Að gefa af mér til baka til bæjarins

Lilja Kjartansdóttir

Lilja Kjartansdóttir

Að alast upp í Mosfellsbæ voru forréttindi, þótti mér. Hér hef ég búið alla mína ævi; var á leikskólanum Hlaðhömrum, gekk í Varmárskóla, æfði íþróttir hjá Aftureldingu og lærði á fiðlu í tónlistarskólanum í rúm tuttugu ár.
Að stunda þær tómstundir sem maður hefur áhuga á er þroskandi og veitir reynslu sem gagnast manni fyrir lífstíð. Í stækkandi samfélagi eins og Mosfellsbær er þarf að huga vel að þessum innviðum sem tónlistarskólinn, íþróttafélögin, kirkjustarfið og önnur tómstundafélög eru, svo allir, ungir sem aldnir, fái notið sín sem best.
Það er nefnilega á þessum stöðum sem maður í flestum tilfellum eignast líka góða vini, hvort sem þeir verða manns bestu eða kunningjar sem maður heilsar á förnum vegi – bæði er ómetanlegt og gerir Mosfellsbæ að okkar „heima“.

Ég tek sæti á lista Vina Mosfellsbæjar þar sem framboðið er óháð og af brennandi þrá fyrir að gefa af mér til baka til bæjarins sem ól mig svo vel.

Lilja Kjartansdóttir
skipar 7. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar.