Framúrskarandi fyrirtæki í Mosfellsbæ

framurskarandimoso

vefurinnlistiSíðastliðin átta ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri.
Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Fyrirtæki á listanum sýna góða viðskiptahætti með sterka innviði og eru ekki líkleg til að skapa kostnað fyrir samfélagið.

Skilyrðin fyrir framúrskarandi fyrirtækjum:
• Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár
• Vera í lánshæfisflokki 1-3
• Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
• Að sýna rekstrarhagnað (EBITA) þrjú ár í röð
• Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
• Rekstrarform ehf., hf. eða svf.
• Eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
• Að eignir séu 90 milljónir eða meira þrjú ár í röð
• Skráður framkvæmdastjóri í hlutafélagaskrá
• Að vera virkt fyrirtæki skv. greiningu Creditinfo

Hér til hliðar má sjá þau mosfellsku fyrirtæki og framkvæmdastjóra þess sem komust á lista.