Entries by mosfellingur

Stöndum saman og styðjum hvert annað!

Kveðja frá Lágafellskirkju Sjaldan eða kannski aldrei höfum við glaðst eins yfir komu sumarsins eins og þetta árið. Enda hafa síðustu vikur og mánuðir verið fordæmalausir tímar vegna lítillar veiru sem hefur ógnað ekki bara okkur hér á landi heldur allri heimsbyggðinni. Við höfum fundið fyrir henni á margvíslegan hátt vegna þeirra takmarkana sem settar […]

Mosfellingur í sóttfrí

Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að standa af okkur ástandið sem nú geisar og sitja hjá eina umferð að minnsta kosti. Því kemur ekki blað út í byrjun apríl… heldur með hækkandi sól. Allt atvinnulíf er í hægangi, engir viðburðir vegna samkomubanns, óvissutímar og lítið almennt að frétta úr bæjarlífinu og auglýsa. Eins og […]

Ný umhverfisstefna innleidd – stefna fyrir alla bæjarbúa

Mosfellsbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið sem setur sér ítarlega umhverfisstefnu með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið með vinnunni er að setja fram stefnu um hvernig Mosfellsbær geti þróast á sjálfbæran og framsækinn hátt á næstu árum í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Mosfellsbær lengi framarlega í umhverfismálum Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti árið 2001 fyrstu […]

Ég nýt þess að skapa

Jón Þórður Jónsson tæknifræðingur býr til fallega og nytsamlega hluti úr trjám í bílskúrnum hjá sér. Það kennir ýmissa grasa í Smiðju Jóns Þórðar í Byggðarholtinu en þar má finna ýmsa fallega hluti unna úr tré. Jón sem er afar handlaginn nýtur þess að skapa en efniviðinn sækir hann að mestu leyti í sinn eigin […]

Ráðin nýr lögmaður Mosfellsbæjar

Þóra M. Hjaltested hefur verið ráðin sem lögmaður Mosfellsbæjar. Þóra lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1999 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2003. Þóra hefur frá árinu 2012 starfað sem sérfræðingur í lögfræðiráðgjöf Arion banka. Áður starfaði Þóra sem skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og var þar staðgengill ráðuneytisstjóra. Þóra kemur til starfa þann […]

Sérfræðiþekking á sviði velferðartækni

Hjúki er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á skolsetum og öðrum hjálpartækjum innan sem utan heilbrigðisgeirans. Fyrirtækið var stofnað árið 2018 af Hannesi Þór Sigurðssyni, Einari Vigni Sigurðssyni og Kristjáni Zophoníassyni, með það að leiðarljósi að veita persónulega ráðgjöf og sérfræðiþekkingu á sviði velferðartækni. Lausnir í velferðartækni „Við flytjum meðal […]

Styrkur í sóttkví

Ég er ekki í sóttkví og býst ekkert sérstaklega við því að þurfa fara í sóttkví, er ekki búinn að vera á einu af skilgreindu svæðunum. En kannski kemur að því að ég smitist og þurfi að fara í sóttkví. Ef svo, þá mun ég taka því af sömu yfirvegun og ég reikna að langflestir […]

Rússneska keisaradæmið í Mosfellsbæ

Ánægjulegt er að líta til baka og sjá hvað hefur áunnist síðustu misserin. Það sem einna mest hefur komið á óvart er hve fundir bæjarstjórnar eru líflegir og sérstaklega þegar slökkt er á myndavélinni og forseti bæjarstjórnar tilkynnir fundarmönnum að skollið sé á fundarhlé. Vinarþel og varfærni í orðfari fara þá oft veg allrar veraldar […]

Bættur tölvukostur í grunnskólunum Mosfellsbæjar

Tölvukostur í grunnskólum Mosfellsbæjar hefur verið stórbættur fyrir bæði nemendur og kennara. Á síðustu tveimur árum hefur starfsumhverfi skóla verið stórbætt þegar kemur að upplýsinga- og tæknimálum. Nettengingar hafa verið endurnýjaðar í öllum leik- og grunnskólum og stjórnendur, kennarar og annað fagfólk fengið fartölvur til notkunar í sínum störfum. Þrír kerfisstjórar hafa nú umsjón með […]

Huldumenn með útgáfutónleika

Það hafa aldrei verið læti í Birgi Haraldssyni söngvara, nema þegar hann syngur. Þá heyra það allir. Hann hefur verið verkstjóri hjá Ístex í hartnær 30 ár en um helgar breytist þessi annars hægláti maður í öskrandi tröll. Það þekkja allir Bigga Gildru, manninn með gullbarkann og faxið síða. Splunkuný plata spiluð í heild sinni […]

Hestamennskan er lífsstíll

Rúnar Þór Guðbrandsson framkvæmdastjóri Trostan framleiðir hestavörur undir vörumerkinu Hrímnir. Árið 2003 stofnuðu hjónin Rúnar Þór og Hulda Sóllilja fyrirtæki utan um framleiðslu á hnakknum Hrímni. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og í dag reka þau öfluga vefverslun ásamt því að vera með 100 endursöluaðila á vörum sínum í 20 löndum. Hjónin segja það […]

Fjölmiðlafrumvarpið og svæðisfjölmiðlarnir

Ég er sannfærð um að samfélagið okkar hér í Mosfellsbæ er ríkara vegna bæjarblaðsins okkar, Mosfellings. Mosfellingur færir okkur fréttir úr nærsamfélaginu, fréttir sem alla jafna birtast síður í landsblöðunum, og í gegnum Mosfelling geta sveitarfélagið, stofnanir og fyrirtæki í bænum komið til okkar upplýsingum og við opinberað skoðanir okkar um sameiginleg málefni, t.d. með […]

Styrkir til íþróttaiðkunar barna á efnaminni heimilum

Viðreisn í Mosfellsbæ hefur lagt fram tillögu tvö ár í röð um að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum efnaminni foreldra til íþrótta- og tómstundaiðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar um 1,5 milljón króna árlega og væri það fé til viðbótar því sem ætlað er til íþrótta- og tómstundastarfs. Sjóðurinn ætti því að […]

Meira og betra sjálfstraust, hver vill það ekki?

Í vetur hefur starf Powertalk deildarinnar Korpu verið fjölbreytt og skemmtilegt. Starf samtakanna gengur út á sjálfstyrkingu og að auka sjálfsöryggi fólks. Það er mismunandi hvar fólk stendur þegar það byrjar. Margir eiga erfitt með að tjá sig fyrir framan hóp af fólki. Sumir eiga ekki í neinum vandræðum með að standa upp og láta […]

Lífið er núna

Gaui er í útlegð. Þannig er það nú bara. Hann var sendur úr landi til að klára að skrifa bókina okkar um Blue Zone ferðalagið, á meðan held ég hlutunum gangandi hér heima. Það er heiður að taka við heilsu­molunum meðan á útlegð stendur. Ég hugsaði með mér að ég væri nú búin að vera […]