Vínbúðin stækkar í Kjarnanum

Vínbúðin opnaði nýja og endurbætta verslun í Kjarnanum þann 27. maí.
„Við erum bara að færa okkur hinum megin við vegginn,“ segir Fríða Margrét Sigvaldadóttir verslunarstjóri búðarinnar.
Verslunin er talsvert stærri en sú gamla, eða um 500 fermetrar. Um er að ræða stærri búð með stærri kæli og stórauknu vöruúrvali. „Þetta er um 200 fermetra stækkun og fjölgar vörutegundum í rúmlega 700 talsins, sem er aukning um 100 tegundir,“ segir Fríða sem segir útibúið í Mosfellsbæ ganga vel.
„Við viljum auðvitað að Mosfellingar versli í heimabyggð og höfum við séð mikla aukningu eftir að COVID skall á. Eins hentar staðsetning búðarinnar vel fyrir fólk sem er að fara út úr bænum, þá er fínt að renna við hér, nóg af bílastæðum eftir að Bónus fór.“