Entries by mosfellingur

Hlutverk okkar að efla tónlistarfræðslu

Atli Guðlaugsson skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar hefur verið viðloðandi tónlist í 55 ár. Listaskóli Mosfellsbæjar var stofnaður 1. febrúar 2006 en skólinn saman­stendur af leikfélagi, myndlistarskóla, skólahljómsveit og tónlistardeild en allar undirstofnanir skólans nema tónlistardeildin eru reknar sem sjálfstæðar einingar. Markmið Listaskólans er að samþætta starfsemi þessara stofnana og tryggja tengsl þeirra á milli. Þá er […]

145 nýjar íbúðir og aukið verslunar- og þjónusturými í miðbænum

Eins og fram hefur komið í Mosfellingi þá mun ásýnd miðbæjarins breytast mikið á næstu misserum. Á síðastliðnu ári voru auglýstar til úthlutunar lóðir við Bjarkarholt og Háholt milli Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Krónuhússins. Í framhaldinu ákvað bæjarráð að ganga til samninga við Upphaf fasteignafélag um uppbyggingu á þessum reit. Í deiliskipulagstillögu sem skipulagsnefnd hefur […]

FMOS hlýtur Gulleplið

Forseti Íslands afhenti á dögunum Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ Gulleplið, viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði heilsueflingar á framhaldsskólastiginu. Í skólanum hefur markvisst verið unnið að bættri heilsu, bæði á sál og líkama. Hátíðleg athöfn fór fram í skólanum þann 1. mars og að henni lokinni kynnti forsetinn sér starfsemi og húsnæði skólans í fylgd stjórnenda […]

Sigursælar handboltakempur

Eins og Mosfellingar þekkja þá hefur handbolti verið vinsæll í bænum frá því að Afturelding komst í efstu deild vorið 1992. Sumarið 2007 ákváðu þeir Þorkell Guðbrandsson og Bjarki Sigurðsson sem báðir voru þá hættir með Aftureldingu að stofna utandeildarlið og smala öllum gömlu kempunum og nokkrum ungum saman í gott lið. Liðið fékk nafnið […]

Láttu vaða

Við erum gjörn á að hugsa of mikið um hvað öðrum finnst um okkur. Hvað hópnum finnst. Hvað mömmu finnst. Stundum gerum við hluti mest til þess að geðjast öðrum. Hluti sem okkur langar ekkert til að gera og gera engum gott. Við höfum öll upplifað þetta. Sumir oftar en aðrir. Ef þú ert á […]

Lattelepjandi mosfellsk lopapeysa

Ég elska Mosfellsbæ, mér finnst yndislegt að búa í smá sveit þar sem stutt er í náttúruna og samkennd einkennir mannlífið. En ég væri líka til í smá miðbæ, geta sótt kaffihús eftir kl. 18 og farið út að borða með vinkonum eða fjölskyldu og geta valið milli staða sem ekki flokkast undir skyndibita. Miðbær […]

Að rækta skóg

Að rækta skóg er eins og að gefa nýtt líf. Þú setur fræ í mold, fylgist með að sjá það spíra og verða að pínulítilli plöntu. Mörg ár munu líða þangað til þessi litlu kríli verða að tjám. Við sem ræktum skóg lítum á tré sem vini. Þetta eru lifandi verur sem vinna fyrir okkur […]

Ný framtíðarsýn á knattspyrnusvæði

Aðalstjórn Aftureldingar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna breyttrar framtíðarsýnar á uppbyggingu knattspyrnusvæðis Aftureldingar. Um miðjan janúar kynnti knattspyrnudeild Aftureldingar nýja framtíðarsýn varðandi aðstöðumál hjá félaginu. Á haustönn 2016 voru skáðir 420 iðkendur í barna- og unglingaráði ásamt tæplega 40 iðkendur í meistaraflokkum félagsins. Iðkendum knattspyrnudeildar hefur fjölgað um 30% frá árinu 2008 til dagsins […]

Bókagjöf til foreldra nýfæddra barna

Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar afhenti á dögunumi Heilsugæslu Mosfellsbæjar höfðinglega gjöf. Um er að ræða bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til, eftir Sæunni Kjartansdóttur, jafnmörg eintök og fjöldi barna sem fæðist í umdæminu á ári. Stefnt er að því að allir foreldrar nýfæddra Mosfellinga fái bókina að gjöf við komuna í ungbarnaeftirlit. Afgerandi áhrif á framtíðarheilbrigði […]

Tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og Euro­visionfarinn Greta Salóme blæs til stórtónleika ásamt norska Euro­vision sigurvegaranum Alexander Rybak. Boðið verður upp á tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna í Eldborg og Hofi. Þar mæta þau ásamt rokkbandi, strengjasveit og dönsurum og má búast við því að öllu verði tjaldað til. Hópurinn mun flytja helstu smelli Gretu Salóme og Alexanders auk […]

Tvö ný hringtorg áætluð í Dalnum

Vegagerðin áformar að gera tvö hringtorg á Þingvallavegi í Mosfellsdal til að draga úr umferðarhraða á veginum og þar með auka umferðaröryggi og draga úr umferðar­hávaða. Engin áform eru uppi um að tvöfalda veginn eða búa til 2+1 veg. Aftur á móti verður hvor akrein breikkuð um 20 sentímetra og vegöxlin breikkuð úr 30 sentímetrum […]

Starfrækja sjónvarpsstöð á Facebook

MosTV er sjálfstætt starfandi vefsjónvarpsstöð sem starfrækt er á Facebook. Það eru Mosfellingarnir Gestur Valur Svansson og Róbert Ingi Douglas sem standa á bak við MosTV. „Við erum báðir Mosfellingar og þekkjum bæinn okkar eins og handarbakið á okkur og brennum af ástríðu fyrir því að vekja athygli á því mikla lífi og fjöri sem […]

Bætt aðstaða til líkamsræktar í þjónustumiðstöð eldri borgara

Ný tæki hafa verið tekin í notkun í hreyfi­sal þjónustumiðstöðvar eldri borgara að Eirhömrum. Mosfellsbær keypti fjölþjálfa (Cross Trainer) af gerðinni Nustep T4r í byrjun ársins. Tækið gefur góða þol- og styrktarþjálfun og hentar flestum, einnig þeim sem eru með skerta færni. Notkun þess gefur mjúka og eðlilega hreyfingu þar sem lágmarksálag er á liðum […]

Að skapa gefur lífinu lit

Katrínu Sif Jónsdóttur þekkja margir innan hárgreiðslu- og tískubransans en hún er einn af eigendum Sprey hárstofu. Katrín starfar einnig við að greiða fyrirsætum fyrir tískusýningar og módelmyndatökur og hefur komið víða við bæði hér heima og erlendis. Það sem henni finnst mest heillandi við starfið er að geta skapað miðað við mismunandi þarfir viðskiptavina […]

Knattspyrnufélagið Álafoss stofnað

Á dögunum stofnuðu nokkrir galvaskir Mosfellingar nýtt knattspyrnulið sem taka mun þátt í 4. deildinni í sumar. Flestir hafa komið við sögu í yngriflokkastarfi Aftureldingar. „Stanslausar vinsældir móður allra íþrótta hafa valdið því að fjölgun þeirra sem stunda fótbolta í Mosfellsbæ er slíkur að færri komast að en vilja í meistaraflokksliðum Aftureldingar og Hvíta riddarans.“ […]