Entries by mosfellingur

Ný framtíðarsýn á knattspyrnusvæði

Aðalstjórn Aftureldingar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna breyttrar framtíðarsýnar á uppbyggingu knattspyrnusvæðis Aftureldingar. Um miðjan janúar kynnti knattspyrnudeild Aftureldingar nýja framtíðarsýn varðandi aðstöðumál hjá félaginu. Á haustönn 2016 voru skáðir 420 iðkendur í barna- og unglingaráði ásamt tæplega 40 iðkendur í meistaraflokkum félagsins. Iðkendum knattspyrnudeildar hefur fjölgað um 30% frá árinu 2008 til dagsins […]

Bókagjöf til foreldra nýfæddra barna

Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar afhenti á dögunumi Heilsugæslu Mosfellsbæjar höfðinglega gjöf. Um er að ræða bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til, eftir Sæunni Kjartansdóttur, jafnmörg eintök og fjöldi barna sem fæðist í umdæminu á ári. Stefnt er að því að allir foreldrar nýfæddra Mosfellinga fái bókina að gjöf við komuna í ungbarnaeftirlit. Afgerandi áhrif á framtíðarheilbrigði […]

Tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og Euro­visionfarinn Greta Salóme blæs til stórtónleika ásamt norska Euro­vision sigurvegaranum Alexander Rybak. Boðið verður upp á tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna í Eldborg og Hofi. Þar mæta þau ásamt rokkbandi, strengjasveit og dönsurum og má búast við því að öllu verði tjaldað til. Hópurinn mun flytja helstu smelli Gretu Salóme og Alexanders auk […]

Tvö ný hringtorg áætluð í Dalnum

Vegagerðin áformar að gera tvö hringtorg á Þingvallavegi í Mosfellsdal til að draga úr umferðarhraða á veginum og þar með auka umferðaröryggi og draga úr umferðar­hávaða. Engin áform eru uppi um að tvöfalda veginn eða búa til 2+1 veg. Aftur á móti verður hvor akrein breikkuð um 20 sentímetra og vegöxlin breikkuð úr 30 sentímetrum […]

Starfrækja sjónvarpsstöð á Facebook

MosTV er sjálfstætt starfandi vefsjónvarpsstöð sem starfrækt er á Facebook. Það eru Mosfellingarnir Gestur Valur Svansson og Róbert Ingi Douglas sem standa á bak við MosTV. „Við erum báðir Mosfellingar og þekkjum bæinn okkar eins og handarbakið á okkur og brennum af ástríðu fyrir því að vekja athygli á því mikla lífi og fjöri sem […]

Bætt aðstaða til líkamsræktar í þjónustumiðstöð eldri borgara

Ný tæki hafa verið tekin í notkun í hreyfi­sal þjónustumiðstöðvar eldri borgara að Eirhömrum. Mosfellsbær keypti fjölþjálfa (Cross Trainer) af gerðinni Nustep T4r í byrjun ársins. Tækið gefur góða þol- og styrktarþjálfun og hentar flestum, einnig þeim sem eru með skerta færni. Notkun þess gefur mjúka og eðlilega hreyfingu þar sem lágmarksálag er á liðum […]

Að skapa gefur lífinu lit

Katrínu Sif Jónsdóttur þekkja margir innan hárgreiðslu- og tískubransans en hún er einn af eigendum Sprey hárstofu. Katrín starfar einnig við að greiða fyrirsætum fyrir tískusýningar og módelmyndatökur og hefur komið víða við bæði hér heima og erlendis. Það sem henni finnst mest heillandi við starfið er að geta skapað miðað við mismunandi þarfir viðskiptavina […]

Knattspyrnufélagið Álafoss stofnað

Á dögunum stofnuðu nokkrir galvaskir Mosfellingar nýtt knattspyrnulið sem taka mun þátt í 4. deildinni í sumar. Flestir hafa komið við sögu í yngriflokkastarfi Aftureldingar. „Stanslausar vinsældir móður allra íþrótta hafa valdið því að fjölgun þeirra sem stunda fótbolta í Mosfellsbæ er slíkur að færri komast að en vilja í meistaraflokksliðum Aftureldingar og Hvíta riddarans.“ […]

Guðrún Ýr gefur út sitt fyrsta lag

Mosfellingurinn Guðrún Ýr, 21 árs, gaf á dögunum út sitt fyrsta lag sem ber titilinn Ein. „Ég byrjaði að læra jazzsöng fyrir um fjórum árum, en hef samt verið í tónlist frá því að ég man eftir mér og lærði á fiðlu í mörg ár. Vinir mínir, þeir Bjarki Sigurðsson og Teitur Helgi Skúlason, sem […]

Senda matinn heim að dyrum

Hákon Örn Bergmann eigandi Hvíta Riddarans er ánægður með viðtökurnar við breytingum á matseðlinum og heimsendingarþjónustu sem staðurinn fór nýverið að bjóða upp á. „Það eru komnir nýir réttir á seðilinn, steikur og fleira sem gerir okkur að meiri veitingastað. Að sjálfsögðu eru ennþá allir vinsælustu réttirnar okkar líka á sínum stað. Við leggjum mikla […]

Þremur lóðum í Sunnukrika úthlutað undir hótelbyggingu

Lóðum við Sunnukrika 3-7 hefur verið úthlutað undir hótelbyggingu og aðra þjónustu er tengist ferðamönnum. Lóðirnar við Sunnukrika eru vel staðsettar með tilliti til sýnileika og samgangna og þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Það er félagið Sunnubær sem er í eigu verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. sem fékk lóðunum úthlutað. Hafin er vinna við […]

Afhentu 2.760 undirskriftir

Sólahringsþjónusta Heilsugæslu Mosfellsumdæmis var lögð af þann 1. febrúar í kjölfar samræmingar á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hátt í 3.000 íbúar á svæðinu hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að helgar- og næturvaktirnar leggist af. Á þriðjudaginn var Óttari Proppé heilbrigðisráðherra afhentur listinn. Það var Iðunn Dögg Gylfadóttir sem fór […]

Bubbi

Ég er ánægður með að Bubbi Morthens sé að æfa hjá Höllu og Hjalta í Eldingu. Bubbi er fyrirmynd. Lætur ekki festa sig inn í ákveðnum ramma. Ég þekki Bubba ekki persónulega, hef aldrei hitt hann, en hann hefur haft mikil áhrif á mig. Það var sterk upplifun þegar ég, í stoppi hjá Siggu frænku […]

Hvernig líður þér í fótunum?

Að fara reglulega til fótaaðgerðafræðings ætti að vera jafn mikilvægt og að fara til tannlæknis. En hverjir eru það sem ættu að fara til fótaaðgerðafræðings? Svarið er einfalt – ALLIR. Þeir sem hafa farið til fótaaðgerðafræðings hafa fundið fyrir hversu mikil vellíðan fylgir slíkri heimsókn. Allir ættu að huga vel að fótum sínum því þeir […]

Skipulag Rauða Krossins

Rauði krossinn í Mosfellsbæ er ein af 42 deildum eða aðildarfélögum sem saman mynda Rauða krossinn á Íslandi. Rauði krossinn á Íslandi er síðan eitt af 190 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem saman mynda Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Einungis má vera eitt Rauða kross félag í hverju landi og er það […]