna ásamt íbúalýðræði og stjórnsýslu. Anna Sigríður er fædd í Reykjavík 22. júlí 1959. Hún er dóttir hjónanna Katrínar ­Ólafsdóttur tækniteiknara og húsmóður og Guðna […]