Entries by mosfellingur

Listasalurinn starfræktur í 15 ár

Listasalur Mosfellsbæjar er 15 ára í ár. Salurinn er inn af Bókasafni Mosfellsbæjar og opinn á afgreiðslutíma þess. Settar eru upp um tíu sýningar á ári og er umsjónarmaður Listasalarins Steinunn Lilja Emilsdóttir. Við spurðum hana nokkurra spurninga um starfsemi salarins. Hvernig sýningar er boðið upp á? Sýningar í Listasalnum eru mjög fjölbreyttar. Hér hafa […]

Tvöföldun Vesturlandsvegar mun ljúka í ár

Samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Langatanga í Mosfellsbæ hefur verið boðið út. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti samning milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um kostnaðarskiptingu og endanlega kostnaðaráætlun verksins. Miklar samgöngubætur Verkefnið felur í sér miklar samgöngubætur fyrir bæði íbúa Mosfellsbæjar og þá sem eru á norður eða vesturleið, með breikkun vegsvæða á […]

Gott að gefa sér góðan tíma

Ágústa Pálsdóttir eigandi gjafavöruverslunarinnar Evítu er hæstánægð með móttökur bæjarbúa. Það er ævintýri líkast að koma inn í gjafavöruverslunina Evítu í Háholti en þar má sjá fallegar og glitrandi vörur hvert sem auga er litið. Það þarf að gefa sér góðan tíma til að skoða úrvalið en allir ættu að geta fundið sér eitthvað við […]

Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2019

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var staðfestur á fundi bæjarstjórnar, miðvikudaginn 13. maí, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 416 milljónir sem er um 26 milljóna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifum […]

Myndó flytur í Þverholtið

Ljósmyndarinn Ólína Kristín Margeirsdóttir er að flytja í Þverholtið með fyrirtækið sitt Myndó ljósmyndastofa. Ólína útskrifaðist sem ljósmyndari 2008 og hefur rekið Myndó síðan 2009 að heimili sínu í Hrafnshöfðanum þar sem hún innréttaði bílskúrinn sem stúdíó og vinnustofu. „Stofan hefur gengið vel öll þessi ár í bílskúrnum en nú langaði mig að komast aðeins […]

Myndó flytur í Þverholtið

Ljósmyndarinn Ólína Kristín Margeirsdóttir er að flytja í Þverholtið með fyrirtækið sitt Myndó ljósmyndastofa. Ólína útskrifaðist sem ljósmyndari 2008 og hefur rekið Myndó síðan 2009 að heimili sínu í Hrafnshöfðanum þar sem hún innréttaði bílskúrinn sem stúdíó og vinnustofu. „Stofan hefur gengið vel öll þessi ár í bílskúrnum en nú langaði mig að komast aðeins […]

Mosfellsbær og heimsfaraldurinn – endurreisnin er hafin

Hjá Mosfellsbæ starfa um 800 manns og rúmlega 12.000 íbúar njóta daglega þjónustu frá meðal annars skólum, íþróttamiðstöðvum og þjónustustöð sem sér um að halda umhverfi bæjarins aðlaðandi og öruggu. Áhrif heimsfaraldurs COVID-19 snerta okkur öll og nú er langþráð endurreisn hafin. Mosfellingur tók því hús á Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra til að fara yfir stöðuna […]

Kraftur hugans

Ég er farinn að nota hugarþjálfun í meira mæli en áður. Hugurinn ber mann hálfa leið. Hugarþjálfun er aldrei mikilvægari en á tímum þegar óvissa ríkir. Óvissan getur dregið úr manni kraft og orku, ef maður leyfir henni að taka völdin. Hér er raunverulegt dæmi. Við erum að fara saman hópur til Austurríkis í september […]

Þakkir til skólafólks í Mosfellsbæ

Mikið hefur gengið á í samfélagi okkar síðustu mánuði og má segja að allt hafi breyst á einni nóttu. Bregðast þurfti hratt og vel við kröfum Almannavarna og tókst skólafólki í Mosfellsbæ að stokka upp í skólastarfinu á met tíma. Unnið var dag og nótt við að undirbúa breytta kennslu og jafnframt tryggja öryggi nemenda […]

Furðulegir tímar

Við lifum svo sannarlega furðulega tíma. Ástandið er erfitt, þungt og tekur á okkur öll. Hið opinbera hefur nú hlutverk sem aldrei fyrr að milda höggið og tryggja velferð allra. Því er mikilvægt og gott að ríkissjóður og sveitarsjóður hafi verið vel reknir. Við höfum borgað okkar skatta og skyldur og kjörnir fulltrúar og starfsmenn […]

Fornleifar og elstu húsin í Mosfellsbæ

Innan Mosfellsbæjar eru einungis tvennar fornleifar sem eru á skrá yfir friðaðar fornminjar. Fyrir áratugum voru þær teknar á skrá og þar við situr. Þær eru annars vegar gamlar fjárborgir sitt hvoru megin við þjóðveginn uppúr Mosfellsdal, um einn kílómetra austan við Gljúfrastein. Þá eru fornminjar lengst og vestast í Mosfellsbæ á utanverðu Blikastaðanesi sem […]

Vorið kemur, heimur hlýnar

Þvílík forréttindi eru að búa í nánd við náttúru, í bæjarfélagi sem umkringt er fallegum gönguleiðum hvort sem er við sjávarsíðu, í skóglendi eða upp á fjalli. Fuglasöngur og hófadynur fylla loftið í kvöldkyrrðinni. Ríkidæmi sem ekki er sjálfgefið og ber að varðveita. Passa þarf upp á að stækkandi bær glati ekki sérstöðu sinni sem […]

Séra Bjarni á Mosfelli – Aldarminning

Þann 19. maí verður öld liðin frá fæðingu föður míns, séra Bjarna Sigurðssonar frá Mosfelli sem var sóknarprestur Mosfellinga í 22 ár. Hann setti sterkan svip á mannlíf sveitarinnar í sinni embættistíð og hyggst ég minnast hans í fáum orðum. Menntavegurinn Bjarni var Árnesingur að ætt, foreldrar hans voru bændur en móðir hans lést úr […]

Stöndum saman og styðjum hvert annað!

Kveðja frá Lágafellskirkju Sjaldan eða kannski aldrei höfum við glaðst eins yfir komu sumarsins eins og þetta árið. Enda hafa síðustu vikur og mánuðir verið fordæmalausir tímar vegna lítillar veiru sem hefur ógnað ekki bara okkur hér á landi heldur allri heimsbyggðinni. Við höfum fundið fyrir henni á margvíslegan hátt vegna þeirra takmarkana sem settar […]

Mosfellingur í sóttfrí

Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að standa af okkur ástandið sem nú geisar og sitja hjá eina umferð að minnsta kosti. Því kemur ekki blað út í byrjun apríl… heldur með hækkandi sól. Allt atvinnulíf er í hægangi, engir viðburðir vegna samkomubanns, óvissutímar og lítið almennt að frétta úr bæjarlífinu og auglýsa. Eins og […]