Ráðin verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks

ugandastarf

Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi MA hefur verið ráðin sem verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks. Áætlað er að hópurinn komi til Mosfellsbæjar 19. mars n.k.
Eva Rós lauk starfsréttindum í félagsráðgjöf með MA prófi frá Háskóla Íslands árið 2013 og hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Fangelsismálastofnun frá þeim tíma.
Starf verkefnisstjóra er fólgið í því að hafa umsjón með móttöku flóttafólksins og þjónustu við það. Verkefnisstjórinn á náið samstarf við svið og stofnanir bæjarfélagsins, Rauða krossinn, velferðarráðuneytið og aðra aðila innan og utan sveitarfélagsins. Og loks annast hann skipulagningu fræðslu og kynningar til flóttafólksins og þá sem að málum þess koma.