Töluverð endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 10. febrúar. Tólf frambjóðendur gáfu kost á sér og tæplega 700 manns greiddu atkvæði. Kosið var í félagsheimili flokksins í Kjarna. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar varð efstur í prófkjörinu. Hann er ánægður með niðurstöðuna og væntanlegan lista. „Þetta er breiður hópur fólks á ólíkum aldri, með fjölbreytta menntun […]
